Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 23.10.1981, Blaðsíða 18
18 íannllf vism Föstudagur 23. október 1981 Fékk 210 þúsund krónur fyrir aö mæta í veislu Leikarar i Ilollywood gcra þaö gott á margan annan'hátt en Icika i kvikmyndum og sjón- varpsþáttum. Mikiö er lagt i samkvæmisiifiö þar i borg, og óneitanlega er þaö viröingar- merki fyrir gestgjafann aö geta skartaö meö fræg nöfn leikara d boöslistanum. Nú ef þeir fást ekki til þess aö koma upp á kunningskapinn, þá er bara aö borga þeim fyrir þaö. Sagt er aö enginn leikari sé svo rikur, aö hann taki ekki þvi launaöa siarfi aö mæta i samkvæmi stöku sinnum. I veislu vellauöugra ameriskra oliufursta var til dæinis staddur enginn annar en Larry Hagman, herra J.H. úr Dallas. Eflaust hefur hann sómt sér vel hjá þeim félög- um, sérstaklega þar sem hann tók fyrir verkiö hvorki meira né minna en sem samsvarar 210 þúsund islenskum krónum. Þetta mun vera hæsta greiösla sem um getur i þessum bransa. En til þess aö gefa huginynd um fleiri sem taka gjald fyrir aö mæta i samkvæmi má nefna James Garner sem gjarnan tek- ur um 19 þúsund krónur, Farrah Fawcctt sem tekur 70 þúsund krónur og Lorne Grene, sem tekur eitthvaö svipað. OliupartýíÖ gaf Larry Hagman væna fúlgu ofan á milljónimar sem hann fær út úr ,,Dallas”. Victory Frinsípal, hún Pam okkarog Andy Gibb fengu væna fúlgu fyrir aösjást saman f veislu Sjotfu þúsund krónurfékk Farrah Fawcett fyrir aö mæta f samkvæmi ásamt Ryan O’Neal, sem einnig fékk eitthvaö fyrir sinn snúö. Hjalti matsveinn réttir „Svinskam bsborgara” aö einum viöskiptavina en hinn kaus aö fá sér djúpsteiktan fisk. „SVÍNSKAMBS- BORGARI” nYjasta NÝTT Hamborgarastaöir hafa tekiö mikluni framförum upp á siö- kastið. Allir þekkja i dag Tomma- hamborgara en til eru fleiri nýjir staðir sem státa af góöum ham- borgurum og nýstárlegum. Ný- lega var skipt um eigendur að Hamragrilli viö Hamraborg i Kópavogi. Gerðar hafa veriö ýmsar breytingar á staönum og boðið er upp á fjölda nýstárlegra rétta, hamborgara, fisktegunda, kjúklinga ofl. ofl. „Einn svinskambsborgara” sagði viðskiptavinur og eftir ör- skamma stund var forvitnileg karfa rétt að honum. Jú, þarna reyndist vera komin ein nýjungin, svinakjöt, svinskambur i ham- borgarabrauði. Með þessu var borið rauðkál, súrar gúrkur og franskar og samkvæmt svip þess er pantað hafði reyndist þetta vera hin ljúffengasta fæða. „Við vonumst til þess að geta boðið upp á mun fleiri nýstárlega rétti”, sagði Hjalti Þorvarðarson matsveinn, hinn nýi eigandi Hamragrills. Hann nefndi sem dæmi réttinn „Ribbe” svinaflesk, einn vinsælasta réttinn af hrað- réttum sem boðið er uppá i Tivoli i Danmörku. Hjalti var i Noregi fyrir nokkrum árum og kynnti sér þá sérstaklega hraðréttastaði. Reynsluna hefur hann flutt heim með sér og miðlar henni til viðskiptavina i Hamragrilli i Kópavogi. TAUGASLAPP- IR KENNARAR Ýmsar starfsstéttir þykja ein- kennandi fyrir hátt streituhlut- fall, eins og það er vist orðað á fagmáli. Kennarar prýða toppinn á þeirri kúrfu, þvi samkvæmt ný- legri athugun Alþjóða vinnu- málastofnunarinnar i Genf, veldur streita veikindum kennara i ört vaxandi mæli. 25% kennara i Sviþjóð Bretlandi og Banda- rikjunum fá að kenna á illum áhrifum streitunnar, heilsa þeirra er verulega slæm. Sér- fræðingar likja ástandinu við uppgjafarmóral hjá hermönnum i styrjöld. Einkennin eru þreyta og vonleysi, úrræðaleysi og tauga- spenna, hár blóðþrýstingur, magasár, hjarta- og nýrnasjúk- dómar, taugaveiklun, drykkju- sýki og jafnvel ofnotkun lyfja. Þá vita vist allir hvað kennarar þurfa að þola i nútima skólum, og varla annað liklegt en svipaða sögu sé að segja frá islenskri kennarastétt. Það er þvi varla furða þótt kennarar sæki stift inn i blaðamannastétt. Læknar hafa áhyggjur af þvi aö slæm heilsa kennara, leiöi til þess aö ungt fólk sæki i allt annaö en kennslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.