Vísir - 15.10.1981, Qupperneq 9
Fimmtudagur 15. október 1981
vísm
9
Afstaða i kjaramálum
,,Hver er afstaöa Sjálfstæðis-
flokksins í kjaramálum. Tekur
hann undir kaupkröfur laun-
þega, eöa telur hann ekkert
svigrúm til kauphækkana?”
„Eins og dæmiö liggur fyrir
þegar atvinnuvegirnir eru rekn-
ir með tapi, þegar ekki er unnt
að koma saman fiskverði, sýnist
ljóst að svigrúmið til kauphækk-
ana er litið. A hinn bóginn er það
staðreynd að ef Alþýðusamband
tslands ætti til dæmis að fylgja
fram 100.000 króna kröfunni frá
þingi sinu 1976, eða i kjara-
samningunum 1977 {ýrfti
kaupið að hækka um 37%. Ef
verkalýðsforingjarnir væru
sjálfum sér samkvæmir, þætti
sumum áreiðanlega um óheyri-
legar kröfur að ræða sem at-
vinnuvegirnir gætu ekki staðið
undir. En 100 þtlsund króna
krafa i nóvember 1976 sam-
svarar 6.631 krónu mánaöar-
kaupi i nóvember 1981 en er
samkvæmt núgildandi
samningum 4.840.41 króna.
Það sem hér er um að ræöa er
það aö vegna stöðvunar og
stefnuleysis vinstri stjórnar
siðastliðin þrjú ár hafa annars
vegar öll skilyrði atvinnuveg-
anna, til að greiöa sæmilegt
kaup, versnað.
Hins vegar hefur kjararýrn-
unin orðið mjög tilfinnanleg. Við
verðum að komast Ut úr þessari
sjálfheldu með þvi að treysta á
einstaklinginn, frjálst framtak
hans og hugvit til þess að auka
verðmætasköpunina i' þjóð-
félaginu og skipta þeim verð-
mætum réttlátlega til þess að
styöja undirstöður atvinnuveg-
anna og bæta kjör launþega”.
Helstu mál á komandi
þingi
,,AÖ lokum Geir. Hver eru
helstu mál sem Sjálfstæöis-
flokkurinn mun beita sér fyrir á
komandi þingi?”
, ,Ég tel að viö munum leggja
mjög mikla áherslu á að ná
fram breytingu á kjördæma-
skipan og kosningalögum. En
eðli málsins samkvæmt hljóta
atvinnumálin og orkumálin aö
vera ákaflega mikilvæg. Við
hljótum og að gera það sem i
okkar valdi stendur til að lækka
álögur áalmenning og draga úr
aukinni skattheimtu um leið og
við verðum aö hverfa af braut
aukinna erlendra lántaka sem
eru að veröa okkur helsi um
háls.Með aukningu þeirra i góð-
æri, erum við að ýta vandamál-
inu á undan okkur og varpa
byrðunum yfir á þá sem við eiga
að taka”.
^JSS
Geir Hallgrimsson
,,Ég vil mótmæla því ein-
di-egið að ég hafi einangrað mig
innan flokksins. Ég hef einmitt
lagt áherslu á að hafa samband
við sem flesta flokksmenn og
flokkssamtök hvarvetna á land-
inu. Ég tel mig þess vegna i
mjög góðum tengslum við sam-
herja mina i flokknum”.
,,Nú hafa verið samþykktar
þrengdar reglur um prófkjör i
Sjálfstæöisflokknum. Þýöir
þetta aukið flokksræði?”
„Ekki nema þá i góöri merk-
ingu. Reglurnar gera ráð fyrir
þvi að allir sem starfa i Sjálf-
stæðisflokknum eða vilja taka
þátt i starfi hans eigi kosninga-
rétt i' prófkjöri. Það gæti orðið
til þess að styrkja flokksfélögin
og efla flokksstarfið. Flokks-
menn munu væntanlega hafa
það mjög i huga, þegar þeir
velja frambjóðendur, hverjir
eru vænlegastir til að afla fylgis
og framfylgja stefnu flokksins á
sama hátt og það eru virkir
félagsmenn innan flokksins sem
taka afstöðu til málefna sem
stefna flokksins og málflutning-
ur byggir á.
Það er ekki óeðlilegt, að
saman fari að flokksmenn sem
marka stefnu flokksins, beri
einnig ábyrgð á vali frambjóð-
enda flokksins”.
„Ríkisstjórnin fullyröir aö
veröbólgan veröi innan viö 40%
á árinu og stefni aö 30% á næsta
ári. Er þetta ekki allgóður
árangur?”
„Þetta ermun lakari árangur
heldur en gert var ráð fyrir i
stjórnarsáttmálanum. Þar var
sagt að verðbólgan yrði eins og i
helstu viðskiptalöndum okkar
strax á árinu 1982. Nú er verð-
bólga i viðskiptalöndum okkar
um eða undir 10% og jafnvel allt
niður i 5%. Það er þvi langt frá
að þvi marki verði náð.
Þessu til viðbótar er hér um
mikla óskhyggju að ræöa, þar
sem verðhækkunum hefurverið
frestað, samanber verðhækk-
anabeiðnir opinberra stofnana
og taprekstur þeirra. Sama má
segja um einkafyrirtækin. Tap-
reksturinn er að þessu leyti
fjármagnaður með erlendum
lánum, en innflutningur á er-
lendu fjármagni aukning er-
lendra skulda, verður tilþess að
auka þensluna innanlands, svo
að við horfum fram á vaxandi
verðbólgu en ekki minnkandi
jafnvel burtséð frá þvi hvort um
kauphækkanir verður að ræða i
væntanlegum kjarasamningum
eða ekki”.
„Stjórnarandstaöan hefur
gagurýnt efna hagsstefnuna.
Heldur hún því f ram, aö hægt sé
aö draga úr veröbóígu, án þess
aö þaö bitni á einhverjum, eins
og t.d. atvinnufyrirtælqum?”
„Auðvitað þurfa allir eitthvað
á sig að leggja, ef við eigum að
komast út úr vitahring verð-
bólgunnar. Þaö höfum við sjálf-
stæðismenn alltaf sagt og meðal
annars i' siðustu kosningabar-
áttu. En þaö eru aðrir sem hafa
sagt að viö gætum komist út úr
verðbólgunni og leyst okkar
efnahagsvandamál, án þess að
nokkurfinni fyrireinu eða neinu
i þeim efnum. Þvi miður er um
það að ræða að einstaka sjálf-
stæðismenn hafa gengið undir
þetta merki og þvi er árangur-
inn ekki meiri en raun ber
vitni”.
RQdsafskipti, höft og
hömlur
„Ef stjórnarandstaöan telur
ástandið svo slæmteins og fram
kemur, hvaöa leiöir vill hún
fara i staðinn?”
,,Sú leið sem þessi rfkisstjórn
svo og fyrri vinstri stjdrnir sem
setið hafa að völdum frá 1.
september 1978, hafa valið i
baráttunni gegn verðbólgunni,
það er leið rikisafskipta, hafta
og hamla,kann ekkigóðri lukku
að stýra. Þess i stað viljum við
sjálfstæðismenn vinna okkur út
úr verðbólgunni með þvi að
draga úr ríkisumsvifum, auka
verðmætasköpunina i landinu
og þjóðarframleiðsluna. Með
þeim hætti er unnt aö ráöa bug á
verðbólgunni, án þess að menn
finni of mikið fyrir þvi og geti.
siðan bætt lifskjörin”.
„Úrslit skoöanakannana
sýna, aö stjórnin nýtur mikils
fylgis. Erþetta ekki vantraust á
stjórnarandstööu Sjálfstæöis-
flokksins?”
,,Ég gef ekkimikið fyrir þess-
ar skoðanakannanir sem nú er
vitnað i. Til þessað hægtværi að
byggjaá þeim, eða leggja út af
þeim hygg ég að það þurfi að
kynna sér betur hverjar for-
sendur þeirra eru, framkvæmd
og Urvinnsla.
En burtséð frá þvi, er dómur
um ágæti rikisstjórnar og
stjórnarandstöðu kveðinn upp i
kosningum, við kjörborðið. Það
er sá dómur sem eitthvaö er að
marka”.
Forystumál i Sjálf-
stæðisflokknum
„Ýmsir hafa haldiö þvi fram,
aö lausnin á forystuvandamál-
um I Sjálfstæöisflokknum sé aö
skipta um bæöi formann og
varaformann. Hver er þin
skoöun á þvi?”
„Ég hef oft sagt áður og get .
vel endurtekið nU, að
ágreiningurinn i Sjálfstæðis-
flokknum snýst um afstöðuna til
rikisstjórnarinnar, myndunar
hennar, stefnu og starfa. Það,
að skipta um formann og vara-
formann leysir ekki þann
ágreining. Varaformaðurinn
hefur lýst því yfir, að hann gefi
ekki kost á sér. Þvi þarf vita-
skuld að velja nýjan varafor-
mann, þegar af þeirri ástæðu.
En sá sem yrði valinn for-
maður, er eftir sem áður, hvað
sem hannkynni aö heita leiötogi
stjórnarandstööunnar. Þvi er
það ekki nein lausn að skipta um
formann til að ná samkomulagi
I flokknum”.
„NU er gert ráö fyrir, aö þú
veröir eudurkjörinn formaöur
Sjálfstæöisflokksins á lands-
fundinum. En hvern vildir þú
hafa þér viö hliö sem varafor-
mann?”
„Ég tel ekki timabært að
kveða upp úr um það”.
Sáttaviðræðurnar
,,Nú eru i gangi viðræöur milli
ykkar Gunnars Thoroddsen um
sættir i Sjálfstæöisflokknum. A
hvaöa atriði hefur þú lagt
áherslu i þeim viöræöum?”
„Stjóm þingflokksins og ég
höfum fyrst og fremst lagt
áherslu á, aö viö sjálfstæðis-
menn hefðum sem allra fyrst
sömu afstöðu til rikisstjórnar,
þar sem þar er að finna
ástæðuna fyrir ágreiningnum”.
„Hafa þessar viöræöur leitt til.
einhverra sáttamöguleika eöa
er þama eingöngu um sýndar-
mennsku aö ræöa, eins og sumir
vilja halda fram?”
,,Ég get ekki á þessu stigi
málsins spáð neinu um það. Ég
tel þessar viðræður þó gagnleg-
ar. Skjótt skipast veður í lofti og
þá er betra að halda dyrum opn-
um”.
Eiga þeir að fara eða
vera?
„Ungir sjáifstæðismenn hafa
tekið haröa afstööu gegn þeim
þingmönnum flokksins, sem
fylgja rikisstjórninm aö málum.
Telur þú aö þeir sem bjóöa fram
lista utan flokksins eöa ganga til
stjórnarsamstarfs gegn vilja
meirihluta þingflokks eöa miö-
stjórnar, eigi aö segja sig úr
flokknum?”
„Auðvitað hafa þeir með
þessum hætti sjálfir sagt sig Ur
samstarfi við flokkinn og
flokkssystkin' sin. Vandinn i
þessum efnum er, aö gefa þeim
kost á að hverfa frá villu si'ns
vegar og taka upp samstarf við
flokkinn og samherja sina á ný.
Umleiö erþað auðvitaö ljóst, að
til þess að flokkur sé trúverðug-
ur i augum kjósenda, þarf að
vera ákveðið samræmi i mál-
flutningi og afstöðu manna ekki
sist til rikisstjórnar.
Við hljótum að velta þvi fyrir
okkur iljósi þeirrar reynslu sem
við höfum oröið fyrir með hverj-
um hætti verður helst komiö i
veg fyrir að sagan endurtaki
sig.
Ekki er vist að rétt sé að flýta
sér í þeim efnum að set ja nýjar
reglur og viðurlög geta aldrei
veriö afturvirk, samkvæmt
skoðun sjálfstæöismanna. Við
kjósum lika fyrst og fremst að
menn viröi leikreglur lýðræðis-
ins, án þess að sérstök viðurlög
liggi við. Þeir sem brjóta þær
leikreglur dæma sig sjálfa
harðast”.
„Þvi hefur veriö haldiö fram,
aö óeining innan Sjálfstæöis-
flokksins stafi meöal annars af
þvi aö þú i formannstiö þinni
hafir einangraö þig innan
flokksins. Hverju viltu svara
þessari gagnrýni?”
- segir Geir Hallgrimsson. lormaður Siálfstæðisflokksins