Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 28
vlsm Laugardagur 17. október 1981 f síminnerðóóll Veðurspá helgarinnar Mikil veðraskipti verða um helgina. Laugardagsmorgun- inn hvessir talsvert af suöri með slyddu vestanlands sem siðanbreytistírigningu. Þetta veður færist austur um í dag og verður liklega komiö alveg austur um á miönætti. Eftir það, aöfarandtt sunnudags verður komin suðvestanátt með stinningskalda og siðan skúrir og slydduél suðvestan- lands en noröanlands léttir til. Veðrið hér og har Akureyriléttskýjaö-2, Bergen hálfskýjað 5, Helsinki létt- skýjað 2, Kaupmannahöfn léttskýjaö 7, Osló skýjaö 4, Reykjavik léttskýjaö 0, Stokkhólmur léttskýjaö 4, Þórshöfn léttskýjað 2, Aþena heiðrikt 21, Berlin létt- skýjað 8, Chicago skýjað 14, Feneyjar þokumóða 15, Frankfurt, hálfskýjað 6, Nuuk snjókoma 7, Luxemborg létt- skýjað 4, Las Palmas léttskýj- að 23, Mallorka heiörikt 22, Montreal alskýjaö 12, New Yorkléttskýjaö 21, Róm þoku- móöa 20, Malaga skýjað 9, Winnipeg skýjað 13. Loki segir Þaö fer ntí að verða fljót- legra að telja þá sem EKKI Ihuga að bjóða sig fram I varaformanninn. Kæra ættingja Einars Benediktssonar á hendur Braga ht.: TVlMÆLALAUST UM FÖLSUN Afi RÆBA - sagði bandaríski rithandarsérfræðingurinn „Þegar á allt er litið, tel ég að Einar Benediktsson hafi alls ekki skrifað þær tvær undirskriftir, sem hér um ræöir”, sagði hinn þekkti bandarfski rithandarsér- fræöingur James T. Miller fyrir Borgardómi Reykjavikur i gær, en Ragnar Aðalsteinsson, lög- maður ættingja Einars, leiddi hann fram sem vitni I máli þeirra gegn útgáfufélaginu Braga hf. James T. Miller talaði i nær þrjár og hálfa klukkustund fyrir réttinum og benti á það með m jög sterkum rökum, aö þær undir- skriftir sem um ræðir, á samningi Einars við Braga hf. og á gjafa- bréfi Einars til Háskóla Islands, Kosning varalormanns: Fer Davíö m I Menn sem ég met ákaflega mikils gegnum áratuga kunningsskap og vináttu hafa beðið mig um að gefa kost á mér við varaformannskjör og þessi þrýstingur hefur aukist upp á siökastið”, sagði Davið Scheving Thorsteinsson, er Vísií spurði hvort hann heföi ákveöið að gefa kost á sér við kjör varaformanns Sjálfstæöisflokksins. Daviö sagði, að ákvörðun f þessu máii yrði ekki tekin af sér einum. Þau hjónin myndi taka ákvöröun saman hvort af þessu yröi eða ekki. — Hvenær liggur sú ákvörðun fyrir? „Það verður auövitað að vera af eða á fyrirlandsfund”,svaraöi Davið. — SG. Banaslys varö um borö i linu- bátnum Kristni 1S 226 um. tiu sjómílur norö-vestur af mynni Súgandafjaröar á fimmtudaginn. Formaöurinn, Jón Ingimundar- son, 41 árs gamall, sem var einn á bátnum lenti I linuspili og lést. Jón hafði haldiö i róður snemma á fimmtudagsmorgun og um kvöldið fóru menn að sakna hans og hófu leit Sigurvon frá Suöureyri fann svo bátinn á reki. Jón lætur eftir sig eiginkonu og eina dóttur. Banasiys Gaut einni tylft hvolpa Sá óvenjulegi atburöur átti sér stað aö Grundartanga 19 i Mosfellssveit á dögunum, aö tveggja ára tik gaut 12 hvolpum og eru þeir allir við góða heilsu enn sem komið er. Tíkin.sem nefnistLoppa er af skosk-islensku kyni, hafði áður aliö 9 hvolpa og verður þvi aö telja að hér sé um einsdæmi að radða, hvað frjósemi snertir. Þegar Visismenn litu inn á heimilieigenda tikarinnar hafði hún f nógu að standa viö aö gefa afkvæmum sinum móðurmjólk- ina og mátti ekki annað sjá en að hún væri ánægð með hlut- skipti sitt. Eigandi tikurinnar, Dagný Steinunn Hjörvarsdóttir, taldi að lóga þyrfti flestum hvolpunum, þvi Loppa gæti engan veginn alið upp, svona marga hvolpa ein sins liðs. — SER/Vlsism.: EÞS. Við upphaf réttarins i gær. Lögmaöur Braga hf. er fremst á myndinni, ættingjar Einars Benediktssonar sitja á áheyrendabekk, en til vinstri sitja Hörður ólafsson, dómtúikur og James T. Miller. (VIsism.GVA) væru hreinar og klárar falsanir „dregnar I gegnum pappir”. „A undirskriftunum koma fram klassisk einkenni fölsunar, þar sem þessari aðferö er beitt” sagöi Miller, en hann hefur rannsakað fjórtán óvéfengdar undirskriftir Einars, sem geröar eru á tima- bilinu 1894—1932. Eftir vitnaleiðslu Millers var málinu frestað I fjórar vikur, meðan lögmaður stefnda, Magnús Sigurðsson, aflar sér frekari gagna i málinu, en hann mótmælti framburöi Millers sem röngum. —jsj. Sjá nánar fréttaljós bls. 6. Fær Arnarfiug afraksturinn? af mllljóna dala auglýsingum Fluglelóa „Verði Arnarflugi nii veitt leyfi til áætlunarflugs til Frakkiands, Þýskalands og/eöa Sviss hlýtur það að verða að mestu leyti á kostnaö Flugleiða og hlýtur að setja atvinnufjölda núverandi starfsmanna i hættu”, segir meðal annars i greinargerð sem Flugleiðir hafa sent frá sér. Umsókn Arnarflugs um leyfi til áætlunarflugs milli lslands og Frakklands, Sviss og Þýskalands er enn óafgreidd af hálfu sam- göngurdðuney tisins. Umsögn flugráðs mun liggja fyrir eftir tvær vikur, en ráðiö hefur sent þingmönnum öll gögn málsins til athugunar. Þessi umsókn veldur miklum ugg meðal stjórnenda og starfsfólks Flugleiða. 1 greinar- gerð félagsins er bent á, að I mörgum atvinnugreinum hérlendishefur fyrirtækjum veriö veitt ákveðin sérstaða I jjósi smæðar markaöarins. Ef fleiri félög fari að fljúga áætlunarfiug milli Islands og annarra landa muni þaö rýra mjög möguleika á eðlilegri endurnýjun flugflotans og á hagstæðum fargjöldum. Þá benda Flugleiðir á, að siðustu sex árin hefur félagið variö 5,5 milljónum dollara til auglýsinga á þvi markaðssvæði sem Amarflug sækist eftir. Þar af hefur nær tveimur milljónum dollara verið varið til að auglýsa Island sérstaklega. Það sé þvi ósanngjarnt ef annað Islenskt flugfélag fái að ganga inn á markaðinn og njóta þess árang- urs sem Flugleiöir hafa náð meö auglýsinga- og sölustarfi. Þá er bent á, að Flugleiöir hafi oft gengið áundan öðrum evrópskum flugfélögum i lækkun fargjalda. Meðaltekjur félagsins á hvern farþegakilómetra innan Evrópu séu iiðlega 11 cent istað 14,5 centa meðaltekna evrópskra flug- félaga. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.