Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 19 FRAMSÓKNARFLOKKURINN Opi› málfling um menntamál á Grand Hótel, flri›judaginn 20. apríl kl. 20-22 Í stuttum framsöguerindum ver›ur fjalla› um íslenska skólakerfi› og flróun fless til framtí›ar, jafnrétti til náms og skyldur ríkisvaldsins í menntamálum. fiá ver›a pallbor›sumræ›ur me› flátttöku frummælenda og fundarmanna. Áhugafólk um menntamál er hvatt til a› mæta og taka flátt í málefnalegri fljó›félagsumræ›u. Halldór Ásgrímsson, forma›ur Framsóknarflokksins, setur málflingi›. Erindi flytja: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erf›agreiningar. Gu›finna Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Gunnar Hersveinn, bla›ama›ur og heimspekingur. Sigmar Vilhjálmsson, sjónvarpsma›ur. Sæunn Stefánsdóttir, a›sto›arma›ur heilbrig›isrá›herra. Fundarstjóri: Jónína Bjartmarz, alflingisma›ur. framtí›arinnar Skóli UMSÆKJENDUR um vínveit- ingaleyfi í knattspyrnu- og skauta- höllinni í Grafarvogi halda því fram að eðlilegt geti verið að þeir veiti vín á skyndibitastað sínum þar sem ým- is önnur starfsemi eigi að vera í húsnæðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að húsnæðið var byggt fyrir íþrótta- starfsemi handa æsku borgarinnar. Þarna er knattspyrnuhöll, skautahöll og nokkrir minni íþróttasalir. Önnur starfsemi, s.s. skyndibitasalan, er fyrst og fremst til stuðnings þeirri íþróttastarfsemi, barna, unglinga og full- orðinna, sem þarna fer fram. Vínveitingar í anddyrinu Nú háttar svo til að skyndibitastað- urinn sem sækir um vínveit- ingaleyfið er staðsettur í rými sem jafnframt er anddyri fyrir íþrótta- starfsemina í húsinu. Þarna eiga skólabörn í skyldunámi leið um og iðkendur knattspyrnu og annarra íþrótta á öllum aldri. Skyndibita- staðurinn er staðsettur aftan við annað mark knattspyrnuvallarins, í nokkurra metra fjarlægð og hægt er að fylgjast með því sem fram fer á vellinum í gegnum glerhurðir sem aðskilja svæðin. Þessi skyndibita- staður er tíður viðkomustaður iðk- enda eftir æfingar og þar geta for- eldrar tyllt sér niður á meðan börnin eru á æfingu. Út af fyrir sig er þetta fyrirtaksaðstaða. Þarna hefur líka verið stór sjónvarpsskjár sem sýnt hefur vinsæla kappleiki sem krakk- arnir hafa gaman af að sjá. Það eru því engin rök sem geta mælt með því að þarna sé veitt áfengi. Það yrði al- gjörlega á skjön við þá stefnu íþróttahreyfing- arinnar að neysla áfengis og ástundun íþrótta fari engan veg- inn saman. Þetta yrði hliðstætt því að selja áfengi í anddyri íþróttahúsa grunnskóla í borginni. Það vekur nokkra furðu að helsti fylgj- andi umræddrar vín- sölu er forystumaður ungmennafélagsins í hverfinu, Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, og hlýtur sú uppátekt hans að vera á skjön við 2. grein laga Ungmennafélagsins Fjölnis um að vinna gegn „neyslu áfengis og ann- arra skaðnautna, s.s. vímuefna“. Þetta þarf þó ekki að koma á óvart þar sem Guðlaugur er einn fremsti talsmaður aukins aðgengis að áfengi í samfélaginu. Rekstrarhagsmunir og íþróttahugsjón Harkaleg viðbrögð íþróttahreyfing- arinnar og foreldra skólabarna og íþróttaiðkenda við umsókninni um vínveitingar eru skiljanleg. Til þessa hefur það ekki þótt til siðs hér á landi að veita áfengi í tengslum við grunnskólastarfsemi eða íþrótta- iðkun ungmenna. Að fjalla um málið sem um venjulega veitingahúsa- starfsemi væri að ræða er ekki rök- rétt. Því síður er hægt að nota það sem rök að til séu svokallaðir sport- barir sem sýna íþróttakappleiki, eða að veitt sé áfengi á kappleikjum í öðrum löndum (stundum með sorg- legum afleiðingum). Það er kominn tími til þess að fólk spyrni kröft- uglega við því að innflytjendur og framleiðendur áfengis læsi klónum enn frekar í íþróttastarfsemi en raun er á orðin. Markmið íþróttahreyfing- arinnar er að vera frísvæði, laust við tóbak, áfengi og aðra vímugjafa, í því skyni að halda ungmennum sem lengst frá neyslu þeirra. Rökin eru þau að reynslan segir að því fyrr sem unglingar komast í kynni við vímu- efnin því skaðlegra getur það orðið heilsu þeirra. Íþróttahreyfingin leit- ast við að bera sína ábyrgð í þessum efnum og borgaryfirvöld mega ekki stíga óheillaskref frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í vímuvörn- um íþróttahreyfingarinnar. Áfengisveitingar í íþróttahúsum? Stefán Jóhann Stefánsson skrif- ar um vínveitingar og íþróttir ’Til þessa hefur þaðekki þótt til siðs hér á landi að veita áfengi í tengslum við grunn- skólastarfsemi eða íþróttaiðkun ung- menna.‘ Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er í borgarstjórnarhópi Reykjavíkurlistans og fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar íþrótta- félags í Reykjavík. HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.