Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 1. ágúst 1981 VÍSZR VlSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoóarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjórierlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- mundur Ö. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askrif targjald kr. 80 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. Og svo er allt i einu kominn 25 stiga hiti, einhvern veginn ófor- varandis og upp úr þurru. Eða blautu, ég man það ekki. Þessu verður ekki með orðum lýst. Laugardaginn fyrir páska var 18 stiga hiti á Akureyri, og þá var gaman að lifa. En með þvi að aldrei er hægtað gleðjast yfir neinu án þess að hafa áhyggjur af öðru, gerðu menn sér grillur af þvi, að snjóleysi kynni að skemma skiðafæri i Hliðarfjalli. En fár veit hverju fagna skal eða gera sér áhyggjur af, og vér vitum ei hvers biðja ber, sagði sr.Hallgrimur.Enginn þurftiað gera sér áhyggjur af snjóleysi i Hliðarfjalli. Ætli þar hafi ekki verið bjarglegt skíðafæri allt til þessa dags? Að minnsta kosti hefur snjó- inn leyst hægt og varlega úr Vaðlaheiðinni. Enn eru þar vænir skaflar. Kuldinn i vor og sumar hefur verið býsna linnu- laus. Hann hefur sest i sálar- botninn á mér og hreiðraö þar um sig. Og vonbrigðin hafa ver- ið sifelld og margendurtekin. Þaö rofaði oft til, og mörg var dagmálaglennan, og oft var spáð betra veðri, bjartara og hlýrra. En allt kom fyrir ekki. Sæi til sólar á dagmálum, var viss passi að kominn var norð- anstrekkingur, kaldur eins og dauðinn, eftir hádegið. Tuttug- asta júli var sumarið ókomið og ekki ný heytugga i hlöðu i gjör- völlum Svarfaðardal. Vorum viö aö sigla hægt og örugglega i nýja isöld? Var hafis framtiöar- sýnin og „hjartans is” framtið- arhlutskiptiö? En guð er almáttugur og al- góður, og allt i einu tók loftið á sig nýjan brag. Einhver óskilj- anleg mildi lýsti sér i bláma loftsins, og „blær himins blið- ur” strauk mér um vangann, hægt og gætilega, en sifellt og sleitulaust, til þess að sannfæra mig um að þetta væri veruleiki, en ekki draumur eða ein svika- Af öfgum glennan enn. Ég sannfærðist, jafnvel þó breytingin yrði snemma á föstudag, en ekki eft- ir hádegi á laugardag, eins og gamla fólkið hafði kenntmér að væri hagstæðast. Ég veit varla hvernig ég á að bregðast við. Eitthvað er innan i mér sem ég held að sé i ætt við taumlausa gleði kúnna, þegar þær eru látnar út i vorið. Þær hlaupa eins og vitlausar einu sinni á ári og sperra halann beint upp i loftið. Ég tek að visu ekki á sprett, en ég geng og ég syndi. Smám saman fer ég að skoða föt sem ég hef ekki munað eftir að til væru i marga mánuöi. Ég tini fram blússurog boliog fika mig stig af stigi. Seinast er ég, kuldakrákan sem geng i' ullar- brók og grófum leistum dags daglega, kominn i stystu stutt- buxurnar minar og sólskinsbol sem er sýndarflikin einber. Þannig strunsa ég um bæinn i góðvirðrinu. Ég býð gleöilegt sumar á báðar hendur, rifja upp atburði frá 1939, þegar ég upplifði úti i Svarfaðardal 28 stiga hita i skugganum, og spyr menn hvað þeir haldiaöheitt sé. Mikið lifandi undur og skelfing er nú gaman að vera til og láta GIsli Jónsson skrifar sunnangoluna gæla við sig og sólina reyna að bræða úr manni svellin. Og þá lýstur niður þeirri hugsun, að ég hefði ekkert haft gaman af þessum degi og enga nautn af hita sólarinnar, ef kuldinn hefði ekki verið fyrir. Eða hvers virði væri dagur sem þessi bónda á Spáni eða essreka i Bóliviu? Og er þaö ekki þrátt fyrir allt eftirsóknarvertað búa við lang- varandi kulda og myrkur, til þess eins að geta upplifað birtu og yl af svo fölskvalausum fögn- uði og skilyrðislausum unaði. Mér heyrist i veðurlýsingunni að i Þórshöfn i Færeyjum sé aldrei kalt og aldrei heitt og engar árstiðir. Einhvers konar núlltiö allt árið um kring. Best gæti ég trúað að hitinn þar væri 10 stig svo sem þrjúhundruð daga ársins. Kannski er það lika ágætt. En tilbreytingarlitið lif má það vera. En þetta er okkur kennt, að allt sé best i hófi, og i þvi felst ekkert hrós, enginn að- dáun, þegar sagt er að skammt sé öfganna milli. Björn minn Árnason (Runólf- ur i Dal), sá margspaki maður, kenndi mér þessa merkilegu vfsu, sem er liklega besta vi'sa i heimi: Rammt er að þola fýsnaflog á fleyi geðshræringa. Bágt er aö skriða skerjavog skyldu og tilfinninga. Óskaplega er þetta satt. En er ekki betra að þola fýsnaflog geðshræringanna en hafa aldrei þess konar hræringa kennt? Er ekki vandskriðinn skerjavogur tilfinninganna bærilegri kostur heldur en sléttur flötur þeirra Kjarabarátta verslunarmanna lágvatna sem engin' tilfinning gárar? Um kvöldið er enginn 25 stiga hiti, og engin sól skin á himni. Enginn „blær himins bliður” gælir við vanga. Guð það hentast heimi fann: Það hið bliöa blanda striðu. Og regnið streymir úr loftinu, með þeim hætti sem aðeins Það kann að virðast undarlegt að tiltekin stétt í þjóðfélaginu helgi sér sérstakan frídag, ekki síst með hliðsjón af því, að laun- þegar eiga sér alþjóðlegan bar- áttudag, fyrsta maí. Verslunar- fólk á auðvitaðaðild að þeim degi og tekur sér þá frí frá störfum eins og annað launafólk. Versl- unarmenn sem launþegahreyf- ing hafa hinsvegar ekki alltaf átt samleið með Alþýðusambandinu og í því liggja meðal annars skýr- ingar á sérstökum f rídegi þeirra. Lengstaf voru kaupmenn jafnt sem starfsmenn þeirra í einu og sama félaginu. Verslun var þá ekki orðin jafn umsvifamikil at- vinnugrein og nú er, og barátta beggja hópa sameinaðist í því að ef la innlenda og frjálsa verslun í landinu. Þeir deildu kjörum og sameiginlegum hagsmunum í bar- áttu gegn haftakerfi, skömmtun- um, kvótum og f jandsamlegum stjórnvöldum. Á síðari árum, eftir að verslun tók að blómgast og hleypa stoð- um undir sjálfstæði þjóðarinnar, kom stéttarleg og fagleg skipting að sjálfu sér. Hún var óhjá- kvæmileg og eðlileg. Eftir að verslunarmenn stofn- uðu með sér formleg launþegafé- lög, sóttu þeir um aðild að lands- samtökum verkalýðsins, Alþýðu- sambandi (slands. En svo furðu- lega sem það kann að hljóma, þá voru verslunarmenn ekki sam- þykktirsem félagar í ASI fyrr en eftir langa og stranga baráttu. Þær réðu fyrst og fremst póli- tískir fordómar, öfgar, sem ætl- uðu að hindra einn stærsta laun- þegahópinn í þjóðfélaginu í því að njóta réttar sins. Það kostaði verslunarmenn langvinn mála- ferli að sitja við sama borð og aðrir launþegar. Þær deilur eru að mestu gleymdar, og í seinni tíð hafa forystumenn stéttarinnar komist til æðstu metorða innan Alþýðusambandsins og notið þar trausts og virðingar. Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefur sætt nokkurri gagn- rýni að undanförnu. Forystu- menn þess hafa verið skotspónar hlutfallskosningar í verkalýðsfé- lögum eru réttmætar. Verslunarmannafélagið undir forystu frjálslyndra manna, gæti gengið á undan í að hrinda slíkum hugmyndum í framkvæmd. Auðvitað er það rétt, að kjör ýmissa félaga í verslunarstétt eru alltof kröpp. Það á einkum við um afgreiðslufólk. Hér er að- allega um að ræða ófaglært fólk, sem á fleiri sviðum en í verslun hefur átt á brattann að sækja. Kauptaxtar verslunarfólks eru ef til vill sambærilegir við kaup- taxta verkamanna og fólks í iðn- aði. Hinsvegar kemur munurinn fram í því, að f lestar aðrar stétt- ir en verslunarmenn hafa tekið upp launahvetjandi taxta, sem tvöfalda eða jafnvel þrefalda launin miðað við taxta. Nú er leitað leiða til að innleiða slíkt launahvetjandi kerfi hjá af- greiðslufólki í verslun. Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna hefur gert athyglisverðar tilraunir í þessa átt. Ennfremur hef ur verið efnt til námskeiða og prófa fyrir afgreiðslufólk, sem leiða til hærri kauptaxta. Áfram þarf að halda á sömu braut. Verslunarfólk á ekki að þurfa að sitja uppi með lökustu kjörin né heldur forystumenn verslunar- manna að liggja undir ámæli fyr- ir slælega verkalýðsforystu. Báðir aðilar eiga betra skilið. rætinna skrifa, þar sem þeir eru sakaðir um linku í kjarabaráttu og einræði í stjórnarstörfum. Undir það skal tekið að laun- þegahreyfingin á íslandi er ekki nægilega opin eða virk í sam- bandi sínu við hinn almenna fé- lagsmann. Þetta á við VR jafnt sem önnur launþegafélög. Oll viðleitni, flestar tillögur, sem fram eru settar til að auka lýð- ræðið og virkja félagsmenn til þátttöku í hinni faglegu baráttu ber að skoða með opnum huga. Tillögur Vilmundar Gylfasonar um samræmd kjör á vinnustöð- um eru athyglisverðar og hug- myndir sjálfstæðismanna undir forystu Péturs Sigurðssonar um verður eftir 25 stiga hita. Guð veithvað hann syngur, og nátt- úran á sin lögmál. Vonandi er að menn ráði aldrei veðri. Og þó að annað stigið rigni af K.A. niðriá velli, geng ég einhvern veginn ánægður heim. Það húmar og hellirignir samkvæmt þvi járn- harða lögmáli.aðhinubjartasta ljósi fylgja hinir dimmustu skuggar. 26.7. ’8l G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.