Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 27

Morgunblaðið - 19.04.2004, Side 27
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2004 27 fékk í staðinn að fylgjast með bú- skapnum hjá þeim. Þegar ég hafði svo sjálf eignast kærasta og kom til að kynna hann fyrir þeim var ég kvíðin. Það skipti svo miklu fyrir mig að þeim semdi vel öllum saman. En að vanda var hann boðinn vel- kominn og saman höfum við átt margar yndislegar gleðistundir. Ef okkur langaði að lyfta okkur upp fórum við niður í Ægisgötu. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur og þar gátum við verið við sjálf, alveg grímulaus, létt á hjarta okkar ef þörf var á, en oftast hafði þó gleðin völd. Við fórum saman á böll og í ferðalög. Minnisstæð er vika í Húsafelli og útilega í Mývatnssveit þar sem Hermína var ein um að sýna skynsemi og kom óbrennd til baka. Og fljótlega fórum við að eyða nýársnóttunum saman og héldum því meðan heilsa hennar leyfði. Þó að við byggjum báðar á Ak- ureyri var of langt á milli okkar til að við gætum skroppið í morgun- kaffi hvor til annarrar en við spjöll- uðum oft saman í síma. Stundum leið þó langur tími á milli funda og það var engin regla á símasamtöl- um okkar, en ef önnur fór burt úr bænum lét hún alltaf vita. Gaf skýrslu um hvert hún færi og hversu lengi hún yrði að heiman. Það var tómlegt þegar ég vissi að Hermína var að heiman og ég hugs- aði oft um hana en þegar hún var komin heim var allt í lagi og ég þaut ekkert af stað til að hitta hana. Það var nóg að vita að hún var til staðar. Þegar hún varð veik fór ég að heimsækja hana oftar. Reyndi að koma þegar ég vissi að Hreiðar var á kóræfingu og ég vissi að hún var ein. Stundum las ég blöðin fyrir hana því að sjónin var farin að dapr- ast enn meir, svo spjölluðum við saman eins og í gamla daga. Ég get ekki verið sorgmædd því að ég er þess fullviss að nú líður henni miklu betur, en söknuðurinn er sár. Ég er búin að sakna hennar í allan vetur því að í því sem ég vinn nú að hefði ég viljað hafa hana mér við hlið. Þetta er verkefni sem við hefðum átt að njóta saman. Ég hef samt sótt styrk til hennar og ég veit að hún mun áfram búa í hjarta mínu og hlusta á það sem ég vildi segja. Það er gott að eiga góðan vin. Að eiga „besta vin“ er gulli betra, Hjá vini þínum getur þú verið þú sjálfur. Hann þekkir kosti þína. Hann styrkir þig í veikleika þínum. Hann umber galla þína. Þegar þið hittist eftir langan aðskilnað, er eins og þið hafið kvaðst í gær. Hann er hluti af sálu þinni, og þú ert hluti af sálu hans. Þess vegna er vináttan eilíf. Guðrún Sigurðardóttir. ✝ Anton Einarssonfæddist í Reykja- vík 8. desember 1928. Hann lést á heimili sínu 10. apríl síðastlið- inn. Foreldrar Antons voru Einar Ásgeir Guðbjartsson, f. 15.9. 1901, d. 15.10. 1985, og Skúlína Theódóra Haraldsdóttir, f. 5.8. 1900, d. 30.1. 1988. Systkini Antons eru: 1) Kristín, f. 18.3. 1927, d. 28.7. 1995. 2) Halldóra, f. 4.2. 1928. 3) Björn, f. 2.7. 1934. 4) Haraldur, f. 24.2. 1937, d. 28.3. 1982. 5) Hörður, f. 18.7. 1940. 6) Haf- steinn, f. 11.5. 1942. Uppeldisbróðir Einar Guðbjartsson, f. 2.8. 1945. Hinn 8. nóvember 1958 kvæntist Anton Mörtu Sigríði Hermannsdótt- ur, f. 17.7. 1934. Foreldrar hennar voru Hermann Eyjólfsson, f. 1.7. 1893, og Sólveig Sigurðardóttir, f. 1.10. 1898 í Gerðakoti í Ölfusi. Börn Antons og Mörtu eru: 1) Hörður, f. 2.10. 1957, maki Ingibjörg Helga Sigurðardóttir, f. 18.11. 1959. Börn þeirra eru Eyrún Huld, Sigurður Helgi og Eva Hlín. 2) Sól- veig, f. 19.2. 1961. Sonur hennar er Daníel Freyr Kjart- ansson. 3) Hanna Sól- rún, sambýlismaður Jón Halldór Guð- mundsson. Anton starfaði sem bifreiðar- stjóri hjá Sjófangi, Steypustöðinni OK og hjá BM Vallá. Einnig vann hann til fjölda ára hjá Eimskip. Síð- ustu starfsár sín vann Anton hjá ÁTVR á Stuðlahálsi. Útför Antons verður gerð frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stundinni. Aldrei datt mér í hug að það kæmi svona snögglega að þessu en svona er nú lífið bara eins og þú sagðir. Við áttum margar góðar stundirnar saman, þegar við fórum að veiða og þegar þú komst á fótbolta- leikina hjá mér þegar ég var lítill. Þetta voru góðar stundir sem ég mun aldrei gleyma og ég mun ávallt geyma. Ég man alltaf þegar ég var óþekkur og mamma skammaði mig. Þá kom ég alltaf til þín og þú tókst minn málstað þó að þú vissir að ég hefði hagað mér illa, bara til þess að þóknast mér. Afi minn þú hefur alltaf verið og mun alltaf verða fyrirmynd mín. Þú lifðir lífinu eins og á að gera það, þú varst ávallt samkvæmur sjálfum þér og sagðir alltaf það sem þér lá á hjarta, hvað sem það var. Þú varst alltaf maður þinna orða og það var alltaf hægt að treysta á þig. Þú varst mjög örlátur maður og öllu sem þú áttir varstu tilbúinn til að deila með ástvinum þínum, sama hvað það var, hvort sem það var ást, umhyggja eða peningar, það skipti einfaldlega ekki máli. Ég mun aldrei gleyma síðasta skiptinu sem við hittumst. Daginn áð- ur en þú fórst frá okkur, þá vorum við heima hjá þér og ömmu, ég, mamma, amma og þú í mat á föstudaginn langa. Þú varst svo hress og glaður. Við sátum öll við matarborðið og vor- um að spjalla saman og grínast, að þetta væri síðasta kvöldmáltíðin, og síðasta kvöldmáltíðin reyndist hún vera. Vegna þín, elsku afi, er ég sá maður sem ég er í dag og tel ég mig heppinn að verða hálfdrættingur á við þig þeg- ar ég verð fullorðinn. Fjölskyldan skipti þig ávallt mestu máli, sama hvað bjátaði á og varstu alltaf til stað- ar er hjálp þurfti. Afi minn, þú lifðir með reisn og þú dóst með reisn alveg eins og þú hefðir viljað, í stólnum þínum með pípuna, alveg eins og þú vildir og alveg eins og ég mun alltaf muna eftir þér, ham- ingjusamur og glaður. Mér þykir sárt að þú getir ekki ver- ið viðstaddur útskriftina mína eins og þú hlakkaðir svo til að gera, en ég veit að þú verður þar í anda og ég get lofað þér því að ég geri allt sem ég get til að gera þig og ömmu stolt af mér. Elsku afi, nú segi ég bless við þig en eins og þú manst mátti ekki segja bæ bæ þar sem þér þótti svo vænt um íslenskuna og allt sem viðkom Íslandi. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mömmu og ömmu, ég skal hugsa vel um þær, reyna að gera það jafnvel og þú. Við sjáumst seinna, afi minn, ég gleymi þér aldrei. Daníel Freyr. Elsku Anton, trúi ekki að þú sért farinn. Þú varst svo yndislegur og góður. Þú kenndir mér það að ef ein- hver er skírður Anton verður hann sjálfkrafa kallaður Toni. Að það séu ósýnileg lög sem allir fylgja, eins eðli- legur hlutur og að snjór falli að vetri til. Ég hef þekkt þig í þó nokkur ár og þú varst mér alltaf góður. Ég vona að þú hafir alltaf vitað hversu elskaður þú varst og hve öllum þótti vænt um þig. Ég átta mig núna á því hve gott það var að þekkja þig. Þú ert elskaður og þín verður sakn- að Rauðhærða, skemmtilega, freka stelpan. Bryndís Steina Friðgeirs- dóttir (Binna). ANTON EINARSSON seldar, flöskum safnað og svo mætti lengi telja, þarna var Magdalena að- aldriffjöðrin. Ferðin til Prag var svo farin í október síðastliðinn, með Magdalenu í broddi fylkingar ásamt ellefu samstarfskonum. Ferðin er um margt eftirminnileg og ekki síst fyrir skemmtilegan félagsskap Magda- lenu. Okkur á Droplaugarstöðum fannst Magdalena vera þessi hrausta og hressa manneskja sem væri langt frá því að vera á förum, en lífið er hverf- ult og vegir Guðs órannsakanlegir. Við á þriðju hæðinni á Droplaugar- stöðum höfum verið með sorg í hjarta síðastliðna daga og hugurinn dvalið hjá Magdalenu og fjölskyldu hennar. Vegurinn var hlykkjóttur með beygjum og bugðum yfir djúpar ár og breið vötn, inn í langa dali, upp á hæstu fjöll. Svitinn lak og sveið í augun. En hvert sem vegurinn leiddi var gott að koma og fagurt að sjá. (Bryndís Guðmundsdóttir) Með þessum orðum viljum við styrkja Ragnar og börn þeirra á erf- iðum tíma og samhryggjumst öllum sem stóðu Magdalenu næst. Megi Guð leiða ykkur og styrkja á erfiðum tímum. Vertu blessuð, elsku Magdalena. Starfsfólk 3. hæðar Drop- laugarstaða. Hún elskulega Beta mín er dáin. Hún hefur átt stóran sess í lífi mínu, síðan ég var ung- lingur í Vestmannaeyj- um. Við Högna sátum saman í barna- skóla og urðum æskuvinkonur, því varð heimili hennar mikill viðkomu- staður. Það var yndislegt að koma til Betu og Sigurðar og alltaf tekið dásamlega á móti mér, svo eftirminnilegt er. Mamma mín og Beta urðu líka vin- konur, einnig urðu systkini mín vinir hennar, séstaklega Sveinn og Knút- ur, en við áttum heima uppi á Strembu. Beta var alveg einstök kona, hún var svo falleg og með yndislega rödd og hlátur. Á seinni árum hugsaði ég ekkert um aldur, það var hægt að tala um allt við Betu. Hún hafði unun af fal- legum hlutum og heimili hennar var dásamlega fallegt, hún var mjög list- ræn. Það sorglega var að hún missti mikið sjón á seinni árum, en þá fór hún bara að yrkja ljóð. Ég vil þakka þér fyrir vináttu þína alla ævi, sem var mér mikilvæg, elskulega Beta mín. Ég samhryggist af alhug Högnu, Móheiði, Andreu og allri fjölskyldu þinni. Ég veit þú verður á Guðs vegum. Elín T. Björnsdóttir. Mig langar að stinga niður penna og minnast vinkonu minnar sem kvaddi jarðvist fyrir stuttu eftir lang- an lífdag. Beta mín sagði í fyrra að úr því hún væri að strekkjast þetta ætl- aði hún að halda út hundrað árin. Það tókst ekki alveg en jákvætt lundarfar og líkamleg hreysti leyfðu henni að verða nærri níutíu og níu ára. Beta var óvenjuleg kona, það var þeim mun meira áberandi sem um- hverfi hennar ýtti lítið undir hugar- ELÍSABET HALLGRÍMSDÓTTIR ✝ Elísabet Hall-grímsdóttir fæddist á Felli í Mýr- dal hinn 4. apríl 1905. Hún lést á Ljósheimum á Sel- fossi hinn 30. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kotstrandar- kirkju 10. apríl. flug og framkvæmdir sem voru úr takt við gildandi venjur. Hún var listunnandi og fag- urkeri í bæ þar sem allt snerist um sjósókn og fiskvinnu. Vestmanna- eyjar voru á tíma Elísa- betar og Sigurðar Frið- rikssonar manns hennar stærsta verstöð landsins. Um árabil komu 15–18% gjaldeyr- istekna Íslendinga af sjávarafla í Eyjum. Sig- urður var mikill elju- maður sem sjómaður og síðan verkstjóri í Vinnslustöðinni. Vökunætur voru margar í lífi hans. Álagið kom auðvitað niður á heim- ilinu en líklega fær enginn flúið kenndir sínar. Þrátt fyrir stritið brugðu eyjaskeggjar á leik. Tónlist ýmiss konar heyrðist úr ólíklegustu húsum. Einstaka maður fékkst við skriftir og leikfélagið setti upp sýn- ingar, stundum fleiri en eina á ári. Lítið var um skrautblómarækt í Eyjum á þessum árum. Garðurinn hennar Betu skar sig úr og líklega voru það blómin sem tengdu móður mína og hana. En það var fleira sem var þeim sameiginlegt. Í báðum var grunnt á hláturtaugarnar og þær voru næmar á hið skoplega. Á fal- legum dögum fóru þær í sjóinn inni í Botni. Sjóböð voru þá ætluð allra meina bót. Þær ræddu líka dýpri mál og hef ég grun um að annað líf hafi mjög borið á góma. Beta var ein af sárafáum manneskjum sem mamma sýndi málverkin sín. Þegar Beta fór að hafa rýmri tíma lagði hún mikla vinnu í að fegra í kringum sig. Ekki bara úti en einnig inni þar sem hún setti upp sérkennilegar veggmyndir gerðar að mestu úr þurrum sjávar- gróðri og ýmsu sem hún fann á fjörum. Myndir þessar fylgdu henni upp á land í Heimaeyjargosi og prýddu veggi húss hennar á Stokks- eyri. Beta var falleg kona, svipmikil og sviphrein, drottningarleg í fasi en laus við allt yfirlæti. Hún hafði gaman af að klæða sig upp og punta sig. Þetta pjatt fylgdi henni alla ævi. Ég hef á tilfinningunni að Beta hafi þekkt flesta í Eyjum sem fengust við listir. Það var áberandi hve margir slíkir komu á Hásteinsveg til þeirra hjóna. Eins rötuðu þangað margir sem ekki áttu í önnur hús að venda. Beta var bæði hjartahlý og raungóð. Ég vissi að hún fékkst eitthvað við að setja saman ljóð en það var ekki fyrr en ég las á útfararblaði að ég áttaði mig á hve vel henni fórst það. Gefðu mér, drottinn, ljóð og lag, svo lofa þig megi sérhvern dag, síðast þegar ég sofna hér, sértu Guð faðir yfir mér, þá verður sæng mín silkimjúk sólbjörtum vafin dýrðarhjúp. Þannig yrkja menn aðeins af til- finningu. Þegar vinir kveðja situr minningin eftir. Þá sér maður glöggt hvað mað- ur hefði getað gert til að gleðja þá en sinnti ekki. Ég votta aðstandendum Betu inni- lega samúð. Páll Steingrímsson. Það birtir að vori, hvert blómstur nú vaknar og bráðum mun sólin reka myrkrið á flótta en hjarta mitt grætur og hugurinn saknar því hönd þín er köld og mín sál fyllist ótta. Þá man ég hlýju orðin þín, mildina þína og mannkærleikann, sem fyllti þitt hjarta. Ég brosi gegnum tárin, brátt mun sorgin dvína og bjartar nætur vorsins, lýsa myrkrið svarta. Við sjáumst ekki aftur, söngur þinn er hljóður en sálir okkar mætast í ljósinu’ eins og fyrrum. Tíminn sem við áttum, var tær og hreinn og góður, tryggðaböndin ofin á ljúfum stundum, kyrrum. Þessar línur urðu til í huga mínum, þegar ég fregnaði andlát minnar kæru vinkonu, Elísabetar Hallgríms- dóttur. Það var um sumar, að ég gekk eftir vatnsbakkanum á Löngudæl á Stokkseyri, þar sem húsið þeirra El- ísabetar og Sigurðar Friðrikssonar, eiginmanns hennar, stóð og heyrði undurfallega tóna úr píanói berast út um gluggann. Ég staldraði við og lagði við hlustir. Sigurður kom út í sömu andrá og ég játaði upp á mig skömmina, að ég hefði legið á hleri. Honum þótti það ekki leiðinlegt og bauð mér inn til að hlusta á vin þeirra, Alfreð Þórðarson, leika á pí- anóið í stofunni þeirra. Þetta varð upphafið að kynnum mínum við þau þrjú sem bjuggu í húsinu við vatnið. Oft var þessi saga rifjuð upp og alltaf höfðum við jafn gaman af þeirri upprifjun. Eftir það urðu stundirnar óteljandi sem við sátum í stofunni hennar Betu og hlýddum á Alla leika á píanóið. Það er nú þannig í lífinu, að eitt af því sem mótar hverja manneskju mest, er fólkið sem hún kynnist. Kynni mín við Betu mótuðu viðhorf mitt til lífsins meira en flest annað sem hefur mætt mér á lífsleiðinni. Ég drakk í mig andann sem umvafði þessa konu. Lífsgleðina, húmorinn, kærleikann og viskuna sem hún sáði með orðum sínum og viðmóti. Það var bara hægt að elska svona manneskju. Ef leiði sótti á hugann, var einfalt mál að losna við hann, ég þurfti bara að fara í heimsókn til Betu og kom alltaf út þaðan með ljós í sálinni. Á þeim þrjátíu árum sem mér auðnaðist að þekkja hana, man ég aldrei eftir að hafa heyrt hana hall- mæla nokkrum manni. Það er fágæt- ur eiginleiki. Alltaf þurfti hún að segja öllum hvað þeir voru fallegir. Ef einhver annar ætti í hlut mundi kannski ein- hver álíta að um skjall væri að ræða, en þeir sem þekktu Betu, vissu að þetta gerði hún af því, að henni þótti fólk einfaldlega fallegt. Eftir að sjón- inni fór að hraka og undir það síðasta þegar hún var nánast orðin alveg blind, hélt hún ennþá áfram að segja öllum hvað þeir væru fallegir. Ég stríddi henni stundum og sagði að það hlyti að vera eitthvað að augun- um hennar og hún kunni vel að meta þennan kaldhæðnislega húmor. Beta var mjög trúuð kona. Okkar skoðanir á trúarbrögðum fóru ekki saman, en alltaf gátum við rætt trú- mál fordómalaust með fullri virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Hún var fróð og fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í heim- inum, mótaði sér skoðanir á öllu sem varðaði líf fólks á þessari jörð og maður kom ekki að tómum kofanum í neinum málaflokki sem laut að þjóð- málunum eða heimsmálunum frekar en öðru sem snerti tilveru mannsins. Það væri eigingirni að syrgja þessa konu sem var orðin södd líf- daga, átti aðeins örfáa daga eftir til að ná 99 ára aldri og þráði svo mjög að fá að hitta ástvini sína sem farnir eru. Ekkert getur þó komið í veg fyrir að við söknum hennar öll, sárt og af einlægni, sem fengum að kynnast henni. Þar veit ég að ég mæli fyrir munn fjölskyldu minnar. Börnin mín munu muna hana og mótast af henn- ar lífsviðhorfi rétt eins og ég. Það er svo dýrmætt að hafa fengið að sækja í þennan viskubrunn sem hugur hennar var, allt fram á síðustu stund. Hugur minn er fullur af sökn- uði og þakklæti. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Rut Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.