Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 17.10.1981, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 17. október 1981 VÍSIR ferðir og f erðaíög Danir til Florida Ekki þorum viö aö lofa þvi aö Pigegárden veröi á feröinni á Strikinu I Kaupmannahöfn I vetur, en yfir sumarmánuöina er þetta eitt af þvl sem gleöur augu og eyru feröamanna. Reykvikingar koma sér hins vegar upp útitafli. (Visism. SG) Mikið pantað I helgarferðirnar „Verö á þessum helgarpökk- um er svipaö og helmingur af venjulegu flugfargjaldi, en þarna fær fólk gistingu I nokkr- ar nætur meö morgunveröi til viöbótar. Hér er þvi um sérlega hagkvæm kjör aö ræöa enda hafa undirtektir veriö mjög góö- ar” sagöi Karl Sigurhjartarson á markaösdeild Flugleiöa er Visir ræddi viö hann um helgar- feröirnar til Noröurlanda. Nú geta landsmenn brugöiö sér I stutta ferö til Osló, Stokk- hólms og Kaupmannahafnar meö Flugleiöum á kostakjörum. Miöaö er viö aö fariö sé út á föstudegi og gist I þrjár nætur á góöu hóteli, en hægt er aö velja milli nokkurra hótela. Sllk ferö til Osló kostar frá 2.133 krónum, svo dæmi sé tekiö. Frá 27. októ- ber lengist dvölin i Osló og Stokkhólmi upp I fjögurra nátta gistingu og kostar Oslóferö þá frá 2.149 krónum. Sæmundur Guövinsson skrifar Karl sagöi aö mikiö væri búiö aö panta i þessar feröir næstu vikur og væri greinilegt aö menn tækju þessu tilboöi fegins hendi. Þá munu helgarferöir til Luxemborgar hefjast um næstu mánaöamót og I dag hefjast vikuferöir til New York á hag- kvæmum kjörum. Fyrir utan þetta bjóöa feröa- skrifstofurnar upp á stuttar utanlandsferöir viö lágu veröi, til dæmis til London, auk þess sem þær eru meö ýmis sértilboö viö og viö til annarra staöa. Þaö er því úr nógu aö moöa fyrir þá sem vilja fá góöa tilbreytingu i skammdeginu meö þvi að skreppa tiþannarra landa. 40 Þótt hörö samkeppni flugfélaga hafi komiö farþegum til góöa meö lækkuöum fargjöldum, alla vega I I bili, hefur þessi samkeppni llka sinar skuggahliöar og afleiöingin er samdráttur i rekstri margra félaga og þúsundir starfsmanna missa vinnu. Eitt þeirra félaga sem neyðist til aö lækka flugið er United Airiines. Eins og fram hefur komiö I fréttum Vísis munu vélar frá Sterling hafa viödvöl á Kefla- víkurflugvelli I vetur á leiö sinni milli Kaupmannahafnar og Miami. Danska ferðaskrifstofan Tjæreborg auglýsir nú Florida- feröir i fyrsta sinn fyrir Dani, en áöur hefur feröaskrifstofan sent þangaö sænska og þýska feröa- menn. Feröirnar frá Kaup- mannahöfn eiga aö hefjast 29. þessa mánaöar, en þaö vekur nokkra furöu hvaö Danir taka seint viö sér hvaö viökemur Floridaferöir. Héöan hefur ver- iö boöiö upp á slikar feröir i nokkur ár, en vegna hækkunar á gengi dollars eru slikar feröir ekki jafn hagkvæmar og áöur. Lægsta verö á 16 daga ferö Tjæreborg til Florida er 4.568 krónur en fer allt upp i 7.368 krónur. Innifalið I veröi er flug- far og gisting. London: Kappakstur fornbíla og kvikmynda- hátíð Skreppitúrar til London eru mjög vinsælir meöal tslendinga ekki siöur á vetrum en sumrum. Margt er aö skoöa og sjá i heimsborginni og þar finna allir eitthvaö viö sitt hæfi. Hér verð- ur drepiö á nokkrar sýningar og viöburöi sem fólk ætti ekki aö láta fram hjá sér fara, ef þaö veröur f London á næstu vikum. Fyrir þá sem hafa áhuga á bilum má geta þess aö mikil bllasýning veröur haldin dag- ana 21.-23. októb^r aö Earls Court, Warvick Roád SW5. Fyrir listunnendur má minna á aö 1. nóvember verður opnuð sýning á verkum Nicolas de Stael I Tate Gallery og veröur hún opin til 29. nóv. I National Gallery verður sýning allan nóvember sem ber yfirskriftina E1 Greco To Goya. Nú svo er rétt aö geta þess aö 5.-22. nóvember veröur London Film Festival i National Film Theatre, South Bank. Loks er svo tvennt sem enginn ætti aö láta fram hjá sér fara. Annars vegar er þaö kappakst- ur fornbila frá London til Brighton, sem fram fer 1. nóvember og hefst keppnin I Hyde Park. Hitt er svo knatt- spyrnuleikur Englands og Ung- verjalandsá Wembleysem fram' fer 18. nóvember. SAS lækkar fargjöld í innan- landsfluginu „Staöreyndin er sú, aö annaö hvort veröum viö aö fylla vél- arnar eöa fækka feröum. Full- setin flugvél er betri en engin flugvél”, segja þeir hjá SAS Danair i Danmörku og lækka verö á fargjöldum i innanlands- flugi. SAS hefur ’ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum sem steöja aö flugrekstri um viöa veröld og farþegum hefur fækkaö i innan- landsflugi. Nú er gerö tilraun til þess að snúa vörn I sókn með lækkun fargjalda, en beri þessi tilraun ekki árangur veröur feröum fækkaö. Ekki eru Danir á eitt sáttir um þetta framtak hjá SAS og eru sumir þeirrar skoöunar aö þvi sé beint gegn járnbrautunum. Feröir á lækkuöum fargjöld- um mega ekki standa skemur en tvo daga og ekki lengur en 14 daga nema á laugardögum og sunnudögum. Þá er hægt aö fljúga fram og til baka meö af- slætti aö vild. Sem dæmi um afsláttinn má nefna, aö þegar fjölskylda ferðast saman lækk- ar verö á flugfari forsvars- manns fjölskyldunnar um helm- ing. Bandarísk flugfélög segja upp starfsfólki Eftir að Reagan Bandaríkjaforseti rak flugum- ferðarstjórana heim eftir að þeir hófu verkfall,hafa f lugfélög þar í landi skorið niður ferðatíðni og fækk- að starfsfólki. Þótt hin opinbera skýring sé sú að fækkun f lugumferðarstjóra sé ástæða samdráttarins eru margir þeirrar skoðunar að f lugfélögin haf i gripið þetta tækifæri fegins hendi til að koma lagi á rekstur- inn eftir sviptingar fargjaldastríðsins sem geisað hefur í Bandaríkjunum. Stærsta flugfélag landsins, United Airlines, ákvaö aö segja upp 2.100 starfsmönnum, eöa um 4% af 48.300 mönnum sem unnið hafa hjá félaginu. Starfs- fólki um borö i flugvélunum veröur fækkaö um 800 og 1.300 sem starfa á jöröu missa vinn- una. Þá hefur Trans World boöaö uppsagnir 2.200 starfsmanna og Northwest Airlines fækkar hjá sér um 500. Eastern Airlines er aö segja upp þrjú þúsund af 39.500 starfsmönnum og Braniff hefur fækkaö i sinu liöi um 1.500, svo nokkur þekkt flugfélög séu nefnd. Odýrt á pöbbunum Bretlandsfarar vita aö þar er hægt að fá góöa máltiö fyrir litiö verð á pöbbunum. Nú geta þeir sem heimsækja London fengið góöan leiöarvisi á pöbba sem selja mat og drykk á tvö pund og þar fyrir neöan á mann. British Tourist Authority og Chef & Brewer Ltd. hafa gefiö út bækling meö nöfnum 42 ekta pöbba i London sem selja heimalagaöar steikur og „kidney pies” samlokur, skinku og salat og i sumum tilfellum góöa sjávarrétti með þessu sér- lega lága veröi. 1 þessum bækl- ingi er-að finna kort þar sem pöbbarriir eru merktir inn á auk þess sem þar er drepiö á sögu staöanna. Ritlingurinn er afhentur% ókeypis á skrifstofu BTA, 64 St. James Street, SWI og viöar,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.