Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 5
var að ná völdum á öllum skaganum, bjarga
sálum frá trúvillu og reka Mára aftur til
Afríku. Þetta tímabil er vel þekkt undir
heitinu la Reconquista. Helsti lífsmáti Spán-
verjanna var að ráðast á ríkar borgir Mára
og láta greipar sópa um þær eða skattleggja
þær í formi gulls. Þjóðfélagskipunin var op-
in í þessum kristnu konungsríkjum í þeim
skilningi að karlmaður gat komist til vel-
megunar, sama úr hvaða þjóðfélagsstiga
hann kom. En það gerði hann með því að
bjóða konungi þjónustu
sína og taka þátt í hern-
aði, helst gegn Márum.
Ef hann varð farsæll
biðu hans mikil auðæfi og
sæmd. Ýmis kvæði og
söngvar eru til frá mið-
öldum Spánar sem end-
urspegla þetta lífsvið-
horf. Hetjukvæði á borð
við El Cantar de mio Cid
er kannski besta og
þekktasta dæmið. En El
Cid komst m.a. yfir mikil
auðæfi þegar hann her-
nam borgina Valencíu
sem þá hafði verið undir
stjórn Mára. Ungir
menn, sem dreymdu
snemma um að klífa met-
orðastigann, ólust upp
við frásagnir af þess kon-
ar sigrum yfir Márum,
svo og fjársjóðum og
ríkidæmi sem þeim
fylgdu.
La Reconquista
kristnu konungsríkjanna
lauk á Iberíuskaganum
undir stjórn kaþólsku
konungshjónanna Isabel
af Castillu og Fernando
af Aragon með hernámi
síðasta vígis Mára, Gran-
ada, árið 1492. Landfræðilega séð hafði út-
þenslustefnan náð endamörkum á skagan-
um. Márarnir voru yfirbugaðir og kristin
trú hafði náð undirtökum á öllum skag-
anum. En þar sem samfélagskerfið hafði
verið byggt upp í kringum þessa sterku út-
þenslustefnu var ekkert eðlilegra en að
halda henni áfram vestur yfir haf. Það kem-
ur því ekki á óvart þegar spænskir sagnarit-
arar líkja borg Azteka, Tenochtitlán, við
glæsiborgir Mára. Spánverjarnir voru ein-
faldlega að leika sama leikinn í Ameríku og
forfeður þeirra á Iberíuskaganum, þ.e.a.s.
að ráðast á borgir trúvillinga, vinna sálir og
hljóta heiður og ríkidæmi. Þannig komst t.d.
Francisco Pizarro yfir ógrynni af gulli þeg-
ar borg Inka, Cuzco, féll í hendur hans.
Sumar lýsingar frá samtíðarmönnum Piz-
arro eru nánast nákvæmar eftirlíkingar á
þeim atburði þegar El Cid réðst inn í hina
gullríku Valencíuborg. Á eftir fjársjóðum
Azteca og Inka var þjóðsagan um El Dor-
ado þriðja gullundrið í nýja heiminum. Hin
óstöðvandi sókn í þjóðsöguna var um leið
eðlilegt framhald af aldargömlum hefðum úr
heimalandi Spánverjanna.
Lifað
fyrir drauminn
En leitin að El Dorado var ekki einungis
langlíf fyrir tilstuðlan þessarar menningar-
arfleifðar. Hið gífurlega stóra landsvæði
sem átti eftir að kanna í Suður-Ameríku,
hlutverk innfæddra svo og hið frjóa ímynd-
unarafl Spánverjanna átti líka sinn þátt í að
ílengja gullæði þeirra. Indíánarnir sögðu
Spánverjunum jafnan að handan árinnar,
fjallsins, skógarins eða sjóndeildarhringsins
lægi El Dorado. Voru þeir að blekkja gull-
sjúku landvinningamennina? Það eru yfir
þrjátíu þúsund gullskartgripir í gullsafni
þjóðarbanka Kolumbíu í dag, sem gefur til
kynna að gull hafi víða verið til, þ.e.a.s. að
El Dorado hafi kannski ekki eingöngu verið
ímyndun eða blekking heldur byggð á ein-
hverjum staðreyndum. Ýmsir hafa bent á að
gullæði Spánverjanna hafi verið komið á það
stig að það þýddi lítið fyrir indíánana að
draga úr þjóðsögunni um El Dorado, því þá
voru þeir einfaldlega sakaðir um lygar og
voru jafnan pyntaðir eða drepnir fyrir vikið.
Gonzalo Pizarro, bróðir Francisco, var t.d.
þekktur fyrir að brenna innfædda eða láta
hunda sína éta þá lifandi ef þeir sögðu hon-
um ekki jákvæðar fréttir af El Dorado.
Þessar vangaveltur eru vissulega vel hald-
bærar en það er þó álit margra fræðimanna
að innfæddir hafi ekki áttað sig á því magni
gulls sem landvinningamennirnir sáu fyrir
sér eða þeir hafi einfaldlega spilað með gull-
æði Spánverjanna og sagt þeim það sem
þeir vildu heyra í von að koma þeim burtu
úr landi sínu og inn í víðáttu skóglendis
Suður-Ameríku þar sem þeir áttu sjaldan
afturkvæmt.
Trúlega var létt verk að örva ímyndunar-
afl Spánverjanna. Í Evrópu hafði safnast
saman fjöldi af forvitnilegum hugmyndum
og sögum í gegnum aldirnar og það var loks
hægt að byggja á þeim í nýja heiminum sem
var framandi og ögraði allri hefðbundinni
skynsemi. Spánverjarnir létu ímyndunarafl-
ið hlaupa með sig í gönur og fullyrtu t.d. að
hafa séð ýmis fyrirbæri þessara sagna í Am-
eríku. Nægir þar að nefna afmyndaðar ver-
ur Acephali sem reyndust vera fræg
skrímsli úr gamla heiminum, risar og dýr
með mannshöfuð, verur sem höfðu andlit sín
á brjóstkassanum, innfæddir sem voru bláir
á lit með ferningshöfuð og svo hinn þekkti
þjóðflokkur kvenna sem lifði án karlmanna
og var seinna kenndur við Amazon. Sjaldan
hefur raunveruleikinn og fantasían tekist að
mynda eins sterka heild og á þessum tíma.
Ef Evrópumenn fylltu Ameríku með æv-
intýrasögum úr sínum eigin heimi, af hverju
var þá ekki hægt að trúa á sögur úr nýja
heiminum eins og El Dorado? Sagan um
gyllta höfðingjann þótti vera jafn sönn og
gull Mochtezuma, keisara Azteca og gull
Atahualpa, keisara Inka. Spánverjarnir virt-
ust því trúa statt og stöðugt að handan sjón-
deildarhringsins væri að finna El Dorado.
Líf margra þessara landvinningamanna
var eins og líf Don Quijote de la Mancha,
hugsjónamanni spænska rithöfundarins
Miguel de Cervantes, í þeim skilningi að
hyrfi draumurinn, þá væri ekkert til að lifa
fyrir. En það var einmitt sagt um menn að
þegar gullæði rynni á þá skipti það víst litlu
máli hvort takmarkið væri raunverulegt eð-
ur ei svo lengi sem það væri trúanlegt.
Gonzalo Jimenez de Quesada, landvinninga-
maður í Kólumbíu, er kannski besta dæmið
um þessa óstöðvandi trú Spánverjans á að
komast yfir gull og þá tálsýn sem knúði
menn áfram til að verða stórmenni í þá
daga. Quesada þessi fór í nokkra leiðangra
inn í frumskóga Kólumbíu, þann síðasta árið
1569, þá 70 ára gamall. Í þeim leiðangri
fylgdu honum 300 spænskir hermenn, 1500
indíánar, 1000 hestar auk dráttardýra.
Þremur árum síðar sneri hann aftur með fá-
eina hermenn og indíána og 18 hesta. Allt
fylgdarlið hans dó úr sjúkdómum, hungri
eða gerðist liðhlaupar. Quesada andaðist
nokkru síðar beygður maður og gjaldþrota
eins og svo margur annar sem lagt hafði af
stað til að finna El Dorado, en vissi ekki
hvar hennar væri að leita.
Höfundur er magister í menningarsögu Rómönsku
Ameríku.
Samsett skreyting úr gulli og fjöðrum, hluti skreytingar sem
Moctezuma astekafursti sendi Cortési og hann sendi síðan
áfram til Spánarkonungs.
!
"
# $ "
$
Máni! – minn, ég sá þig gegnum
gluggann,
gekkst þú inn í svarta jarðar
skuggann.
Smátt og smátt þú huldist dimm-
um dökkva,
drifhvítar um fannir tók að
rökkva.
Ef þú værir alltaf svona dökkur
yrði dapurt langra nótta rökkur.
Út, – í frost ég fór að sjá þig bet-
ur,
finna hvernig myrkvast án þín
getur.
Upp af þér stóð lítið ljós er vakti,
ljós frá jarðar hjúp – er ekki
blakti.
Silfurgullið sortadjúp þig hylur,
sést í gegnum myrkvan er þig
dylur.
Síðan kom sem rönd af lampa-
ljósi,
ljómi glampar yfir mjöll og ósi.
Aftur komstu glaður, geislahvít-
ur,
gleðst nú sérhvert auga sem þig
lýtur.
Föla ljósið, bjart á himni bláum
blikar yfir jarðardölum lágum.
Tungl og norðurljós með nætur-
stjörnum,
nóttin skín um hjarn – við jarð-
arbörnum.
RÓSA B. BLÖNDALS
TUNGL-
MYRKVI
Á HRÍMKÖLDU,
HEIÐSKÍRU VETRARKVELDI,
KL. 19.30 TIL 20.00
10. JANÚAR ÁRIÐ 2001
Höfundur er skáld í Reykjavík.
Ertu þarna
einhvers staðar
í alheims geimi
ofan við skýin hvít
handan við ljósið
langt að baki
blámanum
einhvers staðar
í órafjarlægum
launkofum
döggvotum
myrkviðum
slungnum
úrgum
stjörnuþokum
um
kringum
en ekki hér?
HALLDÓR ÁRMANN
SIGURÐSSON
AÐ BAKI
BLÁMANUM
Höfundurinn býr í Svíþjóð.