Vísir - 02.10.1981, Side 1
Föstudagur 2. október 1981/ 223. tbl. 71. árg.
Englnn I rusli á
öskuhaugunum
Utreikningar Þjððhagsstofnunar:
Fiskvinnsian I heiid
rakln meö 2% hagnaöi
. ■ ■
Að bjarga
andlitinu?
- Sjá bls. 12
MÁVURINN STRANDAÐI
__' - ■ -. o
í VOPNAFIRÐII NÓTT
- sextán manna áhðfn bjargað
Flutningaskipið Mávurinn strandaði á Vopnafirði
i nótt. Sextán manna áhöfn er á skipinu og var öllum
bjargað i land i morgun. Skipið er allmikið skemmt.
Mávurinn, sem Pólarskip á
Hvammstanga rekur, var að fara
út þegar óhappið varð. Allhvasst
var á Vopnafiröi og mikið brim og
sigldi Mávurinn upp f sand i botni
fjarðarins.
Við strandið kom mjög mikill
leki aö skipinu og var björgunar-
sveitin Vopni á Vopnafirði beðinn
um að aðstoða viö björgun
áhafnarinnar. Þrjátiu manna
björgunarliðkom á staðinn og var
áhöfnin tekin i land i stól.
Að sögn Péturs Olgeirssonar,
formanns björgunarsveitarinnar
Vopna, voru aðstæður til björgun-
ar góðar og það tók aöeins
klukkutima að bjarga allri áhöfn-
inni i land, og varö engum meint
af
Skipiö er mikiö skemmt. Eins
og fyrr sagði- kom mikill leki að
þvi við strandiö, og nú brýtur á
þvl á strandstað.
—ATA
- Sjá DiS. 14-15
Þjóöhagsstofnun hefur reiknaö
út að fiskvinnslan i heild skili 2%
hagnaði en útgeröin sé rekin með
3,2% halla, samkvæmt áreiðan-
legum heimildum Visis. Þessar
tölur hefur stofnunin lagt fram
við ákvörðun almenns fiskverös,
en nýtt verð átti að taka gildi um
mánaðamótin.
Staða einstakra greina innan
fiskvinnslunnar er hins vegar
mjög misjöfn og er frystingin
þannig rekin með um 6,6% halla á
Taplð á útgerðinni er 3,2%
meöan saltfiskvinnslan skilar
13,1% hagnaði og skreiðar-
verkunin 9,4% hagnaði.
Þá er bátaflotinn samkvæmt
útreikningum Þjóðhagsstofnunar
rekinn með 1,4% halla tapið á
minni skuttogurum er 2,5% og
tapið á stærri togurum 12%. Þessi
skip koma til álita við fiskverðs-
ákvörðun nú og er tapið á þeim
samanlagt 3,2% eins og fyrr
segir.
1 þessum útreikningum er tekið
tillit til þeirra magnbreytinga
milli vinnslugreina sem orðiö
hafa og áætlaðrar aflaaukningar
á þessu ári. Hins vegar er miöað
við vaxtakostnaö árið 1979.þannig
að tapið er eitthvað meira hjá
togurunum vegna hærri vaxta-
kostnaðar á nýjum skipum nú.
Einnig er vitað- að hagur
skreiðarverkunar er ekki alveg
eins góður vegna lækkunar á
markaðsveröi frá þvi útreikn-
ingar Þjóðhagsstofnunar voru
gerðir. — KS
les UiDiíuna
á hverrl nóllu”
- Sjá blS. 18-19
Bernin fagna
velrl á Akurevrl
Þá er veturinn genginn I garð, hvort sem landsmönnum lfk-
ar betur eða verr. Hér sunnanlands hefur hann einkum kvatt
dyra með frosti og kulda, en fyrir noröan er jörð oröin alhvit.
A Akureyri setti niður snjó á miðvikudaginn. Lögreglan á
staðnum sagði okkur I morgun, að frekar mætti nú kalla þetta
föl heldur snjó. Götur væru nú orðnar alauðar, en nokkuð bæri
á hálku. Væri ekki hægt að aka um bæinn nema á sérútbúnum
bilum af þeim sökum. Ekki hefðu orðið nein umferðaróhöpp,
sem orð væri á gerandi vegna hálkunnar, ,,bara þetta venju-
lega hnoð”, eins og viðmæiandi biaðsins orðaði það.
En það er eins og fyrri daginn. Það, sem Norðlendingar
kalla „föl” vilja Sunnlendingar nefna snjó. Og alla vega geta
börnin á Akureyri fagnað vetri, eins og sést á meðfylgjandi
mynd.
JSS/Visism. GS, Akureyri.
r