Vísir - 03.11.1981, Page 9
Þriöjudagur 3. nóvember 1981
9
vísm
1981 (104. löggjafarþing) — 10. mál
Nd. 10. Frumvarp til laga
um héraðsútvarp.
Flm.: Benedikt Gröndal, Ámi Gunnarsson.
1. gr.
Héraðsútvarp fer fram á vegum sjálfseignarstofnana á þann hátt sem greinir í lögum
þessum.
Útvarpa má eingöngu á örbylgjum (FM), sem Landssími íslands leyfír.
Héraðsútvarp skal háðöllum þeim ákvæðum útvarpslaga, nr. 19/1971, sem við geta átt.
2. gr.
Héraðsútvarp einbeitir sér að efni, sem framleitt er í viðkomandi héraði eða snertir það
sérstaklega. Það leggur áherslu á staðbundnar fréttir og auglýsingar, en má ekki flytja það
efni á sama tíma og fréttir eða auglýsingar em fluttar í Ríkisútvarpinu.
Héraðsútvarp má vera helgað sérstöku efnisvali, enda brjóti það ekki í bága við út-
varpslög.
Héraðsútvarpi er heimilt að endurvarpa eins miklu af dagskrá Ríkisútvarpsins og það
óskar án endurgjalds, og skal það ekki hafa áhrif á greiðslutaxta útvarpsins fyrir efni.
Ríkisútvarpinu er heimilt að útvarpa hverju því af efni héraðsútvarps, sem það óskar, án
sérstaks endurgjalds. Þó skal Ríkisútvarpið greiða höfundum og flytjendum mismun á
greiðslutaxta héraðsútvarps og þess sjálfs fyrir aðfengið efni.
3. gr.
Stofnanir héraðsútvarps geta verið fleiri en ein á hverju sva?ði.
Héraðsútvarpi stýrir héraðsútvarpsráð skipað sjö mönnum. Það fer með alla stjóm
stofnunarinnar, þar á meðal dagskrárstjóm.
Stjómir sveitarfélaga, sem samþykkja aðild og sendistöð nær til, kjósa sex stjómarmenn
og hafa atvkæðamagn í hlutfalli við íbúafjölda. Útvarpsráð kýs cinn stjómarmann. Hér-
aðsútvarpsráð kýs sér formann, varaformann og ritara.
Sveitarstjómir geta falið samtökum einstaklinga rekstur héraðsútvarpsstöðvar, og gilda
þá sömu ákvæði um stjóm og lög þessi að öðru leyti.
Menntamálaráðherra setur reglugerð um kosningu og störf héraðsútvarpsráða.
4. gr.
Sveitarstjórnir skulu á þriggja ára fresti endumýja ákvarðanir um héraðsútvarp. Sé það
gert skal á ný kosið til héraðsútvarpsráðs.
Berist menntamálaráðherra rökstuddar kvartanir um hlutdrægni héraðsútvarps er hon-
um heimilt að veita viðkomandi stofnun áminningu. Berist ítrekaðar kvartanir og sé rök-
studd ástæða til að ætla sex mánuðum síðar að gróf hlutdrægni haldi áfram getur ráðherra
svipt viðkomandi stofnun útvarpsleyfi.
5. gr.
Héraðsútvarpsráð ræður framkvæmdastjóra fyrir héraðsútvarp. Hann racður annað
starfsfólk að fenginni umsögn ráðsins.
1 meira en fjögur ár hefur
verið stööug umræöa um
nauðsyn þess að bæta útvarp og
sjónvarp hér á landi. Fjöldi
manna hefur lagt til að útvarps-
rekstur verði gefinn frjáls, og
nokkrir fjölmiðlar hafa tekið
undir það. Þessi krafa hefur
hins vegar að mestu mætt and-
stöðu hjá þeim aðilum, sem eitt-
hvað geta gert i málinu.
1 haust varð hins vegar breyt-
ing á. Fleiri og fleiri þingmenn
og embættismenn, og jafnvel út-
varps- og sjónvarpsmenn, fóru
að tala um að „eitthvað” þyrfti
að gera i málinu. Tvær nefndir
voru settar á laggirnar önnur til
að endurskoða útvarpslögin, og
hin tíl að skoða vídeómálin.
Frumvarp var lagt fram á
Alþingi um stofnun héraðsút-
varpsstöðva.
Hvað olli þessari stökkbreyt-
ingu? Voru fylgjendur frjáls út-
varpsreksturs loksins búnir að
sannfæra alla um gildi máls-
staðar sins? Hafði umræðan þá
borið árangur?
Ekki aldeilis. öll góðu rökin
og samanburðurinn við
reynsluna i Utlöndum höfðu li'tið
sem ekkert að segja. Mennimir
sem eru réttkjörnir fulltrUar
folksins til að fara með stjórn
landsins, létu nauðga sér til að
gera eitthvað i málinu. Þeir
tóku ekki við sér fyrr en þeir
sáu, heyrðu og lásu i fjölmiðl-
um, að fólki i landinu ætiaði
ekkert að biða eftir þeim. A
skömmum tima var fólkið bUið
að koma á ftít eigin kerfum til
dreifingar á sjónarpsefni og
dreifing á útvarpsefni eftir
þessum kerfum var skammt
undan. Linur voru lagðar i hús
og milli húsa, og heilu bæjar-
félögin voru byrjuð að skipu-
leggja stór sameiginleg kerfi.
Fjögurra ára umræða um
nauðsyn endurskoðunar á út-
varpslögunum hafði ekkert að
segja. St jórnmálamennirnir
tóku ekki við sér fyrr en fólkið
var byrjað að framkvæma það
sem þeir áttu að hafa fjallað um
fyrir löngu.
Fyrir st jórnmálamönnum
þessa lands virðist það helst
vaka að hafa yfirráð yfir sem
flestum gerðum landsmanna.
Meðan þeir höfðu rikisútvarpið,
og sína varðhunda þar til að
gæta hagsmuna, þá voru þeir-
ánægðir með ástand útvarps-
mála. Kröfur nokkurra manna
úti ibæ um, að einokun rikisút-
varpsins skyldi aflétt, þýddi
aðeins minni möguleika á að
geta stjórnað þeim áhrifariku
fjölmiðlum, sem útvarp og sjón-
varp eru.
En hvað um þessa menn ilti i
bæ, sem vildu gefa rekstur út-
varpsstöðva frjálsan? Voru þeir
aðeins að tala fyrir eigin hags-
munum? Vildu þeir fyrst og
fremst geta fengið að reka eigin
útvarpsstöðvar, og fá þannig
hlut i valdakökunni? Nei, þessir
menn endurrómuðu ekki bara
skoöanir fámenns hóps, heldur
vilja fólksins. Þeir fundu
persönulega, að útvarp og sjón-
varp mátti bæta, og þeir fundu
það meðal fólksins, sem þeir
töluðu við. En þeir töluðu fyrir
tómum eyrum. Mennirnir
réttkjörnu sem starfa i umboöi
almennings, heyrðu ekki radd-
irnar, sem vildu taka frá þeim
valdatækið.
Hinir réttkjör.nu heyrðu ekk-
ert og sáu ekkert, fyrr en þvi
var núið um nasimar á þeim.
Þá sáu þeir, sér til skelfingar,
að almenningur ætlaði aö starf-
rækja útvarps- og sjónvarps-
stöðvar án yfirstjórnar, án af-
skipta, án reglugerða, án hafta
og banna, og án þess aö stjórn-
málaflokkunum væri tryggð
áhrif í þeim. Við svo búið var
ekki hægt að una. Nefndir voru
stofnaöar i hvelli, einn flokks-
formaðurinn sagði, að videó-
málið mundi verða eitt
aöalmáliö á þingi, og nú heyrist
varla sá abyrgur stjórnmála-
maður sem ekki telur að einok-
un rikisútvarpsins verði aflétt.
Gott og vel. Hinir réttkjörnu
fulltrúar þjóðarinnar hafa tekið
við sér. Þeir sjá, að við svo búið
gengur þetta ekki. Þeir hafa
opnaö sig fyrir hugmyndum um
fjölgun útvarpsstöðva, dagskrá
að skapi fólksins og þjónustu-
hlutverk slikra stöðva. En sú
staðreynd að þeir þurftu að láta
nauðga sér til að opna augun,
hryggir unnendur lýöræðis. Er
valdaþörfin svo mikil, að skyn-
samleg umræða um aö fella
niður einokun rikisins á útvarpi
fær ekki hljómgrunn? Er ekki
hægt að hlusta á rödd fólksins?
Þarf almenningur að taka lögin
i sinar hendur til að fá einhverju
breytt?
Enginn skyldi halda, að
fulltrúar þjóðarinnar á þingi
taki viö sér nú fyrst og fremst til
að tryggja betra útvarp. Þeir
eru fyrst og fremst að bjarga
eigin skinni. Þeir eru að vinna
að lagasetningu til að tryggja
völd sfn yfir þessum fjöl-
miðlum, og til aö bjarga andlit-
inu gagnvart kjósendunum.
Þeir geta ekki hugsað sér að
hafa. ekki itök i þessum
stöðvum.
Fulltrúar þjóðarinnar á þingi
eru ekki endilega vondir menn.
,/Fjögurra ára umræða
um nauðsyn endur-
skoðunar á útvarpslögun-
um hafði ekkert að segja.
Stjórnmálamennirnir
tóku ekki við sér fyrr en
fólkið var byrjað að
framkvæma það, sem
þeir áttu að hafa fjallað
um fyrir löngu", segir
Ólafur Hauksson meðal
annars i meðfylgjandi
grein, er fjallar um þær
breytingar, sem eru að
verða á tilhögun dreif-
ingar sjónvarpsefnis og
fleira.
Þeir eru bara gegnsýrðir af
þeim hugsunarhætti, aö hið
opinbera sé betur hæft til að
framkvæma eitthvað heldur en
aðrir. Rikið starfrækir fjöldann
allan af fyrirtækjum og stofnun-
um, sem helst eiga það sam-
eiginlegt að kosta skatt-
greiðendur peninga. Sambæri-
,leg fyrirtæki og stofnanir i sömu
starfsgreinum komast af með
minni mannafla og gefa meira
af sér. Rikisútvarpið er eitt af
áðurgreindum rikisfyrirtækj-
um. Erlendis komast sambæri-
legar útvarps- og sjónvarps-
stöðvar af meö minni mannafla
en Rikisútvarpið, og þurfa ekki
á höllum að halda undir starf-
semi sina.
Allar tillögur og hugmyndir
stjómmálamanna umað aflétta
einokun á útvarpi og sjónvarpi
eru góðra gjalda verðar. En
sannið til, þær eru, og verða,
allar sama markinu brenndar.
Þær miðast við að þessir annars
mætu menn hafi töglin og hagld-
irnar i þessum stöövum. Þær
miðast ekki við óskir og þarfir
fólksins. Þvi miður.
MENNIRNIR SEM HEYRDU
FtfKFRT lUS CAII EtftfERT
cnncni uu ohu cimcni