Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 17. október 1981 VÍSIR fréttaljós Allt önnur ríthönd, allt annar karakter — sagði James T. Miller, rithandarsérfræðingurinn kunni, fyrir Borgardómi um véfengnar undirskriftir Einars Benediktssonar, skálds Eins og kom fram i frétt I Visi I fyrradag hafa afkomendur Einars Benediktssonar skálds, meö Hrefnu Benediktsson, dótt- ur hans i fararbroddi, höfðaö mál á hendur útgáfufélaginu Braga hf. og krafist þess að út- gáfuréttur fyrirtækisins verði af þvi dæmdur. Málið er höfðað á þeim grundvelli, að undirskrift Einars á samningnum við Braga hf. sé fölsuö, en fram- buröur þekkts rithandarsér- fræðings, James T. Miller, styð- ur þann grun og var Miller leiddur fram sem vitni i málinu þegar máliö var tekiö fyrir i Borgardómi I gær. Auöur Þorbergsdóttir, borgardómari, setti réttinn I gær um kl. 13.30, og eftir að formlegheitum haföi veriö af- lokiö, var James T. Miller leidd- ur i vitnastúkuna og áminntur um sannsögli. Hann hóf siöan framburö sinn, og talaöi siöan nær sleitu- laust i þrjár og hálfa klukku- stund, en stutt réttarhlé var um kaffileytiö, og i lok réttar var Miller spuröur enn frekar út I ýmis atriöi málsins. Stóö réttur- inn alls i um fjóra og hálfa klukkustund. Sjálfkrafa athöfn Ragnar Aöalsteinsson hrl. er lögmaöur sækjenda i málinu, afkomenda Einars, og var þaö hann,sem leiddi fram vitnið, en Magnús Sigurösson hdl. var lög- maöur stefnda, Braga hf. Dóm- túlkur var Höröur ólafsson, hrl. og löggiltur skjalaþýöandi. Hinn bandariski rithandar- sérfræðingur, sem hefur árum saman st .i'faö sem rannsakandi véfengo. j skjala, tóktilmáls aö beiöni 'iðar Þorbergsdóttur og útskýröi, á hvaöa forsendum álit sitt væri grunaö. Hann tók fram i upphafi, aö ekki yrði um stutt mál aö ræöa, þar eö ýmis atriöi I rithöndinni vöröuöu mjög lagalega hliö rannsóknarinnar. Þvi næst ræddi hann eöli eiginhandar- undirritunar. Eiginhandarundirritún er sjálfkrafa athöfn, sagöi James T. Miller, vegna þess hve oft menn rita nafn sitt. 1 sérhverri undirskrift ná menn fram ákveönu munstri, en þaö munst- ur hefur aö geyma ákveönar hugmyndir þess, sem á undir- skriftina. Undir skriftin verður ólik öllum öörum undirskrift- um, nokkurs konar vörumerki þess sem skrifar. Hitt er svo annaö, aö sérhver einstaklingur skrifar aldrei neinar tvær undirskriftir sinar nákvæmlega eins, þótt sömu grundvallar- þættir séu ávallt til staöar. Þaö liggur einnig i hlutarins eðli, aö rithönd manns breytist meö aldrinum, og sjúkleiki eöa máttleysi geta sömuleiöis or- sakaö breytingar eins og óreglulegt átak i rithöndinni, óeðlilegar stefnubreytingar á ritfæri og skjálfta I skriftinni. 14. undirskriftir Rithönd manns breyttist þó ekki svo mikiö, sagöi Miller, aö ekki mætti sjá lfkindi á milli þess sem hann skrifar áöur og eftir aö hann varö veikur. Miller greindi þessu næst frá þvi hvernig hann heföi hagaö rannsókninni, en henni til grundvallar haföi hann eigin- handarundirskrift Einars frá árinu 1894 fram til ársins 1932, en alls voru þær fjórtán óvéfengdar undirskriftir Einars, sem Miller haföi færi á ! Lögmennirnir Ragnar Aðaisteinsson til vinstri og Magnús Sigurðsson á tali við James T. MiIIer rit- handarsérfræðing. Við hlið Millers er Hörður ólafsson, hrl., en hann var dómtúlkur. Þessar undirskriftir eru af samningmim viö Braga hf. annars vegar og Gjafabréfinu til Háskóla íslands hins vegar. Hér sést óvéfengd rithönd Einars Benediktssonar, skálds, þar á meðal undirskrift. Rithandarsýnishorn þessi eru ekki I réttu hlutfalli hvert við annað eins og þau birtast hér. aö skoöa i frumriti, auk þeirra tveggja undirskrifta, sem véfengdar hafa veriö. Samanburöur Millers fólst fyrst og fremst i eftirtöldum atriöum: fylgd viö linu, þrýst- ing, hraöa, skyggingu, stööu penna, boga sem tengja stafi i oröi, hlutfalls milli hæöar og lægöar miöaö viö grunnlinu, samhengis milli einstakra stafa og upphafs og enda linu, auk þess sem útlit bréfs, greinar- merkjasetning og ýmis önnur atriöi eru skoöuö nákvæmlega. Eins og sjá má á þessari upptalningu, þá er þaö ekki fátt, sem kannaö er. Stærðarmunur Fyrsta atriöiö, sem Miller benti á til stuönings þvi aö hér væri ekki um aö ræöa raun- sanna undirskrift Einars Benediktssonar, var stærö rit- handarinnar. Meöalstærö rit- hándar Einars er um hálfur sentimetri, en véfengdu undir- skriftirnar eru nálægt einum sentimetra aö stærö. Miller kvaö þetta óeölilega mikinn mun. Grundvallarmunur á undirskriftum. Hiö sama var aö segja um hlutfall milli stæröa litilla stafa og upphafsstafa. Upphafsstafir Einars væru alltaf þrisvar sinn- um stærri en litlu stafirnir, en á samningum viö Braga hf. og á gjafabréfinu til Háskólans væri upphafsstafurinn aöeins tvisvar sinnum hærri. Þetta kvaö Miller vera grundvallarmun á undir- skriftunum, og hiö sama væri aö segja um muninn á krókunum uppaf d-inu og k-inu I fööurnafni Einars: i óvéfengdri undirskrift væru krókarnir mun lægri en i þeim véfengdu. Þessu næst vék Miller aö þeim eölismun, sem væri á undir- skriftunum, þegar litiö væri til stafageröarinnar. Grundvallar- hreyfingar þess, er skrifar, sagði Miller, eru annaö hvort hringlaga réttsælis eöa rang- sælis eöa oddhvassar. 1 óvéfengdri undirskrift væri skrifaö oddlaga og kæruleysis- lega, en i hinum véfengdu undirskriftum bæri greinilega á bogadregnum stöfum, vand- virknislega skrifuöum, en slik skrift væri ákaflega ólik skrift Einars. ólíkar áherslur rithand- ar. Staöa pennans undirstrikar lika mun, en hún er manni sam- gróin allt frá fyrstu tiö. Einar hallaöi pennanum, þegar hann skrifaði, en véfengdu undir- skriftirnar eru aö sögn Millers skrifaöar þannig, aö pennanum er haldið lóörétt. Snubbótt upp- haf línunnar og snubbóttur end- ir staöfestir einnig þann grun aö véfengdu undirskriftirnar séu I raun ekki undirskriftir Einars. Miller benti einnig á áherslur I linudrætti og beitingu pennans, og sýndi fram á, aö ýmis atriöi i véfengdu undir- skriftunum heföu augljóslega veriö leiörétt, þar haföi oft veriö staönæmst viö undirskriftina, sem ekki væri eiginlegur still Einars eins og hann kæmi fram I óvéfengdum undirskriftum hans. Texti: Jakobs S. Jónssonar. Mynd: Gunnar V. Andreáson Niðurstaða Millers Ekki gefst ráörúm til aö tiunda nákvæmar hér rök- semdir James T. Miller fyrir þvi áliti sinu aö hér væri um falsanir að ræöa. Hitt skal þó nefnt, að mál flutti hann fyrir réttinum afar sannfærandi, og ekki varö betur séö á þeim afkomendum Einars sem mætt- ir voru i réttinum, en aö þeir létu sér vel lika málflutning- urinn. Niöurstööur Millers eru á eina lund: Sú rithönd sem sögi er Einars, og er undir samningn- um viö Braga hf. og á gjafabréf- inu er ekki handskrift, heldur teikning af handskrift. Að baki beggja undirskriftanna er per- sóna, sem er beinlinis að teikna undirskrift (ekki aö stæla frihendis) Einars meö alls kyns toppum, hiki, lagfæringum og fleiru þvi um liku. Dregið gegnum pappír. ,,011 sönnunargögn benda til þess”, sagöi Miller aö lokum fyrir réttinum, ,,aö hinar véfengdu undirskriftir séu dregnar gegnum pappir, en sú aöferö er oft notuö af þeim, sem hafa ekki nægilega leikni til aö teiknafrihendis. Þaö er þó ekki hægt aö gera góöar falsanir á þennan hátt, þvi heildarmynd stafanna næst illa, gæöi linunn- ar veröa léleg og hreyfingin veröur hægari meö stoppum og lagfæringum”. Hann benti einnig á, aö likindi véfengdu undirskriftanna væru of mikil til þess aö geta verið annaö en dregnar upp gegnum pappir, þvi þær væru mun likari hver annarri en nokkrar aörar tvær óvéfengdar undirskriftir Einars. //Klassísk einkenni fölsunar" „Þessar undirskriftir geta veriö geröar af einum og sama manninum”, sagöi Miller, ,,og annað hvort er önnur undir- skriftin dregin upp eftir hinni, eöa báöar eftir einhverri þeirri þriöju. Þessar undirskriftir hafa til aö bera klassisk einkenni fölsunar, þar sem þessari aöferö er beitt”. Aö loknum framburöi Millers svaraöi hann nokkrum spurn- ingum Auöar Þorbergsdóttur, borgardómara og Ragnars Aöalsteinssonar, lögmanns sækjenda i málinu. 1 svörum Millers kom ekki annaö fram efnislega en rakiö hefur veriö hér aö ofan, nema hvaö hann lagði enn frekar áherslu á aö hér væri aö sinu mati um falsanir aö ræöa, „þær eru skrifaöar af persónu meö allt aöra rithönd, allt annan karakter en Einar Benedikts- son”. Lögmaður stefnda, Magnús Sigurösson, spuröi einskis, en samþykkti framburöinn sem gildan, svo sem nú er venja, en mótmælti honum sem röngum. Þaö þýöir, aö hann hefur kost á þvi að reyna aö afsanna fram- burö og rök James T. Millers, þegar máliö veröur tekiö fyrir aö nýju i Borgardómi eftir um fjórar vikur. Þangaö til er máliö I biöstööu, en lesendur Visis eiga hér kost á að sjá bæði véfengdu undir- skriftirnar og óvéfengda undir- skrift Einars, og geta þá ef til vill spáö i máliö þar til það verö- urtekiöfyriraönýju. -jsj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.