Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 7
..Eq veit ekkert Ul m 1 F r am m líi r - segir pjálfari Dundalk Jim McLaughlin „Við verðum að skora mörk, og við ætlum okk- ur að skora mörg mörk á móti Fram i þessum leik”, sagði Jim Mc- Laughlin, framkvæmda- stjóri og aðalþjálfari irsku bikarmeistaranna Dundalk, sem mætir Fram á Laugardalsvell- inum i kvöld, þegar við hittum hann að máli á Hótel Esju i gærkvöldi. „Það er mikilvægt fyrir okkur að skora hér, þvi að mörk á úti- velli gilda tvöfalt i Evrópukeppn- inni. En þótt við skorum ekki mörg mörk, er ég ánægður, ef við vinnum Fram. Ég veit bókstaflega ekkert um Framliðið og hef ekkert gert i að afla mér upplýsinga um liðið, leikaðferðir þess eða einstaka leikmenn. Það kemur allt i ljós, þegar við mætumst á vellinum. Það eina, sem ég óttast hér er vindurinn — ef hann blæs eitthvað að ráði, er það bara happadrætti hvernig fer. Við fórum á æfingu á Laugar- dalsvöllinn i gær og okkur leist mjög vel á allar aðstæður. Þetta var miklu betra en við áttum von á. Minir menn eru allir i finu formi og hlakka til að mæta Fram i þessari Evrópukeppni.” — klp — Dundalk leikmenn - í írska deildarúrvalinu. sem ler til Brasilíu Dundalk-liðið, sem ieikur gegn Fram i Evrópukeppninni i kvöld, er talið sterkasta liðið á trlandi um þessar mundir. Þvf hefur vegnað vel i æfingaleikjum og i fyrsta leiknum i deildinni, sem var á laugardaginn sigraði það 2:0. Styrkleiki liðsins sést þó einna best á þvi, að sex leikmenn úr lið- inu hafa verið valdir i úrvalið úr irsku deildinni, sem heldur til Brasiliu á sunnudaginn kemur og leikur þar við úrval úr brasilisku deildinni. Þjlafari Dundalk Jim Mc- Laughlin, var valinn þjálfari og fararstjóri fyrir þetta úrvalslið, svo að það eru mikil og löng ferðalög hjá honum og hinum sex leikmönnum hans þessa dagana. — klp — Skaga-kærunni var vísað frá - af dómstöl knattspyrnusambandsins 0 Breitner sýnir spænska dómaranum, hvaða álit hann hafi á honum I leiknum i Madrid. Breitner vill fara til Madrld til að friða Spánverja fyrir HM-keppnina vegna framkomu Bayern Mlinchen í Madrid á dögunum Mikið hefur verið rætt um það i V-Þýskalandi, að framkoma Paul Breitner og félaga hans hjá Bayern Múnchen — þegar þeirgengu af leikvlli i leik gegn Dynamo Tbilisi i Madrid á 44. min., til að mótmæla spænska dómaranum José Donato Pes- Perez, sem sýndi þeim Breitner og Karl-Heinz Rummenigge „rauða spjaldið” eigi eftir að bitna á landsliði V-Þjóðverja i HM-keppninni á Spáni 1982. Paul Breitner, sem er nú kall- aður Paul „Derwall” Breitner, vegna þess hvað mikil áhrif hann hefur á landsliöseinvald- inn.Jupp Derwall, sagði i sjón- varpsviðtali i V-Þýskalandi i gær, að hann væri tilbúinn að fara til Spánar og halda þar blaðamannafund og koma fram i sjónvarpi, til að skýra Spán- verjum frá. hvaö gerðist i leikn- um. Þess má geta, að Breitner talar reiprennandi spænsku, sem hann lærði, þegar hann lék með Real Madrid. —SOS Verður Traustl með? Miklar likur eru á að Trausti Haraldsson leiki með Fram á móti Dundalk á Laugardalsvell- inum i kvöld. Trausti hefur átt við meiðsl i hné að striða að undan- förnu og var t.d. ekki með Fram i leiknum við KA á laugardaginn. Framarar reiknuðu ekki með, að hann yrði orðinn góður fyrir leikinn við Dundalk. Kom þeim það þvi skemmtiiega á óvart, þegar Trausti mætti á æfingu I fyrrakvöld og kenndi sér þá einskis mein. -klp- Sparkast á við Dómstóll Knattspyrnusam- bands tslands kvað i gærkvöldi upp úrskurð i hinni umtöluðu kæru Akurnesinga i sambandi við leikinn við KR 11. deildinni á dögunum. KSl-dómstóllinn staðfesti dóm héraðsdómsstóls Knatt- spyrnuráðs Reykjavikur, sem visaði málinu frá. Mun þetta vera lokaniðurstaða i þessu kærumáli, sem kom upp vegna þess, að dómari leiksins leyfði KR-ingiað koma inn á leikvöll- inn, eftir að hafa sýnt öðrum „rauða spjaldið” fyrir að yfir- gefa völlinn án leyfis. Akurnesingar sögðu, að með þvi hefðu KR-ingar leikið með ólöglegt lið siðustu 2 minútur leiksins. KR-ingar sögðu aftur á móti, að þeir hefðu ekki gert neitt rangt. Þetta hefðu verið mistök dómarans en ekki þeirra — hannhefði leyft manninum að koma inn á, og meira að segja sýnt honum „gula spjaldið” fyrir það... — klp — Skota á sunnudag - og pá leika íslenskar stúikur tyrsta landsleikinn I knattspyrnu tslendingar leika sinn fyrsta kvennalandsleik i knattspyrnu við Skotland I Dunbarton á sunnu- daginn kemur. tslenska liðið hef- ur þegar verið valið og er það skipað eftirtöldum stúlkum: Frá Breiðabliki: Guðriður Guðjónsdóttir Jónina Kristjánsdóttir Asta Maria Reynisdóttir Rósa Valdimarsdóttir Magnea Magnúsdóttir Bryndis Einarsdóttir Asta B. Gunnlaugsdóttir Svava Tryggvadóttir. Frá Val: Ragnheiður Vikingsdóttir Sigrún Cora Barker Bryndis Valsdóttir Frá Vikingi: Bryndis Guðjónsdóttir Frá FH: Hildur Harðardóttir Frá Akranesi: Ragnheiður Jónsdóttir Kristin Aðalsteinsdóttir Kristin Reynisdóttir tslenska kvennalandsliðið, sem leikur fyrsta kvennalandsleik islands I knattspyrnu við Skota á sunnudaginn. Meö þeim á myndinni er þjálfari liösins og landsliðsnefnd. Vfsismynd Friöþjófur. Islenska liðið er ekki alveg eins sterkt og vonast var eftir. Einar 5 stúlkur gáfu ekki kost á sér, þar sem þær eru aö fara með kvenna- landsliðinu i handknattleik til Þýskalands á sama tima.ogeinn- ig hrjá meiðsli stúlkur sem til greina komu i liðið. En þær, sem fara, eru staðráðnar i að standa sig á móti skosku stúlkunum, sem hafa mikla leikreynslu að baki. Eru þær t.d. að koma núna úr keppni frá Italiu, sem mörg kvennalandslið tóku þátt i. —klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.