Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Miftvikudagur 16. september 1981 Ipróttamaöur mánaðarins - Visir og Adidas Einar fékk atkvæðin Eins og vift var búist var frjáls- iþróttagarpurinn Einar Vil- hjálmsson kosinn „Iþróttamaftur ágúst-mánaftar” i atkvæfta- grciftslu Visis og Adidas, sem kunngerft var I gær. Hlaut Einar yfirgnæfandi meirihluta atkvæfta og var þó vift margt gott Iþrótta- fólk aft keppa og stór afrek, þvi aft ágústmánuftur var einn mesti afreksmánuður i iþróttum hér á landi, þaö sem af er þessu ári. Þá setti m.a. Oddný Arnadóttir þrjú Islandsmet i 100og 200 metra hlaupi, Jón Páll Sigmarsson setti Töp hjá Tékkunum Nokkrir ieikir voru leiknir I gærkvöldi I Evrópukeppni i knatt- spyrnu. Þar vakti mesta athygii stórsigur Nauchatel frá Sviss yfir Sparta Prag frá Tékkóslóvakiu i UEFA-keppninni. Sigruðu Sviss- lendingarnir þar á heimavelli 4:0. Þá tapafti hitt tékkneska liðið i UEFA-keppninni, Bohemians. á heimavelli fyrir Valencia, Spáni 1:0 og Jeunesse Esch frá Luxem- borg gerði jafntefli viö Vales Mostar frá Júgóslaviu i keppni bikarmeistaranna 1:1. -klp- Geirlaug með Imörg met.„. Geiriaug Geirlaugsdóttir, Ar- manni, setti í gærkvöldi nýtt ts- landsmet I 60 metra hlaupi kvenna á innanfélagsmóti Ar- manns. Hljóp hún á 7,7 sekúndum, sem er telpna-, meyja-, stúlkna- og kvennamet. Svava Grönfeldt átti stúlkna-, meyja- og telpnametift, en Lára Svcinsdóttir kvennamet- ift og var þaft 7,8 sekúndur. nýtt Evrópumet i réttstöðulyftu i kraftlyftingum-knattspyrnu- kappar okkar og lið voru hvert öörum betra i mánuðinum og þannig mætti lengi telja. Flestir þeir, sem fengu stig að þessu sinni hjá hinum „tiu spek- ingum”,sem sjá um valiðhverju sinni, eru þekkt nöfn á iþróttasið- unum. Þó eru þar tvö nöfn núna sem sjaldan hafa prýtt þær fyrr en i ágústmánuði. Eru þaö nöfn Eósu Valdimars- dóttur fyrirliða Islands og bikar- meistara Breiðabliks i kvenna- knattspyrnu og Bjarka Haralds- sonar frá Hvammstanga, sem stóð sig hvaö best á Andrésar Andarleikunum i Noregi. Er hann sá yngsti sem komið hefur á þennan lista frá þvi aö Visir og Adidas byrjuðu á þessu kjöri i mai-mánuði i fyrra. Atkvæðin i kjörinu að þessu sinni féllu annars þannig: Einar Vilhjálmsson 1. Einar Vilhjálmsson, frjálsar......................47 2. Oddný Arnadóttir, frjálsar........................31 3. Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingar...............28 4. Sigurlás Þorleifsson, knattspyrna..................9 5-6. Guftmundur Baldursson, knattspyrna............... 8 5-6.Hósa Valdimarsdóttir, knattspyrna................. 8 7. Bjarki Haraldsson, frjálsar........................7 8. Björgvin Þorsteinsson, golf........................5 9. Ragnheiftur Ólafsdóttir, frjálsar..................3 10. Gylfi Kristinsson, golf............................2 11-12 Páll Pálmason, knattspyrna.......................1 11-12 Guftmundur Þórarinsson, frjálsiþr.þjálfari.......1 Atkvæðaseðlarnir hjá hinum tiu, sem sáu um valið, lita þannig út: Frfmann Gunnlaugsson, versl- unarmaftur Akureyri: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Björgvin Þorsteinsson 4. Guðmundur Baldursson 5. Sigurlás Þorleifsson Sigrún Ingólfsdóttir, iþróttakenn- ari Kópavogi: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Oddný Arnadóttir 3. Bjarki Haraldsson 4. Rósa Valdimarsdóttir 5. Sigurlás Þorleifsson Sigmundur O. Steinarsson Iþróttafréttamaftur Visis: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Oddný Árnadóttir 3. Jón Páll Sigmarsson 4. Gylfi Kristinsson 5. Ragnheiður ólafsdóttir. Kjartan L. Pálsson, Iþróttafrétta- maður VIsis: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Einar Vilhjálmsson 3. Oddný Árnadóttir 4. Guðmundur Baldursson 5. Bjarki Haraldsson Bárftur Guftmundsson, verslunar- maður Selfossi: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Oddný Árnadóttir 4. Sigurlás Þorleifsson 5. Bjarki Haraldsson Lárus Loftsson, matreiftslumaft- ur, Reykjavlk: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Sigurlás Þorleifsson 4. Oddný Arnadóttir 5. Guðmundur Baldursson Guftjón Arngrimsson, blaðamaft- ur, Reykjavlk: 1. Oddný Arnadóttir 2. Einar Vilhjálmsson 3. Guðmundur Baldursson 4. Rósa Valdimarsdóttir 5. Sigurlás Þorleifsson Sigurftur Steindórsson, stofumaftur, Keflavik: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Oddný Arnadóttir 3. Jön Páll Sigmarsson 4. Bjárki Haraldsson 5. Páll Pálmason skrif- Stefán Jóhannsson, sundhallar- vörftur, Reykjavik: 1. Einar Vilhiálmsson 2. Rósa Valdimarsdóttir 3. Oddný Arnadóttir 4. Ragnheiður ólafsdóttir. 5. Guðmundur Þórarinsson Guftmundur Þ.B. Ólafsson húsa- smiðameistari, Vestmannaeyj- um: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Einar Vilhjálmsson 3. Oddný Arnadóttir 4. Björgvin Þorsteinsson 5. Sigurlás Þorleifsson Einhver bið mun verða á þvi, að Einar fái verðlaunin frá Adidas- umboðinu, sem sæmdarheitinu fylgja. Hann er kominn til æfinga og náms i Bandarikjunum og er ekki væntanlegur þaðan á næst- unni. En þegar hann kemur verða starfsmenn heildverslunar Björgvins Schram, sem er með Adidas-umboðið, örugglega til staðar með verðlaun við hans hæfi. -klp- Bikarmeistarar Þróttar komast ekki í úrslit - í Reykjavíkurmótlnu i handknattleik efiir tap gegn kr í gærkvðidi Geirlaug Geirlaugsdóttir. Bikarmeistarar Þróttar misstu af möguleikunum á aft komast I úrslit I Reykjavlkurmótinu i handknattleik karla i gærkvöldi, þegar þeir töpuftu fyrir KR-ingum meft tveggja marka mun. Þróttur tapaði fyrir ÍR á sunnu- dag og er þvi úr leik, en KR og ÍR fara I úrslitakeppnina úr B-riðlin- um. KR sigraöi Þrótt 20:18, eftír að staftan i hálfleik haffti verið jöfn 9:9. 1R keppti vift 3. deildarliö Ar- manns, sem virftist vera mjög lip- urt og skemmtilegt um þessar mundir og höföu IR-ingar sigur á siöustu minútunum 21:19. í A-riðlinum léku Vikingur og Fram og lauk „þeirri skothrift” meö 14marka sigriVikings 35:21. Ur A-riftlinum fara trúlega Vik- ingur og Valur i úrslitakeppnina, sem hefst á sunnudaginn kemur. Það skýrist betur á föstudags- kvöldiö, en þá leika Valur-Fylkir, KR-ÍR og Þróttur -Armann siö- ustu leikina i riðlakeppninni... -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.