Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 39

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 39 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 4.30. Íslenskt tal. Páskamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Besta frumsamda handrit www .regnboginn.is Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali Sýnd kl. 10.10. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.40. Páskamynd fjölskyldunnar MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð vann í gærkvöld söngkeppni fram- haldsskólanna, sem fór fram í Kapla- krika í Hafnarfirði. Sigurvegararnir, þær Sunna Ingólfsdóttir og Sigurlaug Gísladóttir, sungu lagið „Ég er svo græn,“ við góðar undirtektir áhorf- enda, en lagið er eftir Erikah Badou og heitir upprunalega „Green eyes“. Verkmenntaskólinn á Akureyri varð í öðru sæti, en fyrir skólann söng Heimir Bjarni Ingimarsson lagið „Næt- urnar án þín,“ við lag bandarísku sveit- arinnar the Moody Blues, Knights in white satin. Menntaskólinn á Ísafirði lenti í þriðja sæti, en keppandi skólans, Birgir Olgeirsson, söng lagið „Ég væri til í að taka þig“ við lag bresku sveit- arinnar The Darkness „I believe in a thing called love.“ Það þótti ljóst að Ís- firðingar höfðu fjölmennt lið stuðn- ingsmanna á staðnum, rúmlega hundr- að manns og létu þeir fögnuð sinn yfir rokkaranum unga óspart í ljósi. Menntaskólinn á Akureyri fékk flest atkvæði áhorfenda í SMS kosningu, en fyrir skólann sungu þeir Andri Már Sigurðsson, Haukur Sigurðsson og Ævar Þór Benediktsson „Stærra en allt,“ við lag Backstreet Boys „Larger than life.“ Einnig náði keppandi Mennta- skólans við Sund, Flosi Jón Ófeigsson, upp gríðarlegri stemmningu þegar hann söng lagið „Ég er eins og ég er,“ af mikilli innlifun, en lagið var lag Hinsegin daga 2003. Rúmlega fimmtán hundruð manns voru í áhorfendaskaranum í Kapla- krika í Hafnarfirði og var að sögn að- standenda frábær andi í húsinu. Ljósmynd/Birgir Þór Halldórsson Stúlkurnar úr MH skiluðu sínu af miklum þokka og glæsibrag og sigruðu, skóla sínum til mikillar sæmdar. Heimir Bjarni Ingimarsson úr VMA sótti í gamlan Moody Blues slagara. Birgir Olgeirsson frá Menntaskólanum á Ísafirði hlaut góðar undirtektir áhorfenda og lenti í þriðja sæti. Flosi Jón Ófeigsson frá MS þótti hafa einkar spræklega sviðsframkomu og uppskar gríðarleg fagnaðarlæti. Andri Már Sigurðsson, Haukur Sigurðsson og Ævar Þór Benediktsson úr MA nutu mikillar hylli fyrir glæsilega búninga og framkomu. MH sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna Græneyg stemning í Kaplakrika ÞAÐ mun engin ládeyða liggja yfir kvöldinu í kvöld þrátt fyrir að dagurinn í dag sé mánudag- ur. Það verða nefnilega haldnir stórir tónleikar á Gauki á Stöng til styrktar samtökum gegn sjálfsvígum. Þar munu fram koma sveitirnar Noise, Man- hattan og Tvítóla auk sigurveg- ara Músíktilrauna í ár, Mamm- út. Aðgangseyrir á tónleikana er aðeins 800 kr. og hefjast tón- leikarnir upp úr kl. átta. Styrktartón- leikar gegn sjálfsvígum LOÐINLUBBINN King Kong, sem fyrst birtist á hvíta tjaldinu árið 1933 er ægileg- asta skrímsli kvikmyndasög- unnar að mati kvikmynda- sérfræðinga sem breska kvikmyndatímaritið Empire ráðfærði sig við á dögunum. Sló hann meðal annars við geimskrímslinu úr myndinni Alien, sem lenti í þriðja sæti, grameðlunni úr Jurassic Park og risaköngulónni Shelob úr Hringadróttinssögu. Í grein Empire er King Kong sagður meistarinn. „Aðrir uppskafningar reyndu að steypa honum af stóli, en lávarður Hauskúpueyju trampar á þeim öllum. Hann er ógnvænlegt gereyðingarafl, en engu að síður dásamlega mennskur,“ segir í Empire. Peter Jackson stendur nú í ströngu við endurgerð King Kong á Nýja-Sjálandi og fær hann myndarlega upphæð til verksins. King Kong er sannkallaður harmleikur, en myndin fjallar um kvikmyndaframleiðanda sem fer í safaríferð og kemur til baka til New York með risaapa. Hinn stórvaxni King Kong verður ástfanginn af fal- legri konu og deyr að lokum hetjudauða utan á Empire State byggingunni. Sló út geim- skrímsli, gram- eðlu og risa- könguló K ing K o ng ó gu rle gasta ó fre skja kvikm yndasö gu nnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.