Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 7 Allt á að seljast, verslunin flytur. á horni Barónsstígs og Grettisgötu Sími 511 5656 12tonar@islandia.is kl.10 Stórútsalan hefst á mánudaginn l „HIÐ ó-hugmyndafræðilega rými listarinnar er ekki laust við skipulag og merkingu, né heldur er það fyrirfram gefið. Listaverkin skapa þetta rými tímabundið þangað til þau eru gleypt með húð og hári og tekin í þjón- ustu einhverrar merkingar, einhverrar hug- myndafræði. Þetta kemur sérstaklega skýrt fram, ekki bara í Mótmælum heldur líka í Svart, rautt, gyllt, en það verk tengist hinni gríðarmiklu mynd sem Richter gerði fyrir innganginn að Reichstag, ríkisþinghúsinu í Berlín. Árið 1997 fékk hann beiðni um að gera verk fyrir 28 metra háan vegg vinstra megin við innganginn. Verkefnið var erfitt þar sem Richter er ekki vanur því að búa til veggmyndir. En ef hann hefði hafnað tilboð- inu hefði það litið út eins og hann væri að taka afstöðu gegn einhverju, sem ekki var nein ástæða til að gera þar sem enginn ákveðinn stjórnmálahópur stóð að baki því. Hann efað- ist raunar um að höfnun hefði haft nokkra þýðingu,“ segir í sýningarskrá. „Mánuðum saman prófaði Richter á líkani mismunandi lausnir á verkefninu. Sú hug- mynd að stækka abstrakt vatnslitamynd upp í þessa miklu veggstærð eða setja upp vegg- mynd í anda litahringsins fannst honum jafn- ófullnægjandi og að mála ákveðna framsetn- ingu, t.d. með því að nota ljósmynd frá Helförinni, eins og hann ætlaði á tímabili að gera. Af fjölmörgum drögum urðu að lokum aðeins ein eftir, en þar var ætlunin að setja eina rauða, eina gyllta og eina svarta lárétta rönd meðfram endilöngum veggnum. Síðar urðu samhliða rendurnar að þremur flötum í fyrrnefndum litum, sem lágu hver yfir annan. Þetta var ekki lengur málverk, þar sem hægt var að útfæra myndefnið með ólíkri tækni, t.d. sem málverk undir gleri. Til þess að forðast of náinn skyldleika við fána þýska sambandsríkisins ákvað Richter að gera fletina þrjá úr glertöflum sem málað var aftan á, og varð sú útfærsla að veruleika árið 1999. Á meðan verið var að velja liti og prófa mismunandi skiptingu flatanna urðu til smærri klippimyndir og verk unnin á gler, og er verkið sem hér sést dæmi um hið síðar- nefnda. Á ferningsforminu, sem er útgangs- punktur uppbyggilegrar myndgerðar, kemur tvíræðni myndefnisins enn betur fram: Það má lýsa því sem reglulegri þrískiptingu myndflatarins, þar sem hver þriðjungur er þakinn einum lit. Útkoman verður hvorki samhverf skipan né jafnvægi litanna; að vísu eru andstæðurnar rauður-svartur algengar, en hinn málmkenndi gulllitur gengur þvert á bæði litaandstæðurnar og samhljóminn. Þar sem litirnir tengjast ekki í samsetningu verksins myndar sléttur og jafngerður mynd- flötur glerbaksmálverksins, þar sem meira að segja vitneskjan um hina sögulegu merkingu litanna hrökklast burt, myndræna einingu. Litirnir virka því jafnmikilvægir, eins og þeir væru leiddir fram einn í einu, en um leið horft á þá sem mynd. Svart, rautt, gyllt minnir á veflistarmyndir Palermos, þar sem sú aðferð að skeyta saman lituðum efnisbútum opnaði honum leið til að komast frá táknrænni mynd- samsetningu og fyrirbærafræðilegri samsetn- ingu litamálverksins á sjöunda áratugnum.“ SVART, RAUTT, GYLLT Svart, Rautt, Gyllt, 1999. TVÆR af þeim sýningum sem opnaðar verða í Listasafni Íslands í dag, eru á verkum í eigu safnsins: Glerregn eftir Rúrí og úrval verka eftir Jón Stefánsson – en safnið á alls um hundrað verk eftir hann. Markmiðið með sýn- ingunni á verkum Jóns er að gefa gott yfirlit yfir listferil hans en segja má að safnið eigi öll helstu verk Jóns. Glerregn eftir Rúrí eignaðist safnið 1988 en það hefur ekki verið sýnt áður. Þegar forstöðu- maður Listasafns Íslands, Ólafur Kvaran, er spurður hvers vegna verkið sé sýnt núna, segir hann það lið í stefnu safnsins að sýna innsetn- ingar sem eru í eigu safnsins. „Í fyrra kynntum við Cosmos eftir Jón Gunnar og nú er komið að Rúrí.“ Það er óhætt að segja að Glerregn sé áhrifa- mikið verk, heillandi og hættulegt. Ólafur sam- sinnir því og segir: „Það hefur til að bera áleitna tvíræðni sem felst annars vegar í þess- um heillandi glerheimi sem Rúrí byggir upp, þar sem áhorfandinn getur dáðst að þessu formræna samspili sem verður til í glerinu. Þegar áhorfandinn, hins vegar, gengur inn í verkið, tekur þessi fagurfræðilega upplifun á sig nýja vídd og áhorfandinn finnur fyrir þeirri ógn sem felst í oddhvössu glerinu sem þrengir alls staðar að honum.“ Glerregn samanstendur af 500 hnífskörpum glerjum, sem hvert um sig endar í oddi og hanga mislöng glerin í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í gólf. Hvert gler hangir í glærum þræði svo þegar gengið er hjá verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum. Þannig myndast ótal speglanir og ljósglampar á gler- flötunum. Inn í verkið gengur mjó leið, en yfir henni eru engin gler. Hægt er að ganga eftir leiðinni inn í verkið. Glerregn er eitt fyrsta verk Rúríar í röð margra sem fjalla um tíma og ógnir. Fram að því setti Rúrí hugmyndir sínar oft fram með gjörningum sem hafa verið áberandi þáttur í list hennar. Nægir þar að nefna fyrsta opin- bera gjörning Rúríar hér á landi, Gullinn bíll, á Listahátíð í Reykjavík vorið 1974. Rúrí hafði komið fyrir gylltum Benz í Austurstræti og fólst gjörningurinn í eyðileggingu hans. Þetta uppátæki vakti mikla athygli, ekki síður en Eyjabakkagjörningurinn sem hún skipulagði ásamt Hörpu Arnardóttur og fleiri listamönn- um árið 1999. Þau voru ekki ein um að fremja þennan gjörning norðan Vatnajökuls. Fjöldi fólks lagði þeim og málefninu sem hann stóð fyrir lið. Fljótlega upp úr 1980 komu þó annars konar verk og efnislega varanlegri. Ógnir og tími Tími og ógnir hafa alla tíð verið Rúrí hug- leikin, eins og segir í sýningarskrá, en hug- myndir hennar um þetta efni hafa fengið á sig mikilfenglegri og beinskeyttara form með ár- unum. Nægir þar að benda á nýlegt verk sem sýnt var í Vestursal Kjarvalsstaða árið 1998. Verkið heitir PARADÍS?-Hvenær? og fjallar um styrjöldina í ríkjum gömlu Júgóslavíu. Á sýningunni gat meðal annars að líta ljósmyndir sem Rúrí hafði tekið á ferð um stríðshrjáð svæði ásamt fundnum hlutum og spjaldskrá yf- ir þá sem fallið hafa í stríðsátökum. Stríðinu í Júgóslavíu er enn ólokið þó formlegum bar- dögum hafi verið hætt, en heiti verksins er spurning, lituð vonleysi sem þó felur í sér von. Styrjaldirnar í Júgóslavíu eru jafnframt óþægileg sönnun þess að ógnin sem verið hef- ur Rúrí hugleikið viðfangsefni, er langt frá því að vera horfin – þó hún vilji gleymast í þeirri velsæld sem við Íslendingar, líkt og flestir Vesturlandabúar, nú lifum í. Rúrí er ein fárra íslenskra myndlistarmanna sem gert hefur stjórnmál að inntaki verka sinna og sett það í jafn stórt samhengi þó slíkt megi finna hjá fjölmörgum erlendum mynd- listarmönnum. Pólitísk vitund Rúríar á rætur sínar að rekja til frétta úr útvarpi í upphafi kalda stríðsins. Það andrúmsloft sem ríkti í heiminum á sjötta og sjöunda áratugnum birt- ist hér á landi í fréttaflutningi útvarpsins. Frá- sagnir af styrjöldum í Austurlöndum og vopn- uðum innrásum í Austur-Evrópu og víðar ásamt uppgjöri tengdu útrýmingarbúðum voru daglegt brauð. Þá var vitneskjan um til- vist gereyðingarvopna beggja vegna Atlants- ála ekki til að draga úr þeim ótta að friðurinn væri gálgafrestur. Rúrí tilheyrir fyrstu kyn- slóðinni sem óx úr grasi þess meðvitandi að maðurinn gæti sjálfur eytt öllu lífi í kringum sig á svipstundu ef hann kærði sig um það. Þessi vitneskja hefur mótað viðhorf Rúríar sem myndlistarmanns og kemur einnig fram, þó á ólíkan hátt sé, í verkum sem taka fyrir af- stæðið og umheiminn. Glerregn er eitt fyrsta verk Rúríar þar sem þessar hugsanir koma fram með skýrum og eindregnum hætti. ÞAR RIGNIR GLERI Morgunblaðið/Árni Sæberg Listakonan Rúrí sýnir verkið Glerregn.Jón Stefánsson: Skjaldbreiður, 1929.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.