Vísir - 19.05.1978, Síða 13
vism Föstudagur .19. mal 1978,
13
Missið ekki af Helgar-
blaðinu á morgunl
Norrœna húsið:
Minningarsýning
Jóns Engilberts
,,A sýningunni eru teikningar, vatnslitamyndir og krltarmyndir,
margar þeirra eru skyssur, sem Jón ætlaöi aö mála eftir, en vannst
ekki timi til”, sagöi Tove Engilberts, ekkja Jóns Engilberts listmál-
ara, en minningarsýning um listamanninn hefur veriö opnuö I Nor-
ræna húsinu. Sýningin veröur opin til 30. mai.
,,Ég er afskaplega þakklát lenskra grafiklistamanna, en
þeim sem hafa lagt hönd aö þvi
mikla verki, sem var að koma
upp þessari sýningu”, sagði
Tove.
Jón Engilberts hefði orðið sjö-
tugur þann 23. mai. Sýndar eru
120 myndir eftir hann I Norræna
húsinu, en aö sýningunni standa
auk Tove Engilberts, Félag is-
Jón var stofnandi félagsins og
siðar heiðursfélagi.
Myndirnar á sýningunni eru
all flestar til sölu, en elsta
myndin á sýningunni er frá þvi
listamaðurinn var 18ára gamall
og þær nýjustu frá siðustu ævi-
árum hans, en hann lést árið
1972. —KP
Tove Engilberts viö eitt verka Jóns.
MyndGunnar.
Meðal annors efnís
í 32 síðna Helgarblaði
é morgun:
Rússneski pfanósnillingurinn Emil Gilels lelkur I Hdskóiabfó á
laugardag.
Kór Söngskólans i Reykjavík:
Kennararnir syngja
einsöng á tónleikum
Kór söngskólans I Reykjavlk
heldur tónleika I Háteigskirkju
á sunnudag kl. 17. Kórinn mun
flytja Páskamessuna, eöa
Missa in tempori belli eftir
Haydn.
Nú eru þaö kennarar skólans
sem taka aö sér einsöngshiut-
verkin. Þaö eru þau Guörún A.
Slmonar, ólöf Haröardóttir,
Magnús Jónsson og Kristinn
Hallsson. Stjórnandi á tónleik-
unum er Garöar Cortes.
—KP
Kaktus
og korlinn
í tunglinu
— nefnist viötai ómars Þ.
Halidórssonar viö hljómsveit-
ina Kaktus á Selfossi sem
kunn er um Suðurlandsundir-
lendiö fyrir leik á skröllum um
sveitirnar.
— Þá skrifar Finnbogi Her-
mannsson grein um mannirm
sem kenndi Súðavik aö dansa,
ólafur Hauksson skrifar
„Svipmynd af Amerlku”,
Svala Sigurleifsdóttir fjallar
um þrjár islenskar mynd-
listarkonur i þættinum ,,Kon-
ur i myndlist”, sagt frá hinum
nýju hetjum i „Gæfa og
gjörvileiki” og fleira er af
helgarlesefni I blaöinu.
Umsjón: Katrín Pálsdóttir
Ungt og
efnilegt....
— Oft er talaö um aö fólk sé
efnilegt, — stundum alveg
fram i andlátiö. i Kópavogi
hafa menn sérstaka keppni
fyrir ungt hæfileikafóik úr
ýmsum greinunr, og Berglind
Asgeirsdóttir, blaöamaöur
ræddi viö nokkra af þeim efni-
legustu úr siöustu keppninni
fyrir skömmu, og birtar eru
myndir frá hæfileikakeppn-
inni.
— eru m.a. ó efnisskró Samkórs Kópavogs
Samkór Kópavogs heldur
þrenna tónieika um helgina.
Fyrstu tónleikarnir verða I kvöld
kl. 21, en á laugardag syngur kór-
inn kl. 15 og 19. Tónleikarnir
veröa i félagsheimili Kópavogs.
„Við sáum fram á það að við
urðum að halda þrenna tónleika,
þvi okkur hefur verið svo vel
tekið. Húsnæðið er einnig litið og
þvi var ákveðiö aö hafa tvenna
tónleika á laugardag”, sagði
Eirlkur Brynjólfsson.einn félagi I
kórnum. Hann sagði aö siöustu
tvö árin hefði kórinn starfað af
miklum krafti, en hann tók til
starfá á ný eftir nokkurt hlé árið
1977.
Stjórnandi kórsins nú er Kristin
Jóhannesdóttir, en félagar eru 38.
„Við höfum valið létt og
skemmtileg lög á efnisskrá okkar
og m.a. syngjum við syrpu eftir
Sigfús Haildórsson”, sagði Eirlk-
ur. Einsöngvarar með kórnum
eru Ingveldur Hjaltested og
Hákon Oddgeirsson, en undirleik-
ari er Jóhanna Gisladóttir. -KP
„Hvurslags
svínarí er
þetfa ..."
— Slíkar yfirlýsingar fá þeir
oft aö heyra sem svara i slm-
ann i sjónvarpinu og taka á
móti kvörtunum og hneykslan
reiöra sjónvarpsáhorfenda.
Óli Tynes, blaöamaöur skrapp
niöur I sjónvarp og fékk aö
heyra hverju islenskir imba-
kassanotendur veröa fúlastir
yfir.
Tónlistarfélag Reykjavíkur
Rússneski pianósnillingurinn
EmilGilels heldur tónleika á veg-
um Tónlistarfélags Reykjavlkur
á laugardaginn kl. 14.30 I Há-
skólablói. Þetta eru slöustu tón-
leikarnir sem Tónlistarfélagiö
heldur á þessum starfsvetri.
Emil Gilels hóf pianóleik fimm
ára gamall. Hann hélt slna fyrstu
tónleika 13 ára, sem varö til þess
aö hann fékk inngöngu i tónlistar-
skólann I Odessa. Gilels hefur
unniö til ótal verölauna viösveaar
um heiminn. Hann hefur leikið
m.a. með Philadelphia Orchestra
og New York Philharmonic. Hann
hefur einnig farið I tónleikaferðir
til Þýskalands, Italiu og Austur-
rikis.
Emil Gilels lék hér á landi með
Sinfóniuhljómsveit tslands árið
1976 og kom þá einnig fram á tón-
leikum hjá Tónlistarfélaginu.
A efnisskránni i Háskólabíó er
m.a.: verk eftir Schumann,
Prokofiev og Chopin. —KP
„Auðvitað
er ég Adams-
sonur"
— nefnist opinskátt viötal
Eddu Andrésdóttur, blaöa-
manns viö Ingólf Guöbrands-
son sem birtist i tveimur hiut-
um i Helgarblaöinu, — sá fyrri
á morgun og sá siöari um
næstu helgi.
,,Ég nefni þessa sýningu Skip
frá öðrum heimi, en áður hef ég
sýnt blóm frá öðrum heimi, og
blik frá öðrum heimi. Þessar hug-
myndir verða til I hugskoti minu
og ég mála þetta eftir tilfinning-
unni, helst á nóttunni, þá gengur
mér best”, sagði Ketill Larsen i
samtali við Vísi.
Ketill hefur opnað sina sjöttu
einkasýninguað Frlkirkjuvegi 11.
Þar sýnir hann um 70 myndir.
HannhefursýntáMokkaog ihúsi
Jóns Sigurðssonar i Kaupmanna-,
höfn.
Tónlist verður leikin af segul-
bandi i sýningarsal. Hún er eftir
Ketil og kallar hann verkið tónlist
frá öðrum heimi. Sýningin er opin
fram á sunnudag. -KP
Létt lög eftir Sigfús
Bókauppboð í Tjarnarbúð
— m.a. frumútgófur Halldórs Laxness
Bókauppboö veröur haldiö I á uppboöinu eru frumútgáfur af
Tjarnarbúö á iaugardag og bókum Halldórs Laxness t.d.
hefst kl. 14. Þaö eru Klaustur- Barn náttúrunnar, fyrsta bók
hólar sem standa fyrir þessu höfundar.
uppboöi og er þetta 44 uppboö Einnig er aö finna nokkrar
fyrirtækisins. bækur útgefnar i Viöey t.d.
Bækurnar sem veröa boönar Grafininningar útgefnar af
upp á iaugardag veröa til sýnis I Magnúsi Stephensen áriö 1842,
Klausturhóium, Lækjargötu 2 I Ljóömæli Magnösar Stephen-
dag tii kl. 22. Þær eru samtals sen.
tvö hundruö talsins. Meöal bóka —KP
Ketill Larsen meö skip sln úr öörum heimi.
Mynd Jens
LEIKHÚS
Leikfélag Reykjavikur
Valmúinnspringurút ánóttunni
á föstudag og laugardag kl.
20.30.
Skáld-Rósa sunnudag kl. 20.30
Blessað barnalán miðnætursýn-
ing i Austurbæjarbiói laugardag
kl. 23.30.
Þjóöleikhúsiö.
Káta ekkjan i kvöld og
sunnudag kl. 20.
Laugardagur, sunnudagur.
SYNINGAR
' mánudagur laugardag kl. 20.
Nemendaleikhúsiö.
Slúðrið sunnudagkl. 20.30. Fáar
sýningar eftir.
Iiamragaröar
Snorri Halldórsson sýnir fram á
sunnudag.
Mokka
Geir Birgir Guðmundsson sýnir
29 myndir, ollu, pastel og þurr-
krít. Þetta er fyrsta sýning
hans. Sýningin verður opin
næstu þrjár vikurnar.
EmiJ Cilels leik-
ur í Háskól labíói
Skip frá öðrum heimi
— Ketill Larsen sýnir að Frikirkjuvegi 11