Vísir - 19.05.1978, Síða 11
visrn Föstudagur 19. mai 1978
11
„SÁ AÐIll, SCM MUN
HAGNAST MESJÁ
ÍSLENSKRI MANN-
ILDISSTíFNU FR
ÍSLtNSKUR LAND-
BÓNAÐUR"
#
segir Jón Ottor Ragnarsson,
matvœlaverkfrœðingur
i samtali við Vísi
í tilefni af grein Agnars Guðnasonar ó dögunum
sinni, aö ráðleggingar um breytt-
ar neysluvenjur jafngildi árás á
landbúnaðinn. Er þetta rétt?
Þetta er hreinasta firra. Ef is-
lenskur landbúnaður framleiddi
aðeins fitu væru þessi ummæli
réttmæt, en svo er nú ekki sem
betur fer. Þvert á móti framleiðir
hann flestar þær hollustuvörur
sem manneldisfræðingar mæla
hvað mest með. Það er að visu
rétt að talsvert af fitu fylgir
framleiðslu á ýmsum búvörum,
en fitan er aðeins eitt af yfir 40
næringarefnum, sem við sækjum
i þessar afurðir. Auk þess er þaö
vondur „bisnes” að selja kyrr-
setufólki fitu. Það getur ekki
torgað nema litlum skammti. Fit-
an er svo orkumikil, að islenskur
landbúnaður myndi hagnast á þvi
að draga úr fitusölu og hvetja til
sölu á öðrum þáttum.
En hvað um kjötið og smjörið?
Ef við tökum fyrst kjötiö þá er
lambakjöt einhelsta framleiðslu-
afurð hins islenska landbúnaöar.
Þaðer rangt, að islenska lamba-
kjötið sé sérstaklega feitt. Auk
þess er sú fita, sem 1 þvi er nær
eingöngu utan um vöðvana, en
ekki innan f eins og á flestu kjöti
erlendis. Með þvi að skera burt
fituna fæst magur vöövi. Með þvi
að éta minni kjötfitu verður rúm
fyrir meira kjöt og salan myndi
glæðast. Það eru jafnmargar
hitaeiningar i einum mörmola
eins og i sex til sjö sinnum stærri
skammti af mögru kjöti.
Ef við lítum næstá mjólkina þá
inniheldur hún riflegan skammt
af yfir 40 næringarefnum. Það er
óráðlegt að draga mikið úr neyslu
á mjólkurfitu vegna þess hve
auðug hún er af A-vitamini. En
aðalatriðiðerað bændurnir verða
að fá sama verð fyrir léttmjólk,
undanrennu og nýmjólkina. Það
er ekkert annað en viðurkenning
á þvi, að hin 40 næringarefnin eru
miklu verðmætarienfitan ein. Og
ekki myndi salan minnka. Ég
spái þvi, að hún myndi aukast,
enda þarftu meira til þess að
verða mettur. Hvað fituna varöar
þyrfti aö gera ráðstafanir til þess
aö nota smjör og mör í smjörliki í
stað innfluttrar harðfeiti.
En landbúnaðurinn framleiöir
ekki aðeins dýraafurðir. Hann
framleiðir einnig kartöflur og
ýmsa aðra garöávexti. Allir eru
sammála um, aö efla þessa fram-
leiðslu til muna. I henni er engin
fita og orkan m jög i hófi, en afar
mikið af nauðsynlegum
næringarefnum. Það er þjóö-
þrifamál, að fjölmiðlar og aörir,
sem hafa áhrif á almenningsálitið
styðji við bakið á garðyrkju- og
kartöflubændum i þessari við-
leitni.
Sannleikurinn er sá, að sá aðili,
sem kemur til meö að hagnast
mestá íslenskri manneldisstefnu
er islenskur landbúnaður. Þeir,
sem berjast gegn breyttum
neysluvenjum gera það ekki að-
eins á kostnað neytenda, heldur
einnig islenskra bænda.
En hvernig er best að vinna að
breytingum á fæðuvenjum ts-
lendinga?
Mestuskiptirað þetta sé gert af
varkárni, meö nægilegri upp-
lýsingastarfsemi og i samræmi
við þarfir og getu islensks land-
búnaöar og sjávarútvegs. Bestu
aðilarnir til þess að vinna að til-
lögugerð i þessum efnum eru
Manneldisráð Islands, Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins i
samráði viö Landbúnaðarráðu-
neytiö og fslenska bændur.
En þvi má ekki gleyma, að nú
þegar eru margir aöilar að vinna
að umbótum á þessu sviði. Þar
mætti nefna:
« Islenskir kartöflu- og garð-
yrkjubændur
íslenskir bakarar.sem hafa á
örskömmum tima gert byltingu i
framleiðslu á grófum brauöum.
Þessar breytingar eru þeim mun
mikilvægariþegar þesser gættað
hvita hveitið, sem notað er i
brauð hér á landi er yfirleitt ekki
vitami'nbætt.
* Rannsóknastofnun land-
búnaðarins og Búnaðarfélag ts-
lands með tilraunum til þess að
auka vöðvahlutfall islensks dilka-
kjöts, auka fallþunga og draga
eftir megni úr fitusöfnun.
* Stéttarsamband bænda, sem
hefur fyrir löngu mælt með að
hafin verði framleiösla á létt-
mjólk og að nýtt kjötmat verði
tekið upp. Þessi aöili veitir auk
þess beina styrki til þess að rann-
saka hollustugildi dilkakjötsins.
* R a nnsókn as t ofnu n fisk-
iðnaðarins með þvi aö reyna að
auka áhuga og neyslu tslendinga
á fiskafuröum m.a. á óhefð-
bundnum fisktegundum. Þetta er
mjögbrýnt ekkisist þegar þess er
gætt, að fiskneyslan er nú meira
en helmingi minni en hún var á
striðsárunum
* Mjólkurbú Flóamanna og
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins.sem nústanda fyrir umfangs-
miklum tilraunum með nýtingu á
islenskri skyrmysu til manneldis.
Þvi miður vék þessi fyrrverandi
þjóðardrykkur Islendinga fyrir
gosdrykkjum og öðrum
næringarsnauöum svaladrykkj-
um. ,,Á degi rannsóknanna” sem
Rannsóknarráð rikisins stendur
fyrir i Háskólabiói i dag er ein-
mitt verið að kynna svaladrykki
gerða úr islenskri skyrmysu.
* Þau islensku kjötvinnslu-
fyrirtæki, sem hafa sýnt mann-
eldismálum áhuga með þvi að
hefja framleiðslu á svokölluðum
léttpylsum.
An efa mætti nefna miklu fleiri
aðila, sem vinna aö umbótum á
þessu sviði og i raun og veru held
ég, að yfirgnæfandi meirihluti
fólks hafi mikinn áhuga á slikum
umbótum, ekki sist Islenskir
bændur, — sagöi Jón Óttar.
—BA.
með þvi að styðja á takka á
tækinu sinu. Gagnrýnendur hafa
þvi töluvert til sins máls, þegar
þeir andmæla sjónvarpshnetti
fyrir Norðurlönd.
Menningarfjandsamlegt
vélaþras
Á nýafstöðnu Rithöfundaþingi
skilst manni að sænskur and-
stæðingur sjónvarpshnattar hafi
veriö fenginn til að flytja erindi
um fyrirbærið Nordsat. Kannski
hann hafi verið að efna sér i
Leninorðuna. Að minnsta kosti
skýrði hann málið þannig, að
Bandalag islenzkra listamanna
hefúr nú sent frá sér einarða yfir-
lýsingu, þar sem það visar sjón-
varpshnettinum á bug sem
menningarfjandsamlegu véla-
þrasi, hættulegu Islenzkri þjóð.
Hefur yfirleitt verið venjanhér að
fagna útlendum áhrifum á
menningarsviðinu, og verður að
segjast eins og er, að grund-
vallarstefnubreyting ágætra
listamanna i þessu efni er næsta
gleði-
leg, aö þvi tilskildu að hún nái til
fleiri atriða en sjónvarpsgervi-
hnattar fyrir Norðurlönd.
Samstaða BÍL með málglööum,
finnskum kommúnistum, og
sjónarmiðum Sovétrikjanna,
verður látin liggja á milli hluta að
sinni.
Varnaraðgerð
norrænna þjóða
Nú kynni einhverjum að vera
forvitni á þvi að vita hversvegna
Norðurlandamenn fóru að taka
upp á þeim fjanda að fara aö
ræða sjónvarpshnött, sem ekki
getur hangið á lofti yfir
miðjarðarlinu nema tak-
markaðan tima i einu, og kostar
offjár að skjóta á loft hverju
sinni. Sannleikurinn er sá, að
þessi hugmynd var sett fram i
varnarskyni þjóða, sém telja, aö
fyrst allt sé að fara til fjandans i
þessum efnum hvort eö er, séu
Norðurlöndin þó það skyldust
menningarheild, að þeim beri að
standa saman um sjónvarps-
hnött. Fulltrúar Norðurlanda fóru
nefnilega ekki aö ræða þessi mál
fyrr en sýnt var að þjóðir eins og
Bretar, Vestur-Þjóðverjar og
Frakkar ætluðu að skjóta sjón-
varpshnöttum á loft. Þá fyrst
töldu Norðurlandamenn ekki
annað fært en gera þjóðum sinum
fært að velja sjónvarpsefni frá
Norðurlöndunum um sjónvarps-
hnðtt.
Jarðstöðin að
nýrri Kröflu
Sú jarðstöð, sem nú er verið aö
byggja hér fýrir ærna fjármuni,
kemur ekki sjónvarpssendingum
viö I framtiðinni nema að mjög
litlu leyti. Verður að treysta þvi
að hana verði hægt að reka sem
almenna f jarskipta- og simsendi-
stöð, verði ekki gervihnettir búnir
aö leysa hana af hólmi innan
skamms tima. Það er raunar
sorglegt til þess að vita, að slik
jarðstöð skuli reist, einmitt á
tima, þegar þróunin er orðin svo
ör i fjarskiptum, vegna stöðugt
nýrra uppfinninga, og vegna
gervitungla, að svo aö segja nýir
möguleikar opnast i hverjum
mánuði. En auðvitað verður
bygging hennar að hafa sinn
gang, þótt horfur séu á þvi að
jaröstöðin verði oröin að nýrri
Kröflu innan tiðar.
Svivirðilegt
kapit alistaprump ?
Fram að þessum tima hefur
það verið almennt álitið, að ekki
væri fært að taka við sjónvarps-
sendingum frá gervihnetti nema
um jarðstöð. Og það er mikið
rétt að sllkt hefur verið lenzkan.
Með þeim hætti hefur fram til
þessaverið hægt að hafa stjórn á
þvi sjónvarpsefni, sem barst til
heimahúsum án mikils tilkostn-
aðar, og geta tekiö við sjónvarps-
sendingum frá hvaða sjónvarps-
hnetti sem er, hvort heldur hann
er brezkur, vestur-þýzkur eöa
franskur. Bann viö kaupum á
slikum toftnetum yrði ekki þolað,
og þaö væri heldur ekki stætt á
sliku banni nema þá I austan-
tjaldslöndum sem þó óttast að ný
bylgja vestræns áróöurs rlði yfir
innanskamms I mynd sjónvarps-
sendingar. Þess vegna hafa m.a.
verið sett af staö mótmæli á
Vesturlöndum gegn sjónvarps-
hnöttum, sem misjafnlega sak-
lausir erindrekar standa fyrir.
Að óathuguðu máli
Það er við þessar aðstæður,
sem fulltrúar Norðurlanda ræða
nú I alvöru aö koma upp sjón-
vegna tilvistar þess Islenzka i
áraraöir, munum við varla úr
þessu leggjast flöt fyrir framan
skerminn vegna breytingarinnar,
eins og barn á móðurbrjóst.
Hnötturinn er
óhjákvæmilegur
Islenzka sjónvarpiö hlýtur
auövitaö að hafa yfirhöndina,
vegna þess að það er islenzkt og
flytur efni, sem snertir okkur
meira en efni frá öðrum þjóðum:
Auðvitað að þvi tilskildu að það
beiti dagskrárgerðinni meira aö
innlendri þáttagerð en verið hef-
ur. Samt hefur þetta mikinnn
vanda I för með sér. Hann er bara
óhjákvæmilegur og ætti varla að
verða sjónvarpsvönu fólki hættu-
legri en erlendar útvarpsstöðvar,
nema hvaö sjónin er sögu rikari.
Neðanmóls
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar.Það er ekki af
tildurmennsku eða
heimsku, sem rætt er
um norrænan sjón-
varpshnött, heldur af
illri nauðsyn... En það
virðist alveg út i hött
að mófmæla norrænum
sjónvarpshnetti ^ þóft
ekki skuli dregið úr því
að góður vilji og
varúðarsjónarmið
liggi þar á bak við. Við
erum komin f bland við
tröllin.
V-........ „
Sjónvarpshnöttur
hvorki tildur-
mennska né heimska
einstaks lands hverju sinni. Vilji
menn ekki útsenda dagskrá geta
þeir bara lokað jarðstöðinni. Við
höfum verið að hugga okkur við
þetta,og þetta sjónarmiö hefur að
líkindum legið á bak við sam-
þykkt BÍL i fyrradag. Jafnframt
hefur ágætur Svli eflaust haldið
þvi fram á Rithöfundaþingi að
sjónvarpshnöttur Norðurlanda
væri ekki annaö en svívirðilegt
kapitalistaprump.
Menn standa
frammi fyrir
allt öðrum hlutum
En alveg I náinni framtið
standa menn frammi fyrir allt
öðrum hlutum i þessu efni. Um
þessar mundir er verið að full-
komna loftnet, sem hægt er með
hægu móti að koma fyrir á
varpshnetti til að senda út eigin
sjónvarpsefni, og samkvæmt eðli
málsins er Island með i því ráðs-
lagi. Aftur á móti efa ég að
nokkur stór stofnun, eða stofnun,
sem vill láta taka sig alvarlega,
hafi annars staðar en á Islandi
rokið til aö óathuguöu máli, og
saAþykkt mótmæli við jafnsjálf-
sagðri varnaraðgerö I
menningarefnum og þarna er á
ferðinni.
Leggjumst varla flöt
Sjónvarpsefni hvaðanæva að er
aöskella yfir okkur. Kannski með
þeim afleiöingum aö hægt verði
að horfa á sjónvarpsdagskrár
allan sólarhringinn hér norður frá
innan áratugs. Þaö út af fyrir sig
er ekkert fagnaðarefni. Sú er þó
bót i máli, að vegna þess að viö
erum farin aö venjast sjónvarpi
Af illri nauðsyn
Það er þvf ekki af tildur-
mennsku eöa heimsku, sem rætt
er um norrænan sjonvarpshnött,
heldur af illri nauðsyn. Þátttaka
Islands breytir svo sem ekki
miklu þar um. Eini vinningurinn
viö að vera meö i sjón-
varpshnettinum er, aö þá fáum
viö tækifæri til að senda út eigin
dagskrá um þennan hnött, og má
vera aö jarðstöðin okkar nýja
komi þá fyrst aö gagni við sjón-
varpssendingar. Annars er ég
ekki kunnugur þeirri hliö
málsins. En það virðist alveg út I
hött að andmæla norrænum sjón-
varpshnetti við þessar aöstæður,
þótt ekki skuli dregið úr þvi, að
góður vilji og varúöarsjónarmiö
liggi þar á bak við. Við erum
komin i bland við tröllin.