Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 2
Miövikudagur 16. september 1981 Hver er uppáhalds stjórnmálamaðurinn þinn? Sigribur Gubsteinsddttir: „Ég hef nú ekki mikið vit á stjórn- málum en Carter fannst mér ágætur” Fjóla Haraldsddttir, starfsstúlka: „Hannibal fannst mér vera ágætur” Þórunn Arnadóttir, húsmóðir: „Enginn” Cndina Bergmann i^.Ég held ekki upp á neinn sérstakan” Skafti Steinbjörnsson, bóndií „Gunnar Thoroddsen” vísm - segip Þórir Páll Guðiönsson, nýkjörinn formaður Landssambands islenskra samvinnustarfsmanna /,Það voru gerðar margar athyglisverðar ályktanir á þessu 5. landsþingi, meðal annars var ný stjórn hvött til þess að vinna að því að LÍS yrði falið það hlutverk að semja beint um kjaramál við Vinnumálasambandið fyrir hönd hinna ýmsu stéttarfélaga innan Samvinnu- hreyf ingarinnar", segir Þórir Páll Guðjónsson, kennari á Bifröst og nýkjörinn formaður Landssambands íslenskra samvinustarfsmanna í samtali við Vísi. „Þá var og lögð áhersla á ýmis atriði sem við teljum brýnt að sett verði i stefnuskrá Samvinnu- hreyfingarinnar en hún á að koma út i endurskoðaðri mynd á næsta ári, sem er 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Vinnuvernd og lifeyrissjóðsmál voru einnig rædd itarlega og ýmis atriði varðandi fræðslumál. Meöal annars komu fram eindregnar óskir um að LIS beitti sér fyrir skipulagningu og framkvæmd á fristundanám- skeiðum og leshringastarfssemi úti um landið, i svipuðu formi og Reykjavikurfélögin hafa unniö að i Hamragörðum með góðum á- rangri”, sagði Þórir. Fræðslumál hafa ætiö verið stór liður i starfssemi Samvinnu- hreyfingarinnar og bryddað upp á ýmsum nýjungum á þvi sviöi. Viö innum Þóri nánar eftir þessum atriöum. „Já, það er rétt. Slöastliöin fjögur ár höfum við verið að þreifa okkur áfram með ýmiss konar starfs- og endurmennt- unarnámskeið fvrir samvinnu- félögin og starfsmenn þeirra úti um landið. Við erum nú búnir aö halda yfir 240 námskeið og þátt- takendur orönir milli fjögur og fimm þúsund talsins. Um árang- ur af námskeiðum sem þessum er erfitt að segja, en við ætlumst til að þessi fræðsla skili sér i meiri áhuga og jákvæöari viðhorfum gagnvart starfinu og fyrirtækinu sem unniö er hjá. Það á siðan að koma fram i betri afköstum og þjónustu. Viö vitum að leiöbein- ingar varðandi birgðahald og vörurýrnun skilar sér margfalt þegar til lengri tima er litið, en engar tölur liggja fyrir ennþá.” En sjá þátttakendur einhvern beinan hagnaö af þátttöku i slik- um námskeiðum? „Fyrsta skrefiö i þá átt er að lita dagsins ljós núna”, segir Þór- ir. „Þaö hefur lengi verið á stefnuskrá okkar að þátttaka i námskeiöunum ætti að skila séc hærri launum og þessa dagana erum viö meö námskeiö hér I skólum um kjaramál. Þeir sem unnið hafa við afgreiðslustörf i sjö ár hafa rétt til þátttöku og fá ákveöna launahækkun að nám- skeiöinu loknu. Þetta er að minu mati visir aö þvi sem koma skal”. Þórir Páll hefur kennt við Bif- röst siöastliðin átta ár, en var áö- ur verslunarstjóri á Laugarvatni. A sinum tima var hann sjálfur nemandi á Bifröst og sótti þangað einnig eiginkonu sina, Helgu Karlsdóttur ættaða úr Þingeyjar- sýslu. Sjálfur er hann fæddur og uppalinn að Hemru i Vestur-Skaftafellssýslu og stund- aði nám við Bændaskólann á Hvanneyri áður en lengra hélt. Þau Helga eiga tvö börn, Herdisi niu ára og Guðjón Karl fimm ára. Það fer óöum að liða að setningu Samvinnuskólans og nóg að gera i undirbúningi fyrir vet- urinn, en við spyrjum Þóri að lokum hvort hann telji þaö form sem nú er á Samvinnuskólanum ekki oröið úrelt, miðaö viö þær breytingar sem orðið hafa á skólakerfinu? „Það hafa heyrst raddir um að breyta ætti rekstrinum hér á Bif- röst, en ég held að skólinn eigi fullan rétt á sér i þvi formi sem nú er og hafi margsannað þaö”, segir Þórir „undarieg” tiiviijun Þeir sem hafa horft á augiýsingatima sjón- varps undanfarna daga, vita nú, að margir okkar bestu hljómiistarmanna nota AKAI-hijómflutn- ingstæki. Ótrúlega margir. Hinir hamingju- sömu eru sýndir, þar sem þeir eru að föndra við takkana á .tækjunum sin- um og má þar meðal ann- arra þekkja Gunnar Þórðarson, Manuelu Wiesler og Karl Sighvats- son, svo einhverjir séu nefndir. Þá rifjast upp sú skemmtiiega tilviljun, að einhverju sinni kom upp úr kafinu i augiýsinga- timum sjónvarps, að ótrúlega margir máls- metandi menn i iistum, gátu á ekkert annað horft en Grundig-litasjónvörp. Gæðin voru meö þeim fá- dæmum, að þau full- nægöu ýtrustu kröfum hins næmasta lista- mannsauga. Voru ýmsir nafnkunnir menn sýndir við þessi ágætu tæki. Og þvi er þetta kölluð skemmtileg tilviljun, aö Nesco flytur inn báðar þessar afar „vinsælu” vörutegundir. Og gengur bara sæmilega að telja fólki trú um að þær séu bestar! • Nlargt fer öðruvisi... Jói var búinn að vinna baki brotnu i fyrirtækinu I ein átján ár, og var nú farinn að búast við stöðu- hækkun hvaö úr hverju. Loks kallaöi forstjbrinn hann fyrir sig: „Ekki veit ég hvernig ég kæmist af án þin, hér I fyrirtækinu, Jóhann”, sagði hann”. „Ja, þaö....það....”, stamaöi Jói eftirvænt- ingarfullur. „En frá næstu mán- aðamótum” greip for- stjórinn fram I, „ætla ég aö reyna það”. Börnin notuð Eins og lltiliega hefur verið getiö um I Sand- korni, hefur SÍS nú tais- verð umsvif i gerð stundaskrár fyrir skóia- börn. En það eru fieiri en SlS-ið, sem reyna aö koma auglýsingum á framfæri á þennan hátt, svo smekkiegt sem það nú er. Nýjasta dæmið er af litium snáða, sem sendur var út I brauöbúð, til að kaupa brauðhleif. Hann kom skokkandi til baka, með heilhveiti- brauðið undir annarri hendinni og heilmikinn vöndul undir hinni. Var þar komin viðamikil stundaskrá frá hand- verksbökurum, með upp- lýsingum um hvar „handverksbökuð” brauö og snúðar fengjust. Og þar sem allar þær „upp- lýsingar’’ sem bakarar vildu koma inn á heimilin, komust alls ekki fyrir á stundaskránni, fylgdi með þéttskrifaö blað af sliku andlegu fóöri. Handverksbökurum til hægðarauka skal bent á aö grunnskólarnir, utan einn, virðast nú hafa tekið aö sér dreifingu á slikum skjölum, sbr. SIS. Slik að- ferð hlýtur að vera mun öruggari, en sú að treysta misvitrum krökkum til að 'koma auglýsingunum áleiðis. Þorvaldur f Slld og fisk. Sérversiun með svinakjöt Að undanförnu hefur verið unniö aö miklum breytingum á Hótel Holti. Til dæmis hefur gesta- móttakan verið stækkuð og endurbætt, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá mun f framtiðinni verða opnuö sérverslun í Bergstaða- strætinu, rétt hjá hótel- inu. Þar veröur eingöngu selt svlnakjöt, og er þarna um aö ræöa einu sérverslunina þeirrar tegundar á landinu. Það er Þorvaldur I Slld og fisk, eins og hann er oft- ast nefndur, sein veröur með verslunina. Og vör- una fær hann beint úr svínabúi sfnu á Vatns- leysuströnd, svo það eru hæg heimatökin, eins og þar stendur. • Aiitaf elll- hvað nýtt Sem allir vita, hefur Dallas-æðið fest rætur hér eins og viða annars- staðar, þar sem þessir makalausu bunuþættir hafa verið sýndir. Vér höfum áður bent á J.R.-hamborgara, og J.R. rakspira, sem þykir nú meö þvi alflottasta sem hægt er að úða i sig og á. En landinn á sér svo sem aðrar hetjur og fyrir- myndir, en þær útlensku. Þannig hefur heyrst, að sælgætisfyrirtækfeitt hafi nú hafiö framleiðslu á „nýrri” lakkristegund, sem heitir hvorki meira né minna en Vilmundar- lakkris. Fylgir það sög- unni, að lakkrfsinn sá arna sé i bitum en ekki lengjum... Vilmundarlakkris er það nýjasta Marfanna hlaut hnossið Marianna ráðin (Jtvarpsráð hefur nú tekið afstöðu til þess, hver skuli ráðinn I starf dagskrárgerðarmanns i Frétta- og fræösiudeild sjónvarps. A fundinum, þar sem málið var tekið fyrir, uröu lyktir þær að Marianna Friðjónsdóttir hlaut fimm atkvæði en Baldur Hrafnkell Jónsson fékk tvö. Tveir aðrir sóttu um starfið. Maríanna er sjónvarps- unnendum að góðu kunn, þvi hún hefur stjórnað út- sendingu frétta um ára- bil. Hún hefur komið víðar við sögu, stjórnaði meöal annars útsending- um siöasta kosningasjón- varps svo og ýmissa þátta, sem sést hafa ú skerminum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.