Morgunblaðið - 19.04.2004, Qupperneq 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 11
SÍMAFYRIRTÆKIN keppast við
þessa dagana að koma upp þráð-
lausum nettengingum á almenn-
ingsstöðum, einkum á veitinga- og
kaffihúsum. Þannig tilkynnti Sím-
inn nýlega um fimm staði, þar sem
hægt er að sitja með fartölvuna
sína og vera í þráðlausu sambandi.
Síminn kallar þráðlausu netsvæðin
„HotSpot“. Fyrir helgina bætti Og
Vodafone um betur og opnaði 18
„heita reiti“ eins og þeir kallast
þar á bæ, þar af 15 á höfuðborg-
arsvæðinu, þannig að samtals eru
nú 20 staðir í borginni með slíka
þráðlausa tengingu. Bæði símafyr-
irtækin segja að fjöldi staða muni
bætast við á næstunni, bæði á höf-
uðborgarsvæðinu og úti um landið.
Sá munur er á þjónustu símafyr-
irtækjanna tveggja að Síminn býð-
ur þjónustuna ókeypis í kynning-
arskyni, en hyggst síðar meir
rukka fyrir hana. Hjá Og Voda-
fone verður þjónustan hins vegar
ókeypis fyrir notendur til fram-
búðar og stendur öllum til boða,
sem á annað borð eru með þráð-
laust netkort í fartölvunni.
Töluverð eftirspurn
Arnar Þór Gíslason, rekstrar-
stjóri á Thorvaldsen bar, sem er
einn af þeim stöðum, sem bjóða nú
þráðlaust netsamband, segir að
töluverð spurn hafi verið orðin eft-
ir netsambandi á veitingastaðnum,
einkum frá fólki úr viðskiptalífinu.
„Fólk úr bönkunum var að spyrj-
ast fyrir um fundaraðstöðu hjá
okkur og fannst æskilegt að geta
tengzt Netinu til að geta t.d. varp-
að upplýsingum af Netinu upp á
vegg. Við vorum spurð af hverju
við tylltum ekki upp netsamband-
inu og myndum þá græða það að
allur fundurinn yrði haldinn hjá
okkur með mat, kaffi og öðru
slíku,“ segir Arnar.
Hann segir að síðastliðið sumar
hafi einnig verið mikið spurt um
þráðlaust samband á útiborðum
staðarins á Austurvelli. „Fólk í
fyrirtækjum hér í miðbænum vildi
breyta til, bjóða kúnnanum upp á
að færa fundinn úti í sólinni yfir
hvítvínsglasi eða einhverju slíku
og vildi þá geta komizt í netsam-
band. Þetta er nú ástæðan fyrir að
við dembum okkur í þetta, eft-
irspurnin er orðin slatti og við
sáum fram á að við græddum á
mat og drykk, sem fólk sem kemur
hér til að funda, kaupir,“ segir
Arnar.
Gjaldtaka síðar meir
Eva Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir að meðan á
kynningartímabilinu stendur geti
allir notfært sér þráðlaus netsvæði
Símans. Eftir að gjaldtaka verði
tekin upp, muni viðskiptavinir int-
ernet- og farsímaþjónustu Símans
njóta sérkjara. Þeir, sem ekki séu í
öðrum viðskiptum hjá fyrirtækinu,
geti hins vegar keypt sér skafkort
til að fá aðgang að þjónustunni.
Gert sé ráð fyrir að viðskiptavinir
tengist þráðlausa netinu með sama
notandanafni og lykilorði og þeir
nota í internetþjónustu Símans eða
með farsímanúmerinu sínu. Þjón-
ustan verði gjaldfærð á símareikn-
ing viðskiptavina Símans. Staðirn-
ir, sem Síminn er í samstarfi við
um að bjóða upp á samband, greiði
ekki sérstaklega fyrir þjónustuna.
Eva segir að Síminn leggi mikla
áherzlu á öryggi þráðlausu þjón-
ustunnar og að notendur á þráð-
lausa netsvæðinu geti ekki orðið
varir hver við annan og þar með
heldur ekki smitað tölvur hver
annars með vírusum. Þá muni við-
skiptavinir Símans fá aðgang að
þúsundum HotSpot-svæða úti um
allan heim og greiða fyrir afnot af
þeim með GSM-símanum sínum
eða með sérstakri áskriftarleið,
sem Síminn muni bjóða í samstarfi
við erlend fyrirtæki.
Stendur öllum til boða
Pétur Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi Og Vodafone, segir að veit-
ingastaðirnir, sem um ræðir, greiði
símafyrirtækinu fyrir þjónustuna,
en komið sé til móts við þá með
mjög hagstæðu verði. „Svo er sam-
komulag okkar á milli um að þjón-
ustan standi öllum fartölvunotend-
um til boða, óháð því hvar þeir
kaupa internetþjónustu, án endur-
gjalds,“ segir Pétur. „Það sem fyr-
irtækin sjá sér hag í er að bjóða
sínum viðskiptavinum aukna þjón-
ustu og jafnvel auka þannig við-
skipti sín.“
Pétur segir að dæmi sé um að
veitingastaður, sem Og Vodafone
reyndi að fá til samstarfs en hafn-
aði því í fyrstu, hafi nokkrum dög-
um síðar haft samband og óskað
eftir „heitum reit“ vegna eftir-
spurnar frá viðskiptavinum. „Það
höfðu viðskiptavinir komið inn og
spurt hvort væri netsamband.
Þegar svarið var nei, löbbuðu þeir
hreinlega út og sögðust ætla að
fara á stað þar sem hægt var að
tengjast Netinu,“ segir Pétur.
Tuttugu staðir á
höfuðborgarsvæðinu
Þráðlaus netsvæði Símans eru í
Smáralind, á Nordica hóteli, í
Laugum, á Esso-benzínstöðinni á
Ártúnshöfða og í Kofa Tómasar
frænda. Fyrirtækið boðar fjölda
nýrra staða í höfuðborginni og úti
á landi á næstu vikum og gerir ráð
fyrir 20–30 stöðum í lok ársins.
Heitir reitir Og Vodafone eru á níu
veitingastöðum í miðbænum, þ.e.
Café Cultura, Café Viktor, Hress-
ingarskálanum, Kaffi 22, Kaffi Sól-
on, Kaffibrennslunni, Prikinu,
Reykjavík Bagel Company og
Thorvaldsen Bar, auk þess á
Energia bar í Smáralind, Café
Borg, BK kjúklingum, Players og
á Kaffitári í Kringlunni. Þá eru
heitir reitir á Bláu könnunni og
Café Karólínu á Akureyri og á
Kaffitári í Innri-Njarðvík. Boðað
er að stöðunum fjölgi á næstunni.
Kapphlaup símafyrirtækjanna um að koma upp þráðlausum net-
tengingum fyrir fartölvunotendur á almenningsstöðum
Þráðlaust samband á
20 stöðum í borginni
Og Vodafone býð-
ur ókeypis aðgang
til frambúðar
Morgunblaðið/Sverrir
Í netsambandi Æ fleiri vilja hafa aðgang að Netinu á meðan þeir sitja á kaffi- eða veitingahúsi og símafyrirtækin
reyna að bregðast við eftirspurn.
● BREZKA tízkuvöruverzlanakeðjan
Karen Millen verður væntanlega
sett á markað, kaupi Baugur ekki
stóran hlut í fyrirtækinu, að sögn
The Daily Telegraph. Í frétt blaðs-
ins kemur fram að fyrirtækið hygg-
ist leita til fjárfestingarbanka um
ráðgjöf við hlutafjárútboð.
Fram hefur komið að Karen Mil-
len, sem er að þremur fimmtu-
hlutum í eigu Kevins Stanfords,
fyrrverandi manns hönnuðarins
Karen Millen, en að tveimur
fimmtu í eigu íslenzkra fjárfesta,
væri í viðræðum við Baug um kaup
á stórum hlut í fyrirtækinu. Tele-
graph segir að Stanford vilji eiga
aðra áætlun í bakhöndinni, verði
ekki af samningum hans við Baug.
Karen Millen Holdings á jafn-
framt verzlanakeðjuna Whistles og
búðir undir merki keðjunnar eru
reknar víða um heim, m.a. á Ís-
landi.
Karen Millen á
markað ef Baugur
kaupir ekki
● Atvinnuleysisskráningum í
Bandaríkjunum fjölgaði í síðustu
viku aftur, eftir að hafa nýlega náð
sínu lægsta gildi í fjögur ár, að sögn
AP-fréttastofunnar. Þessi aukning
er hin mesta síðan síðla árs 2002.
Skammt er síðan þær fréttir bárust
að 308.000 störf hefðu verið sköp-
uð í marsmánuði í Bandaríkjunum,
sem var mesta fjölgun starfa þar í
heil fjögur ár. Þrátt fyrir þá fjölgun
jókst hlutfall skráðra atvinnulausra í
landinu lítillega þar sem hin breytta
mynd á atvinnumarkaði virkaði sem
vítamínsprauta á fólk sem var farið
út af vinnumarkaði, að snúa aftur
og halda áfram leit sinni að starfi.
Skráð atvinnuleysi
eykst aftur vestra
Hádegisverðarfundur Dansk-
íslenzka verzlunarráðsins, í
Skála, Hótel Sögu kl. 12.
Flemming Skov Jensen, forstjóri
Lønmodtagernes Dyrtidsfond, held-
ur erindi um fjárfestingarstefnu
sjóðsins.
Í DAG
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI