Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 17
Laugardagur 17. október 1981 17 vísm Nu væri þörf á aö frí- múrarar opnuöu munninn Úlfar Þormóðsson: Bræðrabönd II Útgefandi: Skrásetjari I 1981 Fyrri hluti frimúrarafræða Úlfars Þormóössonar kom út fyrr á þessu ári á kostnað og ábyrgð hans sjálfs, enda gaf hann hiklaust i skyn að ýmis | „skringilegheit”hefðu girt fyrir ■ að hann fengi venjuleg bókaút- 1 gáfufyrirtætó til þess að taka I útgáfuna að sér. Það er enn hul- inn leyndardómur hvað höf- I undur bókarinnar átti við með þessum ummælum. Bar að skiíja þetta svo, að hann hefði I farið á milli helstu útgefanda og ■ útgáfu verið neitað af þvi að fri- múrarar áttu i hlut og útgefend- ur þorðu ekki að styggja mátt- arstólpana? Hver voru þessi „skringilegheit”? Einn útgef- andi — aðeins einn — hefur gert ■ hreintfyrirsinum dyrum og lýst yfir að honum hafi ekki verið | boðin útgáfan. Það væri þarf- ■ legt að fleiri gæfu .slikar yfirlýs ingar eða að þeir sem neituðu gæfu upp eðlilegar ástæður og hreinsuðu sig af áburði höfund- ar um „skringilegheit” i þessu sambandi. Það er óþarfi að höfundur komist upp með slikar dylgjur ef þær eru til- m efnislausar, og engin ánægja að þeirri tilhugsun aö útgefendur ■ séu flestir á bak við slagbrand óttans i einhverju andlegu I svartholi frimúrara. Ég tel að ■ lesendur Bræðrabanda eigi rétt á skýringu höfundar á „skringi- I legheitunum” eða yfirlýsingu | bókaútgefenda. Nóg er nú samt þótt þessari þvingunarákæru | veröi létt af frimúrurum. Fyrra bindi Bræðrabanda vakti nokkra forvitni sakir leyndar þeirrar sem þessi lok- ■ aða félagshreyfing sjálfshafn- ingarmanna hefur lengi vafiö | um sig. Sú var tiðin að „betri bændur” á íslandi sátu i kór en alþýða utan er menn þjónuðu ■ guði sinum i auðmýkt og jöfn- uði. Þessi siður er löngu aflagð- I ur og margir fylgifiskar hans i | islensku og upplýsingaskyldu lýðræðisþjóöfélagi nútimans. 1 En til eru þeir sem ekki una ■ þessu jafnræöi og víða eimir eft- ir af gömlum ráðum til þess að | hefja sig yfir sauðsvartan L.......... almúga. Þessir sjálfshafningar- menn rokka sig saman, þeir finna hver annan á lyktinni. Siöan byggja þeir sér eigin kór og setjast i hann með verðugum sessunautum. Og þarna er Jok, lok og læs og allt i stáli”. Þarna komast þeir einir að sem eiga „sauði” sam- timans, bæöi andlega og efnis- lega og i viðtækri merkingu. Þeir sem ráða flestum sauðum og sálum eru mestar gersemar og innstir koppar i' búri. Að sjálfsögðu er skæðasta vopn allrar áþjánar i sögu manna — ieyndin mikla — bjartastur skjómi i höndum þessara manna. Sær- ingareiðurinn — sterkasti and- legur fjötur sögunnar — er inn- sigli hins heilaga kórs þar sem þeir eru fjölmennastir sem JesUs rak út forðum. Það er siðalögmál hinnar gömlu bibliu- legu tjaldbúðar sem þarna ri'kir. Slikri hreyfingu er hætt við að verða átumein i nútima sam- félagi. En vikjum að þvi siöara bindi Bræðrabanda Úlfars Þormóðs- sonar sem séð hefur dagsins ljós. Það er stærra en hiö fyrra, nokkuð á fjórða hundraö blað- siðna. Meginhluti þess er fri- múraratal sem á að svara spurningunum : Hverjir eru þeir? Hvar eru þeir? Fyrri spurningunni svarar taliö mjög iUa og af handahófi, hinni siðari betur. Þetta frimúraratal er raunar aðeins félagaskrár fri- múrarastúkna en frimúrararnir birtast þar ekki i samfdldri stafrófsröð. Þar af leiðandi er það seinlegt til uppflettingar. Þegar nöfnum sleppir er þetta aðeins hrafl sem um mennina má lesa. Oft eru nöfnin ein ásamt fæðingardögum látin duga,um aðra er ofurlitið meiri samtiningur æviatriða sem gefur nokkrar visbendingar um það hvar þessir menn eru á skákborði þjóðlifsins. Nafna- skráin er auðvitað allfróðleg og handhæg fyrir þá sem vilja annað hvort forðast sálufélag við f rimúrara — eða sækjast eftir þvi. Þetta er þó liklega skást handbók fyrir frimúrara sjálfa. Forvitnilegast fyrir venjulegan borgara er auðvitað starfog staða mannanna isam- félaginu, og svo hin merkilegu ættar- vensla- og áhrifatengsl Úlfar Þormóðsson sem þarna birtast. Bisniss-- mennirnir eru eins og mý á mykjuskán af öllum stigum, háum sem lágum.Lögfræðingar eru þarna margir, embættis- m.enn á rikisjötu vel heimtir svo og iðnaöarmenn — þ.e.a. s. rjóminn af þeim stéttum. Verkamaður fyrirfinnst vist enginn, borðalaus sjómaður ekki heldur. Bændur eru þar til en fáséðir. Kennarar lika, guði sé lof. Stéttahópar manna sem ég hef lengi bundið miklar vonir við, eru þarna svo furðulega fjölmennir að mér fellur allur ketill i' eld. Þetta eru æðstu starfsmenn og forystumenn samvinnuhreyfingarinnar á Is- landi og prestar. Samvinnu- menn segja sjálfir að stefna þeirra sé lifsviðhorf byggt á sið- fræðilegum grunni. Eitt höfuð- boðorð þeirar siðfræði er að fé- lagsskapurinn sé opinn og opin- skár, hreinskiptinn i starfi, rekstri og boðun. Hvers vegna i ósköpunum finna þessir menn þörf hjá sér til þess aö steypa sér á kaf i Frimúr? Og prest- arnir hvaöa hugsvölun finna þeir þar? Halda þeir að Jesús Kristur hafi verið i Frimúr eða mundi vera frimúrari ef hann væri uppi núna? Menn geta svo sem velt þvi fyrir sér, hvort þarna sé að finna fótsporin hans.Ætlihittséekkisanni nær, að i launhelgum og í'ræðum fri- ■múrara sé einmitt að finna ým- islegt sem Jesús hafnaði úr aríi Salomonstima og Mósesarsiðar. Frimúraratalið tekur helming bókarinnar, um 150 siður. t fimmta kafla hennarer reynt að svara þeirri spurningu hverjir frimúrarar eru og hverjir þeir voru. Þá er byrjað að vitna i prótókolla Zionsöldunga og gera þá aö eins konar bibliu fri- múrara, þar sem sá félags- skapur li'ti þá sérstökum vel- vildaraugum og telji þá raunar i forgarði sinum. Það er nú li'k- lega ekki með öllu réttmætt. t þessumkafla segirum leyndina: ,,Leynd erein rót spillingar. I leynifélögum hefur hún góö vaxtarskilyrði,. Leynd gefur félagsskap færi á að vera óvandaðri að meðulum en félögum sem starfa án leyndar þvi hann starfar að tjaldabaki. Leynifélög verða aldrei sótt til saka.þau þurfa aldrei að standa reikningsskil gerða sinna, þvi að opinberlega eiga þau aldrei þátt ineinum aðgeröum.” Undir þetta er ástæða fyrir hvern lýð- ræðismann að taka. Þetta er mergurinn málsins um Fri- múrarahreyfinguna á okkar dögum. t þvi felst engin ákæra um saknæman verknað annan og auðvitað eru frimúrarar frjálsirað trú sinni og skoðun en frjálst val til þess að þegja eða tala er hluti persónufrelsis sem lýðræðislög eiga að tryggja. Höfundur Bræðrabanda bendir á, að herdeildir frimúr- ara hérlendis séu saman settar áæokkuð annan veg nú en var i öndverðu þegar uppgangur reglunnar hafi verið mestur undir handleiðslu forseta lands-' ins, rektors háskólans og sak- sóknara rikisins. NúorNð eru hlutfallslega færri stóráhrifa- menn þjóðfélagsins innan vé- banda hennar en miklu fleiri á næstu þrepum. Þetta er auð- vitað til bóta. Hreyfingin verður þvl saklausari sem hún er al- þýðlegri. En hún er miklu breiö- ari en áður og áhrif hennar þvi ef til vill i' raun meiri. Margar likur sem höfundur tinirtil i' þviskyni að sýna áhrif frimúrara i þjóðlifinu orka tvi- mælis en aörar vekja áleitnar spurningar. Þeim er ekki svarað þarna tilneinnar hlitar, og þvi hefur frásögnin allviða á séryfirbragð dylgjunnar. Þegar höfundur fer að nálgast dóms- málin að þvi er viröist með til- burðum i þá átt að setja fri- múrarahreyfinguna I hlutverk hjálparsveitar bræðra á þeim vettvangi leynir kattartifið sér ekki, enda er grauturinn óneitanléga heitur, þar sem örö- ugt er að fjalla opinskátt um gengin dómsmál. Þarna verður ýmislegt ónákvæmara en ástæða er til. Þegar litið er yfir þessar bækur báðar verður þaö varla af þeim skafið, að þær flytja ýmsanfróöleik um óaögengilegt efni. Ber frimúraratalið þar hæst. Þaö er gagnlegt hverjum borgara að vita hverjir eru og hafa veriö i Frimúr, er þeir þurfa aö velja menn til áhrifa, hvort sem menn vilja telja þaö tillofs eða lasts. Ýmsan annan fróðleik sem þarna er dreginn fram og ályktanir af honum verðurhinsvegarað skoða með gætni, og mestur galli er sá að vart skuli verða að vænta leið- réttinga af hendi hinna visu um þessa hluti. Þeir kjósa vafalaust fremur að þola ranghermi en að rjúfa eiðinn sem bannar þeim aö bera sannleikanum vitni þegar þörf er. Þessar bækur vekja fleiri spurningar en þær svara. En þetta upphaf umræðunnar um Frimúrarahreyfinguna er betra en þögnin og það kallar á meiri umfjöllun sem mun færa okkur nær kjarna málsins — réttum skilmngi á þessum samtökum. í fyllingu þeirrar herferðar gegn leyndinni verður þessi andlýð- ræðislegi köngulóarvefur loks rofinn. Andrés Kristjánsson ____________________—-J SUNNUDAGS BLADID DJOOVIUINN alltaf um helgar Nýttúdit léöara yfirbrag Nú höfum viö breytt útliti Eddustólsins. Með nýjum örmum hefur stóllinn léttara yfirbragð. Höfum auk þessfjölbreytt úrval af öórurr gerðum skrifstofustóla. STALIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.