Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 01.08.1981, Blaðsíða 23
Laugardagur 1. ágúst 1981 23 VÍSLR Lögreglan stóö ráöþrota frammi fyrir hræöilegum glæp. En nokkur orö frá föður fórnalambsins kom þeim á sporið Lóöin, þar sem lik Sallyar fannst. Það virtist vonlaust aö finna árásarmann hennar. sem hann leigði hjá sagðist hafa heyrt hann koma heim eftir mið- nættið. Það var útilokað að hann ætti nokkurn þátt i morðinu. Sally hafði tekið lestina inn til Tottenham Court Road neðan- jarðarstöðvarinnar i miðborg- inni, þar fór hún út og náði i strætisvagn, sem fór til Peck- hamm. HUn hefði þá komiðþang- að laust fyrir kl. 1 eftir miðnætti. Krufning hafði sýnt að dauða hennar bar að fljótlega eftir það. Hun átti þvf aðeins átt nokkrar minútur ólifaðar þegar hún lagði af stað gangandi frá stoppistöð- inni við bingóhöllina, niður aðal- götuna til fbúðarinnar sinnar þar sem hún bjó ein ásamt kettinum sinum. Aðalgatan er vellýst og þar er nokkuð um mannaferðir, jafnvelum hánótt. Samt sem áð- ur hafði árásarmaðurinn gripið hana og dregiðhana, að öllum lik- indum hrópandi á hjálp um 10 m niður götuna að hliðarstignum sem lá að byggingarlóðinni. Hliðarstigurinn var dimmur og mannlausog þa r hefur Sally verið barin ihöfuðið og dregin á hárinu — lögreglan fann þarna lokka af henni — allt að girðingunni. Árásarmaðurinn hafði dröslað henni meðvitundarlausri inn um hliðið. Þar hafðihann ekki aðeins nauðgað henni heldur haldið áfram að berja hana. Hún hafði ekki þekkt árásarmanninn. Lögreglan skoðaði ibúð Sallyar. Þar beið kötturinn eftir eiganda sinum — en aðrir höfðu greinilega ekki komið þangað siðan á föstu- dag. Sally Shephard var frá Liver- pool. HUn fluttist þaðan og leitaöi sér að vinnu i höfuöborginni eins og svo ótal margir aðrir. Hún hafði unnið við ýmis skrifstofu- störf þar til sex mánuðum fyrir morðið. Þá tók hún við rekstri matstofunnar i leikhúsinu, þar sem leikarar og baksviðsmenn fengu sér snæðing. Hún hafði ver- ið dugleg og vel liðin, smart stelpa eins og það erorðað, litil og grönn, með sérkennilega hár- greiðslu og hUn klæddi sig sam- kvæmt tfskunni þó án þess að gleyma eigin persónulegum stil. Hobden var sannfærður um að hún hefði ekki séð árásarmanninn fyrr en þetta kvöld, að þau hefðu ekki þekkst. Það gæti verið ein- hver sem hefði elt hana, allt frá þvi hún var i lestinni. Hobden velti þvi fyrir sér hvort um tvo menn hefði verið að ræða. Hún hafðiverið það illa leikin, að slikt virtist mögulegt. En sæðið sem fannst á likama hennar, var allt úr manni Ur sama blóðflokki, B. Hann hélt áfram að yfirheyra kunningja og nágranna. Kona, sem leigði i sama húsi, sagði Sally stundum hafa farið á nær- liggjandi krár á kvöldin, eftir að hún kom heim úr vinnunni, svo hann lét sýna öllum barþjónum i nágrenninu mynd af Sally. Marg- ir könnuðust við hana en enginn hafði sér hana alveg nýlega. Nema einn. Það var eigandi ,,The Duke of Sussex”. Hann sagði Sally hafa komið öðru hverju þar inn, stundum til að hringja, stundum bara til að fá sér eina bjórkollu og lesa kvöldblaðið. Já, og hUn hafði verið þarna nýlega, nánar tiltekið fyrir 4 dögum. „HUn var með ungum, myndar- legum manni, sem var annað hvort frá Kanada eða Astraliu, hann talaði með hreim.” Einhver sem kallaði sig .. J”: ,,Þau rifust ofsalega, þess vegna man ég vel eftir þessu” sagði eigandi ,,The Duke of Sussex”. Ég þurfti að biðja þau um að hafa hægar um sig en þeg- ar það dugði ekki, visaöi ég þeim á dyr.” Hobden var að vona, að eitt- hvað kæmi út úr þessu með út- lendinginn. Bréfið sem fannst á Sally hafði greinilega verið frá útlendingi. Hann hafði skrifað „apartment” i stað ,,flat (ibúð) eins og amerikanar gera og einn- ig „elevator” i stað ,,lift”. Bréfið hafði verið póstlagt i Amsterdam. A þvi var engin undirskrift, aðeins stafurinn ,,J”. Hobden hafði þegar beðið Interpol i Amsterdam um aðstoð og þeir voru að yfirheyra menn þar, höfðu farið eftir skipverja- skrám og leituðu að manni frá Kanada eða Ameriku sem kallaði sig J. (Það gat verið nafnið Jay. En sú leit var árangurslaus. Þetta var aðeins ábending, en Hobden þorði ekki að láta vera að fylgja henni eftir. Þó var hann enn fullvissum að Sally hefði ekki þekkt morðingjann og þegar Amsterdam-lögreglan gat ekkert Joe Bell, lögregluforingi, datt niður á lausn málsins. upplýst, hætti hann að eltast við bréfritarann. Hann einbeitti sér þvi að þvi að yfirheyra alla þá sem Sally hafði þekkt og vitað var um og hann marg gekk þá leið sem hún hafði farið inn á bygg- ingarlóðina. En-allt kom fyrir ekki. Þetta var eitt af þessum málum, þar sem allar ábending- ar, allir leiðarvisar enduðu i blindgötum. Vikur liðuogHobden neyddist til að hætta leitinni, það biðu önnur mál úrlausnar. Mapp- an með máli Sallyar fór inn i skáp. En Hobden hafði það samt bak við eyrað. Annað morð Réttu ári siðar, laugardags- morgun i nóvember 1980 fannst annað lík, einnig ungrar, fallegr- ar stúlku. Það fannst i óhirtum garði yfirgefins húss i Brockley, sem liggur næst Peckham i suð- austurhluta London. Lögreglufor- inginn Joe Bell var settur i að stjórna rannsókninni. John Hobden sá morðið tilkynnt á stöð- inni og hann hafði strax samband við kollega sinn Bell. Bell lýsti morðinu. Sú látna hafði heitið Karen Davis. Hún hafði farið í sam- kvæmi á föstudagskvöldið og ver- ið myrt á leiðinni heim Ur þvi', lik- lega um kl. 1. Likið var hálfnakið, andlit hennar var óþekkjanlegt eftir barsmiðar. Fötin hennar lágu um allt umhverfis staðinn þar sem hún fannst. Bell sagði: „Hún hefur barist um hæl og hnakka, hann hefur ráðist á hana á götunni og siðan dregið hana inn igarðinn. Ég hef aldrei séð annað eins — við verðum að ná þessum manni eins fljótt og við getum.” ÞeimHobden og Bell kom saman um að tilviljun gat ekki ráðið þvi . hversu li"kir glæpirnir voru, hér ' hlaut að vera um sama manninn að ræða. Hvemig gat þetta gerst? Karen haföi unnið á skrifstofu. Hún var 23 ára gömul. HUn hafði farið iparti um kvöldið og verið á heimleið gangandi, þegar maður- inn kom að henni. Móöir hennar þekkti hana ekki látna, hUn sá að þetta var dóttir sin þvi hún þekkti töskuna henn- ar, annað var óþekkjanlegt. „Hvernig getur svona lagað gerst” grét móðirin. „Hún átti enga óvini, hún var alltaf kát og glöð og hvernig stendur á þvi að hún fórað tala við bláókunnugan mann?” Faðir Karenar skildi það heldur ekki hversvegna hún hafði veriö gangandi. „Hún þekkti alla leigu- bilstjöra i hverfinu, ég vinn sjálf- ur á stöðinni. Hún hefur aldrei áð- urkomið labbandi heim um miðja nótt. Jafnvel þótt hún hefði ekki átt fyrir bil, þá hefðu þeir lánað henni fyrir honum”. Morðvopnið finnst A meðan lögreglan spurði fjöl- skyldu og vini spjörunum úr, leit- uðu aðrir i garðinum, þar sem Karen fannst að einhverjum á- bendingum. Loks fundu þeir grjóthnullung, blóðugan. Honum hafði verið kastað út að jaðri garðsins og lá þar i beði. Þetta gat verið morðvopnið. Blóðrannsókn leiddi i ljós að að- eins blóð Karenar var á steinun- um . Aftur á móti fundu rannsókn- armennirnir húðtætlur undir nöglum 1 iksins, sem hlutu að vera af árásarmanninum og svo reyndist vera. Það var blóðflokk- urB.NUsýndistljóstaðum sama manninn var að ræða og ráðist hafði á Sally. En lengra komust þeir ekki. Það var eins og með rannsóknina á morði Sallyar — allt endaði i blindgötum og þeir Bell og Hob- den voru ráðalausir. Bellsettistniður við að lesa all- ar skýrslur einu sinni enn, allar yfirheyrslur voru skráðar og hann vonaðist til að einhver hefði sagt eitthvað sem gæti komið þeim á sporið. Hann varð að ná þessum glæpamanni, sem réðist á ungar konur á svo hrollvekjandi hátt bara til að slökkva blóð- þorsta sinn, þvi það var ljóst að á milli stúlknanna voru engin tengsl. Tilviljun réði þvi að þær voru fórnarlömb. Hafði hann aðstoðar- Bell grunaði lika, að árásar- maðurinn hefði einhvern með i málum. Hann hlaut að hafa verið ataður blóði eftir þessa glæpi. Og eftirað hann myrti Karen, hlytur hann að vera með sár á andliti, hún hafði klórað hann með nögl- unum. Einhver hlaut að vita um hann. Lögreglustjórinn grúfði sig yfir skýrslurnar og allt i einu kom honum nokkuð i hug. Það sem faðir Karenar hafði sagt „Hún þekkti leigubilstjórana, ef hún hefði nú tekið leigubil heim úr partiinu, þá hefði hún haldið sig óhulta, nema það væri leigubil- stjórinn...” Þetta var smuga. Bell krafðist strax að fá lista yfir alla bilstjóra á hverfisstöðinni, sem höfðu verið á vakt þetta kvöld. Sex þeirra reyndust hafa veriö við vinnu, og þeir voru allir kallaðir til yfir- heyrslu. Bell var viss' um að hann hefði þann rétta þegar James Welbeck kom á stöðina. Welbeck var 42 ára gamall, giftur og tveggja barna faðir. Hann varmikill vexti og greinilega sterkur sem naut. Og hann var með nýsprottið skegg — of nýtt til að fela rispurn- ar á höku hans. Welbeck sagðist aldrei hafa heyrt eða séð Karen eða Sally. Hann mundi ekkert eftir farþeg- um sinum þessi umræddu kvöld. En hann samþykkti strax að fara i blóðprufu, sagðist vera saklaus og að sér væri i mun að sanna það. Welbeck reyndist vera i sama blóðflokki og blóð og sæðisprufur moröingjans. Það var sjaldgæfur blóðflokkur, þetta gat verið til- viljun, en Bell neitaði að trúa þvi. Þetta hlaut að vera rétti maður- inn. Skósólar sem sönnunar- Frú Welbeck var yfirheyrð. Húnsagði manninn sinn hafa ver- ið á næturvakt og að hann hefði komið heim þegar hún var enn sofandi. Hann var sofandi þegar hún fór I si'na vinnu snemma um morguninn. Hún hafði ekki hug- mynd um i hverju hann hafði ver- iö i vinnunnu en bauðst til að kanna hvort eitthvað vantaði af fötunum hans. Bell bað hana að láta sig fá alla skó, sem maðurinn hennar ætti. Þeir voru sendir á rannsóknar- stofur lögreglunnar. Þar beið skósóláfar, sem fundist hafði i beðinu skammt frá grjóthnull- ungnum. Einn skóa Welbecks small i það far eins og flis við rass. Það þurftiekki meira. Wel- beck játaði bæði morðin og biður nú dóms. Þýtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.