Vísir - 15.10.1981, Side 20
óli gráðugi skrifar:
Ostur er veislukostur auglýsir
Osta- og smjörsalan og ég er
henni sammála i þvi efni. Ég er
mikill aödáandi góöra osta og
þekki af eigin reynslu aö ágætir
ostar eru framleiddir á tslandi.
En þaö veldur mér stööugum
erfiöleikum aö fá ostana keypta.
Ég geng oft búö úr búö og finn
ekki nema örfáar geröir osta á
boöstólum. Og þvi miöur verö
ég aö segja þaö um úrvaliö I
flestum búöum, aö þaö ber
kaupendum ekki góöan vott. Ef
úrvaliö segir til um söluna, þá
er smekkur tslendinga mestur
fyrir bragöminnstu geröirnar.
baö getur svo sem vel veriö
aö þþetta sé kaupmönnunum aö
kenna. Kannski þeir vilji bara
ráöa smekk viöskiptavinanna til
aö þurfa ekki aö liggja meö
mikiö á lager.
Fróölegt þætti mér aö vita
hvernig á þessu stendur, hvers
vegna þarf ég oft aö leita lengi
áöur en ég finn matvörubúö,
sem hefur ostaúrval á boö-
stólum.
tslendingar búa til ágæta osta, segir bréfritari og úrvaliö er
gott, en kemur ekki fram i öllum búöum.
Af hverju fæ ég
ekki ostinn minn?
Störar pakkningar,
iftil áiagning og fleira
Kristinn Guðnason sölu-
stjóri í Osta- og smjörsöl-
unni svarar:
Kristinn taldi aö nokkuö væri
ofsagt, aö menn þyrftu aö leita
búö úr búö til aö finna gott osta-
úrval. Hann sagöi aö flestar
búöir, sem á annaö borö selji
ost, reyni aö hafa þaö úrval á
boöstólum, sem þær hafa rúm
fyrir i kæliboröum. baö á þó
aöeins viö um niöurskorinn ost i
neytendapakkningum. baö kom
þó fram aö Osta- og smjörsalan
gerir þeim kaupmönnum, sem
: hafa takmarkaö pláss i kæli-
boröum, erfiöara fyrir, en
j strangt til tekiö getur talist
nauösyn, þvi hún selur hverja
tegund i vissu lágmarki, sem er
full stórt fyrir suma kaupmenn
I aö taka I einu, a.m.k. ef þeir
| vilja hafa úrval.
Oöru máli gegnir um heila
osta. bar er stærsta ástæöan sú
aö verslanir hafa lága álagn-
ingu, svo lága aö vart hrekkur
fyrir umbúöum, hvaö þá öörum
verslunarkostnaöi. Af þvi leiöir
aö engin af stærri verslunum
hefur treyst sér til aö hafa osta-
afgreiöslu i búöum sinum, þar
sem fólk getur fengiö aö bragöa
á tegundum og kaupa þann ost,
sem þvi fellur best I geö hverju
sinni, eins og þeir þekkja, sem
feröast mikiö, aö tiökast erlend-
is.
„baö veröur aö segjast, aö
Islendingar viröast aö megin-
hluta velja þá osta, sem eru
mjög bragölitlir. Samt vil ég
benda „Óla gráöuga” á aö
verslanir Osta- og smjörsöl-
unnar á Snorrabraut 54 og
Bitruhálsi 2, reyna aö hafa á
boöstólum heldur bragömeiri
tegundir og þar getur viöskipta-
vinurinn fengiö aö bragöa á teg-
undunum,” sagöi Kristinn.
Nú leysum við má/ið
með því að bjóða þér mesta úrval landsins af svefnsófum,
sem eru jafngóðir og breiðir og hvert annað rúm
B. 145x190
frá kr. 5.190 -5.660.-
Útborgun 1000.- og 700 á mánuði
BÚS6A6NA
BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK
HÖLLIN
SÍMAR: 91-81199 -81410
Húsiö Hverfisgata 65 I Heykjavlk
Sorgarsaga um húsakaup
Guðmundur Jónsson
skrifar:
Skyldu slá betri hjörtu i
brjóstum Norölendinga. A
Akureyri tók aöeins sólarhring,
aö safna á þriöja hundraö þúsund
krónum til viögeröar á gömlu
húsi. baö ætti þvl ekki aö taka
mikiö meira en helmingi lengri
tima aö safna helmingi minni
upphæö á stór Reykjavikur-
svæöinu, til aö hjálpa gamalli
konu, sem er i nauöum stödd. Hún
er búin aö hjálpa mörgum
sjúkum, sem til hennar hafa leit-
aö, á fimmtiu ára liknarstarfs-
ferli sinum og aldrei neitaö nein-
um, sem til hennar hefur leitaö.
bessi konar heitir Sigurrós
Jóhannsdóttir og á nú heima á
Hverfisgötu 65 I Reykjavik.
Forsagan
Forsaga þessa máls er i stórum
dráttum sem nú skal greina: Hún
býr meö tveimur barnabörnum
sinum, sem eru tveir drengir og
festi sá eldri kaup I ibúö, sem er
litiö hús viö Hverfisgötu 65 hér i
borg. Aleigu sina borgaöi hann út,
sem voru fimmtiu þúsund krónur.
Samkvæmt samningi á hann svo
aö borga út þann 25. þ.m. hundraö
og tiu þúsund krónur, sem hann
hugöist fá út úr lifeyrissjóöi
stéttarfélags sins, sem var af
eölilegum ástæöum útilokaö-
næstum allt húsveröiö.
Hvaö um þaö þau fluttu i húsiö og
er þau höföu nýlega flutt, var
fógeti meö húsiö undir hamrinum
og þaö skyldi seljast fyrir van-
goldna skatta fyrri eiganda. En
lögmaöur Sigurrósar fékk þvi
frestaö. .
Gatan bíður
Takist ekki aö afla nægilegra
fjármuna handa Sigurrósu biöur
hennar aöeins gatan. Ég er einn
af þeim mörgu sem hún hefur
hjálpaö upp úr miklum veik-
indum og reyni þvi þaö sem ég get
ásamt nokkrum velunnurum
hennar aö hjálpa henni,. Ef
einhver sér sér fært aö leggja
fram nokkrar krónur. Til dæmis
ráöherra og þingmenn, já og
læknar, þó ég sé svo sem ekki aö
halda þvi fram aö þeirra laun séu
mikil eins og alþjóö veit. Póst-
giróreikningsnúmer til söfnunar
handa Sigurrósu er 12666-7, auk
þess tekur Friöur Guömunds-
dóttir i Hattabúöinni Höddu á
Hverfisgötu 35 viö framlögum. Aö
lokum vil ég færa þeim sem nú
þegar hafa lagt fram fé I þessu
skyni alúöar þakkir.
Guðmundur Jónsson.
Eg bið fyrir samskipt-
um karla og kvenna
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
skrifar:
baö er veriö aö undirbúa
kvennaframboö um þessar
mundir og umræöur hafa fariö
fram I sjónvarpi um þaö efni.
Mælt er af skynsemi aö mörgu
leyti, en þaö vakna spurningar
varöandi þetta, þvi nokkur dul er
yfir þessu framboöi.
Ef konur fara úti framboö vil ég
skora á þær aö gera þaö undir
flokksmerki, en ekki úti loftiö, svo
enginn viti fyrirfram hvað þær
ætla aö gera og hvar þær standa
eftir kosningar.
Ef þessi framboö eru gerö aö
undirlagi kommúnista, til aö
sundra sttjórnmálaflokkum, eins
og þeirra er vandi, þegar þeir sjá
fram á fylgistap, þvi þaö hefur
verið þeirra háttur aö skipta um
nafn, eihs og menn rekur kannski
minni til, til aö breiöa yfir undir-
rót stefnunnar, þvi þeir komast
aldrei langt nema undir fölsku
flaggi eöa valdbeitingu. Ég vil
vara viö þessu.
Ekki beint frá eldhús-
bekknum í æðstu stöður
baö þýöir ekki aö ætla sér aö
stökkva allt I einu úr húsmóöur-
starfinu alla leiö I æöstu valda-
stööur. baö veröur aö fara meö
gát og allir veröa aö vinna eitt-
hvaö til metoröa. Ég biö bara
fyrir samskiptum karla og
kvenna I þessu efni i framtiðinni
ef ekki veröur tekiö á þessum
málum meö réttsýni og skynsemi
og tilliti til karla og kvenna.
Sú var tiöin aö konur komu ekki
nálægt stjórnsýslu, nema á sinu
heimili og vildu þaö ekki. Nú
kveöur oft viö annan tón hjá
konum: karlaveldi hér og þar.
bessi móögandi tónn veröur til aö
hvetja karla til aö halda sinu .
Konur hafa þó fullan rétt á
flestum sviöum og þeirra
heimilisstörf hafa veriö og eru
metin mikils af miklum meiri-
hluta karla. Konur hafa notiö
viröingar karla yfirleitt, en nú
held ég aö þessi þáttur sé aö
breytast með öllu jafnréttistal-
inu.
Karlarnir verða að vinna
með konum
bórhildur borleifsdóttir sagöi i
umræddum sjónvarpsþætti aö
hún vissi ekki betur en aö konan
heföi boriö ábyrgö á þjóöinni frá
byrjun. betta eru orö aö sönnu og
henni hefur farist þaö vel úr hendi
aö mestu hingaö til, en nú mega
konur heldur ekki bregðast i þvi
efni. Auövitaö er sama aö segja
um karla, þeir veröa aö vinna
meö konum á þeim timum, sem
nú gera miklar kröfur til alls.
baö er mikil ábyrgö aö lata til
dæmis stofnanir sjá um uppeldi
barnanna meöan þau eru á viö-
kvæmasta aldri. baö veröur aö
vera mikiö hæfileikafólk sem
starfar á barnaheimilum og
flokkspólitiskar innrætingar
mega þar ekki eiga sér stað,
hvorki þar eöa i barnaskólunum.
Ragnhildur verði
varaformaður
Hér vildi ég minnast á tillögu,
sem fram kom I lesendabréfi i
Morgunblaöinu þann 8/10 og var á
þá leið aö Ragnhildur Helgadóttir
gefi kost á sér til varaformanns
Sjálfstæöisflokksins og skora ég
hér meö á Ragnhildi aö bjóöa sig
fram. Svo vil ég aö endingu biðja
fulltrúa og fulltrúaráö Sjálf-
stæöisflokksins og allar sjálfstæö-
iskonur aö vinna aö þessu.
Geir Hallgrimsson er sjálfkjör-
inn formaður Sjálfstæöisflokks-
ins, þvi ég tel hann færastan og
traustasta forystumann til efl-
ingar sjálfstæðisbaráttunni i
landinu.