Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Side 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001
E
INN AF merkustu viðburðum
í sögu mannkynsins var án efa
landafundirnir miklu í lok
fimmtándu aldar. Þá féllu
ýmsar miðaldakenningar Evr-
ópu sem höfðu verið undir
sterkum áhrifum kirkjunnar
og ný heimsmynd tók að mót-
ast. Kristófer Kólumbus hafði siglt vestur
um haf haustið 1492 ákveðinn í að komast til
Indlands en rakst í staðinn á land sem
seinna fékk nafnið Ameríka. Það tók nokkur
ár að sannreyna að Ameríka væri ekki hluti
af Indlandi eða Asíu yfir höfuð, heldur land
sem var með öllu ókunnugt Evrópubúum,
nema kannski örfáum íbúum langt norður í
hafi sem höfðu vitað um ákveðið Vínland í
vesturátt. Ýmsar frásagnir og þjóðsögur,
bæði frá gamla heiminum og þeim nýja,
settu mikinn svip á þessa landafundi. Því
var m.a. haldið fram að jarðnesk paradís og
uppspretta eilífrar æsku væri að finna í æv-
intýralandinu handan hafsins í vestri. Fáar
þjóðsögur vöktu þó eins mikla athygli og hin
leyndardómsfulla El Dorado.
Evrópskir landvinningamenn sem flykkt-
ust til Ameríku í leit að El Dorado voru
sjaldan sammála um hvað hún merkti og
hvar hennar væri að leita. Allir voru þó
sannfærðir um að hún myndi færa þeim auð
og sæmd, en þær voru tvær af helstu
dyggðum þessara tíma. Þjóðsögunnar var
mest leitað í Suður-Ameríku á stóru svæði
sem í dag telst til Kólumbíu, Amazon-svæðis
Brasilíu og í kringum Orinoco-ána í Venez-
úela. En einnig var hennar leitað í Andes-
fjöllum suður með Chile og í Argentínu svo
og við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.
Flestir þeir sem leituðu El Dorado áttu þó
sjaldan afturkvæmt og þeir fáu sem sneru
aftur, komu jafnan til baka með tómar
hendur, niðurbrotnir og vonsviknir, andlega
truflaðir og líkamlega örmagna. Þjóðsagan
þótti því standa meira fyrir tálsýn og glötun
en þeirra dyggða sem hún var jafnan kennd
við.
Gullæði
En hvað var El Dorado? Sjálft orðið dor-
ado kemur úr spænsku og þýðir gylltur. Það
er í raun stytting á el hombre dorado, sem
útleggst: hinn gyllti maður. El hombre dor-
ado var ákveðin þjóðsaga úr nýja heiminum
sem spænskir landvinningamenn heyrðu af
er þeir sóttu inn á meginland Ameríku.
Þjóðsagan segir frá trúarathöfn við vatn eitt
sem heitir Guatavita en þar var gullryki
blásið yfir höfðingja þjóðflokks og hann hul-
inn gulli frá toppi til táar. Hann fór síðan á
eintrjánungi út á vatnið og baðaði sig í því.
Lega vatnsins er innan landamæra Kólumb-
íu í dag en evrópskir kortagerðamenn á
sextándu og sautjándu öld voru ansi dugleg-
ir við að staðsetja það víðsvegar um Am-
eríku og breyta þjóðsögunni um gyllta
manninn í þjóðsögu um gullborg, gullfjall
eða gullland sem endurómaði allar þær
ólíku frásagnir sem hinir gullóðu Spánverj-
ar ólu með sér.
Erfitt er að segja til um hvar og hvenær
hinir spænsku landvinningamenn heyrðu
fyrst um El Dorado og koma upp ýmis ár-
töl; t.d. 1521, þegar Hernán Cortés her-
numdi Azteka-veldið. En frásagnirnar verða
fleiri og trúverðugri í framhaldi af landvinn-
ingum Francisco Pizarro í Perú árið 1533
með falli Inka-veldisins. Meðal þeirra fyrstu
sem leituðu að El Dorado var leiðangur frá
Pizarro í suðri svo og annar spænskur sem
kom úr norðri inn til Kólumbíu. Báðir þessir
flokkar komu inn í land muysca-indíánanna
sem höfðu varðveitt söguna af trúarathöfn-
inni við vatnið Guatavita. En þjóðflokknum
sem stóð að athöfninni hafði verið útrýmt
nokkrum áratugum áður en Spánverjarnir
komu. Spánverjarnir létu hins vegar þá
staðreynd sem vind um eyru þjóta og gerðu
út leiðangra til að freista gæfunnar, en án
árangurs. Á eftir fylgdu ýmsir aðrir leið-
angrar. Þekktur er sá er Lope de Aguirre
tók þátt í árið 1560. Nokkrar kvikmyndir
hafa verið gerðar um þann leiðangur og
Aguirre hefur bæði verið sýndur sem morð-
óður brjálæðingur eða leiksoppur hillinga
hinnar þrotlausu leitar að El Dorado. Eftir
að hafa drepið marga af yfirmönnum sínum
týndist hann um tíma í völundarhúsi regn-
skóga Amazon og var seinna tekin af lífi er
hann féll í hendur útsendara Spánarkon-
ungs.
En það voru ekki einungis menn af
spænsku þjóðerni sem lögðu upp í leit að
þjóðsögunni þó svo að fjöldi þeirra hafi ver-
ið yfirgnæfandi. Enski sjóræninginn Sir
Walter Raleigh, var kannski sá þekktasti úr
þeim hópi. Hann gaf út ferðabók árið 1596,
The Discovery of the Large, Rich, and
Beautiful Empire of Guiana, with Relation
to the Great Golden City of Manoa, wich the
Spaniards call El Dorado. Þar greinir hann
frá manni að nafni Juan Martínez sem sagð-
ur er hafa verið búsettur í sjö mánuði í El
Dorado, borg sem var þakin gulli. Eftir
þann tíma ákvað hann að snúa aftur til bú-
staða Evrópumanna og lagði af stað með
eins mikið gull og hann gat borið sem var
gjöf frá höfðingja borgarinnar. En hann var
rændur á leiðinni og kom því slyppur og
snauður þangað. Sagan segir síðan að það
hafi reynst hægara sagt en gert fyrir Mart-
ínez að fara aftur til El Dorado og ná í
meira gull því fylgdarmenn hans, sem voru
þjónar höfðingjans, bundu fyrir augu hans
mest allt ferðalagið. Sir Walter Raleigh
fann því aldrei borgina.
Í ljósi þess að þjóðflokknum við vatnið
Guatavita hafði verið útrýmt áður en Spán-
verjarnir komu til nýja heimsins, vekur það
athygli hversu víðtæk leitin var að El Dor-
ado. Landvinningamenn lögðu upp í leið-
angra hvað eftir annað langt fram á sautj-
ándu öld, þótt öllum þeim sem á undan fóru
hafi mistekist og almennt væri vitað að
þjóðflokkurinn við vatnið var löngu horfinn.
Hvað var það sem dreif spænsku landvinn-
ingamennina áfram? Augljós skýring er
auðvitað að finna í gullæði þeirra. Hverjir
muna ekki eftir hinum tvíræðu orðum Hern-
án Cortés er hann náði fundum við Moctez-
uma, keisara Azteca: Ég og mínir fylgd-
armenn þjáumst af hjartasjúkdómi sem
getur einungis verið læknaður með gulli.
Ástæðan fyrir þessari herskáu landvinn-
ingaásókn Spánverjanna var þó öllu flóknari
og ekki einungis leit að gulli og hafa ýmsir
fræðimenn vakið athygli á að hina þrotlausu
leit að El Dorado megi helst skýra út frá
spænskri menningararfleið.
Spánverjarnir sem fóru til nýja heimsins
voru börn útþensluþjóðfélaga kristinna kon-
ungsríkja. Þessi ríki börðust innbyrðis og
þó sérstaklega við Mára sem höfðu komið
frá Norður-Afríku og lagt undir sig nær all-
an Iberíuskagann (Spán og Portúgal) í byrj-
un áttundu aldar. Hin kristnu konungsríki á
norðanverðum skaganum við rætur
Pýreneufjalla sóttu jafnt og þétt suður inná
lönd múhameðstrúarmanna með hernaðar-
aðgerðum og fólksflutningum. Takmarkið
Hermenn Pizarrós láta greipar sópa um auðæfi Perú. Myndin sýnir ekki raunverulega atburði, heldur er hún til marks um vinsamlega hluttekningu
í garð indíána. En Spánverjar herjuðu gífurlega fjársjóði úr gulli út úr indíánum. Koparstunga frá lokum 16. aldar.
EL DORADO
Evrópskir landvinninga-
menn sem flykktust til Am-
eríku í leit að El Dorado
voru sjaldan sammála um
hvað hún merkti og hvar
hennar væri að leita. Allir
voru þó sannfærðir um
að hún mundi færa þeim
auð og sæmd, en þær
voru tvær af helstu
dyggðum þessara tíma.
SAGAN AF GYLLTA MANNINUM
E F T I R S T E FÁ N Á .
G U Ð M U N D S S O N