Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 1
Síðasta tækni
og vísindi
Sigurður Richter hættir með lang-
lífasta sjónvarpsþáttinn | Fólk
Íþróttir | Bjarni Þór Viðarsson velur úr tilboðum
Dani til reynslu hjá FH-ingum Fasteignir | Mold –
drottning lífsins Kæti og kliður í fjölbýlishúsum
TALSMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu
í gær að það hefði verið fólskuleg árás á
liðsmenn gæzluliðs SÞ í Kosovo sem kom
af stað skotbardaga þar á laugardag sem
endaði með því að tveir bandarískir lög-
regluþjónar og einn lögreglumaður frá
Jórdaníu lágu í valnum.
Skotbardagann kvað hafa borið að með
þeim hætti að er hópur fangavarða, flest-
ir bandarískir lögreglumenn, var að aka
út úr fangelsi í Kosovska Mitrovica í
norðurhluta Kosovo hóf Jórdaninn skot-
hríð að bílunum. Auk þeirra sem féllu
særðust aðrir tíu Bandaríkjamenn og
einn Austurríkismaður. Tveir hinna
særðu voru þungt haldnir í gær.
Fljótlega eftir atvikið var greint frá því
að deilur um hernám Íraks hefðu verið
kveikjan að því, en á blaðamannafundi í
gær neituðu fulltrúar SÞ að tjá sig nánar
um tildrögin. Engu yrði slegið föstu um
ástæðurnar fyrr en að rannsókn lokinni.
Fram kom hjá yfirmanni löggæzluliðs SÞ
í Kosovo, Stefan Feller, að þarna hefði
verið gerð fólskuleg árás á gæzluliðs-
menn. „Þetta er sorgardagur í sögu frið-
argæzlu á vegum SÞ,“ sagði hann.
„Fólskuleg
árás“ á gæzlu-
liðsmenn SÞ
Pristina. AFP.
Stefan Feller, yfirmaður lögregluliðs SÞ.
JOSÉ Luis Rodriguez Zapatero, nýr
forsætisráðherra Spánar, lét í gær
það verða eitt fyrsta embættisverk
sitt að fyrirskipa spænska herliðinu
sem tekið hefur þátt í hernámi Íraks
að búa sig til heimferðar eins fljótt
og auðið verður.
Sagði hann að ekki væri útlit fyrir
að forsendur fyrir áframhaldandi
veru spænsku hermannanna í Írak
yrðu uppfylltar, en hann hafði lýst
því yfir strax í kosningabaráttunni
fyrir þingkosningarnar 14. marz að
liðið yrði kallað heim nema Samein-
uðu þjóðirnar tækju við yfirstjórn
uppbyggingarstarfsins í Írak fyrir
júnílok. Þá rennur sá tími út sem
fyrri ríkisstjórn hafði skuldbundið
spænska hermenn til þátttöku í her-
námsliðinu sem Bandaríkjamenn
fara fyrir.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, lýstu á föstudag yfir vilja
til að SÞ tækju við leiðandi hlutverki
við að færa völdin í Írak í hendur
bráðabirgðastjórnar heimamanna,
sem áformað er að gerist um mán-
aðamótin júní-júlí. Yfirlýsingin var
augsýnilega ætluð til að telja ráða-
menn landa eins og Spánar á að
ákveða að halda áfram þátttöku.
Zapatero greindi frá ákvörðuninni
í sjónvarpsávarpi, en hann sagði
ekkert nánar um tímaramma brott-
flutnings þeirra 1.300 spænsku her-
manna sem nú eru í Írak, en að sögn
embættismanna má reikna með því
að hann taki um 50 daga.
Talsmenn Hvíta hússins lýstu því
yfir að Bandaríkjastjórn mundi
halda áfram nánu samstarfi við
Spánarstjórn í baráttunni gegn
hryðjuverkum, þrátt fyrir vonbrigði
með ákvörðunina.
Tíu Bandaríkjamenn falla
Átök milli hernámsliðsins og upp-
reisnarmanna héldu áfram í Írak um
helgina. Tíu bandarískir hermenn
voru sagðir hafa fallið í nokkrum
árásum á laugardag og sunnudag.
Reynt var áfram að semja við rót-
tæka sjíaklerkinn Moqtada Sadr.
Spænskir hermenn
kallaðir heim frá Írak
Bagdad. AFP.
Palestínumenn sem þátt tóku í útför Hamas-
leiðtogans Abdel Aziz Rantisis í Gazaborg í
gær henda hér blómum að líkkistu hans er hún
var borin eftir götum borgarinnar. Gríðar-
legur mannfjöldi fylgdist með útförinni og tók
þátt í mótmælum gegn Ísraelsstjórn og stuðn-
ingi Bandaríkjastjórnar við aðgerðir hennar.
Talsmenn Hamas og fleiri samtaka Palestínu-
manna hétu „eldgosi hefnda“ gegn Ísraelum
eftir víg Rantisis, en hann var ráðinn af dög-
um með eldflaugaárás úr ísraelskum herþyrl-
um á bíl hans síðla laugardags. /13
Herskáir Palestínumenn hóta „eldgosi hefnda“
Reuters
LOFTLEIÐIR Icelandic standa
nú m.a. í viðræðum við ísraelska
flugfélagið Israir um leigu á þotu
til farþegaflugs milli Tel Aviv og
New York. Hefur félagið að und-
anförnu gengið frá nokkrum nýj-
um samningum sem standa eiga
fram á næsta vetur og er velta
þeirra nærri þrír milljarðar króna.
Sigþór Einarsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir
samninga við Israir á lokastigi,
meðal annars sé verið að ganga frá
ýmsum öryggisatriðum og samn-
ingstíma sem hann segir að verði
líklega hálft ár. Israir hyggst
fljúga þrisvar í viku milli Tel Aviv
og New York og nota B767-300-
þotu frá Loftleiðum sem félagið
leigir með flugmönnum og einni
flugfreyju. „Við erum okkur með-
vitandi um að óróleiki er á þessu
svæði en ísraelskum flugfélögum
er gert að starfa eftir stífum ör-
yggiskröfum sem þetta flug okkar
fellur undir. Við erum að vinna að
undirbúningi málsins í samvinnu
við viðkomandi flugmálayfirvöld og
stéttarfélög,“ segir Sigþór. Þotan
hefur verið í verkefni fyrir Volare á
Ítalíu en verður laus í byrjun júní
og fer í nýja verkefnið um miðjan
mánuðinn.
Sigþór Einarsson segir Loftleið-
ir vera með 6 þotur í verkefnum um
þessar mundir. Þeim fækki í sumar
en fjölgi aftur í 7–8 með haustinu.
Segir hann félagið hafa að undan-
förnu gengið frá samningum, m.a.
fyrir TUI, alþjóðlega ferðaskrif-
stofu, og verður flogið fyrir hana út
frá Belgíu til Karabíska hafsins.
Standi þeir samningar fram á
næsta vetur og sumir út veturinn.
Loftleiðir Icelandic hafa samið um flug fyrir tæpa þrjá milljarða út árið
Fljúga milli Tel Aviv og
New York fyrir Israir
STOFNAÐ 1913 106. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
BREZKIR vísindamenn vonast til að rann-
sóknir á því hvernig nýfædd lömb tempra
líkamshita sinn kunni að leiða til þróunar
nýrra aðferða sem hjálpi mönnum í barátt-
unni við aukakílóin.
Teymi vísindamanna við Imperial Coll-
ege í Lundúnum telur að það kunni að vera
mögulegt að eiga við efnaskiptaferlið sem
stýrir því hvernig ein gerð fitu breytist í
aðra. „Með því að endurvirkja brúnu fituna
gætum við létzt án þess að hafa neitt fyrir
því,“ hefur BBC eftir Michael Lomax, sem
stýrir rannsókninni. Lömb halda á sér hita
með því að brenna brúnni fitu en þegar þau
eldast breytist hún í venjulega hvíta fitu.
Endurvirkja
brúnu fituna
♦♦♦
Íþróttir og Fasteignablað