Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. október 1981 9 VÍSIR Margir kalladir - en fáir útvaldir Þa6 vakti nokkra athygli, þegar fréttastofa útvarpsins skyrði frá þvi, að þingmenn Nato-rikjanna þinguðu i MUnchen i vikunni vegna áhyggja sinna af vaxandi fylgi við „friö og hlutleysi”. Menn kváðu.* 1 Er nú svo komiö, að stuðningsmenn Atlantshafs- bandalagsins hafi áhyggjur af friöi? Er það andstætt markmiöum Nató, aö friðar- horfur aukist, að friðarhreyf- ingu vaxi ásmegin? Eða er hér á ferðinni frjálsleg túlkun og þýðing á erlendum fréttaskeytum, visvitandi tilraun til að stilla upp Atlants- hafsbandalaginu og friði sem andstæöum? Ekki er gott að segja, en fyrir þá sem styöja Atlantshafs- bandalagið, einmitt vegna framlags þess til friðarins, hljómar frétt eins og sú sem að framan getur, fáránlega i eyr- um. Tilgangur bandalagsins er sá og sá einn að tryggja friö i Evrópu. Hreyf ing gegn útrýmingu Vissulega hefur það verið gert i skjóli vopna og vigbúnaöar, enda sér hver heilvita maður, að litil vörn væri I þvi fólgin fyr- irhinn frjálsa heim, að standa á nærbrókinni einni gagnvart hernaðarmætti Sovétrikjanna. Illu heilli hefur vigbúnaðar- kapphlaupiö magnast stig af stigi. Almenningur hefur staöið álengdar og fylgst með hinni óhugnanlegu þróun, smiði tor- timingarvopna, nifteinda- sprengja, kjarnorkusprengja. Sú friðarhreyfing sem nú lætur til sin taka viða i Evrópu, er fyrst og fremst hreyfing sem berst gegn gjöreyðingarvopn- unum, mótmælir brjálæöislegu vigbúnaöarkapphlaupi. Um þessa friðarhreyfingu er ekkert nema gott aö segja, ef hún hefur tilætluö áhrif beggja megin járntjaldsins, ef hún getur kom- ið báöum hinum striðandi öflum i skilning um að vitfirringunni veröur að linna. Þvi miöur er þvi ekki að heilsa. Allt tal um afvopnun setur aöeins þrýsting á vestræn stjórnvöld, gerir þeim erfiöara fyrir aö treysta varnir sinar, en raskar vitaskuld i engu áformum kommúnistarikjanna I hinu minnsta tilviki. KGBog friðarhreyf ingin Við þetta bætist aö svo- kallaðar friðarhreyfingar eru sagöar i nánum tengslum við þau pólitisku öfl á V^sturlönd- um, sem eru andvig Nató, og berjast fyrir hlutleysi meöal Vestur-Evrópulanda. Þannig tóku samtök herstöðvaand- stæðinga hér á landi friðar- gönguna upp á sina arma. Svo mikiö er vist, að það skapast aldrei nein þjóðareining um einlægar og skynsamlegar friöarbænir, undir gunnfána herstöðvaandstæðinga. Það er þvert á móti besta ráöið til að koma i veg fyrir frið manna i milli um þau mál. Þá er þess að geta, að i Berlingske Tidende hafa birst fullyrðingar um, að friðarhreyf- ingin sé á mála hjá KGB, staðhæft að samtök sem stýra aðgeröum og stjórna áróöri, fái beina fjárstyrki frá sovésku leyniþjónustunni. Frásagnir blaðsins hafa vakið mikla at- hygli I Danmörku og þar er krafist rannsóknar á meintum tengslum kommúnistasamtaka þar i landi við KGB annars vegar og friðarhreyfinguna hinsvegar. Það er vissulega ástæða fyrir alla Natosinna aö fylgjast vel með rannsókn þessa máls og niðurstööu hennar. Þingmenn- irnir á Munchenarfundinum mega svo sannarlega hafa áhyggjur af friöarhreyfingu, sem kann aö vera fjarstýrð af KGB. En friðurinn sjálfur verður aldrei áhyggjuefni. Margir kallaðir Miklar vangaveltur fara fram manna á meðal um landsfund sjálfstæöismanna, sem haldinn verður i lok þessa mánaðar. Einkum er velt vöngum yfir væntanlegum frambjóðendum ýmist til formanns eöa varafor- manns. Þar eru margir kallaðir, en fáir útvaldir. Þegar þetta er skrifað hafa tveir menn lýst yfir framboðum sinum til varaformanns, Friðrik Sófusson og Sigurgeir Sigurðsson. Fleiri munu vera i farvatninu. Meðan óvist er um frambjóðendur eða fjölda þeirra, er eölilegt að landsfundarfulltrúar haldi að sér höndum og biöi með stuðningsyfirlýsingar til eins eða annars. Aö þvi er varðar formennsk- una, þá er löngu kunnugt að Geir Hallgrimsson gefur áfram kost á sér. Stjórnarsinnar leggja á ráðin Stjórnarsinnar i Sjálfstæðis- 1‘á^stjórnar pistill Cttort B. Sctw-am ritstiéri ikritar flokknum hafa aö undanförnu haldið tiða fundi og lagt á ráðin um aðgerðir á landsfundi. Eftir þvi sem best er vitaö, er ekki ætlan þeirra sú, að efna til ófriðar aö fyrra bragði enda i litilli stööu til þess. Liðsskipan verður þeim mjög óhagstæö á fundinum. Hinsvegar þykir stjórnararminum illt undir þvi að sitja, ef formaðurinn veröur kosinn mótframboöslaust. Þess vegna eru bollaleggingar um að Pálmi Jónsson gefi kost á sér til formannsframboös. Þótt einkennilegt kunni aö virðast mundi slikt framboð verða Geir Hallgrimssyni til styrktar, einfaldlega vegna þess að kosn- ing milli hans og Pálma, yröi uppgjör milli stjórnar og stjórnarandstööu I flokknum, en ekki eingöngu kosning milli tveggja manna. Af þvi mundi Geir njóta góös eins og sakir standa. Flokkurinn sjálfur myndi hinsvegar skaðast enn meira i slikri kosningu og biliö breikka milli stjórnar og stjórnarandstööu. Reynsla framsóknar Uppákomurnar i Sjálfstæðis- flokknum verða nú æ tiðari, og vart llöur sá dagur að ekki séu væringar manna i milli. Aöur hefur verið minnst á breyt- ingarnar sem gerðar voru á prófkjörsreglunum, og ekki enn séð fyrir endann á afleiöingum þeirra. Vandi prófkjöranna er ekki bundinn við Sjálfstæðis- flokkinn einan. 1 Alþýðuflokkn- -um hefur verið viðhaft opiö prófkjör, en þessa dagana, er einmitt deilt um þaö, hvort það fyrirkomulag sé skynsamlegt. Framsóknarflokkurinn hefur sömuleiöis efnt til prófkjörs við ákvöröun framboöslista, og þá sögu hef ég heyrt, að I 6000 manna prófkjörsþátttöku hjá Framsókn hafi aöeins rétt um lOOOmanns verið flokksbundnir. Það kom lfka á daginn, að þátt- takan i prófkjöri Framsóknar- flokksins reyndit meiri heldur en i þingkosningunum er á eftir fylgdu. Meö ööru orðum: annarra flokka fólk þyrptist aö, jafnvel þúsundum saman, til aö ráða skipan lista þeirra fram- sóknarmanna i opnu prófkjöri, en greiddi siðan atkvæði gegn flokknum I sjálfum alþingis- kosningunum. Sömu sögu má sjálfsagt segja um Alþýöuflokk- inn, en það gefur auga leiö aö opin prófkjör eru miklu mun vafasamari fyrir minni flokka en stærri. Hvaö sem liöur öllu lýöræði, þá eru eflaust flestir sammála þvi, að flokkarnir sjálfir og stuöningsmenn þeirra eigi aö ráða sinum eigin frambjóðendum. Þversögn önnur uppákoma i Sjálf- stæðisflokknum átti sér stað i þingflokknum, þegar Guömund- ur Karlsson var fetldur úr fjár- veitingarnefnd, af Agli Jónssyni. Guðmundur tók það óstinnt upp og hnútur flugu um borð. Þessar ýfingar eru sprottnar af þeim hugsunar- hætti, að kjördæmin verði að gæta hagsmuna sinna viö út- hlutun fjár og fyrirgreiöslu, svo geöfellt sem það er. Þeir eldar, sem þannig gjósa upp hér og hvar i Sjálfstæöis- flokknum, eru afleiöingar af þvi upplausnarástandi, sem er i hrópandi þversögn viö þær skoöanakannanir, að Sjálf- stæöisflokkurinn sé að vinna á. Það er kannske I stil viö aðra stjórnmálaþróun, að fylgi flokks fari vaxandi i takt við sundur- lyndisstefið, sem flokkurinn sjálfur gengur eftir. Ellert B. Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.