Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 3
Þ
AÐ ER margt mannanna bölið
hugsaði ég sumarið 1999 þeg-
ar ég las í dönskum og ensk-
um dagblöðum að fólk ætti sí-
fellt í meiri vanda með
sumarfríin sín. Það var kvíðið
vegna þess að það komst ekki
í vinnuna, þurfti að vera í
mikilli nánd við fjölskylduna og glíma við
aðstæður sem voru ekki algengar s.s. í úti-
legum eða sumarhúsum. Þá var vandi ann-
arra fjölskyldumeðlima ekki minni því þeir
þurftu að þjást í ferðalögum með foreldr-
um eða mökum svo aðeins eitt væri tekið.
Virtist sem sálfræðingar væru þar með
búnir að finna nýtt verkefni sem brýnt var
að takast á við.
Meðferð virtist augljós, en fyrir þá sem
ekki gátu gefið sér tíma til slíks þá var til
augljósari kostur. Sleppa fríinu eða sjá til
þess að hver og einn fjölskyldumeðlimur
færi í eigið frí og yrði þar með ekki fyrir
þessari óþægilegu nánd.
Síðastliðið sumar heyrði ég svo óm þess-
arar umræðu hér heima. Þó tók steininn
úr þegar ég heyrði virtan fjölmiðlasálfræð-
ing taka málið upp í morgunþætti skömmu
fyrir jólahátíðir. Hann var að vara fólk við
streitunni er tengdist jólahaldinu. Þar
voru tekin dæmi um hættur. Nefndir voru
árekstrar við börn vegna vökutíma, fjöl-
skylduboð eða langar samvistir fjölskyld-
unnar sem og samfélag við aðra ættingja.
Nú fór gamanið að kárna. Mér leist sér-
lega illa á málið enda þá búinn að vera í
verkfalli í nokkrar vikur. Augljóst var að
ástæða var til að hafa verulegar áhyggjur
af fjölskyldunni. Þá lá í loftinu að páskafrí-
ið gæti orðið vandamál.
Fleiri vandamálaumræður af þessu tagi
hafa oftar en einu sinni heyrst m.a. í inn-
hringiþáttum þar sem verið er að ræða um
uppeldismál. Þar heyrir maður foreldri
kvarta í öngum sínum yfir einhverju sem
vel hefði mátt leysa með því að taka á
vandanum fremur en að leyfa honum að
þróast. Þannig sagði maður nokkur um
barn sem hann þekkti að það væri ekkert
að því sem ekki mætti leysa með því að
foreldrarnir höguðu sér eins og fólk og
keyptu sig ekki endalaust frá frekjunni í
því.
Og það er reyndar rétt. Það er m.a. mik-
ilvægt að sýna festu við sælgætishillur
stórmarkaða, – sem eru oftar en ekki hjá
kössunum (en biðraðirnar þar eru mörg-
um foreldrum erfiðar). Til lengri tíma gæti
það orðið til þess að frekjuköstin héldu
ekki áfram fram á táningsár eða yfir í
framtíðarsambönd smábarnsins.
Orðið vandamál er þó vandamál út af
fyrir sig. Í svona umræðu er það nefnilega
þýðing á útlenda orðinu „problem“, sem
hreint ekki er alltaf vandamál heldur oftar
en ekki úrlausnarefni. Ef við horfum á
„problemið“ sem vandamál þá er það
verra viðureignar en ef það er verkefni eða
úrlausnarefni.
Þannig gleymum við oft að skoða orsak-
ir vandans og snúum málum á hvolf. Ef ég
er í útilegu þá má vera að veðrið sé ekki
eins og á Mallorca. Ef ég nú rennblotna þá
er einfalt að kenna um rigningunni. Lík-
legra er þó að ég hafi verið illa búinn...
Ofan á allt annað koma svo tilhneigingar
til að finna afsakanir til að skjóta sér und-
an því sem er raunverulega úrlausnar-
efnið. Það er jafnan einfaldara en að taka á
málunum og reyna svo að sýna þá forsjálni
að láta vandamálið eða úrlausnarefnið ekki
skáka sér.
Mér hefur reyndar oftast fundist sér-
stakt hvernig Íslendingar nálgast vanda-
mál. Þau eru oft ekkert mál. Smáatriðin
þvælast ekkert of oft fyrir okkur. Það er
ekki svo í mörgum nágrannalöndum okk-
ar. Þvert á móti. Víða erlendis verða auka-
atriði að stórmálum.
Dæmi af þessu tagi er ævintýri Skand-
ínava sem voru hér á fundi að haustlagi
fyrir um áratug. Meðal þess sem fylgdi í
ferðinni var rútuferð og skoða átti Þing-
völl, Gullfoss og fleira. Búið var að panta
rútu og allir voru fullir tilhlökkunar. Nú
rann upp ferðadagurinn með þessu líka
roki, snjókomu og verulegum leiðindum.
Þegar ég kom í morgunmat þá sat þar
hnípinn hópur sem kveið deginum. Dag-
skráin hafði verið ákveðin árinu áður og
engum þeirra datt í hug að henni yrði
hnikað. Slíkt tíðkast ekki. Sumir sögðu
leiðir að líklega væri best að sleppa ferð-
inni.
Rútufyrirtækið var á öðru máli. Ekki
kæmi til greina að fara í þessu veðri. För-
um bara á morgun var sagt. Daginn eftir
var farið í skafheiðu og fögru veðri. Ferðin
var ógleymanleg en þó kom gestunum
mest á óvart að ekki var neitt sjálfsagðara
en að fresta ferðinni. Þeir voru ekki eins
vanir því og við að laga okkur að veðrinu.
Svona viðmóti mætir maður ekki hvar
sem er. Það kom mér því á óvart þegar ég
var staddur í Suður-Frakklandi við Mið-
jarðarhafið. Þar var ég með hóp íþrótta-
fólks og áttu þau að synda í glæsilegri 50
m laug. Við komum á föstudegi og áttum
að byrja kl. 8 á laugardagsmorgni. Okkur
var sagt að enginn starfsmaður nennti að
mæta svo snemma. Við vorum vonsvikin.
Hvað var til ráða? spurði ég á ensku.
Gjörðu svo vel. Hér er lykillinn, var sagt
við okkur. Þið syndið þegar þið viljið. Ekki
nennum við að hanga yfir ykkur í sífellu...
Þjálfarinn var kátur. Það hafði tekið
hann þrjú ár að fá lyklavöld að laug á Ís-
landi en það tók fimm mínútur í Frakk-
landi – og hann bað ekki einu sinni um
þau!
Svona kann ég að meta, sem og fólk sem
lætur ekki smáatriðin þvælast fyrir sér.
Nú má það vel vera að mín fjölskylda
þjakist yfir því að hafa mig of mikið heima,
vera með mér í sumarbústað o.s.frv. Það
er þeirra verkefni því mér finnst það al-
gjört æði að vera með þeim – svo ég
slangri. Og mér finnast fríin afskaplega
góð einmitt til að hitta börnin mín og aðra
ættingja þó ekki sé til annars en að spila
og borða. Eða þá lesa góða bók og labba
með frúnni.
Kannski er það viðfangsefni að kenna
fólki að stofna ekki til hjúskapar eða fjöl-
skyldu ef það er ekki undir það búið að
glíma við þau viðfangsefni sem upp koma í
návígi sameiginlegra fjármála, uppeldis-
mála og hjúskapar. Góð samstarfskona
mín segir stundum að það sé merkilegt að
það þurfi próf til að keyra bíl á meðan hver
sem er geti eignast börn. Það er í sjálfu
sér allt í lagi að hafa áhyggjur vegna ým-
issa hluta – jóla, páska, sumarleyfa eða
annars. En það er líka um að gera að fólk
átti sig á þeirri ábyrgð sem það axlar.
Sannast sagna er þó líklega best af öllu
að vera ekki að hugsa um aðra og velmeg-
un annarra, hvort maður sé í stílnum og
hvort maður nái upp í staðlana í mynda-
tímaritunum. Það besta sem hver og einn
gerir er að passa sig, gæta sín og fara eftir
því sem hver og einn ætlast til að aðrir fari
eftir. Það og að mæta lífinu með brosi. Til
að gera það er oft gott að kunna að telja
upp að tíu, hundrað eða jafnvel þúsund ef
svo ber undir.
VANDI FYLGIR
VEGSEMD HVERRI
RABB
M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N
El Dorado
Hvað var El Dorado? Evrópskir landvinn-
ingamenn sem eltust við goðsögnina vítt og
breitt um Suður- og Mið-Ameríku voru
sjaldan sammála um það. Stefán Á. Guð-
mundsson fjallar um söguna af gyllta mann-
inum.
Danskir læknar
sem störfuðu á Íslandi á nítjándu öld hafa
margir hverjir fengið hin verstu eftirmæli.
Jón Ólafur Ísberg segir slík viðhorf hafa
verið skiljanleg á sínum tíma en þau lifi enn
í bókum þótt ekkert bendi til þess að þau
hafi átt við rök að styðjast.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 . T Ö L U B L A Ð – 7 6 . Á R G A N G U R
EFNI
FORSÍÐUMYNDIN
Ís á Rauðavatni. Ljósmynd: Ragnar Axelsson.
BENEDIKT GRÖNDAL
ALDAMÓT
(BROT)
Við kjöftum um rafmagn og kjöftum um fossa
og krónunum fleygjum í sjávarins hyl;
þá er þó betra að kjafta um kossa
og kyssa svo fast að við finnum þó til;
því hitt gefur ekkert í höndina aðra
þó hjálpi það fólkinu ögn til að þvaðra;
en hitt gefur indæla ánægjustund
sem eilífa sólin með gullið í mund.
Hvað verður nú þegar hún kemur loksins,
hún, þessi nýja og síþráða öld?
Finnur nú enginn til fjárlagaroksins
og fjúksins af krónunum landsins með völd?
Þjóðin er sofnuð og vill ekki vinna,
„verkstæðin“ bíða hér stúlknanna sinna
en bóndinn er eftir og einn við sitt hey
og ekkert á bæ nema kettir og grey!
Vér fjárlögin höfum en fáum ei ráðið
fénu sem sjálft hefur landið oss veitt:
Getum vér stjórnað? Og stöndumst vér háðið
stöðugt í oss sem af öðrum er hreytt?
Hvar er sú framtíð sem fyrir oss vakti
þá fjandskap og öfund vor þjóðhátíð hrakti
og Kristján á Þingvallaklettunum stóð
með konungahjarta og Skjöldungablóð?
Benedikt Gröndal (1826–1907) var að margra mati rómantískast íslenskra
skálda, að minnsta kosti var hann einn ötulasti málsvari rómantíkurinnar hér á
landi. Gröndal orti margar meinyrtar samtímaádeilur eins og hér.
Frjálslyndis-
stefnan
hafði áhrif á talsmenn þess að vistarskyldan
yrði lögð niður hér á landi seint á 19. öld.
Sigurgeir Guðjónsson rekur umræður um
atvinnufrelsi á Íslandi 1888 til 1893.
Þrjár sýningar
verða opnaðar í Listasafni Íslands í dag.
Tvær sýninganna hafa að geyma verk í eigu
safnsins, Glerregn eftir Rúrí og úrval af
verkum Jóns Stefánssonar. Í sölunum á efri
hæðinni verður síðan opnuð yfirlitssýning á
verkum þýska myndlistarmannsins Ger-
hards Richter. Súsanna Svavarsdóttir
kynnti sér sýningarnar og ræddi við for-
stöðumann safnsins, Ólaf Kvaran.