Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 8
8 Mi&vikudagur 16. september 1981 VÍSIR utgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, SigmundurO. Steinarsson. Ljósmynd-- ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: MagnúsÓlafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvöröur: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Auglýsingarog skrifstofur: Siðumúla8, símar86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Áskriftarqjald kr. 85á mánuði innanlands og verð i lausasöluó krónureintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. „Fra manni til manns” Húsnæðismál hafa verið á dag- skrá að undanförnu, og kemur engum á óvart. Leigjendur hafa lýst yfir neyðarástandi, íbúðar- byggingar hafa dregist saman, lánakjör hafa versnað og al- mennt er viðurkennt, að hús- næðiskreppa blasi við. Þetta ástand hefur orðið stjórnmála- mönnum að þrætuefni. Á síðasta ári var húsnæðislögunum breytt, stefnan tekin á sérstaka fyrir- greíðslu til handa láglaunafólki og lagaákvæði um leiguíbúðir hert verulega. Menn greinir á um, hvort þessar breytingar haf i orðið til góðs eða ills. Stjórnarandstaðan, einkum sjálfstæðismenn í Reykjavík, halda því fram, að sökin liggi hjá Alþýðubandalaginu, sem ræður ríkjum í borgarstjórn og félags- málaráðuneytinu. Alþýðubanda- lagið ber hönd fyrir höf uð sér. Þó er Ijóst að þeir síðarnefndu gera sér grein fyrir slæmri stöðu sinni, aðgagnrýnin hittir í mark. Þeir hafa verið seinheppnir í viðbrögðum sínum og tal um leigunám hefur mælst illa fyrir. Á ráðstefnu sem Alþýðubanda- lagið efndi til um helgina var bentá ýmsar leiðir til úrlausnar, sem allar bera keim af ör- væntingu. Þar var helst talað um að leysa húsnæðisvandann „frá manni til manns", hvernig svo sem það á að skiljast. Húsnæðismál eru mikilvægur málaflokkur og miklu skiptir hvaða stefnu stjórnvöld móta í þeim efnum. Sjálfstæðismenn hafa alla tíð lagt megin áherslu á sjálfseignarfyrirkomulagið, að gera öllum kleift að koma sér upp eigin íbúðum án tillits til tekna, stéttar eða fjölskyldu- stærðar. Þessi stefna hefur ráðið ferðinni lengst af hér á landi, og hagstæð lánakjör í mikilli verð- bólgu hafa gert framkvæmd hennar auðveldari. Á síðustu misserum hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði. Kemur þar tvennt til. Annarsvegar eru lán verð- tryggð, sem þýðir að húsbyggj- endur geta ekki lengur slegið lán útá verðbólguna. Hinsvegar hef- ur fé verið dregið út úr hinu al- menna lánakerfi, til að standa undir félagslegum íbúðum og lánum til þeirra. Þetta er gert að frumkvæði vinstri manna, sem vilja mismuna fólki með hliðsjón af tekjum þess. Auðvitað er ekk- ert nema sjálfsagt að tekjulitlum einstaklingum sé veitt aðstoð til húsnæðiskaupa, en það er frá- leitt að láta aðra borgara gjalda þess. Meginatriði hlýtur að vera, að allir sitji við sama borð. Kerf- ið á ekki að refsa þeim, sem spjara sig með dugnaði og fram- taki. I viðtali.sem Vísir átti við Pét- ur Ðlöndal stærðfræðing um helgina setti hann fram þá skoð- un sína, að leggja ætti Bygginga- sjóðinn niður. í stað þess ættu bankarnir og lánastofnanir að annast f járveitingar til húsnæðis, eins og tíðkast víða erlendis. Að- stæður fólks eru mismunandi, þarfir og langanir, og það er frá- leitt kerf i, sem felur það í sér,að pólitískir fyrirgreiðslumenn hafi i hendi sér, hver fái lán eða geti staðlað umsóknir. Með niðurfell- ingu Byggingasjóðs má spara skatta, auka tryggingar og bæta lífskjörin að öðru leyti. Hinn al- menni f jármagnsmarkaður mun standa undir húsnæðislánum og ætti að vera f ullfær um það, þeg- ar verðtrygging er á lánum og sparifé eykst stórum á innláns- reikningum. Hér er um stórfellda kerfis- breytingu að ræða, hugmynd, sem stjórnmálamenn ættu að leiða hugann að í stað þess að stunda þrætubókarlist um auka- atriði. Þá leggst sá ósiður niður, að pólitfkusar séu að leysa mál „frá manni til manns", og ör- væntingarfullt tal um leigunám og skyndiúrlausnir verður úr sögunni. Þannig má sömuleiðis forðast þá hneysu, að fólki sé raðað niður í húsnæði eftir tekj- um og stéttum. Samkvæmt rikisiltvarpinu er engu likara en frelsarinn sé krossfestur á hverjum sunnu- degi. Þannig dettur Utvarpiö i slikt makalaust þungiyndi á hverjum sunnudegi, aö jafnvel léttlyndustu og bjartsýnustu menn hengja höfuö ef þeim veröur á aö kveikja á viötækinu. Allan sunnudaginn glymur þunglyndiö. Morguntónleikar, hádegistónleikar, mibdegistón- leikar, kórsöngur, létt tónlist frá austurriska Utvarpinu (hér ætti létt aö vera innan gæsalappa) og loks frá tónleikum Kammer- mUsikklúbbsins. Þaö vill til aö fáurn veröur á aö hlutsa á alla þessa dagskrárliöi enda vill út- varpiö eflaust engum svo illt. Hér er svo sem ekki veriö aö mælasttil þess aö öllum þessum dagskrárliöum veröi hent út enda eflaust einhverjir sem hlutea á eitthvaö af þessu þótt kannanir hafi sýnt aö þeir eru fáir.Hins vegar sýnist ekki gera ósköpin öll til þótt svo sem eins og einn þáttur meö raunveru- lega létttri tónlist kæmi i' staö einhvers þessara liða. Kröfur til flytjenda Um kvöldmatarleytiö á laug- ardg las Jón Danielsson palest- inska smásögu Skóburstarann, eftir einhvern Kanafani. Sagan var prýtileg og þaö sem meira er, lestur Jóns var betri en oft gerist I útvarpinu og raunar á- gætur. Þaö vill nefnilega oft brenna viö, aö lesendur efnis i útvarpinu séu hreint aldeilis ekki læsir. Þá er ekki átt viö aö vera læs i þeim skilningi aö menn getiekki stautaö sig fram úr launatékkanum heldur hitt, aö framsögn er oft svo slæm aö verr er af staö fariö en heima setiö. Hér er meinsemd á ferö, sem blessaö skólakerfiö á auö- vitaö ab bæta úr og hætta aö krefjast þess aö börnin lesi á einhverjum methraöa en leggja þess i staö áherslu á framsögn- ina. Á meöan menn útskrifast ekki sjálfkrafa læsir úr skólum landsins verbur útvarpið að velja úr þá sem hæfir eru. Léttir og friskir Laugardagssyrpa Páls Þor- steinssónar og Þorgeirs Ast- valdssonar er skóladæmi um rétta timasetningu á útvarps- efni. Tíminn eftir hádegi á laug- ardegi er afar vel fallinn til flutnings á léttu efni, sem ekki þarf aö leggja mikið á sig til aö FJÖLMIÐLAR SÍÐUSTU VIKU geta notið og það skilja þeir fé- lagar. Þeir leika létt og friskt efni og eru sjálfir nákvæmlega i takt viö þaö. Kynningar þeirra eru fjörlegar og gott tempó í öll- um þættinum. Sama má raunar segja um allar Syrpurnar og þætti Gunnars Salvarssonar og Jónatans Garöarssonar. Sá galli er hins vegar á, að tveir siöast- nefndu þættir eru settir á af- káralegan tima. Morgunvakan Nú les maöur að ákveðið sé, aö Páll Heiöar stjórni morgun- vöku á hverjum virkum morgni ivetur. Satt aö segja er þessi á- kvöröun litiö fagnaðarefni i huga minum. Páll Heiöar hefur gert marga góða hluti fyrir út- varpiö og geröi einmitt einn slikan þegar hann reiö á vaðiö meö Morgunpóstinn. Sá þáttur var hins vegar kominn i svo fastan og þungan farveg undir lok siöasta vetrar, aö þaö sem sagt var hér aö framan um sunnudagsþunglyndið færöist yfir á virka daga. Hér er lang oftast á ferð áheyrilegasta efni en þvi miður á röngum tima. Viö sem ekki erum með sjötiu og sjö útvarpstæki i hibýlum okkar getum ekki meö nokkru móti numiö speki morgunsins meöan rakvéÚn suöar, tann- burstinn djöflast og maður þeytist milli herbergja viö önn- ur morgunverk. Þó viröist eiga að vera eitthvað um tónlist i nefndri Morgunvöku. Það er enda það efni, sem best á heima á slikum ti'ma. Já hugguleg.... Af vettvangi sjónvarps ber auðvitað Dallas hæst. Einhvern veginn hafa þeir sem i sér láta heyra um sjónvarp lýst van- þóknun sinni á þessum þætti. Enginn heyristmælahonum bót. Af þessu draga menn svo þá á- lyktún aö þatturinn sé ómögu- legur. En hvernig skyldi standa á þvi, aö götur tæmast á dag- skrártima Dallas? Sannleikur- inn er sá aö þaö ær ekkert viö þennan þátt sem kallar á þá for- dæmingu, sem komið hefur Ut úr mönnum. Það skiptir engu máli þótt þátturinn sé einfaldur, barnalegur, yfirborðskenndur og alltannaö sem mennkjósa að nefna þvi þaö breytir eldci þvi að þjóöin vill horfa á Dallas. Þess vegna geta sjálfskipaðir menningarpostular horft á rússneskar hægagangsmyndir i prívatklúbbum. Við hinir ætlum að halda áfram að horfa á Dall- as meöan oss endist lif og heilsa. Annars er merkilegast af sjón- varpinu aö segj a aö þangab þangaö er nú komin ný dag- skrárþula. SU er hugguleg og á- gæt. Liklega verður aö láta hana fara fyrir huggulegheita sakir þvf nú oröið má kvenfólk ekki h'ta svoleiöis Ut. Flosi Blaöalestur var meö eðlileg- um hætti hjá manni þessa siðustu viku og fátt eitt sérstakt um blööin að segja. Húsnæðis- mál tóku bróðurpartinn af fréttaumfjöllun sumra blaða og veitir vist ekki af að ýta enn frekar viö þeim sem „stjórna” borginni. Annars var Flosi auö- vitað bestur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.