Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 16. september 1981 VtSIR 19 Alison I búningsherberginu fyrir sýninguna. „Þessar steipur eru ekki bara heimskarljóskur”—segir Alison, sem hér er lengst til vinstri. ' V Þaö þekkja sjálfsagt fáir „Nelly litlu” á þessari mynd, en hér er Alison i miöju kafi við að iáta draum sinn rætast. Draumur Alison rættist Alison Arngrinri/ sem sjónvarpsáhorfendur þekkja betur sem Nelly litlu úr ,,Hús- inu á sléttunni" er nú orðin stór stelpa og ekki lengur gjaldgeng í hlutverk litlu sak- lausu sveitastúlkunnar, enda mun hún sjálf haf a orðið þeirri stund fegnust er hún losnaði úr hlutverkinu. Þær sögur hafa nú borist, að hún hafi að undanförnu dansað í næturklúbbi einum í Las Vegas, en með því tiltæki var hún að láta gamlan draum sinn rætast. — „Min æðsta ósk hefur alltaf verið að koma fram sem dans- mær”, — segir Alison og bætir þvi við að þetta hafi verið afar lær- dómsrikt eins og nærri má geta. — „Ég lærði mikið af stelpunum og get borið vitni um, að þetta er mjög erfið vinna. Þessar stúlkur hafa til að bera mikla hæfileika og það er ekki rétt sem sumir vilja halda fram, að þessar stelpur séu bara heimskar ljósk- ur”, — segir hún. Alison segir að það hafi tekið hana um tvær klukkustundir að klæðast búningnum, sem var skreyttur rinarsteinum og höfuð- diásnið vó um 20 pund enda varö hún aö æfa sig i dágóöa stund til aö halda jafnvægi með alla þessa þyngd á höföinu. En Alison segir að allt hafi þetta veriö þess virði og hún sé ánægð yfir að hafa látið ósk sina rætast. Það er lika alltaf ánægju- legt, þegar fólk getur látiö drauma sina rætast, hversu heimskulegir sem þeir annars eru. ÉF Óánægja W í Dallas ' Mikil óánægja hefur nú blossaö upp meöal leikaranna i sjónvarpsþátfunum ,,Dallas" og stafar reiöi þeirra af hinni slæmu búningsaðstöðu sem MGM kvikmyndafélagið lætur þeim i té. Hefur staöiö i stappi vegna þessa máls nú um nokk- urt skeið og herma fregnir aö Linda ,,SueEllen" Gray hafi misst þolinmæðina og kostað þúsundum dollara í viðgerð á búningsherbergi sínu, úr eigin . vasa... Hinn reynslurlki elskhugi, Pat er alsæl með Iffið og tilver- Massimo una Pat Kennedy I slagtogi með þekktum gledimanni Leikarinn Peter Lawford var á milli tannanna á okkur hér á síð- unni ekki alis fyrir iöngu, þar sem viö veltum okkur upp úr sögum af niöurlægingu hans og drykkjuskap. Þess vegna er ekki úr vegi að gera konu hans fyrrverandi sömu skil og reifa í stuttu máli sögur af ástarmálum hennar sem nú ganga fjöllum hærra vestan hafs. Og ekki sakar aö konan sú er þekkt persóna i heimalandi sinu, Pat Kennedy, systir þeirra frægu bræðra. Sögurnar ganga að mestu út á manninn sem nú á hug hennar allan. Hann er bað sem kalla má „gleðimaöur” (sbr. gleöi- kona), eða það sem á alþjóöa- máli heitir „gigolo”, en slikir menn hafa framfæri sitt af að uppfylla ástarþörf kvenna gegn greiöslu. Massimo Gracia heitir hann, ættaöur úr Suðurálfu og einn af þekktari gleðimönnum á meginlandi Evrópu, en hans er m.a. getið i bókinni „Gigolos: The Worlds best kept men”, sem fjallar um þá tekjuhæstu i þessari starfsgrein. Pat kærir sig kollótta um for- tið elskhugans og fer ekkert duít með samband þeirra þótt hin fræga fjölskylda hennar hafi reynt að koma vitinu fyrir hana. Massimo er fertugur að aldri og býr i villu mikilli i Paris, sem ein af fyrrverandi ástkonum hans gaf honum. Eins og nærri má geta kann hann vel við sig i návist kvenna og konum virðist liöa afar vel i hans félagsskap enda fara miklar sögur af hæfi- leikum hans á þessu sviði. Pat sem nú er 57 ára, hefur opinberlega borið hæfileikum hans fagurt vitni og segist ekki i annan tima hafa verið ham- ingjusamari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.