Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 44

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 RANNVEIG Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfja- stofnunar, segir samheitalyf á markaði fyllilega sambærileg við frumlyf hvað varðar gæði og virkni lyfjanna. Samheitalyf séu skráð á þeim forsendum að rannsóknir á þeim liggi fyrir og þau hafi verið borin saman við frumlyfin. „Yfirvöld líta svo á að þegar búið er að skrá frumlyf í eitt skipti þá fær það ákveðna vernd frá yfirvöldum í tiltekinn tíma til þess að taka inn hagnað fyrir rannsóknum og slíku. Þegar samheitalyf eru skráð er búið að senda inn upp- lýsingar til yfirvalda þar sem er sýnt fram á sömu virkni og búið að prófa lyfið og bera sam- an við frumlyfið,“ segir Rannveig. Hún segir að þótt ekki liggi fyrir jafn ítarleg- ar rannsóknir á samheitalyfjum verði þau að vera sambærileg að öllu leyti. Þau þurfi að inni- halda nákvæmlega sama virka efnið þótt hjálp- arefni lyfsins séu ekki þau sömu. Einstaklings- bundið sé hvernig lyf virki á fólk og það eigi jafnt við um frumlyf og samheitalyf. Árni Þór Árnason, forstjóri Austurbakka, sagði í Morgunblaðinu í gær að gæði og virkni samheitalyfja væru síðri en frumlyfja. Hann tók dæmi af lyfinu Cipramil sem gefið er við þung- lyndi og sagði að hermilyf sem á eftir hefðu komið væru ekki sambærileg og í sumum til- vikum hefðu þau gert fólk syfjað í stað þess að virka sem skyldi. Rannveig segir Lyfjastofnun engar upplýs- ingar hafa sem gefi slíkt til kynna. Vel sé fylgst með bæði samheitalyfjum og frumlyfjum. „Við eigum að fá tilkynningar um það ef það koma upp einhverjar aukaverkanir vegna lyfja,“ segir Rannveig. Markaður í Danmörku í uppnámi Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Delta, segir verðmun hér á landi og í Danmörku á blóðfitulækkandi samheitalyfinu Simvastatin sem Delta framleiði skýrast af því að markaður- inn sé í fullkomnu uppnámi í Danmörku. Lyfið sé hins vegar ekki í sölu í Svíþjóð. Á Íslandi kostar Simvastatin minnst 13 þúsund krónur án virðisaukaskatts en í Danmörku og Svíþjóð 1.500 – 1.600 krónur. Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, um virkniprófanir lyfja Samheitalyf fyllilega sambærileg við frumlyf  Sameiginlegt/10 BETUR fór en á horfðist þegar lítilli einkaflugvél, TF-TOF, hlekktist á skammt vestan við Hvolsvöll laust upp úr kl. 17 í gær. Vélin var að fara á loft þegar hún missti flugið og brotlenti rétt sunnan við flugvöllinn sem er lítill einkaflugvöllur í ná- grenni Eystri-Rangár. Um borð í vélinni voru tvö börn og tveir fullorðnir. Annar hinna full- orðnu kvartaði um bakmeiðsl. Vélin, sem er franskrar gerð- ar, skaddaðist allnokkuð, annar vængur hennar fór illa og skrúf- an brotnaði. Vélin dró á eftir sér rafmagnsgirðingu þó nokkra vegalengd áður en hún fór al- veg niður við brautarendann og fram af barði sem þar er. Að sögn Þormóðs Þormóðs- sonar, formanns Rannsókn- arnefndar flugslysa, er vélin mikið skemmd ef ekki ónýt. Ráðgert er að taka vélina eða hreyfil hennar til nánari skoð- unar hjá rannsóknarnefndinni. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hlekktist á í flugtaki Hvolsvelli. Morgunblaðið. Gróf líkamsárás á sextán ára dreng í Vesturbæ Reykjavíkur á laugardag Hlaut mjög alvarlega áverka á milta SEXTÁN ára drengur, sem ligg- ur alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi eftir að ráðist var á hann í heima- húsi í Vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á laugardag, hlaut al- varlega áverka; innvortis blæðing- ar og áverka á milta. Drengurinn var í lífshættu en samkvæmt upp- lýsingum frá Landspítalanum var ástand hans orðið stöðugt í gær- kvöldi. Búið er að handtaka árásar- manninn og var í gær krafist gæsluvarðhalds yfir honum en því var hafnað. Segir lögreglan í Reykjavík að um grófa líkamsárás hafi verið að ræða. Málsatvik eru talin þau, að sögn lögreglu, að drengurinn var í heimsókn hjá árásarmanninum er þeim sinnaðist og veittist þá hús- ráðandi að drengnum með spörk- um og hnefahöggum. Hann náði að forða sér og hringdi sjálfur á hjálp. Pilturinn var fluttur í lögreglu- bíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, þar sem hann var ekki með sjáanlega útvortis áverka, að sögn lögreglu. Á sjúkrahúsinu kom í ljós að drengurinn var með miklar innvortis blæðingar og áverka á milta. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Kröfu lögreglunnar um gæsluvarð- hald yfir árásarmanninum hafnað Ný byggð utan við Akranes BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Stafna á milli ehf. hefur keypt jörðina Krossland í Innri-Akraneshreppi og að auki gerði fyr- irtækið bindandi samkomulag við eigend- ur Fögrubrekku í Innri-Akraneshreppi um kaup á jörð og húseignum. Landið sem um er að ræða er rétt utan við bæj- armörk Akraness. Þorgeir Jósefsson, fjármálastjóri Stafna á milli ehf., segir að fyrirtækið hafi hug á því að selja lóðirnar undir íbúðar- húsnæði. Hann telur að fáir staðir við Faxaflóa séu ákjósanlegri fyrir íbúðar- húsnæði. Þorgeir segir að svæðið búi yfir „mikl- um töfrum sem verða eftirsóttir af þeim sem vilja búa á þessu svæði. Við erum ekki búnir að ganga frá öllum smáatriðum í deiliskipulaginu en það má búast við að byggðin taki við nokkrum fjölda íbúa, nokkrum hundruðum,“ segir Þorgeir. Í fyrstu drögum að skipulaginu er gert ráð fyrir grunnskóla, íþróttamannvirkjum og félagslegri þjónustu.  Vesturland/11 Skjálftahrina í Öxarfirði SKJÁLFTAVIRKNI varð vart á skjálfta- mælum Veðurstofu Íslands laust upp úr há- degi í gær og voru upptökin í Öxarfirði um fjórtán kílómetra vest-suðvestur af Kópa- skeri. Fyrsti skjálftinn varð skömmu upp úr kl. 12 en í kjölfarið fylgdi á þriðja tug skjálfta eftir því sem leið á daginn og kvöldið. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 á Richter, laust fyrir klukkan þrjú. Að sögn Eriks Sturkell, jarðeðlisfræð- ings hjá Veðurstofunni, voru upptök skjálftanna á svæði þar sem skjálftar hafa verið fremur algengir að undanförnu. Metaregn hjá sundkonum SUNDKONURNAR Ragnheiður Ragn- arsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir frá Akranesi voru í miklum ham um helgina og marg- bættu Íslandsmetin í 50 og 100 m skrið- sundi. Ragnheiður náði Íslandsmetinu í 50 metra skriðsundi af Kolbrúnu á laug- ardag, en þær skiptust á um að bæta metið. Í gær var það sama uppi á ten- ingnum er Kolbrún tvíbætti Íslandsmetið í 100 m skriðsundi á móti í Hollandi en Ragnheiður, sem keppti í Svíþjóð, náði metinu af Kolbrúnu um skamma hríð í gær, en varð að sjá á eftir því síðdegis í gær.  Kolbrún Ýr og Ragnheiður/B1 Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur (VR) og Landsamband íslenskra verslunarmanna undirrit- uðu í gærkvöldi nýjan kjarasamning við FÍS, Félag íslenskra stórkaup- manna, en fyrri samningur þeirra rann út í lok febrúar sl. Í samningn- um er markaðslaunakerfið styrkt enn frekar og kveðið er á um 120 þúsund króna lágmarkslaun frá og með upphafi árs 2007. Starfsmönn- um á launum undir 200 þúsund krónum á mánuði er tryggð árleg 5.000 króna launahækkun, mót- framlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð verður 8% árið 2007 og slysatrygg- ingar starfsmanna verða endur- skoðaðar. Launaviðtalið er fest enn frekar í sessi, tekið er á öryggismálum og starfsmenn hafa möguleika á 30 daga orlofi. Nýlunda er að gildistími er ótímabundinn. Samkvæmt upp- lýsingum frá VR verður fundum fé- lagsins við Samtök atvinnulífsins fram haldið á morgun. Vel miðaði í samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og ríkis- ins í gærkvöldi. Fundi var frestað í gær og átti að taka þráðinn upp aft- ur kl. 9 í morgun. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasam- bandsins, sagði fundina í gær hafa verið góða og árangursríka og að allt væri að smella saman. Hann vildi ekki spá um það hvort samn- ingar myndu hugsanlega nást í dag, en ítrekaði að vel gengi og engar stórar hindranir virtust í veginum. Verslunarmenn og FÍS skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær Markaðslaunakerfið styrkt Skrifað undir samninginn: Unnur Helgadóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og Gunnar Páll Pálsson frá verslunarmönnum (VR og LÍV) og Páll Bragason, Pétur Björnsson og Andrés Magnússon frá FÍS. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.