Vísir - 01.08.1981, Side 9

Vísir - 01.08.1981, Side 9
♦ I* V* * '* « ' * '*X' « ' >'1 Fjölskyldan á ferðalagi íW,l • * < f h i Laugardagur 1. ágúst 1981 Á islandi umgangast menn frídaga meö sér- stæðum hætti. Það síð- asta sem þeir láta eftir sér er nef nilega að slappa af/ hvíla sig, gera ekki neitt. Fríiðverður að nota út í ystu æsar, mála hús- ið, hreinsa garðinn, Ijúka við bókhaldið, smíða grindur, steypa stéttina. Það er hreint ótrúlegt hvaða verk kunna að hlaðast á lúna menn í sumarfríi. Kaldhæðnin er sú, að það er allt gert af fúsum og frjálsum vilja. Þetta gildir um öll fri, jól, páska eða verslunarmanna- helgi. 1 sjálfu sumarfriinu. Þaö er aldrei friður. Maður verður að nota friið, segja kappsfullir tslendingarnir og hamast við. Ein er sú kvöð um verslunar- mannahelgina sem er óumflýj- anleg. Þú verður að ferðast. í útvarpinu segja þeir okkur, aö mesta ferðamannahelgin sé upprunnin, og efna til sérstakra þátta um það, hve ferðalög séu til mikillar hvildar. Við heyrum lýsingar á dásemd Þórsmerkur fegurð Herðabreiðar, eða fjörinu i Galtalækjaskógi Þjóðin er öll á ferð og flugi, og það telst meiriháttar vesaldóm ur ef einhverjum dettur i hug aí „hanga heima”. Maður þorir ekki einu sinni að segja frá þvi að sú hugsun komist að. Fyrir sláttur um þreytu, vinnu eöa kostnaö er kveöinn niður sam stundis, enda enginn talinn ,,o! góður til að leggja i stutt ferða lag, eins og allir hinir”. Hvert á að halda? Já, já stutt ferðalag, það ei sosum i lagi, austur fyrir Fjall eða upp i Kjós, eina nótt i mesta lagi segir maður og gefst upp fyrir ágangi krakkanna. Siðan er hafist handa -vií undirbúninginn. Skrópa í vinn- unni til að kaupa inn, ná i vara- dekkið, smyrja bilinn, leita af grillinu frá þvi i fyrra, gera klárt. Strákinn vantar striga skó, kaffibrúsinn reynis ónýtur, kaupa þarf regnkápur — best að vera við öllu búinn Föstudagskvöldið fer i aí bjarga þvi sem gleymdist fyri um daginn, pakka niður matn um, og farangrinum, sem reyn ist vera meiri en skottið i blln um tekur með góöu móti Krakkarnir veröa að sitja í svefnpokunum konan að halda ( matartöskunni. Spenningurinn er mikill hjé blessuðum börnunum, hvenæi eigum við að leggja af staö hvert á að halda? Við getum ekki verið þekk fyrir að abbast upp á venslafóli i sumarbústöðum. Við vorum nýbúin að heyra af hjónunum sem þurftu að selja sumarbú- staðinn vegna gestagangs. Hús- freyjan stóð I bakstri alla helg- ina uppþvotti og hreingerning- um og fékk snert af slagi, út- tauguð af þreytu um hverja helgi. Hótel þýddi ekki að panta svona seint, allt löngu frátekið og ég eyddi öllum tillögum um hótelvist. Þar að auki þarf góðan skammt af kæruleysi til að panta sér hótelpláss fyrir fjölskylduna sama dag og skatt- seðillinn berst manni i hendur. Hvaða vit er llka I þvi aö halda i sumarferð og labba sig siðan inn á nýmóðins hótel? Rök min reyndust sterk, enda krakkarnir áhugasamir um tjaldvist. Það var ákveðiö að tjalda en láta áfangastaðinn ráðast af veðrinu og spánni. Veglegir minnisvarðar Ég var vakinn klukkutima fyrr en venjulega, nota daginn sögðu krakkarnir, hlusta á fyrstu veðurfregnir. Fríið var greinilega byrjað! Ég haföi vonaö að við gætum haldiö austur fyrir fjall þar var vegurinn steyptur þökk sé Ingólfi kappanum á Hellu. Beinn og breiöur vegurinn austur að Rangárbökkum er tvimælalaust lengsti minnis- varði, sem islenskur stjórn- málamaöur skilur eftir sig. Halldór E. náöi aöeins aö reisa eina brú, enda sat hann styttri tima i samgönguráöuneytinu. En brúin hefur sjálfsagt kostað jafn mikið og vegurinn fram og aftur austur að Hellu þannig að afrekin jafna sig út. En þetta er útúrdúr. Báðir eiga þeir heiðursmennirnir skilið veglega minnisvarða. Hvar er prímusinn? Ég var ekki bænheyrður. Veðurútlit slæmt á Suðurlandi, léttskýjað i Reykjavik sem og við Faxaflóa og Breiðafjörð. Stefnan var tekin vestur. Krakkarnir létu órólega I aftursætinu#hægfara steypubill kom mér i vont skap strax á Hringbrautinni og útvarpiö lék kirkjutónlist til tilbreytingar. Við vorum komin upp undir Grafarholt, þegar konan spyr um primusinn. Tók nokkur primusinn? Nei, það hafði eng- inn tekið primusinn — ekki átti ég að hugsa um primusinn hann er i matardeildinni, deild kon- unnar. Þaö var ekki um annað að ræða en að snúa við. Primus- laus gátum viö ekki verið I tjaldinu. Hann var náttúrulega gas- laus, loksins þej»ar hann fannst. Nú voru góð ráð dýr, bensin- stöðvarnar lokaöar þær eru venjulega lokaðar þegar verst stendur á. Þaö tók klukkutima að hafa upp á gasdúnk hjá ritstjórnar pistill EEIert B. Schrara ritstjéri skrilar gömlum vini, sem missti af ferðasælunni, vegna þursabits I baki. Bíllinn á rás Enn var lagt af stað. Nú hafði bilaröðin lengst á Miklubraut- inni og ekki brostu götuljósin við okkur. Fimm sinnum stopp á rauðu ljósi eins og það er nú skemmtilegt, þegar manni ligg- ur á. Viö lögöum leiö okkar I Borgarfjöröinn. Tókum Drag- ann og uppsveitarveginn. Þar keyra þeir hægar, minni um- ferð, styttra i Húsafell. Þeir hafa sennilega hugsað fleira i þeim dúr, þvi rykmökkurinn var samfelldur og ég gaf fyrir- mæli um að fastloka öllum gluggum. Hitinn var óþolandi og útsýnið ekkert. I hvert skipti sem bill geystist framhjá i gagnstæða átt, lokaði ég augun- um og beiö eftir steinhnullungi i rúðuna. Látum vera þótt þeir dynji á húddinu, svo lengi sem rúðan fer ekki I mask. Við vorum rétt komin . upp i Reykjadalinn þegar billinn tók á rás, lét ekki að stjórn. Sprungið sagði konan, sprungið sagði ég og sameiginleg angistar stuna okkar kafnaði I neyðarópum krakkanna. Hjálparvana og tjakklaus Jú, varadekkið var með en tjakkurinn fannst ekki hvernig sem ég leitaði. Hvar i andskot- anum var tjakkurinn? Ég var i þann mund að láta reiði mina bitna á konunni þegar ég mundi að kunningi minn hafði fengiö hann lánaöan i siöasta mánuöi. Ég gat bölvaö honum hressilega en þaö kom þó að harla litlu gagni, hjálparvana og tjakklaus i miðjum Borgarfirðinum. Þeir hægðu á sér hver á fætur öðrum bilstjórarnir sem óku framhjá, gægðust vorkunnsamlegaútúr bilum sinum en gátu litla björg mér veitt. Við þurftum að biöa i klukkutima, þar til bil sömu tegundar bar að og ljáði mér tjakk. Það var ekki um annað aö ræöa en stöðva við næstu sjoppu, þvo af sér skitinn og kaupa kók á okurverði fridagsins. Svartan skýjabakka bar við Eiriksjökul og Okið i norðri og augljóslega óðs manns æöi að halda lengra upp eftir. Við förum i Bifröst höldum okkur neðar i sveitinni, Faxa- flóaspáin hlýtur að ná i Norður- árdalinn. Karlmannsverkiö Það var farið að kvölda þegar við fundum heppilegt tjaldstæði, skýjabakkinn hafði elt okkur og golan var köld. Napur næöingur og kuldastrekkingur aftraði ekki börnunum frá þvi, að kynna sér umhverfið. Þau hurfu út i buskann. Þá var komið að þvi að tjalda, græjurnar drifnar út úr bilnum. Við höfðum að láni veglegt hús- tjald en stengurnar allar vel merktar og sumar þræddar saman. Þaö gat varla verið mikið verk að reisa tjaldið. Konan týndi svefnpokana primusinn og matarpakkana út úr bilnum, en ég hófst handa. Tjaldið var i minni deild, það var karlmannsverkiö i túrnum. En verkið gekk ekki snurðu- laust. Stengurnar vildu ekki passa saman. Það var sama hvernig ég skrúfaði þær sundur eða saman, dæmið gekk ekki upp. Ég náöi mér i peysu og úlpu og konan spurði hvort hún gæti hjálpað en stolt mitt leyfði enga aðstoö. Ég bölvaöi i hljóöi og byrjaði upp á nýtt. Þetta voru einar 20 stengur, mismun- andi að lengd og stærö og gerö og ég verö aö játa aö þolinmæði er ekki min sterkasta hlið. Ég reyndi aftur og enn á ný, en allt kom fyrir ekki. Ég hreyföi meira aö segja engum mótmælum þegar eiginkonan kom mér til aöstoöar en hún varö brátt ráöþrota lika. Krakkarnir voru mættir og gáfu sin ráð, sem ekki voru vitlausari en annað sem ég hafði reynt. Þeim var sagt að þegja og hypja sig inn i bil, og af slæmri reynslu hlýddu þau möglunarlaust. Þau skildu að pabbi var orðinn reiður. Verst var aö ég gat ekki skammað neinn. Konan hafði gleymt primusnum, kunninginn hafði gleymt að skila tjakknum, en mér hafði sjálfum láðst að læra að setja saman stengurn- ar. Pússluspil Nú var tekið aö rigna stórum köldum dropum, og kvöld- næöingurinn beit i kinnarnar og gerði ástandið enn ömurlegra. Konan haföi gefist upp fyrir stöngunum og kuldanum og var kominn inn I bil með krökkun- um. Ég sá aö þau hlógu. I örfá augnablik gaus réttlát reiðin upp I mér: hvern andskotann eru þau að hlægja? Sjá þau ekki að ég cr að gera mitt besta? En skyndilega sá ég einnig skop- legu hliðina á ástandinu, það varekki hægt annað en aö hlæja að þessum tilburðum, pakk- klæddum manninum að bjástra við tjaldstengur, sem voru flóknari en öll heimsins pússlu- spil. Ég hló lika og gafst upp. Við ákváðum að gista i Borgarnesi. Rigningin kom i veg fyrir grillnotkun en við lfynntum þó upp á primusnum og hituðum okkur kakósopa. Regnkápurnar komu i góðar þarfir og bilinn veitti ofurh'tið skjól. Það var komið undir mið- nætti, þegar við fengum húsa- skjól, yngri krakkinn greinilega kominn með kvef. Ég náöi veðurfréttunum áður en ég lagðist til svefns. 1 Reykjavík hafði verið hlýjasti dagur sumarsins og á Suöurlandi létt- skýjað sólarveöur. Regnið buldi á rúðunum, þar sem viö lágum I svefnpoka- plássinu, og ég hugsaöi til vinar mins sem hafði verið svo láns- samur aö liggja meö þursabit. Hann haföi misst af ferðahelgi sumarsins. Ellert B. Schram

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.