Vísir - 19.09.1981, Síða 27

Vísir - 19.09.1981, Síða 27
Laugardagur 19. september 1981 VISIR 27 11 1__1_1________R. um verkefnaval leitast vid Stefán Baldursson ad leikhúsid eigi eríndi vid áhorfendur. Þorsteinn Gunnarsson Nií er verkefnum leikársins ætlaö aö höföa til væntanlegra á- horfenda: þeir eiga að velja úr „girnilegustu bitana” og flykkj- astsiöan ileikhúsiö og njóta þess, sem á borð er borið. Það er þvi ekki úr vegi aö taka þá félaga Stefán og Þorstein á beinið og for- vitnast um, hvað ráði verkefna- valinu. Hvers vegna eru þessi til- teknu verkefni girnilegri en önn- ur? Verkefnaval hefur á undan- förnum árum verið mikið til um- ræðu meðal leikhússfólks i'nálæg- um löndum : Hvaðer leikið, hvers vegna og hvernig? — þannig er spurt, en gengur oft erfiðlega að leita algildra svara, sem von er. Leikhússtjórar Leikfélagsins voru samttÚ iað reyna a.m.k. að ræða verkefnavalið og gera ein- hverja grein fyrir þvi. Og þeir byrjuðu á að segja frá verkefnum vetrarins: „Jói var frumsýndur á laugar- daginn var, eins og flestir vita, og næsta nýja verkefni hjá L.R. verður Ymja álmviðir eftir Eugene O’Neill i þýðingu Arna Guðnasonar og leikstjórn Hall- mars Sigurðssonar, en með helstu hlutverk fara Gisli Halldórsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Karl Agúst úlfsson, nýútskrifað- ur leikari. NU, i haust verður svo frumsýnt barnaleikrit: Litli kri't- arhringurinn eftir AlfonsoSastre. Þetta leikrit fjallar um svipað þema og Kri'tarhringur Brechts./ Þetta spánska leikrit hefur mikiö verið leikið á hinum Norðurlönd- unum. Þórunn Sigurðardóttir leikstýrir þvi, en i hlutverkum verða Aðalsteinn Bergdal, Hanna Maria Karlsdóttir, Soffia Jakobs- dóttir og Jóhann Sigurðarson. Það er ætlunin að fara með þessa sýningu i grunnskólana, eins og gert var með Hlyn og svaninn á Heljarfljóti i fyrra, og þótti gefast vel. Leikfélagið verður svo 85 ára á næsta ári, og af þvi tilefni höfum við valið Sölku Völku eftir Halldór Laxness ileikgerð okkar tveggja, en Halldór á einnig stórafmæli á næsta ári. Salka Valka verður frumsýnd nálægt afmælinu, 11. janúar. Siðustu nýju verkin á leikárinu verða svo farsi eftir Dario Fo, Hassið hennar mömmu og að endingu nýtt irskt verk eftir Bri- anFriel, sem er i hópi bestu irsku höfunda á okkar timum. Svo eru það nokkuð óvenjulegar kringumstæður sem koma uppá núna, þegar fjórar sýningar frá liönu leikári eru teknar upp að nýju, og þær verða auðvitað ekki til að bæta húsnæðisvandann: Rommi', Ofvitinn, Bam i' garðin- um og Skomir skammtar, sem verða fiuttirauknir og endurbætt- ir yfir i Austurbæjarbió”. — Þetta verkefnaval virðist vera fjölbreytt og eitthvað fyrir alla, eins og sagt er. Hefur það verið hugsunin, þegar það var saman sett? „Leikhús af þeirri stærðar- gráðu sem Leikfélagið er, og með jafn mikla aðsókn og raun ber vitni, hefur ævinlega haft á Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson eru um þessar mundir að hefja annað leikár sitt sem leik- hússtjórar Leikfélags Reykjavikur. Það var nýmæli á sinum tima, þeg- ar þeir sóttu saman um eitt leikhús- stjóraembætti, en samstarf þeirra þykir hafa gefið góða raun, eftir þvi sem hlera má i leikhúsheiminum. Nú hafa þeir tilkynnt opinberlega verkefnaskrá komandi leikárs: þar kennir margra forvitnilegra grasa: sumt tekið upp frá fyrra leikári en fleira þó, sem til nýmæla telst á f jöi- um gamla Iðnó. stefnuskrá sinni að hafa fjöl- breytt verkefnaval. Og þetta leik- ár, eins og leikárin á undan, ber þess merki. Þóskér þaðsig úr, að við erum núna með fleiri verkefni, þeirra á meðal barnasýningu, sem ekki hefur verið um langt skeið á fjöl- um L.R., ef undan er skilin sýn- ingin i fyrra.” — Verkefnavali leikhúsanna hefur stundum verið likt við kalt borð, þar sem hver réttur er öðr- um óháður — eða, með öðrum orðum, að samhengið milli ein- stakra verkefna hafi verið of litið. „Efverkefnavali er likt við kalt borð, þá má nú ætla, að okkar borð sébýsna kræsilegt, ef litið er til höfunda á borð við Laxness, O’Neill, Kjartans og Dario Fos. Nú, svo má lika velta þvi' fyrir sér, hvað gæti komið i stað kalda borðsins, sem þú nefnir svo. Yrði t.d. ekki afskaplega þreytandi og leiðigjarnt að vera alltaf á sömu linunni? Ylli það ekki meltingar- truflunum? En hvað sem fjölbreytninni lið- ur, þá reynum við að setja okkur ákveðinn gæðaramma, þannig að ekki séu tekin fyrir verk, sem okkur finnst að skipti engu máli. Svo er það kannski annað mál hvort verkin tala til okkar á gam- ansaman hátt eða alvarlegan, það getur verið mismunandi. En verkefnin verða að standast á- kveðið gæðamat.” — Er það markmiðið með verkefnavalinu að sátt og sam- lyndi riki milli leikhúss og áhorf- enda : að hver og einn eigi að geta komið i' leikhús, séð eitthvað við' sitt hæfi og að það sé jafnframt vel gert? ,,Við leitumst eftir þvi' að leik- húsið hér eigi erindi viö áhorfend- ur. Og ef við skoðum t.d. Jóa, þá er það svo sannarleaga leikrit sem á erindi við fólk, ekki ein- göngu vegna þess að það fjallar um fatlaðan dreng á ári fatlaðra, heldur vegna þess að það fjallar einnig um sambúð fólks: hver á að fórna sér? Er réttlætanlegt að einhver fórni sér fyrir aðra? Og svo framvegis. Við getum einnig tekið dæmi af leikriti Dario Fos, sem fjallar um fikniefnaneyslu, en það mál á lika brýnt erindi til okkar i dag, þótt umfjöllunin sé spaugilegri en t.d. fleikriti Kjart- ans. önnur verk af þeim sem verða á fjölunum i vetur fjalla ekki i sama mæli um málefni, sem eru ofarlega á baugi i dag, en þau hafa þá hugsanlega einhverja al- gilda skirskotun til nútimans. — Nú hefur það verið reynt viða erlendis að velja verkefni leikárs saman, þannig að þau Það hefur ávallt veriö á stefnuskrá L.R. að hafa verkefnaval sem fjölbreyttast og að verkin, sem sýnd eru, eigi erindi við áhorfendur — gjarnan á mismunandi hátt. myndi efnislega heild. Sænska Þjóðleikhúsið hefur t.a.m. valið nokkur verk til næstu ára saman undir nafngiftinni: „Lifið, sem hefði getað orðiö ef...” Hefur eitt- hvað i þeim dúr borið á góma hér i ykkar leikhússtjóratið? „Slik hugmynd hefur ekki kom- ið fram hér í leikhúsinu hjá okkur i jafn afmörkuðu formi og þú nefnir, enda kannski hæpið við okkar kringumstæður. Þegar þú talar um kalda borðið, gefur þú kannski til kynna, að það sé litið sem ekkert samhengi i verkefna- valinu, en við veljum auðvitað ekki verkefni eins leikárs þannig, að þaö sem hugsanlega vinnst með einni sýningu sé þegar rifiö niður með þeirri næstu — og það á við bæði i efnislegu og listrænu tilliti. Annars er hugmyndin að baki þvi að velja verk saman yfir á- kveðinn tima undir eitthvert stórt þema athyglisvert. Við gætum sennilega fundið eitthvert þema, sem verk þessa leikárs gætu án efa heyrt undir ef við vildum — þótt þau séu hverju ööru ólikara”. — En svo við vikjum að öðru: Hafa ekki ýmsir þættir mikil á- hrif á verkefnavalið? Til dæmis fjöldi leikara, kyn þeirra og ald- ur? Húsnæðið? Og auðvitað pen- ingarnir? „Þessir þættir spila auðvitað allir inn i leikhúsrekstur, og ekki sist i rekstur L.R., sem er rekið af starfsmönnunum sjálfum. Húsa- kynnin setja okkur einnig afskap- lega þröngar skorður þegar stærð verkefna er höfð i huga. Það kemst t.d. ekki nema ákveðinn fjöldi leikara fyrir á sviðinu. Nú, við höfum fastráðinn 17 manna hóp leikara, en hér starfa iðulega allt að 40 leikarar á hverju leik- ári. Það þarf lika að gæta þess, að okkar starfsfólk þroskist listrænt af þeim verkefnum sem það er að glima við herju sinni. Þetta er þvi meðal þeirra atriða sem leikhússtjóri þarf að taka til- lit til”. Að lokum nefna þeir leikhús- stjórar nýlegt dæmi um samhengi i verkefnavali: til stendur að frumsýna innan tiðar leikrit Eugene O’Neills, Ymja álmviðir. Verk þetta bar gjarnan á góma i vor meðan á æfingum stóð á Barni i' garðinum — en það stend- ur einmitt til að setja þá sýningu upp að nýju i haust. Stefán og Þorsteinn benda á að vissulega megi lesa ákveðiö samhengi milli þessara tveggja leikrita, skyld- leiki þeirra sé töluverður, auk þess sem megi lesa úr þeim sitt- hvað um bandariska leikritun. „Það er því að okkar dómi for- vitnilegt og skemmtilegt að geta boöið leikhúsgestum að skoða þau með svo skömmu millibili. Það ersjálfsagt hægur vandi að finna einhverja nafngift á nýtt leikár Leikfélagsins sbr. dæmi þitthér að framan, en við teljum áhorfendur fullfæra um að skoða og meta verkefnin ánþess að gefa þeim fyrirfram ákveðnar notkun- arreglur”, sögðu þeir Stefán og Þorsteinn að lokum. — jsj-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.