Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 32
DAGBÓK
32 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Goðafoss og Arctic
Swan koma í dag. Freri
fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Hanseduo
og Polar Siglir koma í
dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10, kl. 14 fé-
lagsvist. Hársnyrting,
fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 10
söngstund, kl. 13–16.30
smíðar, útskurður, kl.
13–16.30 handavinna,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–16 handavinna, kl. 9–
12 bútasaumur, kl. 10–
11 samverustund, kl.
13–16 bútasaumur, kl.
13.30 dans.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð kl. 10.
Skrifstofan er opin í
dag kl. 10–11.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 leikfimi,
kl. 13 brids.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin,
kl. 11–11.30 leikfimi.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9–
12, opin vinnustofa, kl.
9–16.30, félagsvist kl.
13.30.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Dval-
arheimilinu Hlaðhömr-
um. Kl. 16 spænsku-
námskeið.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kvenna-
leikfimi kl. 9.30, kl.
10.20 og kl. 11.15, pílu-
kast kl. 13. Opið í
Garðabergi kl. 13–17.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, pútt í Hraunseli
kl. 10–11.30, mynd-
mennt kl. 10, tréút-
skurður kl. 13, fé-
lagsvist kl. 13.30,
kóræfing Gaflarakórs-
ins kl. 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag
kl. 13.. Handment kl.
13.30. Línudanskennsla
fyrir byrjendur kl. 18.
Danskennsla í sam-
kvæmisdönsum fram-
hald kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, kl. 9.30 sund og
leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug, dans kl.
15.15.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–17 handavinna,
kl. 9.30 gler og postu-
lín, kl. 13 skák, kl. 20
skapandi skrif. Kl. 9–17
myndlistasýning.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
10 ganga, kl. 11 boccia,
kl. 13 brids og búta-
saumur, kl. 20.30 fé-
lagsvist.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulín, keramik og
fótaaðgerð, kl. 10
bænastund, kl. 13.30
skrautskrift, kl. 13 hár-
greiðsla, kl. 13.30
skrautskrift.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 og kl. 10–11 jóga, kl.
13–16 spilað. Fótaað-
gerðir virka daga, hár-
snyrting þriðju- til
föstudags.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun þriðjudag
sundleikfimi í Graf-
arvogslaug kl. 9.30
Norðurbrún 1. Kl. 9–16
fótaaðgerð, kl. 10–11
ganga, kl. 13–16.45 op-
in vinnustofa, myndlist.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9–10
boccia, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9.30–
10.30 boccia, kl. 11–12
leikfimi, kl. 12.15–13.15
danskennsla, kl. 13–16
kóræfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og boccia, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla og spilað.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 9–16. Kl. 13.30 opið
hús, m.a. söngur, fé-
lagsvist.
Þórðarsveigur 1–5
Grafarholti. Kl. 13.30
spiladagur, félagsvist.
Félag eldri borgara
Suðurnesjum. Bingó í
Selinu Vallarbraut 4,
Njarðvík öll mánudags-
kvöld kl. 20.
Gullsmárabrids. Brids-
deild FEBK Gullsmára
spilar í félagsheimilinu,
Gullsmára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spil hefst kl.
13.
Sjálfsbjörg félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu Hátúni 12.
Kl. 19 brids.
Í dag er mánudagur 19. apríl,
110. dagur ársins 2004.
Orð dagsins: Kristur hugsaði
ekki um sjálfan sig, heldur eins og
ritað er: „Lastyrði þeirra, sem
löstuðu þig, lentu á mér.“
(Rm. 15, 3.)
Hulda Þórisdóttir skrif-ar á tikin.is: „Þegar
sá gállinn er á mér finnst
mér stuð að setja upp hin
alræmdu „kynjagler-
augu“ og líta í kringum
mig. Venjulega geng ég
nefnilega ekki um götur
bæjarins með kynjagler-
augun á nefinu og horfi
bitur á vegsumerki feðra-
veldisins í samfélaginu
og ber mér á brjóst yfir
kvenkúgun samtímans.
En það þarf ekki að
horfa lengi í kringum sig
með gleraugunum til að
sjá að ýmislegt í íslensku
samfélagi er enn sér-
kennilega karlmiðað. Um
helgina setti ég upp
lonníetturnar og fór að
velta fyrir mér ýmsu í ís-
lenskri tungu og mál-
venjum. Mig bar fyrst
niður í þeim undarlega
sið að enn í dag eru ógift-
ar konur við formleg til-
efni kallaðar fröken og
gift kona er ávörpuð frú.
Karlar eru á hinn bóginn
ávallt bara herrar, hvort
sem þeir eru ungir eða
gamlir, giftir eða ógiftir.
Hver sá sem hefur snefil
af feminískum þanka-
gangi hlýtur að þykja
þetta sérkennileg og
óæskileg málvenja. Hvers
vegna í ósköpunum eru
konur skilgreindar eftir
hjúskaparstöðu sinni?
Það er ekki hægt annað
en að draga þá ályktun
að enn eimi eftir af því
að staða kvenna í sam-
félaginu skapist af stöðu
hennar gagnvart karl-
mönnum. Í enskri tungu
hefur þetta misræmi ver-
ið lagað með því að taka
upp skammstöfunina Ms.
sem vísar til konu, óháð
hjúskaparstöðu.
Það má vel vera að þúlesandi álítir sem svo
að þetta skipti nú engu
máli þar sem við ávörp-
um nánast aldrei fólk
með þessum hætti. Það
er margt til í því, en þó
er þessi málvenja í fullu
fjöri á nokkrum stöðum í
samfélaginu. Það er t.d.
forvitnilegt að skoða
heimasíðu utanríkisráðu-
neytisins og líta þar á
listann yfir starfsfólk í
sendiráðum og ræð-
isskrifstofum Íslands.
Þar eru nöfn allra rituð
með forskeytinu Hr.,
Frk. eða Frú!
Hvernig væri að við fet-uðum í fótspor
þeirra enskumælandi og
búum til okkar skamm-
stöfun yfir konur sem
gerir ekki greinarmun á
hjúskaparstöðu? Þar
kæmi skammstöfunin Fr.
sterklega til greina. En
hvað með að ganga
lengra og búa til hefð
fyrir orði sem jafngilti
orðinu „herra“? Mér
reynist öllu erfiðara að
stinga upp á slíku orði og
hingað til hafa mér ein-
ungis komið til hugar orð
sem tæpast ganga upp
eins og: Dama, man og
freyja.
Lesendur eru hvattir tilað láta sér detta í hug
önnur orð og leggja sitt
af mörkum til að koma
því til leiðar að þessi
forneskjulega málvenja
verði lögð af.“
STAKSTEINAR
Fröken eða frú?
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI er mikill áhugamaðurum ökutæki og umferðarmenn-
ingu. Hann taldi sig því hafa ástæðu
til að kætast er fréttist um daginn að
stjórnvöld hefðu loksins tekið sér
tak og boðað afnám hins úrelta
þungaskattskerfis fyrir dísilknúna
bíla. Það hefur nefnilega lengi blas-
að við að mikill þjóðhagslegur sparn-
aður gæti náðst með því að stuðla að
hækkuðu hlutfalli díselbíla í bílaflota
landsmanna; þeir bæði eyða minna
eldsneyti en jafnaflmiklar benzín-
vélar og það eldsneyti sem þær þó
eyða er ódýrara í innkaupum til
landsins. Þar að auki eru dísilvélar
almennt mun endingarbetri en benz-
ínvélar.
Ísland hefur hingað til staðið utan
við þá þróun sem orðið hefur á þessu
sviði í Evrópu, þar sem hlutfall dís-
ilbíla, sérstaklega í fólksbílaflotan-
um, hefur víðast hvar stóraukizt á
síðustu árum, enda hefur dísil-
tækninni fleygt fram og vélarnar
orðnar bæði enn sparneytnari en áð-
ur en þó síðast en ekki sízt miklu
minni mengunarvaldar. Sótmeng-
unin í útblæstrinum var óneitanlega
stærsti gallinn við þær, en það
vandamál hefur verið leyst bæði með
betri bruna eldsneytisins í vélinni og
sótsíum í útblástursrörinu.
x x x
Heldur dró þó úr gleðinni yfirþessum fréttum þegar Víkverji
komst að því að með kerfisbreyting-
unni ætlar Skattmann að gerast svo
kræfur, að það á nánast ekki að
verða neinn munur á dæluverði dísil-
olíu og benzíns. Sá hvati sem nýja
kerfið ætti að verða til að hinn al-
menni bílnotandi kysi að kaupa sér
sparneytinn og endingargóðan dís-
ilbíl frekar en bensínbíl er nánast
enginn, ef dísilolíulítrinn kostar að-
eins einni eða tveimur krónum
minna en benzín, eins og Víkverja
skilst að gert sér ráð fyrir í frum-
varpi ríkisstjórnarinnar. Enn er það
svo að díselbílar eru almennt nokkru
dýrari í innkaupum en sambærilegir
benzínbílar og því þarf verðmunur-
inn á eldsneytinu að vera nógu mikill
til að reikningsdæmið gangi upp og
hinn æskilegi þjóðhagslegi sparn-
aður náist fram, sem maður myndi
ætla að væri aðalmarkmið kerf-
isbreytingarinnar frá sjónarhóli rík-
isvaldsins séð.
x x x
Víkverji huggar sig þó við það aðmikilvægast er að gamla þunga-
skattskerfið verði afnumið og sam-
bærilegt eldsneytisskattheimtukerfi
komist hér í lög og gildir í þeim lönd-
um sem við viljum helzt bera okkur
saman við. Eftir að þeim áfanga er
náð verður vonandi hægt að gera
fínstillingar á skattheimtunni þann-
ig að kerfisbreytingin verði það
happaskref sem hún á að geta orðið.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hversu kræfur verður Skattmann
eftir afnám þungaskattskerfisins?
LÁRÉTT
1 sparsemi, 4 rökkvar, 7
illmennin, 8 líkamshlut-
arnir, 9 máttur, 11
skökk,
13 grenja, 14 kynið, 15
óhreinlyndi, 17 tanga, 20
ambátt, 22 kyrrt vatn, 23
starfið,
24 ránfugls, 25 glatar.
LÓÐRÉTT
1 viðarbörkur, 2 verk-
færin, 3 duglega, 4 trygg,
5 veggir, 6 stokkur, 10
káfa,
12 gála, 13 elska, 15
drukkna, 16 skrökin, 18
dugnaðurinn, 19 afkom-
endur,
20 skordýr, 21 valkyrja.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kostulegt, 8 lómur, 9 telur, 10 tól, 11 tarfa, 13
ansar, 15 kýrin, 18 fanga, 21 afl, 22 sunnu, 23 æstan, 24
ráðsvinna.
Lóðrétt: 2 ormur, 3 terta, 4 litla, 5 gulls, 6 flot, 7 frár, 12
fúi, 14 nía, 15 kots, 16 Rangá, 17 nauts, 18 flæsi, 19 nót-
in, 20 anna.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Fékk ekki
vinninginn – svar
ÖLGERÐIN Egill Skalla-
grímsson vill koma á fram-
færi leiðréttingu vegna fyr-
irspurnar „neytanda“ í
Morgunblaðinu 16. apríl sl.
Markaðsdeild Ölgerðar-
innar harmar þann leiða
misskilning sem varð hjá
„neytanda“ í sambandi við
fótboltaleik Pepsi. Þannig
er mál með vexti að leik-
urinn hófst ekki fyrr en
hinn 13. apríl, svo „neyt-
andi“ hefur verið aðeins of
snemma á ferðinni, en það
sem verra er að hann hefur
fengið rangar upplýsingar í
þessum verslunum sem
hann fór í. Gerðar hafa ver-
ið viðeigandi ráðstafanir til
að svona misskilningur
endurtaki sig ekki.
Frá og með 13. apríl var
farið með vinninga í allar
verslanir Útilífs og geta nú
allir farið með sína 20 tappa
og 500 krónur og fengið
svokallaðan „Fótbolta-
pakka Pepsi“, en þessi
pakki er sérstaklega glæsi-
legur því hann inniheldur:
Áritaðan Pepsi-fótbolta,
plakat af fótboltastjörnum
Pepsi-liðsins og máltíð fyrir
einn á KFC eða Pizza Hut.
Einnig geta þeir sem ná í
Fótboltapakkann skráð sig
í Draumapott Pepsi í við-
komandi verslunum og
verður dregið úr honum um
verslunarmannahelgina um
tvær ferðir fyrir tvo á leik
með Real Madrid.
Með kveðju,
Markaðsdeild
Ölgerðarinnar
Egill Skallagrímsson.
Harmonikku-
þáttinn aftur
Í Ríkisútvarpinu var á
fimmtudögum hamonikku-
þáttur, öllum harmonikku-
unnendum til mikillar gleði.
En nú er hann allt í einu
hættur. Ég vil því koma á
framfæri kvörtun vegna
þessa og hvet ég forsvars-
menn Ríkisútvarpsins til að
hafa þennan þátt á dagskrá
áfram. Eins hvet ég harm-
onikkuunnendur til að láta
frá sér heyra.
Svanhildur.
Nuddpottavandræði
ÉG fór í sund í Stykkis-
hólmi um páskana. Þar er
mjög góð og flott aðstaða
og til fyrirmyndar en nudd-
pottur sem þar var fór ekki
í gang af því að mýs höfðu
nagað gat slöngu. En svona
var þetta líka í janúar sl.
Þetta er svo skemmtileg-
ur staður og gaman að vera
þarna og menn eiga að vera
vakandi fyrir að laga svona.
Sundlaugargestur.
Dýrahald
Pési er
ennþá týndur
PÉSI, grár og hvítur kisu-
strákur, nú orðinn 17 vikna,
strauk að heiman (Óðins-
götu 24a – bakvið Hótel
Holt) trúlega aðfaranótt 14.
mars. Hann var ólarlaus og
ómerktur. Sést hefur til
hans í Tjarnargötu og Rán-
argötu eða í Laugardaln-
um. Ef einhver hefur upp-
lýsingar um hann
vinsamlega látið vita í síma
824 4864 eða 617 6221.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16