Morgunblaðið - 19.04.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ekkert að þakka mr. Bush, sláðu bara á þegar þú ferð aftur í stríð.
Fundur um jafnréttislöggjöfina
Ástæða til
endurskoðunar?
Landssamband sjálf-stæðiskvenna efnirtil hádegisverðar-
fundar á efri hæðinni í
Iðnó, á morgun, þriðju-
daginn 20. apríl, kl. 12. Á
fundinum verður rætt um
jafnréttislöggjöfina.
„Gestir geta því slegið
tvær flugur í einu höggi,
fengið sér góðan hádegis-
verð í fallegu umhverfi og
hlustað á málefnalegar
umræður á meðan. Fund-
urinn er öllum opinn og
við hvetjum áhugasama til
að mæta. Á fundinum
munu þrír frummælendur
fjalla um það hvort ástæða
sé til að endurskoða jafn-
réttislöggjöfina og að máli
þeirra loknu taka við líf-
legar umræður,“ segir
María Sigrún Hilmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna, en hún
svaraði nokkrum spurningum
Morgunblaðsins í tilefni fundar-
ins.
Hvert er efni fundarins nánar,
hver er yfirskriftin og hvað felst í
henni?
„Yfirskrift fundarins er: Á jafn-
réttislöggjöfin rétt á sér? Í kjöl-
far þeirrar heitu umræðu sem
orðið hefur í þjóðfélaginu á und-
anförnum dögum varðandi ein-
stök ákvæði jafnréttislöggjafar-
innar hefur Landssamband
sjálfstæðiskvenna ákveðið að
efna til þessa fundar og fara að-
eins ofan í kjölinn á þessum mál-
um.“
Hvert er tilefni þessa fundar,
hverjar eru áherslur hans, hvaða
spurningum verður leitast við að
svara og hvað verður helst bent
á?
„Í umræðunni undanfarna
daga hefur m.a. verið bent á að
þrátt fyrir jafnréttislöggjöfina
standi konur enn frammi fyrir
kynbundnum launamun á vinnu-
markaðnum, auk þess sem karlar
eru enn í miklum meirihluta í
æðstu stjórnunarstöðum og emb-
ættum. Jafnréttislöggjöfinni er
m.a. ætlað að breyta þessari
stöðu í jafnræðisátt meðal
kynjanna og af þeim sökum er
rétt að spyrja hvort við þurfum að
skerpa betur á löggjöfinni, án
þess þó að gripið verði til þess úr-
ræðis að setja á kynjakvóta á
kostnað hæfniskröfunnar. Það
hversu seint virðist ganga að
koma á fullu jafnræði á meðal
kynjanna hefur enn fremur verið
haft til marks um gagnsleysi lög-
gjafarinnar og að fara þurfi aðrar
leiðir. Fundinum er þannig ætlað
að leita svara við því hvort jafn-
réttislöggjöfin eigi rétt á sér í nú-
verandi eða einhverri annarri
mynd.“
Hverjir verða með erindi á
fundinum og hvert verður inni-
hald þeirra erinda?
„Frummælendurnir verða þrír.
Auk þess sem fulltrúi úr stjórn
Heimdallar greinir frá ályktun fé-
lagsins gegn jafnréttislöggjöfinni
og þeim rökum sem
þar liggja að baki
greinir Margrét Ein-
arsdóttir, lögmaður og
varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins,
frá viðhorfi sínu með jafnréttis-
löggjöfinni og að því loknu tekur
Sigríður Anna Þórðardóttir, al-
þingismaður og verðandi ráð-
herra, við. Helga Guðrún Jónas-
dóttir, formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna, mun síðan
stjórna pallborðsumræðum, og
eigum við von á líflegum um-
ræðum.“
Hvað er annars um Landsnet
sjálfstæðiskvenna að segja,
hversu sterk samtök eru þau og
hvert er hlutverk þeirra?
„Landsnet sjálfstæðiskvenna
var stofnað nýlega að frumkvæði
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna sem samskiptanet opið
öllum þeim sem aðhyllast sjálf-
stæðishugsunina og vilja vera í
stjórnmálum á forsendum aukins
jafnréttis kynjanna og einstak-
lingsfrelsis. Að því geta því komið
bæði einstaklingar og félagasam-
tök, þvert á félagaskiptingu Sjálf-
stæðisflokksins, en auk þess sem
upplýsingatæknin verður nýtt til
hins ýtrasta verða fundir, ráð-
stefnur, námskeið og margt fleira
í boði á vegum þess. Konur koma
mjög víða að starfi Sjálfstæðis-
flokksins í fulltrúaráðum flokks-
ins, miðstjórn, félögum ungra
sjálfstæðiskvenna sem og ungra
sjálfstæðismanna og svo mætti
lengi telja. Með Landsnetinu höf-
um við því skapað einn sameig-
inlegan vettvang fyrir konur,
óháð því hvar eða hvernig þær
koma að strafi á vegum flokks-
ins.“
Hvert er hlutverk þitt sem
framkvæmdastjóra Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna?
„Hlutverk mitt er að sjá um og
útfæra reglulega viðburði á veg-
um bæði Landssambandsins og
Landsnetsins. Þar má helst nefna
hina vikulegu spjallfundi sem
Landsnetið stendur fyrir hvern
laugardag á Hótel Borg kl. 16.
Svo efnir Landssambandið einnig
til opinna málfunda þar
sem sérstök málefni
eru tekin fyrir líkt og
gert verður á fundinum
um jafnréttislöggjöfina
á þriðjudaginn. Jafn-
framt er ný heimasíða í burðar-
liðnum og þegar hún verður kom-
in í gagnið mun ég sjá um að finna
efni í samráði við ritstjórn og
uppfæra síðuna reglulega. Fyrir
utan þetta sé ég svo um daglegan
rekstur skrifstofu Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna, undirbý
stjórnar- og framkvæmdastjórn-
arfundi og held utan um kynning-
arstarfið og annað tilfallandi.“
María Sigrún Hilmarsdóttir
María Sigrún Hilmarsdóttir
fæddist í Reykjavík 30. júní 1979.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár-
ið 1999 og BA-gráðu í hagfræði
og fjölmiðlafræði frá Háskóla Ís-
lands árið 2002. Hún hefur m.a.
unnið hjá Hagfræðistofnun Há-
skóla Íslands, Flugfélagi Íslands
og Samtökum atvinnulífsins með
náminu. Nú starfar María hjá
Verslunarráði Íslands jafnframt
því að gegna stöðu framkvæmda-
stjóra Landssambands sjálf-
stæðiskvenna. María er ógift og
barnlaus.
Fundinum er
þannig ætlað
að leita svara
LANDSSAMBAND kúabænda
fagnar í ályktun sem samþykkt var á
aðalfundi þess um helgina að stokka
eigi upp fagþjónustu landbúnaðarins
með stofnun Landbúnaðarháskóla
Íslands. „Fundurinn leggur til að
Hagþjónusta landbúnaðarins verði
sameinuð hinni nýju stofnun og verði
þannig kjarni hagfræðilegas fag-
starfs í landbúnaði, segir í einni
ályktun fundarins.
Í annarri ályktun er lögð áhersla á
að hraðað verði gerð nýs samnings
um starfsskilyrði mjólkurframleiðsl-
unnar. Tekur fundurinn undir tillögu
sem fram hafi komið í skýrslu um
stöðumat og stefnumótun í fram-
leiðslu þar sem segir að næsti mjólk-
ursamningur verði gerðir á sömu
grundvallarforsendum og gildandi
samningur. Þá er ítrekuð ályktun frá
síðasta aðalfundi um stuðning
stjórnvalda við nautakjötsfram-
leiðslu.
Í ályktun um meðferð trúnaðar-
gagna er því beint til Bændasamtaka
Íslands að settar verði skýrar reglur
um meðferð upplýsinga sem safnað
er á kennitölugrunni í landbúnaðar-
kerfinu. „Jafnframt telur fundurinn
nauðsynlegt að endurskoða birtingu
upplýsinga sem tengjast einstökum
lögbýlum, s.s. úr kynbótaskýrslu-
haldinu. Nauðsynlegt er að einstakir
bændur geti beðist undan birtingu
upplýsinga um þeirra bú.“
Hagþjónusta landbúnaðarins
fari í Landbúnaðarháskólann