Vísir


Vísir - 03.11.1981, Qupperneq 27

Vísir - 03.11.1981, Qupperneq 27
Ný skáldsaga eftir Guðmund Hagalín Út er komin ný skáldsaga eftir Guðmund Gislason Hagalin. Nefnir hann þessa nýju bók sina ÞAR VERPIR HVÍTUR ÖRN og hittist svo á að hún kemur út rétt um þær mundir sem 60 ár eru lið- in frá þvi að fyrsta bók þessa aldna ritjöfurs kom fyrir almenn- ings sjónir, Blindsker 1921. Eru þær orðnar nokkuð margar per- sónurnar sem Hagalin hefur skapað á þessum 6 áratugum og mörgum Islendingnum er hann búinn að skemmta á þessum tima með sinni snjöllu og sérkennilegu frásagnarlist. Um þessa nýju skáldsögu Hagalins segir svo i bókarkynn- ingu: „Fjörleg frásögn, snilldarleg samtöl og umfram allt kimni eru einkenni þessarar bókar. Hagalin bætir enn við þann fjölskrúðuga persónugrúa sem hann er búinn að lýsa á 60 ára ritferli. Hér er það Hreggviður sóknarnefndar- formaður, kona hans Arnkatla og skoski presturinn sem risa upp af blaðsiðunum i fullu fjöri, og auk þess margar aukapersónur. Sag- an gerist á striðsárunum, fólkið er farið að hugsa nokkuð nútfma- lega. Hagalin er sannarlega ekki að prédika neitt i þessari sögu, en Jiann er að sýna. Hann sýnir hér mynd af heilu byggðarlagi, og það er engin þokumynd.” Þar verpir hvitur örner 158 bls. að stærð. Bókin er unnin i Prent- stofu G. Benediktssonar og Fé- lagsbókbandinu. Útgefandi er Al- menna bókafélagið. Stóra Bomban — bók um söguleg og hatröm stjórnmálaátök á ts- landi Bókaútgáfan örn og örlygur h.f. hefur sent frá sér bókina Stóra Bomban, eftir Jón heitinn Helgason ritstjóra en hann haföi nýlokið viö frágang bókarinnar er hann lést. Bókin ber sama heiti, og ein- hver frægasta blaðagrein, sem birst hefur á tslandi, en hana skrifaði Jónas Jónsson frá Hriflu i upphafi einhverra hatrömmustu átaka, sem átt hafa sér stað i is- lenskum stjórnmálum. Atök þau er bókin fjallar um gerðust kring- um 1930, en þá var Jónas Jónsson lýstur geðveikur af Helga Tómas- syni, þá nýskipuðum yfirlækni á Nýja-Kleppi, og tóku fleiri læknar undir með honum. Jónas brá við hart og hóf gagnsókn — Jón Helgason rekur þessa baráttu i bók sinni Stóra Bomban og dreg- ur þar fram i dagsljósið ýmislegt, sem ekki hefur áður komið fram i málinu, fjallar um orsakir og af- leiðingar þessarar miklu deilu, svo og áhrif hennar á islensk stjórnmál fyrr og siðar. I bókinni eru fjölmargar ljósmyndir af mönnum, sem við söguna koma, svo og teikningar úr Speglinum frá þessum tima, en vitanlega hafði hann sitthvað til málanna að leggja. Stóra Bomban er sett, umbrotin og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli h.f. Káputeikning er eftir Sigurþór Jakobsson. Salómon svarti og Bjartur Þegar bókin um Salómon svarta og Bjart kom fyrst út fyrir tuttugu árum naut hún vinsælda meðal barna og unglinga. Bókin hefur verið ófáanleg i mörg ár, en nú hefur hún verið endurútgefin. Höfundur bókarinnar er hinn k'unni barnabókahöfundur, Hjört- ur Gislason. I bókinni er sagt frá ýmsum ævintýrum sem bræðurnir Fii og Fói lenda i ásamt þeim félögum Salómoni og Bjarti. Salómon er hrútur en Bjartur er hrafn, hvitur hrafn sem þeir bræöur og félagar þeirra finna og ala upp. Viðskipti krakkanna og dýranna við Láka löggu eru óborganlega skemmti- leg. Þetta er hollt lesefni, bæöi fyrir börn og fullorðna, þvi hér er skemmtilega sagt frá og kimnin og lifsgleöin situr i fyrirrúmi. Fjölmargar teikningar eftir Halldór Pétursson listmálara prýða bókina. Útgefandi er Bóka- forlag Odds Björnssonar á Akur- eyri. Barnið í Betlehem T~k Sldilwn Barnið i Betlehem Bókaútgáfan Salt h.f. hefur sent frá sér bókina Barnið i Betlehem. Hefur hún að geyma endursögn á fæöingu Jesú Krists i Betlehem. Frásögnin er einföld og hrifandi og margar litmyndir prýða bók- ina. Textinn er eftir Jenny Roberts- son og myndirnar teiknaði Sheila Bewley. Karl S. Benediktsson þýddi. Bók þessi kom fyrst út i Englandi árið 1977. tslenski text- innersetturherlendisen bókin aö ööru leyti prentuð i Bretlandi i samvinnu margra þjóða. Ætia má að hér sé um aö ræöa bók sem öll fjölskyldan getur les- ið saman á jólunum. 27 FREEPORTKLÚBBURINN Opinn félagsfundur Freeportsk/úbbsins Ný áfengismálastefna? Nú iiggur fyrir Alþingi að móta nýja áfengis- málastefnu. Freeportklúbburinn hefur fengið til að hafa framsögu á fundinum alþingismennina/ Árna Gunnarsson, Halldór Ásgrímsson, Helga Seljan og Friðrik Sófusson. Á eftir framsöguræðum verða aimennar um- ræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir og hefst kl. 20.30 í Vikingasal Hótel Loftleiða fimmtudaginn 5. nóv. n.k. Stjórnin verslun að Smiðjuvegi 8 Kópavogi Húsgögn — Innréttingar _ _ r- Avallt eitthvað nýtt í Nyborgá? ÞAR SEM ALLIR URRU ÚGNARLEGA GLAÐIR Það er að sjá eins og menn hafi verið eitthvað rykaðir eftir landsfundarhófið, þegar sið- degisblöðin tóku þá taliá mánu- dagsmorgun til að ræða viö þá um niðurstöður kosninga á 1 a n d s f u n d i n u m . Geir Haligrimsson var mjög glaður að fá atkvæði tveggja þriöju landsfundarfulltrúa. Friðrik Sóphusson var afskapiega glað- ur yfir að vera kosinn varafor- maður m.a. með öllum atkvæð- um fylgismanna dr. Gunnars Thoroddsen. Og dr. Gunnar Thoroddsen var sérlega glaöur yfir að Friðrik Sophusson skyldi ná kjöri varaformanns. Þannig keppast menn við aö fara af landsfundi i sem glöðustu skapi, og er það nokkur nýlunda að lýst skuli yfir slíkri yfirtaks mikilli gleði allra aðila, bæði þeirra sem eru i rikisstjórn og hinna sem eru i stjórnarandstöðu. „Voöalega er skemmtilegt á Hólnum” var kveöiö i eina tið. Þrátt fyrir þetta má vænta þess.liegar landsfundargleöinni lýkur, að menn vakni á nýjan leik upp til margvfslegra reikningsskila. Gleðin er nefni- lega ekki eins mikil i Sjálf- stæöisflokknum og yfirlýsingar- arnar gefa til kynna. Það helsta sem hefur gerst er, að stór hóp- ur svonefndra miðjumanna, sem veit ekki i hvorugan fótinn þeir eiga að stiga flokknunt til bjargar, ákvað aö framlengja pólitiska kvöl flokksins án nokk- urra frekari deyfilyfja en þeirra, sem fengust I lokahóf- inu. Þessir miðjumenn komu til landsfundar eins og hvert annað Steinway-pianó, sem einstakir menn fengu að spila á aö vild. Og það var svo sannarlega spilað og sungið, eins og dæmin sanna. Flokkurinn stendur jafn- nær eftir, nema nú lifa menn i fullri vissu þess aö Geir Hall- grímsson var ekki felldur. Miðjumenn unnu það afrek aö konta manni I varaformanns- embætti, sem dr. Gunnar Thoroddsen kallar allt aö þvi liðsmann sinn, eftir aö rikis- stjórnarliðiö mærði hann atkvæðum sinum. Sjálfur er varaformaðurinn svo háöur kosningasigri sínum og þeim aðilum, sem báru hann fram til sigurs, aö hann telur sig miöju- mann og sáttaaðila f flokknum. Það verður fagnaðarefni fyrir Geir að tala gegn rikisstjórinni úr þessu með fætur varafor- mannsins upp i sér, ýmist hægra eða vinstra megin — eftir atvikum. Auðvitað var ljóst, strax og til landsfundar kom, að miðju- menn mundu ráða þar flestu um framvindu mála. Búast má við aö Ragnhildur Helgadóttir hafi verið með þaö miklum póli- tiskum sönsum, að hún hafi ekki biölaö til þeirra sérstaklega. Það geta aftur á móti þeir, sem eru skoöanalausir i pólitik. En sem sagt: Þaö er voöalega gaman i Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir, fyrst Geir er ánægöur yfir að vera ekki felld- ur, Gunnar gleðst yfir þvi að geta setiö samtimis i Sjálf- stæöisflokknum og rikisstjórn og Friðrik er glaöastur allra yfir miðjumannshlutverki sinu, reiðubúinn til þurftaverka og skapandi hugsjónalifs fyrir flokkinn. Svó þarf ekki annaö en dr. Gunnar hrökklist frá völdum eftir að flotinn er sigldur I land fyrirfullt og allt, niðurtalningin er oröin að upptalningu og nýjar gengisskráningar komnar með veröbólguna upp i sextiu stig. Þá kemur timi miöjumanna að halda flokknum saman og taka hina sáru og móðu ráðherra I sátt. Þá verður Sjálfstæðis- flokkurinn aftur kominn með hið stóra höfuð og landiö getur tekiö til við að hjarna við að nýju — eöa hvað? Sjálfstæöisflokknum viröist áskapað að geta ekki losnað við meinsemdir sinar. Hann er nú þegar orðinn að tveimur flokkum, en miðjumenn sjá svo til að hann haldi áfram að halda sameiginlega landsfundi, þótt flokkarnir verði þrir i honum einum. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.