Vísir - 15.10.1981, Síða 19
Fimmtudagur 15. október 1981
,V%sm
Valsgetraun i visi
- Stórgiæsilegir m vinningar í boði
Fyrsti vinningurinn I Valsgetrauninni I Visi, sambyggt litsjónvarps-,
útvarps- og kasettutæki frá NEC. Verömæti þessa tækis er 6 þúsund
krónur. Heppinn Hallargestur getur eignast þetta tæki um helgina.
Handknattleiksdeild Vals og
Visir hafa ákveöiö aö efna til
verölaunagetraunar i tengslum
viö heimaleiki Vals i vetur. 1 boöi
eru mjög glæsilegir vinningar frá
Sjónvarpsbúðin'ni, Lágmúla 7,
svo sem sambyggt ferðalit-
sjónvarps- útvarps- og kasettu-
tæki frá NEC, feröaútvarpstæki
meö innbyggöu vasadiskðteki frá
Fisher, og ferðaútvarps- og
kasettutæki frá Fisher.
Markmiðið með þessari get-
raun er að auka aösóknina aö
heimaleikjum Vals i handknatt-
leik og umleið aðauka áhugann á
tslandsmótinu i handknattleik.
Aðsóknin hefur heldur minnkað
siöustu árin, og er draumurinn að
ná upp svipaðri aðsókn og var á
árunum upp úr 1970, þegar fullt
var i Höllinni á hvern einasta leik.
Tilhögun getraunarinnar er
hagað þannig, að i Helgarblaði
Visis fyrir hvern heimaleik Vals,
er heilsiðuauglýsing frá Val. A
siðunni er seðill með einni léttri
spurningu og gefin eru þrjú svör.
Þátttakendur krossa við rétta
svarið og merkja siðan seðilinn
með nafni, heimilisfangi og
súmanúmeri. Siðan á að rifa
siðuna úr blaðinu og skila henni i
kassa, sem komiö verður fyrir i
anddyri Laugardalshallarinnar,
er þeir mæta á leiki Vals.
Þeireinir,sem mæta i Höllina á
viðkomandi heimaleik Vals, geta
tekið þátt i getrauninni, og að
sjálfsögöu verður Visir til sölu i
Höllinni fyrir þá, sem ekki hafa
þegar tryggt sér eintak. Siðan
verður dregið úr réttum lausnum
2-4 dögum eftir leik og nafn og
simanúmer vinningshafa birt i
Vi'si.
Getraunin hefst nú á sunnudag-
inn, en þá veröur fyrsti heima-
leikur Vals — einn af stórleikjum
vetrarins, Valur gegn íslands-
meisturum Vikings. Vinningurinn
sem i boði er fyrir þann leik, er
stórglæsilegt ferðalitsjónvarps-,
útvarps- og kasettutæki frá NEC.
Verðmæti þessa tækis er um sex
þúsund krónur. —ATA
Fjölbreytt úrval af
rafmagnsverkfærum
Gunnar Asgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200
Óvœnt f immtudagskvðld
Hvað gerist í kvöld
Innritun er að /júka, en hún fer
ennþá fram daglega í skólanum að
Stórho/ti 16. —
Sími 27015
Hringdu strax.