Vísir


Vísir - 02.10.1981, Qupperneq 20

Vísir - 02.10.1981, Qupperneq 20
20 Föstudagur 2. október 1981 vísm KARLAKðR REVKJAVÍKUR HELD- UR UTAN í SðNGFERÐALAG Karlakór Reykjavikur heldur hinn 9. október n.k. i enn eina ut- anferö sina og nú til Bandarikj- anna og Kanada. Syngur kórinn þar á 17 hijómieikum á þremur vikum og eru hljómleikarnir allir seldir fyrirfram. Þetta er i fimmta sinn, sem Karlakór Reykjavikur heldur hljómleika i þessum löndum og að ferðinni lokinni hefur kórinn sungið samtals um 125 sinnum á samkomum i Bandarikjunum og Kanada. Söngstjóri er Páll Pampichler Pálsson, pianó-leikari Guðrún A. Kristinsdóttir, en einsöngvarar eru þau Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson, óperusöngv- arar, og einnig syngja fjórir kór- félagar einsöng, þeir Hilmar Þor- leifsson, Hjálmar Kjartansson, Hreiðar Pálmason og Snorri Þórðarson. Þetta er tólfta söngferö kórsins i fjórum heimsálfum, en siðasta feröin var til Kina fyrir nær tveimur árum. A mánudag og þriðjudag næst- komandi, 5. og 6. október, heldur kórinn hljómleika fyrir styrktar- félaga sina i Háskólabiói og hefj- ast þeir kl. 19.00 báða dagana. Þess má að lokum geta, að n.k. sunnudagskvöld mun Karlakór Reykjavikur syngja fjörleg lög fyrir gesti veitingahússins Hlið- arenda, og er þetta i annað sinn sem karlakórinn treður þar upp, enda þótti söngur þeirra i fyrra skiptið heppnast með afbrigðum vel. Karlakór Reykjavikur — á leið i 12. utanferð sina. Páll Pampichler Pálsson stjórnandi kórsins er fyrir miðju. NVLISTASAFNIÐ OPNAU 1 kvöld kl. 20.00 opnar Kristján Steingrimur sýningu i Nýlista- safninu að Vatnsstig 3, bakhúsi. Kristján mun i tilefni opnunar- innar flytja gjörning (performace)meðhljóði, og er sá gjörningur i nánum tengslum við þau myndverk, sem hann sýnir. Nýlistasafnið hefur nú veriö lokað meðan endurbætur hafa verið unnar á húsnæðinu, og er þessi sýning Kristjáns Steingrims fyrsta sýningin, sem þar er haldin i haust. -jsj. Vince (Hjaiti Rögnvaldsson) og vinkona hans Shelly (Hanna Maria Karlsdóttir) i Barni i garðinum. Fáar sýningar ellir á Rarni i garðinum - syningin hlaut mikið lof gagnrýnenda Á sunnudagskvöldið verður bandariska verðlaunaleikritið BARN 1 GARÐINUM eftir Sam Shepard endursýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur, en verk þetta var frumsýnt i lok siðasta leikárs og vakti þá nokkra athygli enda höf- undurinn talinn helsta leikrita- skáld Bandarikjanna nú. Vegna þrengsla og annarra verkefna hjá Leikfélaginu verður þó aðeins unnt að hafa örfáar sýningar á verkinu og er þeim, sem áhuga hafa á verkinu, þvi bent á að draga ekki að sjá það. Birgir Sigurðsson þýddi leikritið, leik- mynd og búninga gerði Þórunn S. Þorgrimsdóttir og leikstjóri er Stefán Baldursson. Leikritið gerist i sveitabýli i Illinois i Bandarikjunum og lýsir all furðulegri fjölskyldu, sem býr yfir óhugnanlegu leyndarmáli. Þangaö kemur ungur piltur ásamt unnustu sinni og smám saman er flett ofan af þeim at- burðum, sem þarna hafa gerst. t hlutverkunum eru Steindór Hjör- leifsson, Margrét ólafsdóttir, Hjalti Rögnvaidsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Siguröur Karlsson og Guðmundur Pálsson. Leikararnir hlutu yfirleitt mikið lof fyrir leik sinn i vor. Jó- hann Hjálmarsson, sagði ma. i Mbl.: „Það er með ólikindum hve Steindóri Hjörleifssyni tekst vel að túlka Dodge, einkum i niður- lægingu hans og sjúkleika. Engu að siður verður túlkun Margrétar ólafsdóttur á Halie það sem mað- ur man einna best, tvibentri per- sónunni gerir hún slik skil.” — Magdalena Schram sagði i Visi: „Sýningin á Barni i garðinum er áhrifamikil og ef til vill sú mest spennandi og skemmtilegust þeirra sýninga sem ég hef séð hér i vetur. Hún er jafnframt óhugn- anleg svo að manni setur kviða meðan leikurinn fer fram.. auk umhverfisins er um að þakka snjöllum leik allra leikaranna.” Sem fyrr segir verður Barn I garðinumsýnt i fyrsta sinn þetta haust n.k. sunnudagskvöld kl. 20.30, og verða aðeins örfáar sýn- ingar á þessari rómuðu sýningu. — jsj. Sjönvarp kl. 22.00: Robert Mitchum sem seln- heppinn einkaspæjari 1 kvöld Kl. 22.00 verður banda- riska biómyndin „Ég kveð þig min kæra” (Farwell My Lovely) á dagskrá. Hún cr frá árinu 1975 og byggð á skáldsögu eftir hinn þekkta reyfarahöfund Raymond Chandlcr, sem á fjölmarga aðdáendur hér á Iandi. Myndin, sem sýnd var i Regn- boganum fyrir nokkrum árum, hefur það áérstaklega sér til gild- is, að þar leiöa saman hesta sina sú heitasta af yngri skvisunum og sá harðasti af gömlu gæjunum, Charlotte Rampling og Robert Mitchum. Philip Marlowe einkaspæjari, sem leikinn er af Mitchum, er ráðinn til aðfinnaWelmu nokkra, fyrrverandi ástkonu þrjótsins Moose Malloy. Leitin leiöir Marlow um völundarhús morða, eiturlyfja og lauslátra kvenna. Gátan verður alltaf flóknari og dularfyllri. En að lokum finna þeir félagar Welmu, en hvort það veröa fagnaðarfundir kemur i ljós I kvöld. GIsli Helgason umsjónarmaður iþáttarins „Aö gera jörðina mennska” Samhygð vlnnur að jainvægl og Dröun mannslns Samhygð er félagsskapur, sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins. Gisli Heigason er um- sjónarmaður þáttar, er fjallar um störf og hugmyndir Samhyggðar og er hann á dagskrá kl. 21.20 i kvöld. 1 þættinum er fjallað um nauð- syn þess aðstaldra við og huga að þvi hvert stefnir i daglegu lifi. Geíin eru dæmi um það hvernig allir geta unnið að skipulegum breytingum á lifi sinu til hins betra. Hugmyndir sinar sækir félagskapurinn i kenningar Argentinumannsins Siló, sem setti þær fram i bókinni „Innri ró”. Næstkomandi laugardag er von á Silo hingað til lands og held- ur Samhygð fund á sunnudaginn i Háskólabió. Þátturinn er þvi ágætt tækifæri til að kynna sér mannbótakenningar Siós og félaga hans i Samhygö. Philip Marlowe einkaspæjari heldur Moose Malloy I hæfilegri fjarlægð. útvarp Föstudagur 2. október 12.00 Dagskrá . Tónleikar. Tii- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A fri- vaktiuui Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.10 „Fridagur frú Larsen” eftir Mörthu Christensen Guörún Ægisdóttir les eigin þýöingu (10). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 SíödegistónleikarGideon Kramer og Sinfóniuhljóm- sveitin i Vinarborg leika Fiölukonsert nr. 3 i G-dúr (K216) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, Gideon Kram- er stj./Sinfóniuhljómsveitin i Boston leikur Sinfóniu nr. 2 i D-dúr op. 36 eftir Ludwig van Beethoven, Erich Leinsdorf stj. 17.20 i.agið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög bama. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölddsins. 19.00 Fréltir. Tilkynningar. 19.40 A vettvangi 20.05 Nýtt uitdir iiálinni Gunn- ar Salvarsson kynnir nýj- ustu popplögin. 20.30 A fornu frægðarsetri Séra Agúst Sigurðsson á Mælifelli flytur fyrsta erindi sitt af fjórum um Borg á Mýrum. 20.55 Frá tónlistarhátlðiiuii I Helsinki i fyrrahaust 21.20 Aö gcra jöröina mennska ÞátUir um störf Samhygð- ar. Höfundar og flytjendur efnis: Helga Mattina Björnsdóttir, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir, JUiius Kr. Valdimarsson og Methú- salem Þórisson. Umsjónar- maður: Gisii Helgason. 22.00 Munnhörputríó Alberts Raisners ieikur iétt lög 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „örlagabrot" eftir Ara Arualds Einar Laxness les (4). 23.00 Djassþáttur Umsjónar maður: Gerard Chinott Kynnir: Jórunn Tómasdó ir. 23.45 Fréttir. Dagskrárh sjonvarp Föstudagur 2.október 19.45 Fréltaágrip á táknniáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 A döfinni 20.50 Skonrokk Popptónlistar- þáttur. Umsjón: Þorgeir Astvaldsson. 21.20 Hamar og sigð Bresk mynd i tveimur þáttum um Sovétríki kommúnismans. Hún var gerð í lilefni 60 ára af mælis rússnesku byltingarinnar. Þetta er mynd með gömlu myndefni og stuttum leiknum köflum . Fyrri þáttur: Frá byiting- unni tilokkardaga. Þýöandi og þulur : Gylfi Pálsson. 22.00 Ég kvcð þig. mfn kæra (Farewell My Lovely) Bandarfsk biómynd frá 1975, byggö á skáldsögu efl- ir Raymond Chandler. Leik- stjóri: Dick Richards. Aðal- hlutverk: Robert Mitchum, CharlotteRamplingog John lreland. Myndin fjailar um 'einhvern þekktasta einka- spæjara reyfarabókmennt- anna, Philip Marlowe. Myndin gerist i Los Angeles árið 1941 og Marlowe stenu- ur f rammi fyrir þvi að leysa dúlarfulla morðgátu. Þýð andi: Þrándur Thoroddsen. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 23.30 Dagskrárlok ______J f

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.