Vísir - 15.10.1981, Side 12

Vísir - 15.10.1981, Side 12
12 Fimmtudagur 15. október 1981 Hlý föt, hlýir litir ylja okkur í vetur Hlýr fatnaður og hlýir litir eiga samleið með vetrartisk- unni. Yfirhafnir virðast eiga að vera efnismiklar eða fyrirferða- miklar samanber stungnu „vatteruðu” dúnfrakkana sem viröast ætla að verða jafnvin- sælir i vetur og i fyrravetur. Nú virðast þeir samt vera enn þykkari en i fyrra en hafa samt þá eiginleika að vera léttir. Stungnar vatteraðar flikur halda þvi sinum sessi og Urvalið eykst til dæmis eru buxur og jakkar komnirá markaðinn lika og þykir slikur fatnaður einkar hentugur ferðafatnaður. Siðar útprjónaðar kápur eða siðar peysur verða lfka vinsælar þóvarla getislikur fatnaður tal- ist til yfirhafna hér á Islandi i brunagaddi vetrarins. En hægt að spranga i um götur á milli húsa meöan að enn sést til sólar. Fóðraðir regnfrakkar með belti ætla seint að detta út af sjónarsviðinu, hafa reyndar áunnið sér fastan sess sem si- gildur heilsársfatnaður. En örlað gæti á þvi hjá einhverjum að vilja aðeins breyta yfirbragði gamla frakkans. Langur, langur prjónaður trefill sem vafin er um höfuð og háls og öðrum enda trefilsins stungið undir beltið eins og sóst hér á meðfylgjandi teikningu á siðunni, mundi breyta miklu. Eins prjónuð slá sem klæðst er yfirfrakkann. Hér á árum áður, liklega uppúr 1950 voru vinsælar úlpur hér á landi sem voru nefndar Best-úlpur. Ekki sjáum Umsjón Þórunn Gestsdóttir. við betur en að þessar gömlu góðu úlpur séu komnar aftur i tisku bæði úr ullarefnum og létt- um „dúnefnum”. Það þarf eng- in þvi að óttast það i vetur að vera talinn „púkó” þó hann sé kappklæddur I peysu utan yfir peysu eða prjónasjal yfir kápuna þvi tiskan heimilar hverja silkihúfuna ofan á aðra eða flík yfir flik. —ÞG Á þessum teikningum má sjá hvernig breyta má regn- frakkanum með löngum trefli eða prjónaslá. / Þægilegur ferðafatnaður. Jakki úlpan sfgilda og buxur úr þessu sama fis- létta dúnefni og kápan. Ctprjónuö síð peysa sem yfir- höfn Skástungin „vatteruö” kápa. Létt og hlý. C-vitamin iæknar kölkun og léttir iund segja breskir læknar. Meira C-vítamín eykur vellíðan Lengi hefur verið vitað að maðurinn þarf ákveðinn skammt af C-vitamini daglega og viður- kenndur skammtur hefur veriö 60-80 milligrömm hvern dag. En það er sá skammtur sem á aö forða okkur frá þvi að fá skyr- bjúg. Nú hafa nokkrir breskir læknar kunngert að þeir hafi um nokkurn tima gert tilraunir með stærri dagskammta af C-vitamini og er sá skammtur allt að 2-3 grömmum meiri. Telja bresku læknarnir aö svo stór skammtur af C-vItamlni daglega komi sér- staklega að gagni við lækningu tveggja sjúkdóma en það eru kölkun og þunglyndi. N iðurstöður á tilraunum bresku læknanna, sem nýlega voru kunn- gjörðar, lofa þvi góðu fyrir þá sem þjást af hvers konar kölkun eða þunglyndi. Auk þess sem C- vitamineykur velliðan er það eitt af ódýrustu lyf jum sem völ er á.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.