Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 16.09.1981, Blaðsíða 9
Miövikudagur 16. september 1981 VÍSIR 9 KRISTNI SNÆLAND SVARAD Miðvikudaginn 9. september s.I. birtist i blaði þessu grein er ber yfir- skriftina „Falsanir Pósts og sima”. Grein þessi er skrifuð af Kristni nokkr- um Snæland, hann beinir til min máli sinu og heimtar sannleikann og ekk- ert nema sannleikann. Hins vegar er greinin full af persónulegum svivirð- ingum, höfundinum til litils sóma og i rauninni ekki svara verð. Tilefnið er það að Sigurjón Valdimarsson blaðamaður á Visi átti við mig i sima viðtal sem birtist i blaðinu þann 4. ágúst s.l. Viðtalið var til komið vegna þess að blaðamaðurinn hafði rekist á grein i dönsku blaði, þar sem grein frá simagjöldum vitt og breitt um heimsbyggðina á árinu 1980, en þær upplýsingar voru hafðar eftir simastjórninni i Vestur-Þýskalandi og byggðar á ákveðnum forsendum. Að mati blaðamannsins var sá galli á þessum lista að 1 sland var ekki með á honum og leitaði hann þvi til min um sambærilegar upplýsingar til að sjá hvar ísland stæði i þessum ákveðna samanburði. Eins og blaðamaðurinn segir i grein sinni er ekkert einfalt mál að reikna út svona samanburð en við gerðum okkar besta. Fullyrðingum visað tii föðurhúsanna Það sem lagt var til grund- vallar i þessum samanburði fyrir ísland voru gjöld sam- kvæmt gjaldskrá Pósts og sima mai — júli 1980, 10% af stofn- gjaldi, fastagjald á ársgrund- velli, 500 innanbæjarsimtöl og 250langlinusimtöl Otfrá ákveðn um forsendum varðandi tima- lengd og fjarlægð. Upplýsingar frá þeim löndum sem voru i þessum samanburði voru byggðar upp á hliðstæðan hátt. 1 samanburði milli landanna i danska blaðinu var hvergi vikið að launum einstakra stétta eða starfshópa til að finna út hve mikla simaþjónustu mætti kaupa i hverju landi fyrir sig fyrir hverja vinnustund þessara stétta, né á nokkurn hátt leitast við að bera simakostnaðinn saman við kaupmátt launa. Ég visa þvi alfarið til föður- húsanna fullyrðingum um lygar og blekkingar af minni hálfu þegar kaupmáttur timakaups i þessum löndum er ekki tekinn inn i myndina. Af minni hálfu var eingögu svarað ákveðnum spurningum blaðamanns út frá þeim forsendum sem ég hef áður getið, hvorki meira né minna. Um kaupmátt launa i þessu sambandi var einfaldlega ekki rætt. 1 grein sinni segir Kristinn, að til þess að fá samanburð sem liggi nærri lagi þurfi vitanlega að finna meðalkaupmátt i hverju landi og reikna svo út frá honum hvaða land er ódýrast, en siðar i greininni bendir hann svo sjálfur á að kaupmáttar- reikningur sé ekki einhlitur nema tillit sé tekið til skatta og annarra opinberra gjalda i hverju landi. Ég er sammála Kristni.kaupmáttarreikningar i þessu sambandi eru ákaflega vandmeðfarnir enda tók danska blaðið þá ekki með i sinum út- reikningum. Samanburður á launa- kjörum Annað verður að hafa i huga. Þegar tekin eru launakjör ein- stakra stétta i ákveðnum lönd- um eins og Kristinn gerir i grein sinni og timakaup þeirra notuð til viðmiðunar við verð ákveð- neöanmóls Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri fjár- máladeildar Pósts og sima sendir Visi eftirfar- andi svar við aðdróttun- um og fyrirspurnum Kristins Snælands, sem birtist i blaðinu f síðustu viku. Guðmundur skýrir sjónarmið Pósts og sima varðandi símaþjónustu og símagjöld. innar þjónustu eins og t.d. sima- þjónustu, þá getur komið út mismunandi hlutfall eftir þvi hvaða starfsstétt er valin. Kristinn tekur timakaup raf- virkja og ef hann notar réttar tölur, þá er rafvirki á Islandi 72% lengur að vinna fyrir sima- gjöldunum sem áður eru nefnd en rafvirki i Sviþjóð og rafvirki i Noregi 41% lengur að vinna fyrirsimagjöldunumen rafvirki á Islandi. Ef hann hefði hins vegar tekið meðallaun verka- manna 1980 þá er verkamaður á íslandi 34% lengur að vinna fyrir þessum simagjöldum en verkamaður i Sviþjóð og verka- maður i Noregi 75% lengur að vinna fyrir simagjöldunum en starfsbróðir hans á Islandi. Þessi munur sem þarna kemur fram eftir þvi hvort valinn er rafvirki eða verkamaður, segir okkur einnig að varasamt er að nota einstakar stéttir til slikrar viðmiðunar, launahlutföll þeirra innbyrðis geta verið mjög mismunandi eftir löndum. Þá er og eftir að taka tillit til skatta, opinberra gjalda o.fl. sem vissulega ætti þó að koma inn i myndina. Samsetningu simgjalda til viðmiðunar milli landa er hægt að setja upp á ýmsa vegu. Til- dæmis skiptir máli hvað stofn- gjald er afskrifað á mörgum ár- um og með hvaða vöxtum, hvort simtöl eru innifalin i afnota- gjaldi eða ekki og þá hve mörg, en það getur jafnvel verið mis- munandi innan hvers lands eins og til dæmis hér á Islandi. Þá hefur áhrif hvaða samsetning staðarsimtala og langlinusim- tala er valin, hvaða langlinu- taxtar eru valdir og hvort tekið er tillit til' ódýrari simtala á kvöldin og um helgar þar sem þau eru i boði. 1 þeim samanburði sem vikið er að i danska blaðinu er gengið út frá ákveðnum forsendum i þessu sambandi sem hvorki ég né blaðamaður Visis ákváðum, heldur þeir erlendu aðilar sem áður eru nefndir. Rikið tekur rúmlega helming Að lokum vil ég benda á að lönd eins og Sviþjóð og Dan- mörk sem bjóða upp á hvað lægst simagjöld eru einnig stór- ir framleiðendur simaefnis og þá sérstaklega Sviþjóð og Dan- mörk er landfræðilega ódýr i simavæðingu meðan t.d. Noreg- ur og ísland eru mjög dýr. . A lslandi hefur Pósti og sima verið gert að standa skil á ó- beinum sköttum i formi tolla, vörugjalds og söluskatts af inn- fiuttu simaefni til fjárfestinga og endurnýjunar. Nemur þessi skattheimta 120 til 130% á inn- kaupsverð vörunnar. Þannig tekur rikið rúmlega helming af fjárfestingu stofnunarinnar i ó- beina skatta. Eftir þvi sem best er vitað, þekkist ekki sú mikla skattheimta sem hér um ræðir i nágrannalöndunum, auk þess sem telja má að hún standi i vegi fyrir tækninýjungum og hæfilegri endurnýjun tækja búnaðar. Þá er Pósti og sima einnig gert að standa undir ýmiss konar félagslegri þjón- ustu sem simnotendur þurfa að bera. Allt þetta hefur áhrif á simgjöldin sem þrátt fyrir þetta eru að minu mati lág miðaö við simagjöld i öðrum löndum. Reykjavlk 14. sept. 1981 GuOmundur Björnsson. Vlsm Aá gráta vithytuna Falsanir Pðsts og sima

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.