Vísir - 01.09.1981, Síða 18

Vísir - 01.09.1981, Síða 18
18 Þriðjudagur 1. septcmber 1981 VÍSIR Hell Drivers koma aftur og nú með enn stærri sýningu Djöfla-eklarnir, eða „Hell Drivers” á frummálinu, vinna nú að þvi að heimsækja Islend- inga á nýjan leik en einsog menn konurog börn muna,sóttu þessir fifldjörfu kappar okkur heim i sumarbyrjun. Framkvæmdar- stjóri fyrirtækisins, Steve Eric- son, er nú staddur hér á landi til að ganga frá formsatriðum varðandi væntanlega heimsókn og tjáði hann Mannlifi að liklega yrðu þeir hér á ferö i júni næsta sumar. „Við vorum hér á ferð i vor og okkur likaði stórkostlega vel við landið og fólkið og þvi langar okkur til að koma aftur með enn betri sýningu og stoppa lengur við”, sagði Steve. Já, Hell Drivers ætla að bæta um betur frá þvi siðast, og má búast við, að enn fleiri áhorf- endur muni flykkjast á sýningar ökuþóranna heldur en siðast. Næsta sumar verður sýningar- hópurinn mun stærri og þeim fylgja einnig fleiri bilar. Og siðan er það önnur rús- sinan i pylsuendanum: heljar- innar stór fallbyssa, sem byggð er ofan á tveggja-hæða-strætó, en úr henni er einum úr hópnum skotið allt að 30 metra. Þar koma bilar hvergi nærri heldur er notast við dýnamit!! Og ekki er allt búið enn, þvi hin rúsinan er eftir. Steve sagðl að þeir væru nú að velta fyrir sér sérlega hættulegu atriði, sem aðeins yrði framkvæmt einu sinniog með þvi væri ætlunin að slá heimsmet! Þar er um að ræða stökk á geysilega kraft- miklum bil yfir 40—50 aðra bila. Ef af yrði,myndi þessi mjög svo glæfralega tilraun fara fram á siðustu sýningunni hérlendis. Nú er bara að vona að allt gangi upp hvað formsatriðin snertir og ekki er að efa að Landssamband akstursiþrótta- klúbba hjálpi ötullega til i þeim efnum þvi að sambandið mun eins og i vor hafa milligöngu um komu flokksins hingað næsta ár. Þetta ætla Heli Drivers að sýna næsta sumar: griðarstór falibyssa skýtur einum i flokknum upp f loft.... ...hann svifur eina 30 metra... ...og lendir i neti... Ekkert stoppar Kelly sem er að útskrifast úr læknisfræði þrátt fyrir alvarlega fötlun Kelly reynir að haida sér I æfingu með þvi að gera armbeygjur. Þegar Kelly fæddist, árið 1957, sögðu læknar móður hans að hann gæti aldrei séð um sig sjálfur. En þegar hann var 11 mánaða fundu foreldrar hans sérhæfða stofnun, sem var tilbúin til að hjálpa. Þar lærði hann meðal annars að nota gervifætur. Kelly hefur ætið haft nægan vilja til að hjálpa sér sjálf- ur. Hann gekk i skátahreyfinguna og nældi sér i viðurkenningar, meðal annars fyrir útilegu yfir hávetur og siglingar á kanoe-bát- Þegar Kelly Barfott var ungur drengur fór hann i veiðitúra með föður sinum, lék á trompet i skólahljómsveit, tók mikinn þátt i skátastarfi, ók dráttarvél á bú- garöi fjölskyldunnar og hélt garð- inum við — og allt þetta þrátt fyr- ir að hann hafi vantaö fætur frá fæðingu. Kelly fæddist fótalaus og hann vantaði tvo fingur á hægri hönd. En 23ja ára gamall sýnir hann, hvað I honum býr. Hann leggur nú stund á nám i læknisfræði við læknaháskólann I Missouri og vonast til að útskrifast næsta vor og þá mun rætast áralangur draumur hans um að verða lækn- ir. Kelly kemst allra sinna ferða sjálfur, annað hvort með hjálp gervifóta og hækja eða hann þýt- ur um á hjólabretti og ýtir sér þá áfram með höndunum. „Ef viljinn er nægur getur fólk gert hvað sem er. Mig langaði reglulega mikið til að veröa lækn- ir og hjálpa öðru fólki og ég vona að mér takist það,” segir Kelly. „Ég ætla að reyna að fá stöðu i heimahögum minum þvi ég veit að þar er skortur á læknum. Og fólkið þar á hjálp mina svo sann- arlega inni.” „Við höfum reynt að ala hann upp án tillits til fötlunar hans,” segja foreldrar Kellys. „Hann tók til i herberginu sinu, hjálpaði til við húsverkin og vann úti á ökr- unum.” Kelly er óhræddur við að reyna hvað sem er. Eitt skiptið fór hann i ferðalag ásamt vini sinum — á puttanum og hann er sagöur efni- legur á sjóskiðum. Gissur Geirs hættir Mannlifssiðunni hefur borist eftirfarandi bréf, sem birtist hér orðrétt: „A siðastliðnu vori tók Hljómsveit Gissurar Geirssonar sér sumarleyfi. Ég hef nú ákveðið að hljómsveitin hefji ekki störf að nýju. Hún var stofnuð i kringum áramótin ’70—’71 og varð þvi fullra< 10 ára, sem er að minum dómi I þessu tilfelli mátulegur aldur. Allir hlutir þurfa endurnýjunar við og ekki sist fyrirtæki sem þessi. Ég vil fyrir hönd þeirra, sem störfuðu i hljómsveitinni færa þakkir öilum þeim sem á einn eða annan hátt áttu samskipti við Hijómsveit Gissurar Geirssonar. Lifið heil. í ágústlok 1981 GissurGeirsson,Selfossi.” Gibb í Flynn Hvaöer likt meö Barry Gibbog Errol Flynn? Þaö er rétt: ekkert En svo gæti samt farið aö það svar yröi rangt innan L tíöar. Þaö er nefnilega þannig sko að United Artist K ~ kvikmyndafirmað hefur boðiö Gibb-bróðurnum A föf|k að leika aöalhlutverkið i endurgerö a kvik- Jm myndinni um Kaftein Blood, en Flynn stóö i þeim sþorum i fyrri myndinni frá 1935. Timarnir breytast og |k mennirnir með. A

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.