Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.2001, Síða 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. JANÚAR 2001 Á TTUNDI áratugur 19. aldar var Íslendingum erfiður. Askja gaus 1875 og fór illa með sveitir norðanlands og austan. Vesturheimsferðirnar voru svar landsmanna við hörmungunum sem af því leiddu. Það var ekki til að bæta ástandið á næstu árum að hafís var löngum landfastur við landið. Þegar leið að lokum aldarinnar tóku atvinnuhættir að breytast. Útvegur var í örum vexti við strendur landsins og leiddi það til vaxandi uppbygg- ingar og þéttbýlismyndunar. Fólk gat flutt í sjávarbyggðirnar og sótt þangað lifibrauð sitt. Á þessu var þó einn hængur, vinnulög- gjöf landsins var ekki sniðin að þessum breyttu aðstæðum. Vinnufólki sem ekki gat framfleytt sér í lausamennsku var skylt að ráða sig í ársvistir á lögbýlum. Refsingin við slíkri vanrækslu var opinber hýðing. Ýmsum fannst að breyta þyrfti lögunum svo að útvegurinn stæði jafnfætis landbún- aðinum í baráttunni um vinnuaflið. Þær raddir heyrðust einnig að breytt löggjöf væri landbúnaðinum sjálfum fyrir bestu, óbreyttir búskaparhættir stæðu öllum framförum fyrir þrifum. Árið 1888 skrifaði Hermann Jónasson (1858–1923), skólastjóri bændaskólans á Hólum í Hjaltadal og ritstjóri Búnaðarrits- ins, grein í rit sitt undir titlinum „At- hugasemdir um heimilisstjórn, vinnu- mennsku og lausamennsku“. Í greininni fjallar Hermann um það stjórnleysi og aga- leysi sem hann taldi viðgangast í íslenskum sveitum. Hann sagði margt vinnufólk fara sínu fram í vinnu og gera ósanngjarnar kaupkröfur. Húsráðendur létu síðan allt danka með gamla laginu, til þess að kaupa sér húsfrið og tryggja sér hjúahald eins og sagði í greininni. Hermann sagði þetta ást- and koma illa niður á vinnusömum og hlýðnum hjúum er tækju alla ábyrgðina á sig án þess að bera meira úr býtum. Her- mann sagði marga efnisbændur flýja vestur til Ameríku undan stjórnleysinu í landinu. Hermann taldi einu lausnina í þessu máli vera þá að gera húsbændur og vinnuhjú sem lausast bundin hvor öðrum. Þá gætu bændur rekið hyskið hjú úr þjónustu sinni og vinnusamt og áreiðanlegt hjú gæti sagt sig úr vist frá stjórnlitlum húsráðanda. Það þurfti að breyta löggjöf landsins ættu þessar hugmyndir Hermanns Jónassonar að ganga eftir. Þar kom til kasta þingsins, enda þurfti ekki að bíða lengi eftir við- brögðum þess. Árið 1889 fluttu Páll Briem (1856–1904) og Þorlákur Guðmundsson (1834–1906) frumvarp til laga um lausa- menn. Það frumvarp olli nokkrum deilum í þinginu. Á næstu árum skiptust þingmenn á skoðunum um hvort ætti að rýmka ákvæðin um lausamennsku í landinu. Eins og kunn- ugt er fór svo að vistarskyldan var í raun afnumin með lögum sem tóku gildi árið 1894. Hér á eftir er ætlunin að ræða nokkuð þau rök sem komu fram með og á móti vist- arskyldu í þinginu. Ólík viðhorf? Í grófum dráttum má segja að tvær meg- inástæður hafi verið þess valdandi að menn vildu fara sér hægt í að losa um vist- arbandið. Annars vegar lögðu þeir áherslu á hina sérstöku landshætti hér á landi og hins vegar varð þeim tíðrætt um uppeldislegt gildi vistarskyldunnar. Hvað fyrrnefnda at- riðið varðaði var áberandi hve talsmenn óbreytts ástands vantreystu útveginum til að taka við öllum þeim mannafla sem leitaði í sjávarbyggðirnar í atvinnuleit. Í þessu sambandi sagði Einar Jónsson (1853–1931) útveginn ekki kominn í það horf að hann gæti tekið á móti fleiri mönnum en nú væri kostur. Guðlaugur Guðmundsson (1856– 1913) taldi þetta vanmat á gildi landbún- aðarins fyrir landið stafa af almennri til- hneigingu manna til „lukkuspils“. Hann sagði það yfirleitt leiða til þess að fólk færi á höfuðið og síðan á sveitina. Þingmenn hræddust ekki einungis að vinnufólkið kæmi sér á vonarvöl með óábyrgu líferni heldur höfðu þeir líka áhyggjur af þeim áhrifum sem umskiptin yfir í almenna lausamennsku hefðu á bændastéttina í landinu. Ýmsir þingmenn töldu að bændur myndu flosna af jörðum sínum í stórum stíl. Sérstaklega töldu þeir þær sveitir í hættu þar sem að- albjargræðistími landbúnaðar og útvegs fór saman, sbr. á Norður- og Austurlandi. Þær raddir heyrðust einnig að samgönguleysið í landinu ynni gegn hugmyndum um skilvirkt daglaunakerfi. Guðjón Guðlaugsson (1857– 1939) sagði bændur þurfa að halda uppi stöðugri fyrirhyggju til að tryggja sér nægj- anlegt vinnuafl, oftar en ekki leiddi það til tímasóunar og annars óhagræðis í strjálum byggðum. Guðjón nefndi líka hve miklu dýr- ara það væri fyrir bóndann að halda úti ein- tómum daglaunamönnum út árið en gera árssamning við hvern og einn. Hann sagði það eðli allra viðskipta að stórkaup væru hentugri fyrir kaupanda en smákaup. Mönn- um fannst fyrirkomulagið hafa annan aug- ljósan ókost, óhjákvæmilegt flakk lausa- manna um sveitir landsins. Ýmsir töldu flakkið hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér þar sem almenn greiðasala tíðk- aðist ekki í landinu. Talsmenn vistarbands- ins héldu uppeldislegu gildi þess á lofti. Einar Jónsson sagði hjúin kynnast öllum al- gengustu verkum til sveita í vistinni og venjast við það á reglusemi og vandvirkni. Guðjón Guðlaugsson ræddi hin nánu tengsl sem mynduðust milli hjúa og húsbænda. Hjúin væru ekki annað en yngri kynslóð bændastéttarinnar og sem lærði verkin af eldri kynslóðinni. Þeir sem vildu losa um vistarbandið eða í besta falli afnema það með öllu ræddu mjög um þá hagræðingu sem það hefði í för með sér. Hermann Jón- asson sagði í því sambandi að bændur myndu aðeins ráða þá til sín sem full not væru fyrir hverju sinni. Þeir gætu síðan los- að sig við vinnuaflið eftir eigin hentugleika. Sigurður Stefánsson (1854–1924) lagði á það áherslu í orðum sínum að hjá frjálsu vinnu- fólki yxi fyrirhyggjan og framsýnin yfir því að þurfa að sjá fyrir sér upp á eigin spýtur. Skúli Thoroddsen (1859–1916) sagði að ör- yggisleysið og samkeppnin í lausamennsk- unni yrði mönnuum hvöt til þess að sérhæfa sig í ákveðnum störfum, s.s. fjárhirðingu, formennsku og fleiru þess háttar. Reyndar gætti töluverðrar vantrúar á framtíðar- möguleika landbúnaðarins hjá Skúla. Hann sagði landið bæði hrjóstrugt og fátækt en á hinn bóginn geymdi sjórinn gnægð auðæfa. Hvaðan komu hugmyndirnar? Hugmyndirnar um hinn frjálsa og skyn- sama mann festu rætur í kenningum skoska hagfræðingsins Adam Smith (1723–1790) (Wealth of Nations 1776). Hann sagði ein- staklinginn drifinn áfram af sjálfsbjargar- viðleitninni og það stuðlaði að almennum framförum úti í samfélaginu því að hags- munir einstaklingsins og samfélagsins hlytu að fara saman. Í því tilliti skipti mestu máli að þegnarnir fengju frið frá öllu valdboði og öðrum afskiptum valdhafanna. Vaxandi fjár- magnsmyndun og þörfin fyrir hreyfanlegt vinnuafl í kjölfar iðnbyltingarinnar krafðist þess. Hinn frjálsi markaður átti síðan að ákvarða kaup og kjör og verð á vöru og þjónustu og sjá til þess að jafnvægi skap- aðist. Andstæðingar vistarskyldunnar beittu þessum hagkenningum fyrir sig í málflutn- ingi sínum. Jón Jónsson sagði það t.d. ekk- ert óumflýjanlegt lögmál að ef kaupið hækk- aði flykktust menn að sjónum, það færi alfarið eftir árferðinu hverju sinni því kaup- ið myndi lækka í slæmum aflaárum. Skúli Thoroddsen sagði ýmsa vilja halda í vist- AFNÁM VISTARSKYLDUNNAR OG FRJÁLSLYNDISSTEFNAN UMRÆÐAN UM ATVINNUFRELSI Á ÍSLANDI 1888–1893 Talsmenn vistarbandsins héldu uppeldislegu gildi þess á lofti og vantreystu útveginum til að taka við öllum þeim mannafla sem leitaði í sjávarbyggðirnar í at- vinnuleit. Þeir sem vildu losa um vistarbandið eða í besta falli afnema það með öllu ræddu mjög um þá hagræðingu sem það hefði í för með sér. Umræðan endurspeglaði hugmyndalegar hræringar erlendis. Húsbændur og hjú í lok 19. aldar að Stóruborg í Víðidal, um svipað leyti og Alþingismenn deildu um það hvort rýmka ætti ákvæði um lausamennsku í landinu. Eins og kunnugt er fór svo að vist- arskyldan var í raun afnumin með lögum sem tóku gildi árið 1894. E F T I R S I G U R G E I R G U Ð J Ó N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.