Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 4
vism 4 f i t' ]•<>$/) . £ » * í; í t C U j ' f ’» Fostudagur 23. október 1981 Faraidur I Panama Stjórnvöld i Panama hafa ákveöið að fresta hátiðarhöld- um i tilefni þjóðhátiðardagsins vegna sjúkdómsfaraldurs er geisar i landinu. Reyndar er hér um tvo sjúkdóma að ræða og er talið að um helmingur þjóðarinnar hafi sýkst. Enn hefur þó enginn látið lifið. Stjómvöld segja að frestun hátiðarhaldanna séu fyrir- byggjandi aðgerð til að koma i veg fyrir enn meiri útbreiðslu sjúkdómanna. Ekki er alveg ljóst hvaða sjúkdómar þetta eru en annars vegar er um illkynja niðurfalls- sýki að ræða og hinum sjúk- dómnum fylgir mænubólga. Eftir sprenginguna láu demantarnir eins og hráviði á gólfinu I verksmiðjum sem slípa demantana. Demantaiðnaðurinn í rúst eftir sprengíngu Um þriðjungur þeirra sem vinna við demantaiðnaðinn I Antwerpen, er oröinn atvinnu- laus eftir sprenginguna sem varö i bil i gyðingahverfi i Ant- werpen i gær. t sprengingunni létust tvær konur og hundrað manns meiddust. Antwerpen er ein mesta gim- steinaiðnaðarborg í heimi, en um borgina fara um þaö bil 70 af hundraði allra gimsteina, sem unnir eru. Aðalgimsteinamið- stöð borgarinnar er gyöinga- hverfið en þar sprakk afar öflug sprengja i gær. Hundrað kilóum af TNT var komið fyrir i bil sem siðan var lagt við bænahús gyðinga. Við sprenginguna gereyði- lögðust fjölmörg hús, þar á meðal nokkrar verksmiðjur sem slipa demanta. Þetta varð til þess að verksmiðjueig- endurnirurðu aðsegjaupp þrjú þúsund manns, en i iðngreininni eru alls um ti'u þúsund manns. Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á tilræðinu en lög- reglunni hafa borist margar visbendingar, flestar þó fánýt- ar. Gullstðngum stolið úr flugvél Gullstöngum að verðmæti tíu milljónir króna var stolið Ur flugvél sem millilentii San Juan á Puerto Rico i siðasta mánuði. Þjófnaöi þessum var lengi haldið leyndum, en fréttir láku út i' gær. Að sögn bandarisku alríkis- lögreglunnar FBI, hafði flugvél frá Iberia millilent i San Juan 19. október. Ahöfnin kvartaði undan þvi' að þrir kassar með gullstöngum hefðu horfið á meðan flugvélin hafði viðkomu þar. Fyrstu fréttirnar af þjófnaðinum komu i gær, þegar puerto ricanskt fyrirtæki aug- lýsti i dagblaði og bauð hverjum þeim, sem gæti gefið upplýsing- ar um gullið eða þjófana, átta hundruð' þúsund króna verð- launum. Á meðan einn ræningjanna hélt byssunni upp að höfði verslunar- mannsins, létu félagar hans greipar sópa. Ránið tekið upp á vídeð Þrír vopnaðir ræningjar voru kvikmyndaðir við iðju sina I finni skartgripa verslun i London i'fyrradag. Ránið tók 45 sekúndur og á þeim ti'ma tóku þeir gimsteina og aðra skart- gripi að andvirði ti'u milljónir króna. öryggisvörður sem var i fel- um, tók atburðinn upp á videó- spólu. Hann náðimyndum af þvi þegar ræningjarnir ruddust inn i verslunina sem er á neðstu hæðinni i Churchill hótelinu i West End. Hann náði einnig myndum af þvi er einn ræningj- anna hélt byssu við höfuð af- greiðslumannsins meðan- hinir tveir létu greipar sópa. Lögreglan vonast til að geta þekkt ræningjana á videóupp- tökunum, en ennþá hafa þeir ekki fundist. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta f Völvufelli 44, þingl. eign Guðmundar Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar f Reykjavfk og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 26. október 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á hluta f Njörvasundi 27, þingl. eign Hjartar Grimssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eign- inni sjálfri mánudag 26. október 1981 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Seljabraut 80, þingl. eign Jóns S. Guönasonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbank- ans á eigninni sjálfri mnudag 26. október 1981 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annaö og siðasta á hluta i Gyðufelli 6, þingl. eign Jóhannesar Jóhannessonar fer fram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbankans og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eign- inni sjálfri mánudag 26. október 1981 kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septem- bermánuð 1981, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið, 20. október 1981. aanaanaanDDaDDDDaDDDODaaDDaaaaoaaDaaDDDaDuaa □ D Glæsivagninn þinn á allt gott ski/ið Bónið og þvoið sjálf í björtu og rúmgóðu hús- g næði. ' Einnig er hægt að skilja bílinn eftir og við önn- a umst bónið og þvottinn. a Sjálfsþjónusta til viðgerða. □ D Opið alla daga frá kl.9-22. g Sunnudaga frá kl. 10-18. d Bílaþjonustan Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin) Sími 25125 D D D D DDDDaDaDDDDDDooaDaaDDDDDaaDDoaanDDaaDaoDDnna Sjón er sögu ríkari Myndir í smáauglýsingu Sama verö Síminn er 8-66-11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.