Vísir


Vísir - 22.07.1981, Qupperneq 12

Vísir - 22.07.1981, Qupperneq 12
12 Miðvikudagur 22. júli 1981 vísm ÁTm a n n aTp y g gT h g áfp i breytingar - hækkanirj Á sviði almannatrygginga hafa að undanförnu verið gefnar út • ýmsar reglugerðir i heilbrigðis- og tryggingamálaráöuneytinu. t ■ siöustu viku gátum við þess að bensinstyrkur til hreyfihamlaöra . öryrkja hafði hækkað um 50% en það var ein af þessum nýju reglu- j gerðum. Aörar reglugerðir eru varðandi hækkun vasapeninga og J fritekjumarks lifeyrisþega og reyndar fleira, sem fram kemur hér á J eftir. vasapeningar j hækka um 334% Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Tryggingastofnun j rikisins hafa gengið frá sérstakri hækkun svokaliaðra „vasapen- J inga” handa þeim sem eru langdvölum á dvaiarheimilum aldraöra J eða öryrkja en hafa engar tekjur né lifeyri, er greiddur hefur verið * dvaiarkostnaður i viðkomandi stofnun. Hér er um að ræða ails um I 1740 einstaklinga. Nemur hækkunin 33,4% og er hún umfram aðrar I hækkanir á þessu ári vegna verðlagshækkana. Hækkunin tekur gildi I frá 1. mars og verður afgreidd til þeirra viöskiptamanna trygging- | anna, sem rétt eiga á „vasapeningum” frá næstu mánaðamótum. | „Vasapeningar” þessir voru kr. 314 á mánuði en verða kr. 453 á j mánuði og er þá innifalin 8,1% visitöluhækkun 1. júni 1981. • „Frítekjumark” líteyris-1 bega hækkar um 56% j Akveðið hefur verið að hækka svokallað „fritekjumark” en innan | þess marks eru þær tekjur sem lifeyrisþegar mega hafa án þess að j tekjutrygging skerðist. Hækkunin var um 56% og giidir hiö nýja j „fritekjumark” frá 1. júlisl. Upphæðin er kr. 10.800 á ári hjá einstak | lingi en kr. 15.120 hjá hjónum. Glald fyrlr heyrnamælingar i Breytingar hafa verið ákveðnar á reglum um þátttöku rikisins i kostnaöi vegna tækja fyrir heyrnaskerta, þannig að rcglurnar taki til barna og unglinga til loka skólaskyldualdurs. Gjaid fyrir heyrn- armælingar Heyrnar- og talmeinastöðvar tslands á vinnustööum er nú kr. 42.00. Að öðru leyti er þjónusta stöðvarinnar veitt án endur- gjalds. Kostnaður ríkisins vegna lyíja á bessu ári j 90 milljónir króna j Akveðiö hefur veriö að greiðslur samlagsmanna fyrir lyf verði frá I 1. júli sl. kr. 16.00 fyrir innlend lyf, en kr. 42.00 fyrir erlend lyf. Þá I greiöa a Idraöir og öryrkjar kr. 8.00 og kr. 21 fyrir hverja afgreiðslu I lyfja. Greiðslur samlagsmanna fyrir sérfræðilæknishjálp, rann- I sóknir og röntgengreiningu veröa kr. 42.00 en elli- og örorkulifeyris- | þegar greiða kr. 21.00. Greiöslur samlagsmanna til heimilislækna j eru frá 1. júli kr. 10.00 fyrir viötal á stofu en kr. 20.00 fyrir vitjun til j sjúklings. Kostnaöur rikisins vegna lyfja verður á þessu ári 90 miilj. kr. ■ (9.000 millj. gkr.) og má ætla að rikiö greiði alls um 60% af lyfja- • kostnaði vegna þeirra sem eru utan sjúkrahúsa. Lyfjaskírteini vegna j vefjaaukandi lyfja ! Gerðar hafa veriö breytingar á reglum um greiðslur almanna- • trygginga á lyfjakostnaði vegna vefjaaukandi lyfja og takmarkast I greiðslan nú við sérþarfir sjúklinga og útgáfu lyfjaskirteinis frá I trúnaðarlækni sjúkrasamlags. Ástæðan fyrir þessari breytingu er | sú aö talið er, að lyf þessi kunni ella að verða misnotuð. | flfkoma bjóóar háó neysluvenjum íbúa Námskeið um kennslu og upp- lýsingaþjónustu i neytendafræði var haldið á Akureyri dagana 29. júni til 3. júli. Var námskeið þetta haldið á vegum Norrænnar sam- starfsnefndar um hússtjórnar- fræðslu Hússtjórnar- og heimilis- fræðikennarar frá öllum Norður- löndunum sóttu námskeiðiö og erindi fluttu forystumenn þessara landa i neytendamálum og full- trúar atvinnulifsins hér. I lok námskeiðsins var eftirfar- andi ályktun samþykkt: 1. Neytendafræði hefur ætið verið og verður einnig i framtið- inni mikilvægur þáttur i heimilis- fræðikennslu bæði i grúnnskóla og framhaldsskóla. 2. Nauðsynlegt er að auka kennslui neytendafræði og tengja hana fleiri námsgreinum en nú er, bæði i grunnskóla og fram- haldsskóla. 3. Neysluvenjur ráða miklu um afkomu og velliðan fólks ekki sið- ur en peningatekjur þeirra. Einn- ig er afkoma þjóðar háð þvi hvernig einstaklingar haga neysl- unni. 4. Markmið kennslunnar á að vera að efla félagsþroska nem- enda og hæfileika þeirra til að leysa eigin neysluvandamál. Kennslu á að miða við stöðu nem- andans sem neytenda. 5. Nauðsynlegt er að efla rann- sóknir á sviði neytendamála, svo að unnt sé að láta i té hagnýtar upplýsingar i neytendafræði i samræmi við þá þróun sem fram fer i samfélaginu. Kennarafélagið Hússtjórn sá um framkvæmdir og undirbjó námskeiðið hér á landi i sam- vinnu við E.M. Hansen og H.R. Jensen sem báðir starfa við Arós- arháskóla. Fvrirspurnir um Dústaðaiönd: „Möguleiki á hagaöeit fyrir hross ef bústaða- eigendur óska pess” sagði Reynir Asgeirsson bóndi að Svarlhðli svlnadal „A svæöinu er reiknað með 38 ieigulöndum og eru nokkur þegar útleigö” sagði Reynir Asgeirsson bóndi að Svarfhóli, Svinadal I við- tali viö Visi. Fyrir nokkrum vik- um var hér á siöunni skrifað um sumarbústaðalönd, bæði leigu- og eignarlönd. Margir hafa haft samband við okkur til að leita frckari upplýsinga og meðal ann- ars hefur verið spurt hvort fleiri staðir væru falir fyrir sumarbú- staði til leigu eöa eignar, en getið var um á sinum tima. Sjálfsagt er framboð miklu meira en viö komumst yfir að nefna og vitum af. En einn stað til viðbótar er vitað um sem er i 80 km fjarlægö frá Reykjavik. Ekki er nú svo slæmt að við höldum að Reykjavik sé naflinn og þar upp- hefjist flest og endi allt, og allar þat'fir skuli miðast við Reykjavik. En okkur til afsökunar höfum við að flestar fyrirspurnir hafa borist frá Reykjavik og nágrenni. 1 fyrri grein var getið um eign- arlönd i Svarfhólsskógi en nú eru það 38 leigulönd á sama svæði i eigu bóndans Reynis Ásgeirsson- ar að Svarfhóli, sem um er að ræða. Heildarstærð þess svæðis sem Reynir bóndi hefur ákveðið aö leigja fyrir sumarbústaði er 44,2 hektarar, og er svæðið að mestu skógi eða kjarri vaxið og ágætt berjaland. Leigulöndin eru mis- jafnlega stór, frá 0,5 til 1,0 ha hver lóð nettó, en með sameigin- legum notum 1,16 ha að meðal- tali. Svæöið er skipulagt af Reyni Vilhjálmssyni landslagsarkitekt og er þess vandlega gætt við skipulagningu að náttúrufegurð fengi sem best að njóta sin og eru stór opin svæði og göngustigar til sameiginlegra nota á við og dreif i skóginum. „Möguleiki er að fá hagabeit fyrir hross rétt við svæðið fyrir bústaðaeigendur, sem þess kynnu aðóska” sagði Reynirbóndi. ,,Og stutt er i silungsveiði i Eyrar- vatni, Glammastaðavatni og Geitabergsvatni. Ég vil nú taka fram aðstofngjald við samning er kr. 20.000. — en leigulaust þetta árið. Siðan verður ársleigan mið- uð við þrjú lambsverð”. Þess má einnig geta til viðbótar að vegur verður lagður, vatns- lagnir frágengnar að hverri lóð og sorpskýli reist. Umhverfis landið verðurgóö girðing. — ÞG Margir virðast vera i þeim hugleiðingum aö finna reit fyrir sumarbú- staöi sina og hafa beint til okkar fyrirspurnum um hvar eigi aö leita fyrir sér. Til viðbótar þvi sem áöur hefur veriö sagt frá hér á fjöl- skyldu- og heimilissiðunni eru nú leigö bústaðaiönd i Svinadal.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.