Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 4
Hann tekur niöur spjaldiö og ekur af staö... Og veifar hróöugur. Iss þetta er enginn vandi... VISIR Laugardagur t. ágúst 1981 AÆTLUN HELGARBLAÐIÐ FÆR LÁNAÐA Sigurjón kemur Fiatinum slnum fyrir á bllasölunni Það er hádegi. I reykmettuðu lofti á ritstjórnar- skrifstofu Vísis er samankominn fámennur hópur manna í þröngri herbergiskytru. Áætlun „STULDUR" er að hefjast. Sigurjón bankar fingurstúfnum þéttingsfast í borðplötuna. Kristín snyrtir neglur sínar. Nokkurrar taugaveiklunar gætir hjá Ijósmyndararnum. Rödd hans er há og skræk þegar hann segir: „Er þá allt klárt?" Loka- yfirferð er farin yfir áætlunina og haldið af stað. Svo sagt sé frá á almennu máli, þá var hugmyndin sú aö fara með tvo bila á bilasölur hér i borg. Fara þar fram á aö þeir yröu seldir. Siöan átti aö koma skömmu siöar og grenslast fyrir um bilana, fá aö reynsluaka þeim og hverfa meö bllana án frekari tilkynningar. Grunur lék nefnilega á þvi aö ekki væri mikið fylgst meö þeim sem á bilasölurnar koma til aö skoða bila og ekkert eftirlit haft með þvi hvort þeir kæmu aftur eður t ei. Skráning auðveld Kristin átti aö fara meö sinn bil á bilasöluna Skeifuna og Sigurjón meö sinn á Borgarbila- söluna. bessar tvær bilasölur voru valdar algjörlega af handahófi. Aö þessu búnu átti Kristin að fara og fá aö reynslu- aka bil Sigurjóns en Sigurjón átti aö fá aö prófa bil Kristinar. Hvorugt átti aö skila bilnum aftur. Fyrst var haldiö á Borgar- bilasöluna þar sem Sigurjón skráöi bifreið sina, Fiat 132 að smiöaári 1974, til sölumeð- feröar. Liölega var tekiö á móti Sigurjóni og billinn skráður. engar athugasemdir voru gerðar viö veröhugmynd Sigur- jóns og bfllinn verölagöur á 22 þúsund. Viö svo búiö hvarf Sigurjón frá en sagðist mundu athuga meö bílinn eftir vinnu sama dag. Klukkan var rúm- lega tvö þegar þetta var. A sama hátt fór Kristin aö. Hún skráöi Mini sinn á bilasölunni Skeifunniog hvarf frá. Sigurjón stikaöi hins vegar um planiö hjá Skeifunni, skoöaöi ýmsa bila og ráöfæröi sig viö einn sölumann- inn. ,,Ég þarf aö fá einhverja púddu handa konunni” sagöi Sigurjón og lét llklega. Rétt eftir aö Kristfn var búin aö skrá Mini-inn og var horfin af vett- vangi fékk Sigurjón skyndilegan áhuga á einmitt þeim bil. /,Hvar eru lyklarnir?" Hann gaf sig á tal viö sölu- mann og spuröi hvort hann mætti máski taka aðeins i „þennan rauöa Mini þarna úti?” Viöbrögö voru skjót og á- kveðin. „Strákar hvar eru lyklarnir að rauða Mininum?”. Lyklarnir fundust. Sigurjón gekk út einn sins liös og ekkert var á þaö minnst, aö hann mætti ekki fara nema til- tekna vegalengd. Hann var heldur ekki spuröur nafns. Sigurjón ók siöan upp á blað og beið átekta. bá var haldið aftur á Borgar- bilasöluna þar sem Sigurjón haföi látiö sinn bil i sölu. Kristin gaf sig þar á tai viö sölumann og þóttist hafa áhuga á Fiat Sigur- jóns. Sölumaöur vildi helst ekki ræöa þann bil mikið viö Kristinu en ráölagöi henni ýmsa aöra bila. Honum þótti Fiatinn sem sagt heldur lélegur og vildi ekki selja saklausri stúlkunni slikan grip. „Ég hef nú svona svolít- inn áhuga á að gera við" Sölumaður fór vitt og breitt um sýningarsvæðiö meö Kristinu og reyndi aö koma vitinu fyrir hana en ekkert gekk. Kristíh sagöist einu sinni hafa átt svonaFiatog likaði stór- vel viö þessi ökutæi. „Maöurinn minn er lika bifvélavirki” sagði hún, „svo það gerir ekkert til þótt hann sé heldúr slappur”. Ekki lét söiumaður sér þessa skýringu nægja og hélt áfram aö sýnaaöra bila. bar kom loks aö Kristin sagöi: „Já og svo hef ég nú svona dálitinn áhuga á að gera við lika. Viö hjónin erum stundum að dunda okkur viö viögerðir á kvöldin”. betta dugöi til að sannfæra sölumann- inn um alvöru Kristinar og hún fékk lykilinn. begar henni haföi verið afhentur hann spurði hún i kvenlegu sakleysi sinu: „A ég aö fara ein á bilnum?”. Svarið lét ekki á sér standa og var Og Kristin sinum litla sæta Mini... Svo liöur örstutt stund og Sigurjón er kominn meö lykla aö Mini Kristinar. Kristin komin meö Ivkla af Fiat Sicurións.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.