Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Laugardagur 1. ágúst 1981 þeirra hafi komiö Bowie meira aö gagni en Iggy, þvi Bowie mun hafa notfært sér ýmsar af hug- myndum Iggy í tónlist sinni. Létt- geggjaöar hugmyndir Iggy uröu aö snilldarverkum i höndum Bowie þegar hann var búinn aö sniöa af þeim vankantana. En þessi snilidarverk notaöi Bowie sjálfum sér til framdráttar. Um Siouxsie And The Banshees— JuJu POLYDOR POIS 1034 SioUxsie Sioux söngkona og Banshees eru i hópi bestu ný- bylgju sveita Breta. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti hljómsveitarinnar eins og vonlegt er. Að minu mati er þetta athyglisverö hljómsveit, sem sent hefur frá sér góöar plötur. „JuJu” er fjóröa plata Siouxsie og liklega sú aðgeng'i- legasta. Tónlistin er samt fremur þung ef miöaö er viö smekk hins almenna popp- hlustanda. Takturinn er þung- ur, samspil bassa og tromma þéttur og gitarhljómurinn ert- andi, nánast þrúgandi á köfl- um. Tónlist S.A.T.B. er alis ekki aö allra smekk þó vissu- lega sé hún góð. Söngur Siouxsie er heillandi i minum eyrum og effektarnir sem John McGeoch laðar fram meö gitarleik sinum, eru þaö einnig. Þaö kæmi mér samt ekkert á óvart þó einhverjum þætti tónlistin erfiö áheyrnar. „JuJu” er plata fyrir pælara og góð sem slik. tima hvarf Iggy úr tónlistarheim- inum. Hann dópaöi sig ákaft, fjárhagslega stóö hann á núlli og andlega var hann öfugu megin viö „norm” þjóöfélagsins. Iggy Pop var þvi talinn geöveikur og settur inná hæli. Ariö 1976 var pönkiö byrjaö aö gerja einu sinni enn neöanjarðar i New York og London. Iggy kom útúr skugganum og með aöstoö David Bowie geröi hann plötu á nýjan leik. Hrækt á móti vindi Nú seinni ár hafa komið plötur frá Iggy nokkuö reglulega og sá „geggjaöi” virðist nokkuö vera farinn að spekjast. Hann er ekki haldinn eins sterkri sjálfs- eyöingarhvöt og áður. Plöturnar hafa farið batnandi meö árunum og New Values sem út kom 1979 finnst mér býsna góð plata. Iggy er samt enn sami furöufuglinn og illa gengur honum að halda á mannskap. Tiðar mannabreyt- ingar hafa veriö i hljómsveitum hans og i fyrra varö hann að hætta viö hljómleikaferð i miðju kafi i Þýskalandi. Astæöan var sú aö meðlimirnir sögöu upp allir sem einn. Iggy lætur þetta ekkert stööva sig. Nú er hann einu sinni enn búinn að senda frá sér plötu og aö þessu sinni heitir hún „Party”. Þau eru óyggjandi áhrifin sem Iggy Pop hefur haft á pönk kyn- slóöina og kannski á hann aldrei eftir að veröa annaö en goðsögn meöal innsta kjarna rokkunn- enda. Frægðin, vinsældirnar og gróöamöguleikar Iggy viröast ekkert ætla aö aukast meö nýju plötunni. En liklega gefur Iggy bara skit i þetta allt saman og hrækir uppi vindinn. Hann hefur hvort eð er alltaf haft kröftugan mótbyr beint i fangiö. —jg Þegar blaðamenn keppt- ust við að taka viðtöl við Bubba Morthens er hann spratt skyndilega fram á poppsviðið í fyrra# minnt- ist Bubbi oft á Iggy Pop. Það voru meðal annars þau áhrif sem Iggy Pop hafði á Bubba sem voru hvatinn að því að Bubbi ákvað að gerast rokkari og leggja trúbadúrinn á hill- una. Bubbi er ekki fyrsti maðurinn sem verður fyrir sterkum áhrifum frá f urðuf uglinum Iggy Pop og ekki sá síðasti heldur. Listinn er nánast óendan- legur. Brjálæðingur Hver er svo þessi persóna sem kallar sig Igga Pop? Ef þú veist svariö, þarftu liklega ekki aö lesa neitt lengra. Þú átt væntanlega allar bestu plöturnar hans og kannski þær slæmu lika og býrö yfir meiri vitneskju um hann en kemst fyrir i svo stuttri grein. Ef þú veist litiö eöa ekkert um Iggy Pop, þá eru hér fátæklegir punkt- ar um skolla. Hann fæddist fyrir 34 árum i Michigan i Bandarikj- unum, sonur tveggja kennara. Nafniö sem hann hlaut var James Jewel Osterberg. Hann hóf feril sinn 19 ára aö aldri I Detroit, þ.e. sinn alvöruferil. Aöur haföi hann veriö i hljómsveitinni Iguana og þaöan kom nafniö Iggy Oster- berg. Ariö 1967 stofnaöi hann The Psychedelic Stooges ásamt fé- lögum sinum og geröi samning viö Elektra útgáfuna, þá sömu og haföi Doors, Tim Buckley og Love á samningi. Iggy og Stooges uröu þvi strax goösagnir i upphafi ferils sins. Og goösögnin lifir enn. Iggy breytti eftirnafni sinu bráð- lega i Pop, eflaust til aö hæða þaö tákn. Tónlist Stooges var hrá, þriggja hljóma, hávær og rudda- fengin. Iggy var engu likur. Þessi hraustlegi „brjálæöingur” skók sér á sviöinu hálfnakinn. Æddi um allt, baröi sig i hausinn, braut flöskur og skar sjálfan sig, hrækti á áhorfendur og kastaði sér úti salinn. Hann geröi bókstaflega allt til aö skaöa sjálfan sig og skelfa áhorfendur. Þetta tókst. Maðurinn virtist haldinn óstööv- andi hvöt til aö tortima sjálfum sér. Guðfaðir pönksins Iggy Pop og Stooges héngu saman i nokkur ár og nokkrar mannabreytingar áttu sér staö i hljómsveitinni. Þeir unnu m.a. aö plötugerö með John Cale fyrrum Velvet Underground félaga. Iggy hélt til London 1972 og þar vann hann með David Bowie að plötu- gerö. Taliö er aö þessi kynni Third World — East Side/West Side CBS 85027 Third World flytja nokkuö léttari reggae tónlist en flestar slikar hljómsveitir. Þaö gætir meiri blús og soul áhrifa i nokkrum laganna, en maður á að venjast. Textarnir eru sungnir á enskri tungu sem viö skiljum betur en Jamaiska „slangiö” sem Marley söng gjarnan á. Textarnir eru um Jah, Rastafari og allt þaö. Ekki eru þó öll lögin eins vest- urheimsk blönduð. Hinn hreini reggae rytmi er undirstaöan i u.þ.b. helmingi laganna. Bretar kunna mjög vel aö meta Third World þvi lögin Rock The World og Dancing of the Floor hafa notiö vinsælda þar i landi siöustu vikurnar. Mér leiöast soul lögin hjá Third World og gildir þar sama lögmál og meö plötu Peter Tosh, aö þessir kappar eru einfaldlega miklu betri þegar þeir fást viö ekta Jamaika reggae tónlist. Meirihluti plötunnar er sem betur fer I þeim dúr og flest lögin vel saman sett og grip- andi. Þetta er þvi mun betri plata en sú sem Tosh sendi frá sér fyrir skömmu. 7.0 8.0 Jónatan Garöarsson skrifar:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.