Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 17. október 1981
vtsiR
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 linur.
Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260.
marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611.
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85á mánuði innanlands j
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. og verð i lausasölu 6 krónur eintakið.
utlitsteiknun: Magnús Ölaf sson, Þröstur Haraldsson. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Safnvörður: Eirikur Jónsson.
Framtíd einkareksturs
Framtíð einkareksturs var
umræðuefnið á viðskiptaþingi
sem Verslunarráð fsl. efndi til
í fyrradag. Það er tímabært i
meira lagi að huga að stöðu
einkareksturs, svo grátt leikinn,
sem hann hefur verið í seinni tíð.
Vafasamt er, að frjáls atvinnu-
rekstur haf i nokkru sinni f yrr átt
svo mjög undir högg að sækja
sem nú. Þróunin hefur öll verið i
þá átt, að sveigja atvinnustarf-
semi undir stjórn hins opinbera,
með beinum eða óbeinum hætti.
Þeir f áu, sem enn fást við einka-
rekstur eru allir í þumalskrúf-
um, sem hertar eru hægt og
sígandi. Skattar þyngjast, arður
er nánast bannaður, verðlags-
hömlur eru hertar, vextir eru
orðnir byrði og afskipti ríkisins
með lögum og reglugerðum eru
yfirþyrmandi. f beinni sam-
keppni við atvinnurekstur í hönd-
um einkaaðila eru ríkisrekin fyr-
irtæki, eða önnur fyrirtæki, sem
njóta verndar eða aðstoðar hins
opinbera. f setningarræðu sinni
benti Hjalti Geir Kristjánsson
formaður Verslunarráðs á eftir-
farandi:
Skattar verða sífellt stærri
hluti launa okkar. Árið 1950 voru
skattar til ríkis og sveitarfélaga
25% af þjóðartekjum, árið 1970
35% og búist er vió að um 45% af
tekjum íslendinga fari í skatta í
ár.
Árið 1967 var einn maður í
þjónustu hins opinbera fyrir 7 í
þjónustu atvinnuveganna. Tíu
árum síðar er einn maður í þjón-
ustu hins opinbera fyrir hverja 4
hjá atvinnuvegunum.
Árið 1968 fóru tæp 20% af
skatttekjum ríkisins í launa-
greiðslur. Tíu árum síðar fóru
tæp30% af skatttekjum ríkisins í
launagreiðslur.
Þessi þróun hefur vitaskuld
orðið á kostnað almenns fram-
taks og athafna f einkarekstri.
Þeir sem enn þrauka, eru harla
máttvana, fjárvana, og sjálfum
sér ósamkvæmir. Þetta viður-
kenndi formaður verslunar-
ráðsins á óvenju hreinskilinn hátt
er hann mælti: „í málflutningi
okkar fylgjum við markaðs-
búskap, samkeppni, einkafram-
taki og einkaeign á atvinnutækj-
unum, en á sama tfma standa
menn í biðröðum á opinberum
skrifstofum og biðja um vernd
gegn samkeppni, styrki til at-
vinnurekstrar og allskonar
fríðindi sér einum til handa".
Þessu til viðbótar var vakin at-
hygli á þvi á ráðstefnunni, að sú
stjórnmálahreyfing, sem lengst
af hefur staðið vörð um einka-
reksturinn, hefur misst áhrif og
styrk vegna innbyrðis klofnings
og sundurlyndis. Það er auðvitað
ekki mikil von til þess að frjáls
atvinnurekstur haldi velli meðan
stjórnmálamenn, sem i orði
kveðnu segjast styðja einka-
framtakið, ganga til liðs við
pólitíska andstæðinga í niðurrifs-
iðju þeirra síðarnefndu.
Ekki á að þurfa að tíunda þá
kosti sem fylgja einkarekstri
umfram ríkisrekstur. Þeir yfir-
burðir hafa sannast hér sem
annarsstaðar, aðeins ef einka-
rekstur nýtur eðlilegra skilyrða.
(slenskt þjóðfélag þarf á því að
halda í framtíðinni, að ungir
menn geti gefið athafnaþrá og
frumkvæði útrás í áhættusömum
en arðbærum atvinnurekstri.
Lífskjör þjóðarinnar, áfram-
haldandi velmegun er undir því
komin að atvinnulífið verði ekki
drepið í dróma opinberrar
forsjár. Allir þeir, sem skilja
þýðingu frjáls atvinnureksturs,
eiga að taka höndum saman
bindast samtökum um að efla
einkaframtak, styrkja það i sessi
og breyta almenningsálitinu því í
hag. Vonandi verður hin
velheppnaða ráðstefna
verslunarráðsins upphafið að
þeirri sókn.
r
Kára i norðankufli bar að
garöi skjótt hér eystra. Haustiö,
sem bæði var stutt og blautt,
hafði aðeins komið broti af ein-
kennislitum sinum á skóginn
hérna þegar næsturfrostið gerð-
ist Skröggur i leik og tók fyrir
frekari skreytilist. Hinir eigin-
legu haustlitir, þessir gulu,
brúnu og rauðu koma varla til
meö að gleðja augað i bráð þvi
trúlega verður birkiö sviðiö og
svart eftir næsta þátt i leikriti
veöurguðanna.
Nú er svo hljótt i Atlavik að
naumast hefur kyrrðin meiri
veriö á dögum Graut Atla þess
sem vikina nam og hún er heitin
eftir. Þegar feröamenn og far-
fuglar hafa yfirgefið skóginn
fara hjól b'mans að snúasthægt.
Pósturinn kemur tvisvar i viku
og siminn er opinn sex tima af
sólarhringnum. En þrátt fyrir
einangrun frá hinni löggiltu
menningu barst mér fyrir
nokkru i hendur hið margróm-
aða keðjubréf, sem kennt er við
gæfu eöa heppni og allir hljóta
aö kannast viö. Þarsem ég er að
eölisfari ákaflega hjátrúarfullur
bregður mér heldur en ekki i
brún þegar skrifaö stendur að
botnlaus ógæfa eöa maðurinn
með ljáinn kunni að biða min á
næsta leiti ef ég skrifi ekki
þegar i stað tuttugu samskonar
bréf og sendi þau vinum og
kunningjum ellegar einhverjum
sérlegum lánleysingjum ein-
hversstaðar. A hinn bóginn átti
gæfan að vera á næstu grösum
yrði skilyrðum fullnægt. Ég
vaktiheila nóttviöað ganga frá
þessum tuttugu bréfum og lái
mér hver sem vill. Það hafa
ekki allir skrimsli við bæjar-
dyrnar hjá sér, sjálfa ógæfuna
og tortiminguna holdi klædda.
Enda þótt nú séu nokkur ár
liðinfrá því aðmenn sáu Lagar-
fljótsorminn síðast hefur hans
oft oröiö vart gegnum tiðina.
Það er upphaf á sögunni um
orminn aö einu sinni bjó kona
Lái tnér
hver sem vilí
nokkur nálægt Lagarfljóti. Hún
gaf dóttur sinni gullhring og
spurði þá stúlkan: —Hvernig
get ég haftmest gagn af gullinu
þvi arna móöir min? —Leggðu
það undir lyngorminn svaraði
hún. Stúlkan tók nú lyngorm, lét
hann undir gullið og setti svo
alltsaman ofan itréöskjureinar
litlar. Nokkrum dögum siðar
vitjaði stúlkan um orminn og
var hann þá orðinn svo stór, að
öskjurnar voru farnar að gliðna
isundur. Stúlkaii varöþá hrædd
ogkastaði öskjunum út i Lagar-
fljót, Leið nú og beið og tóku
menn að verða varir við orminn
ifljótinu. Fljótlega byrjaðihann
þann ljóta leik að granda mönn-
um og skepnum sem yfir fljótið
fóru, en stundum teygði hann
á íaugardegi
Einar Georg
á
Hallormsstað
skrifar.
sig upp á fljótsbakkann og gaus
eitri ógurlega. Flæddi þá fljótið
upp á bakkana, jörðin bærðist,
en hús öll titruðu. Þótti þetta
horfa til hinna mestu vandræða
og vissi enginn ráð til að bæta úr
þeim. Loksins voru fengnir tveir
Finnar, sem taldir voru manna
fjölkunnugastir og áttu þeir að
drepa orminn en ná gullinu.
Þeir steyptu sér i fljótið en
komu að vörmu spori upp aftur
og sögðu að hér væri við mikið
ofurefli aö eiga og væri hvorki
mögulegt að bana orminum né
ná gullinu þvi annar ormur væri
undir gullinu og væri sá miklu
verri en hinn. Þó tókst þeim að
njörva djöfsa niður með tveim-
ur böndum. Lögðu þeir annað
fyrir aftan bægslin ,en annað
aftur við sporöinn. Aðrar sagnir
hermaþóað Guðmundur biskup
hinn góði hafi bundið orminn á
báðum endum og hafi hann
gengið berfættur alla leiö frá
Hólum austur til Lagarfljóts
þegar hann var i þessum
erindagjöröum. Eftir þetta
getur ormurinn engum grandað
hvorki mönnum né skepnum en
við ber að hann setur kryppu
upp úr bakinu og þykir jafnan
vita á stór tiðindi og ill þegar
það sést, svo sem harðæri og
grasbrest. Enn segja sumir að
ormurinn sé með öllu lausbeisl-
aður. Að visu hafi biskup einn
farið til Lagarfljóts og ætlað aö
flæma hann úr fljótinu, en
ekkert hafi borið á honum
meðan biskup var þar. Aftur
hafi hann strax farið að skratta-
kollast þegar biskup var farinn.
Nákvæmustu lýsingar á orm-
inum eru eðlilega frá galdra-
brennuöldinni þvi þá voru menn
óvenju næmir fyrir
yfirskilvitlegum fyrirbærum.
Eitt sinn sást hann i þremur
bugðum og voru þær svo háar að
hefði ormurinn verið á jafn-
sléttu myndi manni með upprétt
spjót i hendi hafa veist létt að
ganga undir þær. Eftir Oddi
biskupi Einarssyni er haft að
ormurinn sé mörg hundruö
faðmar að lengd og að ein bugð-
an sem hann rak upp úr fljótinu
hafi verið svo há að skip með
fullum seglum hefði getað farið
undir hana sér að skaðlausu en
þegar hann hafi steypt sér aftur
ofan i vatnið hafi orðið skjálfti
svo mikill á landi að nokkrir
bæir hafi hrunið til grunna. Og
einu sinni á 17. öldinni rétti orm-
urinn svo háa kryppu upp úr
fljótinu að menn gátu séð undir
hana sólina þar sem hún var
hæst á lofti um hásumar.
Ljósið hefur ætið borið sigur-
orð af myrkrinu og ég er þess
fullviss að það er eingöngu
gæska fólksins við Lagarfljótið,
sem haldið hefur orminum i
skefjum siðustu hundráð árin
þvi fjötrar Guðmundar góða
hljóta að hafa fúnað i aldanna
rás.
Það væri þvi ófyrigefanlegt
kæruleysi að virða að vettugi
keðjubréf meö mystiskum blæ
og stefna i hættu lifi og velferð
sjálfs sin og góðra granna.
Lái mér hver sem vill.
1