Vísir - 22.07.1981, Qupperneq 5
Miðvikudagur 22. júli 1981
5
vtsm
Barist af grimmfl
í Suöur-Lídanon
ísraelar senda skriOdrekasvelt og dyrluflokka
Skæruliðar PLO segja, að Isra-
el hafi gert meiriháttar árásir á
landi og úr lofti á tvö svæði i S-
Libanon i morgun.
Herma þessar fréttir frá hörð-
um bardögum milli skæruliða og
israelskrar skriðdrekasveitar
skammt frá Khardali-brúnni,
nærriBeufort-kastala, sem er eitt
höfuðvigi PLO-skæruliða.
Sömu heimildir segja, að isra-
elskar vikingasveitir hafi laum-
ast á land i þyrlum við Zahrani á
Miðjarðarhafsströndinni, en fall-
byssubátar héldu um leið uppi
öflugri stórskotahrið á það svæði.
Skæruliðar segjast hafa hrakið
25skriðdrekaog brynvagna aftur
til baka með eldflaugum, þegar
þeir réðust yfir Khardali-brúna,
rétt norðan landamæranna. Telja
þeir sig hafa eyðilagt tvo skrið-
dreka og einn brynvagn. Eftir að
Israelar hörfuðu, hófu þeir stór-
skotahrið á brattann veginn upp
af brúnni.
PLO segist hafa eyðilagt tvo
skriðdreka israelsmanna og
einn brynvagn.
lll árása á PLO
Khardali-brúin er rétt norðan
dalverpisins, sem Saad Haddad
majór og hægrisinnaöir kristnir
menn hafa á valdi sinu-i S-Liban-
on. Brúin tengir svæðið við Naba-
tiyeh-hásléttuna, þar sem skæru-
liðar ráða lögum og lofum.
Bardagar eru sagðir standa enn
yfir við Zahrani, þar sem her-
þyrlur lönduðu vikingasveitum
Israela i skjóli stórskotahriðar
fallbyssubáta.
Af þessum fréttum að dæma
virðist þetta vera mannmesta
árás, sem ísraelar hafa gert inn i
S-Libanon frá þvi i ágúst i fyrra,
þegar 500 manna úrvalslið úr her-
sveitunum á Gólnahæðum gerði
innrás.
Átök Israels og Palestinuaraba
blossuðu upp að nýju fyrir tólf
dögum. Dvinuðu þau i gær, þar til
israelskar herþotur gerðu nýjar
loftárásir i trássi við áskoranir
Bandarikjastjórnar og Samein-
uðu þjóðanna um vopnahlé.
Haft er eftir Yasse Arafat, leið-
toga PLO, að hann væri reiðubú-
inn að gera vopnahlé, en næst
stæði ísraelsmönnum, sem fyrst-
ir hefðu byrjað þennan djöfla-
dans, að hætta honum þá fyrstir.
— I Jerúsalem sagði Begin for-
sætisráðherra, að hann myndi
ekki semja við PLO. Taismenn
stjórnarinnar segja, að Begin sé
ráðinn i aö hrekja skæruliöa frá
þeim bækistöðvum i S-Libanon,
sem þeir nota til árása á tsrael.
Vitað er um að minnsta kosti
400 manns, sem fallið hafa i átök-
um siðustu 12 daga. Flestir i loft-
árás tsraelsmanna á hverfi Pal-
estinuaraba i Beirút. Eru enn að
finnast þar lik undur rústum.
Margar verslanir i Beirút lok-
uðu vegna sorgarinnar.sem þar
rikir, en háværar kröfur eru um
leið uppi um, að Sýrlendingar
komi upp SAM-6 loftvarnareld-
flaugum umhverfis Beirút eins og
i Bekaa-dalnum.
Enn eru menn að finna llk undir
rústum, eftir loftárás tsraels-
manna á dögunum.
Valnið hakkaðl
um Dr|á melra
jnj
Verkföllum afstýrl
I Pöllandi
Stafsmenn pólska flugfélagsins
LOT hafa aflýst boðuðu þriggja
daga verkfalli sinu, eftir ihlutun
Jaruzelski forsætisráðherra.
Segja talsmenn flugfélags-
manna, að náðst hafi málamiðlun
við stjórnvöld i deilunni um
ráðningu forstjórans nýja, en
yfirvöld höfðu ekki viljað fara að
ábendingu starfsmanna um val
forstjóra.
Þá greindu siðustu fréttir frá
þvi, að samningar væru að takast
við hafnarverkamenn Eystra-
saltshafnarborga, en þeir höfðu
boðað verkfall á morgun.
Frostspjöll á
kaffiræktinnl
Mikil flóð hafa verið i ám i
Austurriki, Tékkóslóvakiu og
Ungverjalandi eftir helli-
rigningar undanfarna daga. Hafa
þau kostaö einn mann lifið, en
hann drukknaði i gær við
björgunaraðgerðir.
1 Tékkóslóvakiu hefur vatnið i
Elbu hækkað um tvo metra á
siðasta sólarhring, og hefur öll
skipaumferð um hana stöðvast,
enda hefur verið lýst yfir neyðar-
ástandi.
Elba og Berounka-árnar hafa
flættyfir akra, vegi, verksmiðjur
og meira en 100 ibúðarhús. —
tbúar Melnik, sem er hafnarbær
fljótabáta ( um 35 km norður af
Prag), hafa flúið bæinn.
Mikið kuldakast hefur skolliö
yfir sum kaffiræktarhéruð
Braziliu. Sjá menn fram á miklar
frostskemmdir, svo að fram-
leiðsla næsta árs verði 20% lægri,
en reiknað var með.
Braziliumenn höfðu orðiö góðar
vonir um, að þessi uppskera
slyppi við frostin. Bjartsýnustu
menn spáðu þvi, að framleiöslan
yrði um 30 milljón sekkir (60 kg),
eða meira en þriðjungur heims-
framleiðslunnar.
Fréttir af kuldahretinu sögðu
strax til sin á alþjóðlegum
mörkuðum . 1 London hækkaði
tonnið af kaffi um 30%
Pólskur flugræningl
l Vestur-Berlín
I gær var pólskri flugvél rænt
og var neydd til lendingar i
Vestur—Berlin. Hún var send
aftur heim til Póllands i-morgun,
eftir að flugræninginn, 21 árs
gamáll maður, sem vildi flýja
kvaöningu i herinn, gafst upp
fyrir v-þýsku lögreglunni.
I vélinnii tveggjahreyfla
Antonow 24,voru 50 farþegar, sem
fóru með henni i morgun.
Flugræninginn hafði verið
vopnaður skammbyssu og hand-
sprengju, og ógnaði áhöfninni
með þeim, þegar vélin var i
innanlandsflugi, milli Katowice
og Gdansk.
Hann verður að öllum likindum
dreginn fyrir dómstól i V-Berlin,
sem i desember i vetur dæmdi
annan Pólverja fyrir flugráns-
sakir 1 fangelsisvist.