Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 23. oktöber 1981 ytsni utgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. 1 Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4,sími866ll. Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Askriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. - og verð i lausasölu 6 krónur eintakið. 'utlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. RAÐHERRA í FYLU Sleingrimur Hermanns- son samgongu- ráöherra: LJtannskl vitieysa afi ■ slyDja Fluglelöir” ,Jf«i. það hefur t*ki vertð dag- ett hvenar lagt verður fram runvarp á Alþingi um stuðnlug tð Flugletðir hf. Þelr hafa ekkert amband haft vtð mtg lengi og iretnllega haft nógu að itnna vtð ið iklpuleggja fundl og mótmali, ég hef þvf ekkert vertð að flýU mér og kanniki er vttleyia að vera að brjóUat f að atyðja þó", tagði Steingrlmur Hermanmaon ■amgöoguráðherra I aámUli við Vbt I morguq. „Það kom grcfnlega fram hjá hagri hönd foritjórani, Erling Aipelund, að það lem rfciaitjðrn- In atlaði að gera vari I raunimi enginn ituðningur, heldur bara ijálfiagður hlutur. Svo befur rekitantaða og eignaitaða Fhigiefca verið tU akoðuiar, þar •em nú er orðið Ijðit að dgnaitaðan hefur rýrnað veru- lega., En þetta hafa þeir Flug- leiðamenn ekkert ratt við mig lengi og á meðao þalr hafa ekkl tlma eða áhuga tilþeai að brjðU •In mál U1 mergjar og raða þau þannig að hagt aó að taka afitððu til itöðimnar og lupanlegra atuðntngaaðgerða er ivo iem óekóp Utið hagt að hjálpa þeim”, ■agði Steingrtmur ilermannivin. — 8já vlðtal vlð Slgirð Helgaiaa á bakafáa. ’ HERB Almenningur reiknar gjarnan meö því, að ráðherrar og for- ystumenn stjórnmálaf lokka séu sæmilega yfirvegaðir og sjóaðir menn. Þeir hrapi ekki að niður- stöðum, eða láti minniháttar karpeða skoðanaágreining fara i taugarnar á sér. Afstaða þeirra byggist á ígrundun og yfirsýn. Þannig eiga stjórnmálaforingjar að vera, ef þeir vil ja standa undir naf ni og axla þá ábyrgð, sem þeir hafa tekið á sig. En lengi skal mennina reyna. Ennþá eru í fersku minni við- brögð Svavars Gestssonar, fé- lagsmálaráðherra, þegar Al- þýðublaðið gagnrýndi ráðuneyti hans fyrir val á fasteignamats- mönnum. Ráðherrann svaraði því til, að blaðið væri að ráðast að mannorði sínu, og í hefndar- skyni sagði hann Alþýðublaðinu upp. Hann hagaði sér eins og lítill krakki, sem fór í fýlu, af því ein- hverjir voru vondir við hann. Ekki báru þessi viðbrögð vott um mikinn stjórnmálaþroska. Annað dæmi í sama dúr mátti lesa í Vísi á miðvikudaginn. Þar er haft viðtal við Steingrím Her- mannsson, samgönguráðherra, og hann inntur eftir frumvarpi um stuðning við Flugleiðir hf„ sem hann hefur sjálfur boðað fyrr í haust. Hver eru svörin? „Nei“, segir Steingrímur, „það hefur ekki verið dagsett hvenær lagt verður f ram f rumvarp á Al- þingi um stuðning viðFlugleiðir. Þeir hafa ekkert samband haft við mig lengi og greinilega haft nógu að sinna við að skipuleggja fundi og mótmæli, ég hef því ekkert verið að flýta mér og kannski er vitleysa að vera að brjótast í að styðja þá". Þessi ummæli eru engum ráð- herra sæmandi. I stað þess að taka efnislega á málinu, er Stein- grímur, rétt eins og Svavar, kominn í fýlu. Hann hefur móðg- ast yfir því, að Flugleiðamönn- um skyldi ekki þóknast að tala við hann. Hann er önugur, af þvi að starfsfólk fyrirtækisins efndi til fundar, þar sem sett voru fram sjónarmið í blóra við skoð- anir hans. Nú er það upplýst í sama Vísis- blaði, að forstjóra Flugleiða sé ekki kunnugt um, að það standi á neinum upplýsingum varðandi beiðni um rekstrarstyrk og for- stjórinn segist ekki vita betur en aðáfram ríki málfrelsi á íslandi. Fólk hafi enn leyfi til að setja fram skoðanir, jafnvel þótt þær séu öndverðar skoðunum stjórn- valda. Þá verða menn að hafa í huga, að hér er ekki verið að ræða nein smámál, heldur framtíð flug- rekstrar íslendinga, atvinnu þús- unda landsmanna og milljónir króna í upphæðum. (slenska ríkisstjórnin með samgönguráðherra í broddi fylk- ingar hafði sjálf frumkvæði að því að hlaupa undir bagga með Flugleiðum, þegar gífurlegir rekstrarerfiðleikar gerðu fyrir- tækinu illkleift að halda Atlants- hafsfluginu gangandi. Það var ríkisstjórnin og ráðherrarnir,sem mátu stöðuna svo, að f járstuðn- ingur og fyrirgreiðsla frá ríkis- valdinu gæti komið til hjálpar og fleytt rekstrinum áfram. Það er samgönguráðherra sjálfur, sem lagði til að alþingi samþykkti og afgreiddi málefni Flugleiða, sem hann ætlaði að hafa frumkvæði að • En nú er komið annað hljóð í strokkinn. „Kannski er það vit- leysa að styðja Flugleiðir" segir ráðherrann og setur upp svip. Hann hagar sér eins og lítill krakki, sár yfir því, að Flug- leiðastarfsmenn bugti sig ekki og beygi, þegar honum þóknast. Þeir, sem fylgjast með þessum dyntum.eru furðu lostnir. Það kemur á daginn, að ráðamenn landsins eru dekurbörn og fýlu- pokar. Það er ekki von, að vel fari. Þar sem fræðimannsalúð og frásagnarlist haldast í hendur Lúðvík Kristjánsson: Vestræna Sögufélagið 1981 Sögufélagið hefur brugðið undir sig betri fætinum og efnt til útgáfu vildisbókar á sjötugs- afmæli Liíöviks Kristjánssonar rithöfundar. Erindiö er meira en gilt og bókin meö fullum fæöingarrétti þótt hún heföi komiö undirán sliks tilefnis eöa nokkurrar ástæöu annarrar en verðleika þess efnis sem hún geymir innan spjalda — enda á bók aldrei neinn annan rétt til þess aö lifa, og skiptir engu hvort hún kemur út á afmæli höfundar sins eöa ekki. Sögu- félagiö segist gefa bókina út „honum til heiöurs”. Þaö er auðvitað misskilningur. Heiöur Lúöviks Kristjánssonar sem sagnfræðings og rithöfundar verður hvorki meira né minni við Utkomu bókarinnar en Sögu- félagiö eykur spönn við sinn heiöur með þessu góöa verki. Heiðursþörf þess er líka miklu meiri en Lúöviks. Slikar af- mælisgjafir eru bestar. Sú tiska hefur mjög færst i auka á siöustu og verstu timum að sjóöa saman bækur til af- mælisgjafa handa fræöi- eöa orölistarmönnum I elliáfanga- staö. Þá setjast nokkrir leik- bræöur hans i' orðinu gjarnan niður og klambra saman smá- visindagrein eöa einhverju öðru oröavirki. Siöan er þessi fénaðurréttaöur ibókarkomi og ánafnaður afmælisbarninu, jafnvel þótt stundum verði ekki séð aö þaö komi þvi neitt við. A fremstu siöum ritsins birtist siöan einhver skritilegasta nafnaskrá sem um getur á prenti og skal endilega heita Tabula gratulatoria þótt þetta eigi aö heita afmælisóskir tslendinga til tslendings. Þetta eralltsaman gert f góöa mein- ingu og þaö eitt skiptir aö sjálf- sögöu máli. Tabulan er hin veg- legasta i þessu riti en hins vegar vantar nafnaskrá viö bókina sjálfa og vildiég gjarnan skipta. 1 þessum ritum eroft eitthvaö girnilegt til fróöleiks — smá- munirsemoftasteru þó hluti af stærri heild — og gagn og gaman er aö eiga og muna hvar finna má. En þegar bækur af þessu tagi fara aö skipta hundruöum — eins og nú stefnir óöf luga aö — veröur það enginn hægðarleikur. 1 staö þess aö raða efni saman og koma þvi i skipulega geymd I réttu sam- hengi er veriö að planta nýjan frumskóg handa mönnum að villast i á komandi árum og öld- um. Afmælisbækurnar alkunnu hafa of oft veriö af þessari gerö. Ég andvarpaði þvi af fegin- leik þegar ég sá, að afmælisbók- in sem kennd er við LUðvik Kristjánsson er af öörum toga. Erindi hennar er aö safna saman i sjóö en ekki sundra. Hún færir manni upp i hendur gamla kunningja, metfé sem dreifst haföi um almenninga en heimtist nú þarna. Þarna koma þeir þessir gömlu góðvinir blaö- skellandi og hafa ekkert látið á sjá — eru jafnvel enn þá nota- legri en mann minnti. Lúövik Kristjánsson þurfti ekki aö vinna afreksverkiö fs- Andrés Kristjánsson skrifar um bækur lenska sjávarhætti sem út kom á s.l. ári til þess aö þjóðin vissi aö hann er gull að fræöimanni og snjall rithöfundur þar á ofan. Og ekki nóg með þaö. Innsýn hans og nærfærinn skilningur á fólki og mannlifi er meö þeim töfrum aö minnir á ófreski. Gömul og bliknuð sendibréf fengu vængi i höndum hans og brugðu sér á flug. Þessi töfra- brögð hefur hann leikið listileg- ast í greinum, þattum og frá- sögnum f blööum, timaritum og útvarpi siðustu hálfa öldina. Maður naut þessara skyndi- kynna en missti siöan af þeim alltof fljótt. Þess vegna veröur Vestræna Sögufélagsins endur- fundir sem ylja mörgum um hjartaö. Samt er margt óheimt enn og þyrfti helst aöra Vest- rænu — áia tvær. Einar Laxness ritar stutta, glögga og ofur mjúkláta grein um Lúðvik sjötugan á fremstu siöum bókarinnar. Gerir grein fyrir manninúm af hófsemi — segir ekki of mikið. Hann hefur séð um val og heimanbúnað ásamt Bergsteini Jónssyni. Siðan koma greinamar. Þær berast úr mörgum staö. Flestar úr timaritum, jólablööum eöa sunnudagsblöðum dagblaða, aðeinseittútvarpsrindief ég hef litið rétt til. Sumar eru stuttar, aörar lengri og ýtarlegri, njörvaöar heimildum. Þama er „Konan sem gaf mér reyrvisk” — Asgerður Arnfinnsdóttir — sagan um heimasæturnar i Akureyjum — dætur Friðriks Eggerz — og giftingu þeirra. Þar er nokkru bætt viö sögu Friðriks af sendibréfum og ber ýmislegt þar á milli. Þarna eru greinar um Jón Sigurðsson og Fjölnismenn og margt geröar- fólk vestra. Frá þvi segir Lúð- vik bæöi af eigin kynnum, sögn annarra og bréfum. Þarna er ævisaga séra Þorvaldar Jakobssonar en mesta visinda- greinin ervafalitið samantektin um skipaflota landnemanna sem sigldu til Grænlands. Sú grein sýnir mætavel hve LúðviTí erlagið aö draga saman í skipu- lega og læsilega frásögn mikið efni af viöáttum úr óteljandi heimildum. Hún er lika vitnis- burður um elju hans og þolin- mæöi sem ekki á litinn hlut i fræöastarfi hans og árangri þess. Þessi bók sýnir þó að minu viti öðru fremur, vel hve góður * rithöfundur Lúðvik er, hve hon- um eru lagin listatök þau sem ná til lesandans. Hann getur oft opnað mönnum heilan lifsheim og birt þeim stórbrotin mannleg örlög I fáum dráttum máls með haglegri beitingu bréfkafla eða annarra heimilda. Ég þekki fáa menn aöra sem leika sér jafn- auðveldlega aö því að hafa marga söguþræði í hendi og koma þeim öllum á sinn stað i mynstrinu að sögulyktum. Hann heröir stundum á — eða lýsir sviðið— meömyndrænu máfi en kann sér jafnan hóf i þvi sem öðru og honum bregst sjaldan þessi iðilfagra en tvihenta boga- list. Ég er illa svikinn ef þessari bók veröur ekki viða fagnað af unnendum islenskrar fræöi- og frásagnarfistar á þessu ári. En ég minni aftur á, að fleiri grein- um Lúðviks Kristjánssonar þarf aö safna i bækur og engin ástæða til aö láta þaö biða átt- ræðisafmælis hans. Andrés Kristjánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.