Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Side 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001
S
ÝNING á verkum þýska mál-
arans Gerhards Richters
verður opnuð í Listasafni Ís-
lands í dag, laugardag, undir
heitinu Yfirsýn. Sýningin
kemur frá IFA, sem er stofn-
un í Þýskalandi sem hefur
með kynningar á þýskri
myndlist erlendis að gera.
Gerhard Richter er viðurkenndur sem
einn fremsti málari sinnar kynslóðar.
Hann hlaut Gullljónið á Feneyjatvíær-
ingnum árið 1997 og öll stærstu söfn heims
hafa haldið viðamiklar sýningar á verkum
hans. Og nú eru þau komin til litla Íslands.
Þegar Ólafur Kvaran, forstöðumaður Lista-
safns Íslands, er spurður hvernig það gerð-
ist, segist hann hafa átt fund með IFA-
mönnum í fyrra þar sem ákveðið var að
þessi sýning kæmi beint hingað, eftir að
hafa verið frumsýnd í Stuttgart. „Ísland er
fyrsti viðtökustaður sýningarinnar en síðan
fer hún til margra helstu safna Evrópu,“
segir Ólafur.
Ljósmyndir
og málverk
En hver er Gerhard Richter? „Gerhard
Richter er án efa einn þekktasti listamaður
sinnar kynslóðar í Þýskalandi, ásamt Polke
og BaseliTz. Hann er fæddur í Dresden í
Austur-Þýskalandi, árið 1932 og ólst þar
upp. Richter flutti til Düsseldorf í Vestur-
Þýskalandi, árið 1961, nokkrum mánuðum
áður en Berlínarmúrinn var reistur. Hug-
myndir Richters mótast mjög af kynnum
hans af popplistinni, bæði hvað varðar
spurninguna um hlutverk listamannsins og
ennfremur um fjölmiðla, um fjölmiðlaímynd-
ina og ljósmyndina sem efnivið listamanns-
ins.
Listamaðurinn vinnur ekki lengur með
beina reynslu af veruleikanum, heldur með
myndir af honum. Sú skoðun hefur verið
sett fram í þessu sambandi að ljósmyndin
hafi fyrir Richter verið eins konar myndræn
„ready-made“ með skírskotun til þess sem
Duchamp gerði á sínum tíma þegar hann
valdi hluti úr sínu daglega umhverfi og út-
nefndi þá sem list. Á sama hátt velur Richt-
er ljósmyndina sem tilbúinn veruleika og
vinnur með hana á margvíslegan hátt og
hleður hana nýjum merkingum og tilvís-
unum.“
Að skapa
nýjan veruleika
Ljósmyndin er einnig mikilvæg forsenda
abstrakt verka hans sem eru uppistaðan í
þessari sýningu, þar sem merkingarsvið
þeirra felst meðal annars í þessu vinnuferli
frá ljósmyndinni yfir í fullkomlega abstrakt
verk – þar sem ferlið gengur meðal annars
út á að brjóta niður eða má út upphafið og
skapa þannig nýjan veruleika. Á sýningunni
eru auk abstrakt mynda, grafík, ljósmyndir
og prentmyndir. Þannig gefur sýningin
mjög góða mynd af þeim fjölbreytileika sem
einkennir list Richters. Þessar ólíku vinnu-
aðferðir sem birtast í verkum hans, þótt það
sé mikið hugmyndalegt streymi milli þess-
ara ólíku aðferða, hefur orðið tilefni þeirrar
fullyrðingar um list hans að hún einkennist
öðru fremur af hinu sífellda stílbroti.“
HIÐ SÍFELLDA STÍLBROT
Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands í
dag. Tvær sýninganna hafa að geyma verk í eigu
safnsins, Glerregn eftir Rúrí og úrval af verkum Jóns
Stefánssonar. Í sölunum á efri hæðinni verður síðan
opnuð yfirlitssýning á verkum þýska myndlistar-
mannsins Gerhards Richter. SÚSANNA SVAVARS-
DÓTTIR kynnti sér sýningarnar og ræddi við forstöðu-
mann safnsins, Ólaf Kvaran, um list Gerhards.
Listamaðurinn Gerhard Richter sýnir verk sín í Listasafni Íslands. Abstrakt mynd, 1977.
Betty, 1991.