Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 16
16
VÍSIR
MiOvikudagur 16. september 1981
Hvers vegna fórstu ekki að lögum
Vilmundur Gylfason, spyr
Markús Þorgeisson.
FYRIRSPURN TIL VIL-
MUNDAR GYLFASONAR
Markús Þorgeirsson
skipstjóri skrifar:
Vilmundur Gylfason, á hvaöa
forsendum fórst þú ekki að lög-
um, i starfi sem dómsmálaráð-
herra?
Forsendur þessarar spumingar
skal ég staðfesta fyrir dómi, hve-
nær sem þú óskar þess.
Vegna ummæla þinna um
starfsmenn rikisútvarpsins geri
ég þá kröfu til alþingismannsins
Vilmundar Gylfasonar, að hann
kunni, þegar hann kemur fyrir al-
þjóð, lágmarks kurteisi og
mannasiði.Minna erekkihægtað
krefjast af alþingismanni.
Síðustu orð þin I þættinum A
Vettvangi í Utvarpinu eru van-
sæmd, ekki aðeins fyrir þig per-
sónulega.heldurþannflokk allan,
sem þú situr fyrir á löggjafasam-
komu þjóðarinnar.
Markús Þorgeirsson skipstjóri
Hvaleyrarbraut 7,
Hafnarfirði
Drengskapur, siðgæði og
IRIII Dlóðfélaginu Dessa
Áhyggjufullur íslend-
ingur skrifar:
Ég er í hópi niitima tslendinga,
sem hefur áhyggjur af þróun
mála hér á landi. Ég spyr sjálfan
mig: Hvert stefnir „þessi þjóö”?
eins og forseti vor tiðkar að nefna
okkur.
Drengskapur, siðgæði og stað-
festa við grundvallarskoðanir
einkenna ekki þjóðlifið þessa
stundina. Eftir höföinu dansa
limirnir og það sem höfðingjarnir
hafast að hinir ætla sér leyfist
það.
Fordæmi kiörinna fulltriia
fólksins verður ávallt þungt á
metunum og slær tóninn i þjóðlíf-
inu hverju sinni. Þegar alþingis-
menn verða berir að þvl að selja
samvisku sina hæstbjóðanda og
verðmiðinn jafnvel sýndur, þá er
stutt I það að aðrir hætti að beita
uppí vindinn I daglega lífinu.
Ef einhver er I vafa um hvaða
þingmaður er efst i huga mér, I
Góði kallinn Geir
festa er
stundina
þessu sambandi, þá skal ég ekk-
ert hika við að nefna hann: Egg-
ert Haukdal. Hagur eins batnar
ekkert við það að hann er ekki
einn um ósvinnuna.
Hallar undan siðgæði
drengskaparins
Baráttuaðferðir þeirra, sem
fylla flokk saman eru leikreglur,
sem menn koma sér saman um.
Þegar einhver, sem hefur valist
til forustu I stjórnmálaflokki,
brýtur lýöræðislegar leikreglur
sjálfum sér til framdráttar, og
kemst upp með það, er skammt i
að erfitt verður að brýna fyrir
börnum þessa lands siðgæði
drengskaparins.
Til að taka af allan vafa um
hver hér er fyrst og fremst á
borði, þá er það Gunnar Thorodd-
sen, enda þótt hann hafi ekki
fundið upp hugtakið „tilgangur-
inn helgar meðalið”.
Rógur og óánægja sátu i
fyrirrúmi
Fyrir mér er Alþýðublaðs/Al-
þýðuflokksdeilan svokallaða, sem
undanfarið hefur verið efst á
baugi, eftirköst af þvi hvernig
flokksbroddar Alþýðuflokksins
fóru að við formannaskiptin sið-
astliðið haust. Virðing og flokks-
siðgæði sat ekki í fyrirrúmi, held-
ur rógur og óánægja, sem ahð var
á manna á milli. Formannaskipt-
in voru snögg og óvirðuleg og
skildu eftir sig særindi og upp-
safnaðan stuðning við þann sem
var vikið frá, en fékk ekki eðli-
lega framrás inn I flokksstarfið.
Ef einhver hefur ekki fylgst
með I landspólitikinni! þá er ég aö
tala um þegar Benedikt Gröndal
lýsti þvi yfir, viku fyrir fldcks-
fund Alþýðuflokksins, að hann
viki til hliðar fyrir Kjartani Jó-
hannssyni og aðdraganda þess,
þannig að flokkurinn var gerður
að viðundri í augum sumra
flokksmanna og landsmanna
yfirleitt.
Ef einhver veit ekki
hvað ég meina
Þarna tel ég að 1 hnotskurn sé
víti til varnaðar fyrir stærsta
stjómmálaflokk landsins, Sjálf-
stæðisflokkinn. Hann hefur á að
skipa manni i formannssæti, sem
hefur ekki brotnað þótt brotið hafi
á honum, kunnur að heiðarleika,
drengskap og réttsýni, en frábit-
inn fjölmiðlasirkusnum sem fólk
hefur látið blekkjast af.
Samt sem áður virðast margir
sjálfstæöism enn ekki hafa skarp-
skyggni til að sjá þetta og em, aö
þvi er virðist, fallnir i sömu
gryfju og sumir alþýöuflokks-
menn lentu i — þ.e. að rægja for-
ingja sinn og ala á innanflokksóá-
nægju. Stjórnmálalífið, og þar
meö þjóðlifið allt, myndi fá betra
yfirbragð ef hinir fremstu menn
fengju að njóta sin.
Efeinhver veit ekkiennþá hver
er i borði hjá mér, þá er það Geir
Hallgrímsson. Það væri eftir öðru
flokksóláni sjálfstæðismanna, ef
þei rhafa ekki vit á að endurkjósa
hann á landsfundinum I haust.
Vondu kallarnir, Gunnar, Eggert og Kjartan.
ATMOGIO
Opió laugardaga kl. 15
V Samband I Sýningarsalurinn
) Véladeikl — I Smi«iuw«B>4 - KApavogi
Daihatsu Charmant station árg.
'78
Þessi glæsilegi bill er til sölu, ef
viðunandi tilboð fæst. Uppl. i
sima 828282 eftir klukkan 19.
MYNDATOKUR
alla virka daga frá kl. 9—18
Smáauglýsing i Visi er mynda(r)augiýsing
síminn er86611
Auglýsingadeild Síöumúla 8.
lingunal
Vilmundi Gylfasyni
var gefinn kostur á að
svara fyrirspurn Mark-
úsar, um leið og hún er
birt. Hann óskaði ekki
eftir að heyra
spurnina, hvað
svara henni.
Vilmundur
vildi ekki
heyra
spurn-
ðsamræmi
í (ordæm-
ingum utan-
ríkisráð-
heranna
V.S. hafði samband við
síðuna:
Hann tók til meðferðar ósam-
ræmi I gerðum utanrikisráð-
herrafundar Norðurlanda, þar
sem ráðherrarnir fordæmdu inn-
rás S-Afrfku I Angóla. V.S. finnst
full ástæða vera til að fordæma á-
rásina, en telur að um leið verði
að fordæma morð og skemmdar-
verk unnin af Svapó.
Sömuleiðis telur V.S. fulla á-
stæðu til að fordæma stöðugar af-
tökur manna í íran, þar sem 20-40
menn eru myrtir daglega. .
Annan mál, sem V.S. hefur á-
hyggjur af, er óæskilegt, að mati 9
hans, flæði Suður-Evrópubúa og
Araba og Asiumanna yfir
_Norðurlönd. V.S. þykir með
öllu ótækt að þetta fólk, sem hann
kallar afætulýö, fái greiðan að-
gang að íslandi, þótt eitthvert
Norðurlandanna hafi veitt þeim
viðtöku. Hann krefst þess að á-
kvæðið um þetta atriði I sam-
komulagi Norðurlandaþjóðanna
verði endurskoðað.
Honum þykirþó rétt að Norður-
landabúar eigi frjálsan og greið-
an aðgang að löndum hverra ann-
arra, en vill láta þar staðar num-
ið.