Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 1
Tekur Arnarflug upp nána samvinnu viö iscargo? Steingrímur grýslir ð um samningaviðræOur Steingrimur Hermannsson; samgönguráðherra hefur hvatt forráðamenn Arnarflugs til að taka upp samvinnu við Iscargo. Til stóð, að viðræður færu fram milli þessara tveggja flugfélaga um siðustu helgi, en þeim var þá frestað vegna veikinda Krist- ins Finnbogasonar, framkvæmdastjóra Iscargo. Ljóst er, að umbrot eru framundan i flugheiminum og er talið að afgreiðsla á beiðni Arnarflugs um leyfi til áætlunarflugs til útlanda, ráðist nokkuð af þvi, hver framvindan verður i viðræðunum við íscargo. Forráðamenn félaganna voru tregir til að veita upplýsingar, er Visir ræddi við þá i gær. „Ég veit.að það er áhugi fyrir hendi hjá pólitiskum aðilum, að Arnarflug og Iscargo efni til sam- vinnu sin á milli,” sagði Haukur Björnsson, stjórnarformaður hjá Arnarflugi. — En hvaða pólitisku aðilar eru það? „Ja, ætli það sé ekki ráðuneyt- ið.” — Attu þá við samgönguráð- herra og ráðuneyti hans? „Já, það er sá aðili, sem við snúum okkur til.” En verða haldnir fundir á næstu dögum varðandi samruna fyrir- tækjanna tveggja? 1 samtölum við forsvarsmenn fyrirtækjanna, vildu þeir hvorki neita þviné játa, en svöruðu i véfréttarstil. Haukur Björnsson sagði: „Við höfum ekkert rætt við Iscargo- menn siðan i sumar og ekkert verið ákveðið um fundi ennþá.” — En er vilji fyrir hendi hjá Arnarflugi varðandi þetta? „Já, og við erum tilbúnir að ræða slikt, komi upp sú staða.” Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Iscargo, sagði: „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér. Það hafa engir fundir staðið .Engar viöræö- ur viö iscargó” - segir Gunnar Þorvaldsson. framkvæmdastjóri Arnarflugs „Ég kem alveg af fjöllum, égl kannast ekki við neinar viöræður I milli Arnarflugs og lscargó”,J sagöi Gunnar Þorvaldsson, fram-l kvæmdastjóri Arnarflugs, er Vis-f ir bar undir hann frétt i Helgar-1 póstinum. Þar segir aö forsvars-I menn þessara tveggja flugfélagal muni taka upp viðræður um sam-l runa félaganna i dag. Segir enn-l fremur að það sé fyrir tilstuölanj opinberra aðila, að viðræöurnar fari af staö. Það er ekkert leyndarmál, að i sumar fóru fram viðræöur milli I Arnarflugs og Iscargó, en þaö kom ekkert út úr þeim. Það eru I þvi engar slikar viðræður á prjón- j unum núna og opinberir aðilar hafa ekki verið meö neinn þrýst-J ihg á okkur I þá átt”, sagði Gunn-f ar Þorvaldsson. —ATá yfir, en maður veit aldrei, hvað getur gerst.” Og Arni Guðjónsson, stjórnar- formaður hjá Iscargo, sagði: „Nei,” og dró seiminn, „ekki eru þær nú hafnar, en það er aldrei að vita, hvað gerist.” — En viðræður eru semsagt á döfinni? „Ja, á hverju á maður ekki von?” Samkvæmt upplýsingum Visis var rætt um það fyrir nokkru, að Arnarflug keypti Iscargo og i þvi sambandi talað um að Arnarflug greiddi 200 milljónir króna og tæki auk þess yfir skuldir Iscargo, sem þá voru taldar nema hátt i 700 milljónir gkróna. Ekki náðist i Steingrim Hermannsson, samgönguráðherra, en hann dvelur nú á Grænlandi. Frétt Visis föstudaginn 11. þessa mánaðar, þar sem framkvæmda- stjóri Arnarflugs ber til baka upplýsingar Helgarpóstsins um viðræður við Iscargo. Visir veit með vissu, að umræddur . fundur átti að fara fram þennan föstudag, en var frestað vegna veikinda Kristins Finnbogasonar. Siálfstæöisflokkurinn: Átakalaust í hverfa- félögunum 1 gærkvöldi voru haldnir fundir i átta hverfafélögum sjálfstæðis- manna i Reykjavik, til að kjósa fulltrúa á landsfund. Búist haföi verið við einhverjum átökum, en þegar til kom fóru fundirnir frið- samlega fram. Aðeins i einu fé- lagi var gengið til kosninga, i Smáibúða- og Fossvogshverfi. Þar voru um 60 manns mættir og felldir út tveir af lista stjórnar, Jóhann Hannesson og Leifur Is- leifsson. í stað þeirra voru kosin Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Gröndal. Þau eru bæði úr röðum stjórnarandstæðinga i Sjálfstæð- isflokknum. Nýtt búvöru- verö í dag „Það er ekki búið að reikna út búvöruverðið enn, en það ætti þó að liggja fyrir siðdegis i dag”, sagði Gunnar Guðbjartsson, for- maöur sexmannanefndar, i sam- tali við Visi i morgun. Gunnar sagði, að unnið hefði verið viö verðútreikninga frá þvi snemma i morgun og nýtt bú- vöruverð ætti þvi að liggja fyrir einhvern tima undir kvöldmatar- leytið. Kjötverð verður þó ekki ákveð- ið’ fyrr en á morgun, og mjólkur- verð eftir helgina. — KÞ Ausandi rigning var I gær, þegar Ijósmyndari Vfsis átti leið um höfnina, en starfmönnum hafnarinnar þótti vætan ekki uóg og bættu um betur. (Vfsism. EÞS) ..íþróttamaður mánaðarins” i atkvæðagreiðslu vísis og Adidas Sjá bls. 6 „ópoiandi lögbrol rikisvaldsins” Sjá bls. 27 Hðr gera menn upp sakirnar Sjá bls. 14-15 Fegnir að losna við smákaupmenn Sjá bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.